Morgunblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 12
12 jf«»rf'Ywr 4 » f b ÞrJðlnrlagur 1. júlí 1958 502IF WONCr ^kALPí>-AC-A EP'TI^ RlCHARÞ MM»N prentpappírspokann með melónu- steinunum. „Vilt þú einn?“ „Já, en ég kann alls ekki að opna þá“, sagði ég. „Þú verður að kenna mér það“. „Reyndu fyrst“. Ég reyndi við nokkra, en stein- arnir klofnuðu milli tannanna og kjarnarnir krömdust. Klaufaskap ur minn vakti mikla kátínu hjá stúlkunni. Hún veltist um af hlátri og hristi höfuðið, svo að 1. KAFLI. Hún kom inn um hliðið og blandaðist hópnum, sem beið íerjunnar: konum í síðum baðm- uilarbuxum og gulltenntum karl- mönnum í flókaskóm. Hárið bar hún bundið í tagl í hnakkanum, og hún var í verkamannabuxum — grænum, hnjásíðum nankins- buxum. Þetta er skrítið, hugsaði ég. Kínversk stúlka klædd nankins- buxum! Hver skyldi vera skýr- ingin á því? Ég virti hana fyrir mér, meðan hún lagði skilding í lófa mang- ara eins, sem húkti á hækjum sínum og bauð vörur sínar. Mang- arinn bjó til kramarhús úr kín- versku dagblaði, fyllti það mel- ónusteinum og fékk stúlkunni. Hún sneri frá honum, hrærði í steinunum með rauðmáluðum nöglunum, eins og annars hugar, nam síðan staðar skammt frá mér. Hún er eflaust dóttir einhvers auðugs embættismanns, hugsaði ég. Eða háskólanemandi. Eða ef til vill búðarstúlka — það var erfitt að geta sér til um slíkt, þegar Kínverjar áttu í hlut. Hún stakk upp í sig steini og klauf hann með hvítum, smáum tönnunum. Rétt um leið varð henni litið á mig. Vi{5 horfðumst í augu um stund, síðan sagði ég. „Ég vildi óska, að ég gæti þetta“. „Hvað?“ „Brotið melónustein á þennan hátt — mér hefur aldrei tekizt það“. „Tala ekki!“ Hún sneri sér undan með þótta- svip og horfði yfir girðinguna, sem aðskildi okkur frá farþegum annars farrýmis, verkamönnum í tötrulegum bláum buxum og fiskikonum í svörtum, snjáðum fötum, með stráhatta á höfði. Hún hélt áfram að tyggja, undir- furðuleg á svip. Ég reyndi að láta sem ekkert hefði í skorizt. Ég hef aldrei haft lag á að kynnast stúlkum með þessum hætti, hugsaði ég. Ég er ekki nógu frakkur. En allt í einu virtist hún .... já, hún var raunar að blíðkast. Hún gaf mér auga í laumi. Hún var eflaust að brjóta heilann um, hvort hún hefði dæmt mig of hart. Hún leit snöggt undan, en skotraði síðan augum til mín á ný. Síðan sagði hún varfærnis- lega. „Ertu sjómaður?" „Ég sjómaður? Nei því fer fjarri!“ Henni virtist hughægra. „Þú •rt viss um það?“ „Alveg viss“. „Jæja, við getum þá talað sam- an ef þú vilt“. „Það gleður mig“, sagði ég og gat ekki varizt hlátri. „Hvað hef w þú út á sjómenn að setja?“ „Ekki ég — heldur faðir minn“. „Þú átt við, að föður þínum sé ekki um sjómenn gefið?“ „Já. Hann segir sjómenn eiga of margar kærustur, koma þeim í vandræði“. „Og þess vegna vill hann ekki leyfa þér að tala við þá?“ „Já. Hann segir: Ef þú talar við sjómenn, lem ég þig“. „Þetta er eflaust mjög vitur- legt af honum“. „Já — viturlegt". Ferjan lagðist að, og fólkið ruddist u mborð. Við bárumst með straumnum upp landgöngu- brúna og náðum okkur í sæti á bekk á efsta þilfari. Við náðum rétt að koma okkur fyrir í sæt- unum, áður en vélaskröltið hófst á ný og ferjan hélt af stað. Við sigldum framhjá bryggjum Kowloon, framhjá kaupskipum, sem lágu við akkeri, framhjá þyrpingum kínverskra segl- skútna. Fyrir stafni, á eyjunni hinum megin sundsins, blasti Hong Kong við. Borgin stóð á nokkur hundruð metra breiðri strandlengju. Á henni miðri gnæfðu nokkrir skýjakljúfar og beggja vegna þeirra húsaraðir og byggingar eftir endilangri strönd inni. Kínverskar seglskútur og fiskiskip bar við húsaraðirnar hér og þar, og að baki alls þessa reis brött brekka upp að Tindinum. Uppi á honum blöstu við hvítar byggingar og stórhýsi auðkýfing- anna. Við sveigðum fyrir odda Kow- loon-skagans og tókum stefnu á Wanchai, þéttbýlasta hverfið á eystri álmu Hong Kong. Ég leit á stúlkuna við hlið mér. Andlit hennar var ávalt og slétt, augun stór, svört og möndlulaga og augnabrúnirnar svo fagurlega bogadregnar, að þær sýndust teiknaðar — en voru í rauninni aðeins örlítið lengdar með blý- anti. Kinnbeinin voru há og gáfu til kynna hið austurlenzka þjóð- erni hennar. „Ert þú ekki frá Norður-Kína?“ spurði ég. „Jú, Shanghai“. „En þú átt nú heima í Hong Kong?“ „í North Point“. „Það er ágætt hverfi". Þarna kom skýringin á því, að hún ferð- aðist með ferjunni. North Point var nokkru utar en Wanchai, sem var næsti ákvörðunarstaður ferj- unnar. „Já. En þó þykir mér enn betra í Repulse Bay. Húsið er skemmti- legra". „Áttu þá heimili á tveim stöð- um?“ „Fjórum". „Fjórum?" Mér var kunnugt um, að ekki var fátítt, að kín- verskir auðmenn ættu hús á tveim stöðum, en það hlaut að heyra til undantekninga, að þeir ættu fjögur. „Áttu við, að þau séu öll í Hong Kong?“ „Já, Hong Kong. Faðir minn er mjög ríkur“ Svipur hennar lýsti barnslegu stolti. „Ég þykist skilja, að svo sé. Hvar eru þá hin húsin?“ Hún taldi tvö hin fyrrnefndu á fingrum sér og hélt siðan áfram. „Þriðja húsið er við Conduit- stræti. Fjórða er á Tindinum. Það fimmta —“ „Ekki þó fimm!“ „Jú, ég gleymdi því áðan — það fimmta er í Happy Valley. En það er bara lítið, þú skilur — bara tíu herbergi". dökkt hárið flaksaðist til. Síðan tók hún einn stein, fletti utan af honum, og fékk mér kjarnann óskemmdan. „Svona fór ég líka að því“, sagði ég. „Það hlýtur að hafa verið sérlega auðvelt að eiga við þennan“. „Nei, þeir eru allir eins“. „Þá gefst ég upp. Hvað heit- irðu?“ „Wong Mee-ling“. „Mee-ling — það er fallegt nafn“. „En þú?“ „Robert Lomax — eða Lomax „Það er svo sem ekki neitt", sagði ég brosandi. „En hvað þá um bíla? Hvað skyldi faðir pinn eiga þá marga?“ Kínverskir auð- menn leggja sig jafnvel enn meira fram við söfnun bifreiða en húsa. „Bíla? Ég verð að hugsa .... “ Hún hrukkaði ennið, taldi aftur á fingrum sér en gafst síðan upp. „Ó, ég man ekki hvað marga bíla“. „Þú átt ef til vill bíl sjálf?“ „Nei, ég þori ekki að aka bíl. En ég hef ekkert á móti sport- vögnum — mér þykir gaman að aka í þeim“. Hún rétti mér Robert a yxitar máli“. „Lobert". „Nei, Robert". „Robert. Hvar áttu heima?“ „í rauninni . . . .“ „Á Tindinum?" „Ja, ekki beinlínis .... í miðri hlíðinni. Ég bý í matsöluhúsi .. Sunset Lodge.“ Þetta nálgaðist það að vera sannleikanum sam- kvæmt — ég hafði búið í Sunset Lodge, þangað til ég flutti til Wanchai, þar sem ég hafði búið í nokkra daga. Ég treysti mér ekki til að skýra henni frá dvöl minni í Nam Kok — að minnsta kosti ekki fyrr en ég var fárinn að kynnast henni betur. „Vinnur þú hjá stjórninni? Eða banka?“ „Nei, hvorugt. Ég fékkst við gúmmírækt, en hætti við það fyr- ir nokkrum mánuðum til þess að fara að mála“. „Mála?“ „Myndir". Ég bjóst til að sýna henni teiknibók mína, en minnt- ist þess þá allt í einu, að allar myndirnar voru frá Nam Kok, og hætti við það. „Ég skil — listamaður“. „Ja, enn, sem komið er, hef ég ekki kallað mig því nafni“. Þar sem við vorum orðin svo kunn- ugleg hvort við annað, spurði ég hana, hvort hún vildi snæða með mér kvöldverð einhvern timann á næstunni, en hún hafnaði því eindregið. „En hádegisverð?" sagði ég. „Nei“. Hún hristi höíuðið ákveðin. „Mér þætti mjög vænt um að mega hitta þig einhvern tíman aftur, Mee-ling. Getum við ekki mælt okkur mót?“ „Nei“. „Hvers vegna ekki?“ „Ég gifti mig bráðum“. Hún skýrði mér frá því, að foreldrar hennar hefðu þegar ákveðið gift- ingu hennar í samræmi við kín- verskar venjur, hún hefði enn ekki hitt eiginmanninn tiivon- andi. Hún kvaðst hins vegar hafa séð mynd af honum, og sér hefði litizt mjög vel á hann. Hann væri einnig mjög ríkur. Hún sagði ennfremur, að þótt ekki hefði verið um neina giftingu að ræða, myndi hún aldrei hafa feng ið leyfi til að hitta mig aftur, þar sem kínverskar stúlkur nytu ekki sama frjálsræðis og þær ensku. Henni var svo sem fullvel ljóst, að enskar stúlkur gætu átt vingott við karlmenn — já meira að segja veitt kunningjum sínum réttindi eiginmanns — án þess að hjúskaparhorfum þeirra væri stofnað í nokkra verulega hættu. Hún hafði heyrt getið um eina enska stúlku af tignum ættum, sem hafði átt fjóra elskhuga á fjórum árum, en þrátt fyrir það hafði hún gifzt háttsettum em- bættismanni, og hjónavígslan hafði farið fram i dómkirkjunni í Hong Kong með mikilli við- höfn. SUÍltvarpiö Þriðjudagur 1. júlí: Fastir liðir eins og venjulega. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Sið- gæði Fjallræðunnar og lögmál lífsins, fyrra erindi (Séra Jóhann Hannesson á Þingvöllum). 21.00 Kórsöngur: Aalesunds Mands- sangforening syngur. Edvin Sol- em stjórnar. — Einsöngvari: P. Schjell-Jacobsen. Fritz Weiss- happel aðstoðar á píano. (Hljóð- ritað á tónleikum í Austurbæj- arbíói 16. júní sl.). 21,30 Útvarps sagan: „Sunnufell“ eftir Peter Freuchen, X. (Sverrir Kristjáns- son sagnfræðingur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsag- an: „Næiurvörður" eítir John Dickson Carr I. (Sveinn Skorri Höskuldsson). 22,30 Hjördís Sævar og Haukur Hauxsoon kynna lög unga fóiksins. 23.20 Dagskrárlok. W a r L ú á 1—2) „Þú átt við, ef vond snjóflóð eða skriðuföll gerast hættuleg á núverandi vegi?“ sagði Tryggvi, „að þá verði fallist á að vegur verði lagðúr um Týndu skóga“. — „Já, ég skal ræða málið við vegamálastjórn- ina, en lofa ekki neinu“. — 3) „Pabbi, mér þykir svo leiðinlegt, þegar þú ert að heiman. Fæ ég aldrei að fara með þér?“, sagði Tommi. — „Við sjáum nú til, Tommi, kannski einhvemtíma. En nú held ég að bezt sé fyrir þig að fara að hátta“. Miðvikudagur 2. júlí i’astir lioir ems og venjulega. 19.30 Tónleikar: Óperulög (plöt- ur). 20,30 Tónleikar: Lög úr óperettunni „Maritza greifafrú" eftir Kálman. 20,50 Erindi: Minn- ing Magnúsar Helgasonar (Frí- mann Jónasson skólastjóri. — Frá kennaraþingi). 21,10 Tónleik- ar: Íslenzk-ameríski kvartettinn leikur kvartett í F-dúr op. 16 eftir Dvorak. 21,35 Kímnisaga vik unnar: „Græna flugan" eftir Kal- mann Mikszath í þýðingu Boga Ólafssonar (Ævar Kvaran leik- ari). 22,15 Kvöldsagan: „Nætur- vörður" eftir John Dickson Carr; II. (Sveinn Skorri Höskuldsson). 22.30 Jazzþáttur (Guðbjörg Jóns- dóttir. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.