Morgunblaðið - 12.09.1958, Side 6

Morgunblaðið - 12.09.1958, Side 6
c MOR aFNRL AÐ1Ð Föstudagur 12. sept 1958 mm -l Litli fiskurinn (ísland) hróp ar: — Hættu þessu strax. M argt Island er spjallað um lega rétt hjá Bretum að halda fast við þrjár sjómílur og einnig telur hann að íslendingar séu of þráir að láta ekkert undan frá erlendis 12 mílna kröfu sinni, en segir síðan: — En riki hafa rétt til að breyta reglum liðins tíma, eins og Rússar, sem árið 1955 víkkuðu fiskveiðilandhelgi sínu úr 3 míl- um í 12 mílur. Og Bretar hafa fengið aðvaranir um það fyrir 10 árum, að íslendingar stefndu að því að beita þeim rétti. Ef íslendingar sigra í þessum átökum, eins og er líklegast þeg- ar til lengdar lætur, þar sem ekki er mögulegt að veiða fisk í skipalestum, — þá er næstum víst að Norðmenn og Færeying- ar feta í fótspor þeirra. Þar með verða brezkir togarar sviptir 60% af núverandi fiskimiðum sínum“. - ♦ — Teiknarar brezkra og fleiri blaða virðast einkum hafa áhyggj ur af þorskinum. Er það ótrúlegt, hve margir skopteiknarar hafa brugðið sér í kafarabúning norð- ur við íslandsstrendur og gengið á eintal við þorskinn. Er það að sjálfsögðu helzta umræðuefni þorskanna, hvort þeir vilji held- ur láta íslendinga eða Breta veiða sig. Og einn teiknarinn kemst að þeirri niðurstöðu, að þorskarnir séu gengnir í lið með „hlutlausu þjóðunum". Það er góðs viti að brezkum teiknurum er svo um- hugað um þessa þjóð sjávarbotns- ins. Svo mikið er víst, að brezk- ir togaramenn hafa látið sér hag hennar litlu skipta. - ♦ - Anderson aðmíráll hefur lýst AN INBEPENDENT AND CONTEOVJERSIAL VIEW by Tom Stacey FEEL tJiat Brítam is int datiger t>{ rleluUing íscrseir ovcr the taaller uf lcel;tíKÍit' tish. Einn brezkur blaðamaður: Sökin er okkar því yfir, að Bretar vilji ekki beita ofbeldi við íslendinga. En frétta- ritari Daily Telegraph, sem er um borð í togaranum Coventry Framh. á bls. 11 En furðulegust er hin sjálfdœmda rit- skoðun brezkra blaða ALDREI hefur verið skrifað eins mikið um ísland í útlend blöð eins og síðustu daga í sambandi við landhelgismálið. Virðist nú svo komið, að almenningur um víða veröld getur ekki lengur verið þekktur fyrir að vita ekki hvað og hvar ísland er. Úrklipp- ur úr fjölda erlendra blaða eru þegar farnar að berast Mbl. í stríðum straumum, að vonum misjafnar að efni og gæðum. Brezk blöð hafa að sjálfsögðu skrifað mest allra útlendra blaða um landhelgisdeiluna. fslending- um, sem lesa frásagnir þeirra mun þó bregða nokkuð í brún, þegar þeir sjá meðferð hinnar „frjálsu pressu“ þessa gamla lýð- ræðislands á málinu. Er nær öll frásögn þeirra svo einhliða, að engu er líkara en ritskoðun hafi verið komið á í Englandi. Svo mjög breiða þau yfir allar rök- semdir og sjónarmið íslendinga. Er þessi sjálfdæmda ritskoðun brezkra blaða ekki til þess fallin að vekja traust manna á þeim. Það er kunnugt, að ýmsir þeir erlendu fréttamenn, sem hér hafa dvalizt að undanförnu hafa sent til blaða sinna fréttir, þar sem málstaður íslands er skýrður. Þau atriði hafa ekki náð síðum dagblaðanna, heldur verið stöðv- uð einhvers staðar á miðri leið. Eitt dæmi um þetta er m. a. úti- fundurinn á Lækjartorgi, þar sem vitað er að viðstaddir erlendir fréttamenn hrifust af öruggri og virðulegri framkomu fólksins og munu hafa sent frá sér fréttir þess efnis. En á fréttasíðum enskra blaða lítur fundurinn þannig út (Daily Mail): „í Reykjavík safnaðist 10.000 manna hópur undir blaktandi fánum á aðaltorginu og öskraði „bravo“, þegar íslenzkur þing- maður sagði þeim: „Það getur verið að við víkkum landhelgina meira en í 12 mílur“. Mannsöfnuðurinn lét í ljós fögnuð, þegar kommúniski verka- lýðsforinginn Magnús Kjartans- son sagði: „Bretar eru að aug- lýsa heiminum að þeir séu þjóf- ar, eins og þeir hafa verið á liðnum tímum“. Þegar fundinum lauk gekk 200 manna hópur til brezka sendi- ráðsins og hafði í frammi sköll og gerði hróp að brezka sendi- ráðinu og söng þjóðernissöngva“. í Lundúnablaðinu Daily Express gerðist þó sá óvænti atburður, að blaðamaðurinn Tom Stacey taldi Breta eiga sökina að ein- hverju leyti. Hann birti grein, sem nefndist We are to blame in Iceland, — Við eigum sökina við ísland. Hann telur að vísu að það sé lagalega og siðferði- Þorskurinn lýsir sinni skoðun: — Ég er hluHfto? Teikning eftir Lee í Evening Xews. Undirskrift hljóðar svo: — Það getur verið gott að vera þjóðernissinni, en persónulega sé ég lítinn mun á því að lenda í íslenzkum plokkfiski eða ensku fish and chips. shrifar úr daglega lífinu Samkomulag, eða þras og málaferli EITT af þessum smávægilegu en sígildu vandamálum dag- lega lífsins, mun vera hitinn og greiðslan fyrir hann í tvíbýlis- og sambýlishúsum. Að minnsta kosti virðast alltof margir hér í Reykja vík eyða tíma sínum og orku í deilur um þetta. Kona nokkur, sem stendur í stímabraki hvað þetta snertir, hringdi til Velvakanda. í hennar húsi virðist vandamálið aðallega vera það, að þeim sem borgar hitareikninginn fyrir allt húsið, gengur illa að fá endurgreitt hjá hinum íbúunum, sem líka eru húseigendur. Innheimtumannin- um finnst hann því ekki vera skyldugur til að halda þessu áfram. Hins vegar sýnir inn- heimtumaður ekki aðalreikning þegar hann innheimtir hjá hin- um. Sannleikurinn er sá, að það gilda engar fastákveðnar reglur um það hvernig hitareikningar skuli innheimtir og verður það að fara eftir samkomulagi. Það liggur þó í augum uppi, að ekki er hægt að innheimta fé, nema sýna reikning. í alltof mörgum sambýlishús- um hafa eigendur íbúðanna látið undir höfuð leggjast að gera nokkurn samning um sameigin- legan rekstur hússins, áður en það var tekið í notkun, og eftir að deilur hafa risið, verður málið svo að sj álfsögðu miklu erfiðara viðfangs. Oft hefur verið um það rætt, að nauðsynlegt sé að fá einhver lög eða reglugerð, sem kveði á um hvernig rekstri sambýlishúsa skuli hagað. En meðan engin lög eru til um þetta er ekki um annað að ræða en samkomulag eða þras og málaferli. Elementafjöldi eða rúmmetrafjöldi AR sem samkomulag hefur náðst um skiptingu hita- kostnaðar, er yfirleitt beitt tveim ur aðferðum: Annað hvort er borgað eftir elementafjölda í ofn- um í hverri íbúð eða eftir stærð íbáðarinnar í rúmmetrum. Þetta er algengt, en þó munu ýmsir nota sínar eigin aðferðir við þetta og er það að sjálfsögðu ágætt, ef samkomulag næst. Það sem máli skiptir, er að hver greiði í samræmi við það hitamagn sem hann notar. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að einhver raglugerð verði um þetta sett. Nóg eru deiluefnin samt. Happdrættisvinningar séu birtir Þt skrifar: . J . „Á síðastliðnu ári voru nokkur félög með happdrætti í fjáröflunarskyni. Nú mun vera búið að draga í nær öllum þeirra. Flestir viðkomandi aðiiar hafa látið hjá líða að tilkynna rækilega útdregin vinningsnúm- er.Vænti ég þess, Velvakandi góð ur, að þú komir þessu á framfæri. Annaðhvort birtirðu sjálfur þau nr. sem þú nærð í, eða þú birtir þessa klausu, með áskorun til dómsmálaráðuneytisins um að það sjái svo um að birt verði í Lögbirtingablaðinu hið allra fyrsta vinningsnúmer úr happ- drættum sl. árs (ekki fastahapp- drættum). Einnig verði það gert að fastri reglu í framtíðinni, að öll vinningsnúmer séu birt í lög- birtingablaðinu strax eftir drátt.“ Þessir dálkar eru ekki vett- vangur til að birta í happdrættis- númer, en áskoruninni er hér með komið á framfæri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.