Morgunblaðið - 12.09.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.09.1958, Blaðsíða 11
Fóstudagur 12. sept. 1958 MORCVTSBLAÐIÐ 11 f TÓLFTA sinn hefur Edinborg klæðzt hátíðarskrúða, vegna hinn ar árlegu listahátíðar. Göturnar eru troðfullar af fólki hvaðanæva úr heiminum, byggingar eru blómum skrýddar og fánar blakta við hún. Á kvöldin eru helztu byggingar upplýstar, og gefur það borginni mjög hátíðlegan blæ. Áætlað er, að 250.000 manns sæki hátíðina í ár og yfir 2000 listamenn. Til dæmis verða fimm hljómsveitir, 9 kammerhljóm- sveitir (kvartettar o. fl.), 5 kór- ar, 6 leikfélög, Ríkisóperan í Stuttgart, spænskur óperuflokk- ur, 2 ballet-flokkar og yfir 16 ein leikarar. Auk þessa verða rnál- verkasýningar og alþjóða-kvik- myndaháíð. Það, sem almennt vekur einna mesta athygli, er hið svokaiiaða „Military Tattoo“, en það er her- skrautsýning, sem fei fram fyrir framan Edinborgarkastalann. — Hins vegar er það alls ekki þessi liður, sem á að skipa öndvegis- sessinn hér á hátíðinni, — heldur listirnar. Þetta er hátíð, sem fyrst og fremst er helguð listum, og má segja, að drottningu listanna — tónlistina — beri þar hæst. Þar koma fram listamenn, sem eiga að baki sér frægðarferil, og hafa flestir hlotið heimsfrægð, t. d. hljómsveitarstjórarnir Otto Klemperer, Ernest Ansermet, Wolfgang Sawallisch, Georg Soltí, Josef Krips o. fl., píanóleikararnir Claudio Arrau, Lois Kentner og Hans Richter-Haaser, fiðluleik- ararnir Yehudi Menuhin og Thom as Matthews, sellóleikarinn Gasp- ar Cassado, einsöngvararnir Vic- toria de Los Angeles, Kaihleen Long, Kim Borg, Nicolai Gedda o. fl., tónskáldið Benjamin Britt- en og auk þess verða hinir frægu Vegh- og Juilliard-strengjakvart- ettar og Pasquier tríóið. ¥ ¥ Hátíðin hófst sunnudaginn 24. ágúst með messu í St. Giles’ dóm- kirkjunni þar sem biskup lút- hersk-evangelisku kirkjunnar í Hannover prédikáði. Um kvöldið kl. 8 voru haldnir tónleikar í Us- her Hall, sem er mjog skemmtileg ur tónleikasalur og tekur um 4000 manns. Þar eru venjulega haldnir tónleikar fyrir hljómsveitir og veigamikil verk. Þetta fyrsta kvöld var helgað Beethoven og lék hljómsveitin Philharmonia undir stjórn Klemperers. Hljóm sveit þessi er ein hinna stærstu og frægustu í heiminum, enda er til hennar vandað. Maour, að nafni Walter Legge stofnaði hana árið 1945, með það fyrir augum, að hún yrði svo góð, að beztu listamenn kepptust um að kom- leikarar Klemperers voru þann 26., en þá var leikin sinfónía nr. 101 (Klukkusinfónían svokaU- aða) eftir Haydn og 4. sinfónía Bruckners (Rómantíska sinfóní- an). Þar komu vel í ljós hin föstu tök, sem Klemperer hefur á hljómsveitinni, enda er þetta mjög kröftugt verk og mikið að vöxtum. Næstu tónleikar voru haldnir í Freemasons’ Hall, sem er mjög þægilegur tónleikasalur, ekki mjög stór, en þar hljómar mjög vel. Þar eru venjulega haldnir kammertónleikar. Á fyrstu tónleikunum þar, hinn 25. ágúst, lék Berlínar-oktettinn verk eftir Ferguson og Beethoven. Sami oktett lék þann27. verkeftir Copland og Schubert. í bæði skipt in brást þessum listamönnum ekki bogalistin og hlutu einróma viðurkenningu. Sérstaklega var leikur 1. fiðluleikarans Hans Gieselers og hornleikarans sveit. Leikin var 4. sinfó ria Beet hovens, sem var vel flutt, en þó kom flestum saman um, að það hefði mátt vera dálítið þrótt- meira. Þá var leikið Iberia eftir Debussy, sem var glæsilega flutt og var sérlega áberandi hið breytilega hljóðfa‘11 og fjölbreyti leg hljóðfæranotkun. Lokaverk- ið var konsert fyrir hljómsveit eftir Béla Bartók. Þetta er eitt af síðustu verkum tónskáldsins ög eitt þeirra veigamestu. Verkið er rc.jög erfitt í flutningi, því að þar koma fyrir einleikskaflar fyrir næstum öll hljóðfæri hljómsveit- cU'innar. Hljómsveitin Philhar- monia hefur oft leikið verkið áð- ur með mismunandi stjórnendum og er túikun þeirra yíuleitt mjög' ólík. Þetta kvöld kom fram enn ný túlkun af hálfu Ansermets og var henni hrúgað mjög, þó sér- staklega síðasta kaflanum. Þetta var síðasta kvöldið, sem hljóm- sveitin Philharmonia lék hér, og er ekki hægt að segja annað en hún hafj orðið sér til sóma hér eins og annars staðar. — Næsta kvöld lék skozka hljómsveitin: The' Scottish National Orchestra undir stjórn Hans Swarowskys. Menuhin og hinn frægi cellóleik- ari Gaspar Cassado léku með hljómsveitinni konsert fyrir fiðiu og cello eftir Brahms. Ég gat því Ernest Ansermet Giinter Köpp’s Iofaður, en þeir settu mikinn svip á allan sam- leikinn. Næstu tónleikar í Usher Hall voru um kvöldið 25. ágúst og iék þá hljómsveitin Philharmonia aftur og í þetta sinn undir stjórn Ernest Ansermets. Hann hefur inanna mest á Englandi barizt fyrir flutningi nýrra verka og hef ur leikið inn á fjölda hljóm- platna. Á þessum tónleikum lék Yehudi Menuhin fiðlukonsert eft ir Shostakovich. Byrjunin var frekar dauf, en hann vann sig upp í lok verksins. Einhvern veginn þótti mér þetta verk ekki eiga vel við Menuhin, sem hefur svo hárfínan og næstum við- kvæman tón. En þetta verk er aftur á móti þrungið rússneskum anda, sem heimtar kröftugan og breiðan tón. Gagnrýni blaðanna ast í hana. Enginn, sem hefur var mjög misjöfn, en yfirleitt var heyrt hlómsveitina leika, efast um ágæti hennar og, að hún er skipuð úrvalsmönnum Hún er nú fullskipuð rúmlega 100 manns. — Otto Klemperer er ættaður frá Breslau í Þýzkalandi og býr nú í Sviss. Hann hefur alltaf þótt ákaflega kröftugur og þrottrnikiil hljómsveitarstjóri, og hefur hald- ið tónieika víða. Um tíma var hann í Bandaríkjunum, en nú stjórnar hann tónleikum um aila Evrópu. Hann er orðinn frekar gamall og er nokkuð sjóndapur og gengur ávallt með staf upp á stjórnpallinn. Fyrir skömmu voru allar sinfóníur Beethovens hijóð- ritaðar á plötur með honum og áðurnefndri hljómsveit, og eru súmar þeirra komnar á markað- inn og þykja afbragðs-góðar. Á efnisskránni þetta kvöld var m. a. 5. og 6. sinfónían. Næstu tón- hún á þá leið, að Menuhin þótti ekki ná nógu sterkum tökum á verkinu. Vera má, að hann hafi ekki verið upplagður þetta kvöld en það er einmitt einkenni mestu listamanna, að þeir leika eins og annars hugar eina tónleika, en vinna jafnvel stóvsigur á næstu tónleikum. Að lokum var leikin Pathétique-sinfónía Tschaikow- skys. Túlkun Ansermels var nokkuð sérkennileg, þ. e. hann gerði mikinn mun á léttum köfl- um, sem leiknir voru mjög iétti- lega og glæsilega, en aftur á móti voru hinir þungu og sorglegu kaflar, sem þetta verk er frægt fyrir, greinilega fram dregnir. — Blaðadómarnir voru mjög lof- samlegir og lofuðu mjög hinn þróttmikla flutning verksins. Otto Klemperer miður ekki verið á lónieikunum, en eftir öllu að dæma blæði blöð um og öðru, var leikur þeirra með ágætum. Auk þess var leikin Linz-sinfónía Mozarts og tvö nýrri verk: Sinfónískar mynd- breytingar eftir Hindemith um stef eftir Weber og Eldfugiinn eftir Strawinsky, sem settu hressi legri blæ á tónleikana. Morguninn eftir lék nýr Edin- borgar-strengjakvartett verk eft- ir Hamilton og Mendelssohn. Er þetta víst í fyrsta sinn, að skozk ur kvartett leikur hér á hátíðinni. — Laugardagsmorguninn 30. ág., lék hinn heimsfrægi Juiiliard- strengjakvartett, sem mun hafa komið frá Reykjavík að loknum tónleikum þar. Þessi kvartett lék 1. og 4. strengjakvartett Béla Bartóks og mun hann einungis leika verk eftir hann hér á há- tíðinni, þ.e.a.s. alla sex kvart- ettana. Þessir kvartettar þykja mjög merkilegir og eru þeir sagð- ir vera beztu kvarteítar, sam enr. Usher Hall hljómleikahöllin Beethovens, og er þá mikið sagt. Það leyndi sér ekki á þessum fyrstu tónleikum Juilliards-kvart tettsins, að þessir listamenn leggja sig bókstaflega alla fram í leikni og enn meir í túlkun, og þeir eru svo sam- æfðir, að þeir leika sem einn maður. Bartók-strengjakvartett- arnir eru líklega með því erfið- asta, sem til er fyrir strengja- kvartetta, og efast ég um, að margir geri betur á þessu sviði en þessir listamenn sýndu á þessum tónleikum. Seinasta kvöld vikunnar hélt konunglega danska hljómsveitin tónleika í Usher Hall undir stjórn ungverska hljómsveitarstjórans Georg Solti og er þetta í fyrsta sinn, sem þessi hljómsveit kem- ur hér á hátíðina. Hljómsvehin er sögð vera með elztu hljóm- sveitum í Evrópu og á rætur sín- ar að rekja allt til daga Kristjans 4. Fyrst á efnisskránni var Maska rade-forleikurinn eftir danska tónskáldið Carl Nielsen og síðan tónverkið ,,Ugluspegill“ eftir Richard Strauss. Þessi verk eru mjög skemmtileg og var flutning- ur dönsku hljómsveitarinnar mjög sterkur og hressilegur. Þá var leikinn 3. píanókonsert Beet- hovens og fór Lois Kentner með einleikshlutverkið. Ég get ekki á mér setið að segja nokkur orð um „leik“ þessa píanóleikara, en vona þó, að ég hneyksli ekki neinn, því að hann kom mér fyr- ir sjónar sem einn þeirra gervi- manna, sem leyfa sér að leika verk Beethovens eins og tæknileg ar æfingar. Tónstigana lék hann með miklum yfirborðs-glæsileik og voru allar hreyfingar hans og svipbrigði með sama hætti. Ég get samt ekki leyft mér að dæma þnnan píanóleikara ein- ungis frá þessari hlið, því að hann þykir afbragðs-góður Liszt-túlkari, en eftir hann leikur hann langmest. Loka- verkið á tónleikunum var 1. hljómkviða Brahms. Þar naut hljómsveitin sín vel þó streng- irnir einna mest, því að þeir koma svo oft fyrir í verkinu eins og voldugar öldur eða þungur straumur, sem Brahms notar svo meistaralega í þessu stórbrotna verki sínu. Að lokum ætla ég að minr.ast á eina tónleika, sem voru þann 27. ágúst í Usher Hall á meðan hljósveitin Philharmonia var hér. Það er einkum vegna þess, að þar kom fram hljómsveitar- stjóri, sem er að vísu frægur, en ekki eins víðkunnur. og ég held, að hann verði í náinni framtíð, en það er þýzki hljómsveitar- stjórinn Wolfang Sawallisch. Hann er ákaflega viðfelldinn hljómsveitarstjóri og virðist hafa mjög sterk tök á hljómsveitirini. Á þessum tónleikum átti hin fræga listakona, píanóleikarinn Clara Haaskil að leika með hljóm sveitinni, en af einhverjum á- stæðum mun hún ekki hafa getað komið hér á hátíðina í ár — því miður. í hennar stað kom þýzki píanóleikarinn Hans Ricbter- Haaser, sem lék 4. píanókonsert Beethovens. Hann gerði margt vel, en mér fannst eins og mörg- um öðrum vanta allan Beethoven í leik hans. Hann lék fágaðer tóna raðir, sem voru svipaðar gljá- andi perluröðum og sumar mjög vel gerðar. Aðalverk tónleikanna var 4. sinfónía Schumanns. Þar virtust bæði hljómsveit og hljóm- sveitarstjóri vera í essinu síriu og fluttu verkið af slíkri snilld, að að ég man ekki eftir betri flutn- ingi nokkurs verks, það, sem af er hátíðinni. Hér er einnig mikið um leiklist og er fyrst að nefna leikrit eftir Shakespeare: „Twelfth Night“, sem fær mjög góða dóma og eru langflestir mjög hrifnir af því, en The Old Vic Company færði það upp. Svo var sýnt nýtt leik- rit eftir T. S. Eliot, sem heitir The Elder Statesman, en það leikrit .samdi hann sérstakiega fyrir þessa hátið. Leikritið er mjög umdeilt vg er víða að sjá stærðar-greinar um það í blöð- unum. Flestum lcemur sarnar. um að það standi öðrum leikritum höfundarins að baki. og okki er calgengt að sjá m>klu verri dóma, en aftur á móti muni það ’. era agætlega leikið. Ég læt nú hér staðar numið að sinni, en læt frekari fregnir um leikrit og annað fleira bíða, því að i r,æstu viku á að færa upp fleiri leikrit, áuk þess eru hér balletsýningar og óper- ur. Að lokum má geta þess, að hér stendur yfir mjög merkileg kvikmyndahátíð og koma fram daglega nýjar myndir, sem eru sendar frá ýmsum löndum og er mjög til þeirra vandað, en ferkara spjall um þær verður að bíða um sinn. H. H. Næstu tónleikar Ansermets voru j hafa verið samdir á 20. öldinni 28. ágúst, ásamt sörnu hljóin- og jafnvel þeir beztu eftir dauða The American-Scandi- navian Review — haust- heftið komið út HAUSTHEFTIÐ af ársfjótðungs- ritinu The American-Scandina- vian Review, sem gefið er út í New York, er nýkomið til lands- ins, fjölbreytt að vanda. Það er eins og venjulega 75 lesmálssíður í stóru broti. íslenzka efnið í þessu hefti er smásagan „By the Lighthouse“ eftir Sigurð A. Magnússon i enskri þýðingu Mekkin S. Perk- ins, og yfirlit yfir helztu við- burði á íslandi í apríl, maí og júní. Af öðru efni má nefna mynd- skreytta grein eftir August Schou um friðarverðlaun Nobels og greinina „Carl Dreyer: Film- maker of Genius“ eftir David Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.