Morgunblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 9
f>ri?(íiiíTaoTÍr 1. júlí 1958
MOífcrvnríniÐ
9
Jón Pálmason alþm. Akri
Tíminn og landbúnaðurinn
EINS og þjóðin öll heyrði, þegar
eldhúsdagsumræðurnar fóru
fram í vor, þá reiddist Eysteinn
fjármálaráðherra ákaflega ádeilu
minni á fjármálastjórn hans. Var
það mjög í samræmi við þá al-
kunnu kenningu, að sannleikan-
um verði hver sárreiðastur.
Ekki reyndi þó maðurinn, að
hrekja eitt einasta atriði í ræðu
minni, en kastaði fram fáeinum
máttlausum fúkyrðum um of-
stæki, illan hug o.s.frv. En aðal-
rúsínan var þó sú, að ég hafi
ráðið allri landbúnaðarstefnu
nýsköpunarstjórnarinnar á ár-
unum 1944—47. Áttu þetta víst
að vera hinar herfilegustu
skammir, enda hefir blað ráð-
herrans, Tíminn, hvað eftir ann-
að verið að ítreka þær síðan.
Ég tel þetta hins vegar eitt hið
mesta hrós,. sem ég hefi fengið
og ekki verra, að það komi frá
reiðum andstæðingi. „Tíminn“
og liðsmenn hans lögðu mig líka
mjög í einelti á þessum árum og
gerðu sitt ítrasta til að fella mig
frá kosningu.. A-Húnvetningar
svöruðu þannig, að ég fékk 1946
betri kosningu en nokkru sinni
fyrr eða síðan. í þessan kosningu
fylgdu líka fleiri sveitamenn
Sjálfstæðisflokknum víðs vegar
um land, en nokkru sinni fyrr.
Þeir sáu og skildu að nýsköpun-
arstjórnin markaði nýja stefnu í
landbúnaðarmálum, sem ann-
ars staðar. Stefnu framfara og
vélatækni.
Á grundvelli þeirrar stefnu
hafa allar umbætur gerzt, sem
síðan hafa orðið í sveitum okkar
lands, í jarðrækt, húsabygging-
um o. fl. Hafa líka betri menn
Eramsóknarflokksins snúið frá
sinni fyrri villu, og unnið með
Sjálfstæðisflokknum að fram-
kvæmd nýsköpunarstefnunnar.
Meira að segja talið sér það
mjög til gildis að fara með yfir-
stjórn landbúnaðarmála á þeim
grundvelli. Gerðist þetta á árun-
um 1947—1956. Allt tal Tímans
um illvilja Sjálfstæðismanna í
garð landbúnðarins er því slúð-
ur út í hött. Tilhæfulaust með
öllu.
Tímaliðarnir sjálfir hafa lent
í þeirri ógæfu, að stofna til stjórn
arsamvinnu, sem sjáanlega verð
ur bændum og búaliði dýrari og
óhagstæðari, en nokkru sinni
hefir áður þekkzt. Og þá er grip-
ið til þess af höfuðformælanda
öfganna og hans nánustu félög-
um, að reyna til að leiða athygli
frá afglöpum sínum í fjármálum
og atvinnumálum með því að
hefja gamla sönginn um það, að
nýsköpunarstjórnin hafi verið ó-
vinveitt bændum og þeirra mál-
um. Þar hafi ég verið aðalforing-
inn og svo muni einnig verða, ef
Sj álfstæðismenn fái aftur stjórn
landbúnaðarmála í sínar hendur
(Sbr. Tíminn 10. júní).
Liggur við að sú ógn virðist
farin að svífa fyrir augum þess-
ara manna, að ég sé þá og þegar
seztur í sæti landbúnaðarráð-
herra. Er auðsætt að þessir kunn-
ingjar mínir reikna mér mikla
framtíð og pólitískt langlífi. Ég
nenni nú samt ekki, að elta ólar
við þeirra gömlu blekkingar um
þau lög sem nýsköpunarstjórnin
setti og undirbjó. Er ég búinn
svo margsinnis að hrekja alit
það þvaður í ræðu og riti og það
leiðir ekki huga minn eða ann-
arra bænda frá þeim ósköpum,
sem nú eru að gerast í landbún-
aðarmálum.
Á tvennt skal þó aðeins drep-
ið: Þó að sú frumvarpsómynd,
sem kastað var inn í Alþingi
1945 um áburðarverksmiðju
hefði verið samþykkt, þá hefði
verksmiðjan ekki verið byggð
einum degi fyrr, eða orðið ódýr-
ari en varð. Fyrir verksmiðju-
byggihgu var enginn grundvöll-
ur fyrr en Sogsvirkjunin gat lát-
ið hana hafa rafmagn.
En sú rannsókn og sá undir-
búningur sem nýsköpunarstjórn-
in lagði grundvöll að í þessu rnáli, |
kom í veg fyrir það flan, sem það
hefði Verið að byggja svo sára
litla verksmiðju, sem ráðgert var
1945.
Hún átti að vera aðeins lítið
brot þess, sem, núverandi verk-
mikla brotið á grundvelli sex-
mannanefndar sáttmálans frá
1943 svo sem auðvelt er að sanna.
Og ég leyfi mér að staðhæfa að
aldrei hefði „Búnaðarráð" látið
þá skömm um sig spyrjast, að
samþykkja slíkt. Að minnsta
kosti ekki, ef því hefði verið
stjórnað af sömu mönnum sem
var og sem eru enn á lífi.
Annað stökkið afturábak, og
sem er miklu stærra, eru hin
nýju „bjargráðalög“ núver-
andi ríkisstjórnar.
Þau lög eru þannig, að þau hafa
komið eins og reiðarslag yfir alla
greindari bændur í Framsóknar-
flokknum. Sjálfstæðisbændur
hafa aldrei búizt við góðu frá
þessari stjórn.
Að hækka hverja dráttarvél
um 15—16 þúsund krónur og önn
ur verkfæri og varahluti í sam-
ræmi við það — að hækka hvern
áburðarpoka innfluttann um 90
krónur, hvern poka af síldar-
mjöli og fiskimjöli um 200 krón-
ur, hver 100 kgr. af innfluttum
fóðurbæti um 100 krónur, bygg-
ingarefni um 30%, benzínlítra um
80 aura o. s. frv. stefnir allt í
eina átt. Það stefnir í þá átt, sem
greinilega kom fram í ræðu Ey-
steins ráðherra á Alþingi, að væri
tilgangurinn, sem sé, að koma í
veg fyrir þá offramleiðslu, sem
núverandi stjórnariiðar teíja að
sé af landbúnaðarvörum.
Það stefnir í þá átt að lama
alla möguleika bænda til að
kaupa vélar, kaupa fóðuvbæt:,
áburð og byggingarefni. Það þýð-
ir samdrátt í framleiðslunni og
samdrátt í öllum nýjum fram-
kvæmdum.
Samtímis er svo lagt 55% gjald
á kaup þess verkafólks sem bænd
ur hafa fengið frá öðrum lönd-
um, og sem mörgum þeirra hefir
orðið til nokkurrar bjargar í
þeirri ægilegu verkafólkseklu,
sem innanlands hefir verið.
En bændur eiga að fá þetta
bætt með hækkun afurðaverðs-
ins í haust, segja þeir Tímamenn,
sem helzt reyna að bera í bæti-
fláka fyrir Eysteinskuna. Er gott
ef slíku væri að treysta, og sjálf-
sagt gera einhverjir það. En við
sem þekkjum óstjórnina og gjald
þrotasvipinn og einkennin á állri
okkar fjármálastjórn. við treyst-
um engu í því efni. Hitt gerir
ekki mikið til, þó að Tíminn og
Tímaliðarnir reyni fram undir
haustið, að leiða athygli sinna
manna frá nýjum staðreyndum
með 10—12 ára gömlum vógsög-
um um nýsköpunarstjórnina og
hafi mig sérstaklega að skot-
spæni. Mig sakar það ekki, þó
minn hlutur sé gerður stærri en
efni standa til.
Það er þó meira nýjabragð að
hinni aðferðinrn, sem þekktust er
síðustu 2 árin, að gefa fögur lof-
orð um eitt og annað, sem aldrei
er hugsað til að efna.
Hvorugt bjargar þó bændastétt
inni frá þeim háska, sem hún er
komin í. Þar er um að ræða al-
varlegra mál en svo, að gamlar
rógsögur, eða ný svikaloforð
komi í því efni að nokkru gagni.
Bændur sem aðrir verða að taka
peim örlögum, sem þeir eru i
komnir á þann hátt, sem hygg-
indi þeirra og framsýni kunna
bezt. En undarlegt er það, e£
svo margir þeirra sem verið hefir,
halda áfram, að fylgja þeim leið-
togum, sem ógæfuna hafa yfir
leitt.
Hlustað á útvarp
Jón Pálmason
smiðja er. Mundj sú bygging vel
hafa hæft FramsoknaríioKknum
en ekki þjóðinni í heild.
Hitt atriðið er Búnaðarráðslög-
in og starfsemi Búnaðarráðs.
Það fór ákaflega í taugainar
á Tímaliðinu, að fela frjálsum og
óháðum bændum, að fara með
yfirstjórn þeirra mála er “bænda-
stéttina varðar mestu.
Það hefir verið og er Tímaliðs-
ins vilji og þrá, að helzt allir
bændur séu einyrkjar ófrjálsir
efnalega og andlega svo þá og
þeirra mál sé hægt að nota sem
verzlunarvöru í samningum við
verkalýðsflokkana. Það er Ey
steinskunnar aðaldýrð í landbún-
aðarmálum, og nú hefir verið
gengið lengra í þá áttina, en áður
hefir þekkzt síðan á árunum
1934—39.
Á árabilinu 1940—’56 er það
einkum þrennt, sem hefir. orðið
okkar landbúnaði til bjargar:
I fyrsta lagi ákvörðun Ingólfs
Jónssonar og annarra Sjálfstæðis
manna um hækkun kjötverðsins
1942.
í öðru lagi sexmannanefndar-
lögin 1943 og framkvæmd þeirra
um nokkur ár.
í þriðja lagi löggjöf nýsköp-
unarstjórnarinnar 1945—’47 um
jarðræktar- og húsagerðarsam-
þykktir í sveitum; um landnám,
nýbyggöir og endurbyggingar í
sveitum; um fjárskipti til útrým-
ingar mæðiveiki og um Ræktun-
arsjóð íslands.
Öll þessi lög hafa verið fram-
kvæmd og eru eins og áður segir
grundvöllurinn að þeim fram-
förum, sem í sveitunum hafa síð-
an orðið. Er að sjálfsögðu skyit
að geta þess, að margir af betii
mönnum Framsóknarflokksins
hafa átt góðan hlut að fram-
kvæmdinni í félagi við Sjálfstæð-
ismenn, sem allan þennan tíma
hafa verið í ríkisstjórn.
En síðan Tímaliðar gerðu hið
alkunna samsæri 1956 gegn Sjálf-
stæðisflokknum með stjórnar-
skrárbrotum, kosningalagabrot-
um, svikatillögunni 28. marz 1956
og öðrum klækjum hefir allt
snúizt við varðandi hagsmUni
bænda, sem og fleiri landsmanna.
Fyrsta stökkið afturábak gerð-
ist í september sl. þegar Stéttar
samband bænda, þar sem Fram-
sóknarmenn ráða lögum og lof-
um, samþykkti að sætta sig við
1,8% hækkun á afurðaverði, eftir
allar þær launahækkanir og verð
hækkanir, sem orðið höfðu í 2
ár. Sú samþykkt var fyrsta veiga
LAUGARDAGINN 21. júní fas
Gils Guðmundsson smásögu eftir
Jakob Thorarensen, „Hvíld á há-
heiðinni.“ Enda þótt það tæki að-
eins tæpa hálfa klukkustund að
lesa söguna hefur skáldinu tekizt
að þjappa saman í hana svo
miklu efni, að það nær því
sprengir umgerðina utan af sér.
Af hverju gaf höfundur sér ekki
tíma til þess að skrifa heila all-
langa skáldsögu um þetta eftir-
tektarverða fólk? Að visu tekst
honum vel að lýsa því, í stuttu
máli, en ég hygg að efnið sé ekki
fullnotað, að það sé stórskaði að
annar eins ritsnillingur og Jakob
er skyldi velja smásöguformið
fyrir þetta söguefni. Jákob hefir
skrifað nokkrar allra beztu smá-
sögurnar í bókmenntum okkar,
en mér er það jafnan óskiijanlegt
að maður gæddur slikum gáfum
skuli ekki hafa ritað nokkrar
lengri skáldsögur og aukið þar
með hróður sinn, og bókmenntirn
ar að stórum mun. En auðvitað
ræður hvert skáld hvaða listform
það velur sér, og illa færist mér
ef ég ætlaði mér að segja Jakobi
Thorarensen fyrir verkum! Og
víst er sagan Hvíld á háheiðinni,
mjög vel gerð, eins og hún er.
Ég hlustaði á ræðu Jónasar
Haralz hagfræðings, sem útvarp-
ið flutti á sunnudaginn 22. júní.
Blöðin hafa áður getið þessara
umr. á stúdentafundi. — Ég vil
aðeins geta þess, að leiðinlegt er,
að ísl. fjármálamenn hafa, að
dómi þessa hagfræðings o. fl.
þverbrotið þær reglur í fjárinál-
um, sem aðrar þjóðir telja uadir-
stöðu heilbrigðs fjárhags, þ. e. að
eiga jafnan gjaldeyrisvarasjóð.
Þetta iá opið eftir síðari heims-
styrjöld, eins og t. d. Jón Árnason
fyrrv. bankastjóri benti þá á, að
eyða ekki öllu því erlenda té er
aflazt hafði. En íslendingar virð-
ast vilja lifa um efni fram. —
Þormóður Sveinsson flutti er-
indi er hann nefndi Gleynid /illa.
Þess er getið í Fitjaannál o. fl.
annálum svo sem Sjávarborgar-
annál að Einar nokkur hafi ætlað
að ganga úr Eyjafirði suður fjöll
til Borgarfjarðar. Villtist hann
og tók stefnu suðaustui- og komst
niður í Skaftártungu eftir 14
dægra hrakning . Þetta var
snemma um vor þegar þess er
gætt að ferðin var um auðnir há-
lendisins. Sjálfsagt hefur maður
þessi verið hraustmenni, vel út-
búinn að fötum og hesti ella hefði
hann ekki komizt með lífi til
byggða. —
Loftur Guðmundsson sá um
þáttinn í stuttu máli. Talaði fyrst
við cello-leikarann prófessor Er-
ling Blöndal Bengtsen — en móð
ir hans er íslenzk en þar sem
faðir hans er danskur og hann
er fæddur í Danmörku verður
hann jafnan talinn danskur. —
Þá var samtal við fegurðardrottn
inguna ungfrú Sigríði Þorvalds-
dóttur, 17 ára, og kveðst hún auð-
vitað hlakka til að koma til
Löngusanda. Þá léku þau saman,
faðir hennar, fiðlusnillingurinn
Þorvaldur Steingrimsson og Sig-
ríður, kom þá fram að hún er
ágætur píanóleikari. — Þorvald-
ur er sonur Steingríms læknis
Matthíassonar þjóðskálds Joc-
umssonar. Móðir Þorvalds er
dóttir Þórðar Thoroddsen læknis,
sonar Jóns Thoroddsen skálds og
konu hans Önnu Guðjóhnsen, dótt
ir Péturs Guðjóhnsen organleik-
ara og tónskálds. Flestir karl-
menn munu sammála um, að móð
ir ungfrú Sigríðar er ein af feg-
urstu konum bæjarins. Virðast
því snilligáfur og fegurð á ætt
þessarar ungu stúlku sem nú á
að auglýsa land vort meðal er-
lendra þjóða. — Annars hef ég
aldrei horft á fegurðarsamkeppni
kvenna og hef fremur andúð á
þeirri athöfn, finnst stúlkurnar,
flestar, of góðar til þess að standa
þannig frammi fyrir a’ls konar
lýð. En kannske er þetta af því
að ég er orðinn o£ aldraður til
þess að skilja nútíðina? (Síðar
hefur heyrzt, að ungfrúin færi
ekki til Löngusanda).
Úlfar læknir Þórðarson talaði
um daginn og veginn 23. júní.
Minntist hann á þjóðhátiðardag-
inn, 17. júní og bar fram þá at-
hyglisverðu tillögu, að íslands-
glíman yrði eftirleiðis, háð þann
dag á íþróttavellinum. Nú er hún
háð um hávetur í húsi, mundu
ólíkt fleiri fá notið þess, að horfa
á þessa þjóðlegu íþrótt ef hún
færi fram þjóðhátíðardaginn á
íþröttasvæði. Ég styð eindregið
þessa tillögu Úlfars Þórðarsonar.
— Þá gat hann um síldveiðarnar,
sem nú eru að hefjast. Kvaðst
hann ætla að það ætti bezt við
Islendinga að vinna í skorpum
og hvílast á milli. Þetta er sjálf-
sagt rétt. Þá talaði hann um ein-
hæfni vora í atvinnuvegum eink-
um þeim er afla verðmæta til
útflutnings. Þau verðmæti koma,
nær öll, úr sjó. Jafnvel hráefni
til sementsgerðar er sótt út á sjó,
skeljasandurinn á botni Faxa-
flóa. — Ræðumaður gat um of-
beldisverk Rússa i Ungverja-
landi, þvi ekki vildj hann trúa
því að alþýðudómstóll hefði
dæmt þá Nagy og íélaga hans til
dauða. „Alþýðudómstóll mun
aldrei dæma menn til dauða“,
sagði læknirinn. Þetta er rétt.
Alþýða manna er friðsamt fólk.
Það eru önnur verri öfl sem
standa bak við hryðjuverk Og
ofbeldi. —
Pétur Sigurðsson, erindreki
Stórstúku íslands flutti erindi er
hann nefndi: Blóði drifnar þjóð-
brautir. Lýsti hann þar, átakan-
lega, hinum voðalegu áhrifum og
afleiðingum sem ofdrykkjan
veldur bæði hér á landi og er-
lendis. Pétur er mælskumaður
mikill, og áhugamaður, en tekur
kannske full djúpt í árinni, stund
um, til þess að ná tilætluðum ár-
angri. Meðalhóf er ætíð bezt til
þess að áróður verði að gagni.
Ég þekkti eitt sinn fyrir löngu
þjóðfrægan mentamann, sem
mátti heita reglumaður, en fékk
sér þó stöku sinnum neðan í því.
Hann sagði: „Það getur verið
gaman að bragða vín, jafnvel
verða vel ^enndur, — en — alltaf
líður mér samt bezt brennivíns-
laus.“ Þetta var, samt, hógvær
og ágætis bindindisræða, þótt
stútt væri.
Séra Jakob Jónsson flutti gott
erindi um helgileika í kirkjum.
'Sjálfur nefur séra Jakob samið
einn (eða fleiri?) slikan leik, sem
farið var með í Bessastaðakirkju
í vor. Tel ég víst, að sé vel með
farið geti slíkt verið til gagns
kirkju og kristindómi og vakið
áhuga fólks a andlegum verðmæt
um. Á miðöldum fóru þessir leik-
ir fram úr hófi — það er tale-
verður vandi að halda þessum
helgileikum innan Þess ramma,
sem þeir verða að vera til þeg»
að þeir verði ekki til tjóns Br-
indi séra Jakobs skálds var ágæt-
lega áheyrilegt og mjög fróðlegt.
Þarf að gefa þessu máh gaum.
★
Sigríður Björnsdóttir flutti W-
indi um iðju lækningar. Þetta ar
gamall siður, sem hefur nú verið
endurnýjaður á vísindaleganhátt.
Var það athyglisvert sem fyrir-
lesarinn sagði og sjálfsagt er að
hjálpa þeim sem í nauðum og
vandræðum eru staddir á allan
hátt. — Kímnisaga vikunnar var
eftir Kristmann Guðmundsson
„Svona er lífið“. í raun og veru
er þetta alvarleg saga og lær-
dómsrik, þótt Kvaran gerði rétt
bezt til þess að gera hana skop--
lega. Sagan tæknilega vel gerð
eins og vænta mátti. — Nú hefir
Hákon Guðmundsson lokið við
að segja frá hæstaréttarmálum í
þetta sinn, og hafi hann beztu
þakkir fyrir. Margir hafa hlustað
á þessa pætti og haft fróðleik af,
sem öllum er að gagni. Þetta
hafa veiið meðal beztu fræðslu-
þátta útvarpsins, enda vel fiuttir
og skilmerkilega. -*=•
Þorsteinn Jónsson.