Morgunblaðið - 12.09.1958, Page 18

Morgunblaðið - 12.09.1958, Page 18
I£ MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 12 sept. 1958 Alltof heitt á íslandi segir rtorskur blaðamaður EINI norski blaðamaðurinn með- al erlendu blaðamannanna, sem komu hér í sambandi við fisk- veiðideiluna var Hans L. Hansen frá „Aftenposten“ í Oslo, en það er langstærsta blað Noregs, kem- ur daglega út í 150.000 eintök- um, en um helgar í rúmlega 200 þúsund eintökum. Meðan mest gekk á, birti blaðið forsíðufréttir héðan daglega bæði í morgun- og eftirmiðdagsútgáfunni. Má af því ráða, að málið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Blaðamaður Mbl. hitti Hansen að máli rétt áður en hann fór heim á þriðjudaginn og spurði hann um dvölina hér og álit hans á atburðunum. Honum fórust svo orð: —Til allrar hamingju varð þró- un málanna, ekki eins afdrifarík og við blaðamennirnir hefðum helzt kosið! Það er eðlilegt að Norðmenn hefðu mikinn áhuga á þessu máli, bæði vegna sögulegra og andlegra tengsla við ísland, og einnig vegna hins að við höfð um miiklar áhyggjur af því, að tvær bandalagsþjóðir eins og Bret ar og íslendingar skyldu lenda í svo alvarlegri deilu. Norðmenn skilja viðleitni íslendinga við að vernda fiskimið sín, en þeir hafa ekki allir gert sér greir. fyrir nauðsyninni á hinni skilyrðis- lausu afstöðu íslendinga. . . . Æ SKIPAUTGCRB RIKISINS „ESJA“ Vestur um land í hringferð hinn 15. þ.m. — Tekið á móti flutningi til Patreksf jarðar, Bíldudals, Þing eyrar, Flateyrar, Súgandafjarðar, Isafjarðar, Siglufjarðar, Dalvík- ur, Akureyrar og Húsavikur, í dag, 12. sept. — Farseðlar seldir á föstudag. SKAFTFELLINGUR fer til Vestmannaeyja í kvöld. Vörumóttaka í dag. Félagslíi Fn’. Ferðafélagi Islands Tvær 114 dags ferðir um helg- ina. — 1 Þórsmörk, í Landmanna- lauga. — Á sunnudag gönguför á Esju. Upplýsingar í skrifstofu fé- lagsins, Túngötu 5. Sími 19533. Skíðamenn Æfingar á Melavellinunl á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 7,30. — Þjálfari: Valdimar Örnólfsson. Skíðaráð Reykjavikur. Handknaltleiksdómarafélag Reykjavíkur Aðalfundur félagsins verður haldinn fimtudaginn 18. sept. n. k. — Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf. — Stjórnin. Eins og kunnugt er, eru einnig í Noregi öfl sem vinna að því, að fá fiskveiðilögsögu Norðmanna stækkaða í 12 mílur, en stjórnin heldur enn fast við þá ákvörðun að framkvæma slíka stækkun ekki með einhliða ákvörðun — a. m. k. ekki i bili. Mótmælafundurinn á Lækjar- torgi í síðustu viku hafði sterk- áhrif á mig og hina erlendu blaða mennina, ekki sízt Bretana. Það er sjáldgæft að sjá slíka stillingu og virðuleik á mótmælafundum. — Hvað hefurðu að segja um aðgerðir Breta? — Ég get persónulega alls ekki skilið að þeir græði nokkuð á því að draga þessu deilu á ia^g- inn. Þeir hafa nú sýnt öllum heim inum, að þeir viðurkentia ekki ákvörðun íslendinga. Meira geta þeir ekki gert. Ef þessu heldur áfram gætu hlotizt af því alvarleg slys, sem gætu orðið mjög afdrifa rík fyrir bæði ríkin. Auðvitað verða Bretar að gera sér ljóst, að samúð heimsins er alltaf með lítilmagnanum gegn stórveldinu, jafnvel þótt lítil- magninn og stórveldið geti í þessu tilfelli rifizt um það, hvor eigi eldra lýðræði. — Heldurðu að Norðmenn reyni að víkka fiskveiðilögsögu sína i náinni framtíð? — Nei, það held ég ekki. Ég býst við að þeir bíði eftir því að gerður verði alþjóðasáttmáli urn málið. Ef haldin væri ráðstefna núna, mundu Norðmenn áreiðan- lega styðja 12 mílna fiskveiði- lögsögu. En ég er blaðamaður og ekki stjórnmálamaður. — Heldurðu að Norðmenn bíði tjón af völdum víkkunarinnar við ísland? — Á meðan síldin heldur sig langt undan landi, staðreynd, sem allir íslendingar harma, þá veldur það okkur engu verulegu tjóni. En komi góðu árin aftur, get ég vel hugsað mér að Vest- lendingarnir frá Noregi horfi löng unaraugum til fslands. En höfuð- atriðið fyrir Norðmenn er að sjálfsögðu að styrkja vináttu- böndin við Íslendínga. — Mykle var hér á dögunum. Hvað segirðu um hann? — Mér hefði fundizt skemmti- legra að Norðmenn flyttu út heil brigðari bókmenntir, en bækur, sem seljast bara vegna þess að um þær hefur verið fjallað í fár- ánlegum réttarhöldum. Já, þessi réttarhöld voru blátt áfram íífla leg. Áður en þau komu til, datt fáum í hug að skríf hans stæðu í nokkru sambandi við prent- frelsið, og ennþá færri gerðu sér í hugarlund að hann mundi eign- ast svo stóran lesendahóp. — Eru íslendingasögur mikið lesnar í Noregi ennþá? — Já, þær eru lesnar í styttum útgáfum í skólunum. Verk Snórra Atvinna Iðnfyrirtæki hér í bæ, sem er um það bil að hefja fram- leiðslu, óskar eftir starfsmanni til að vinna við fram- leiðslu.jafnframt þarf viðkomandi að geta tekið að sér að nokkru leyti daglegan rekstur. Væntanlegir umsækj- endur sendi tilboð, er greini aldur og fyrri störf, til Morg- unblaðsins fyrir 17. þ.m., auðkennt „Atvinna — Iðnaður — 7591“. Tilkynning frá Síldarverksmiðjum ríkisins um verð á síldarmjöli. Ákveðið hefur verið að verð á síldarmjöli á innlendum markaði verði krónur 393,00 hver 100 kíló f.o.b. verk- smiðjuhöfn. Eftir 15. þessa mánaðar bætast vextir og brunatryggingargjöld við mjölverðið. Pantanir þurfa að berast oss fyrir 1. október. SÍLDARVERKSMIÐJUR RÍKISINS. Furðufrétt skipstjórans: Þegar Islendingarnir œtluðu að sigla Northern Foam á Eastbourne! Hvernig skipstjórinn lék á Islendingana Hans L. Hansen. eru til á hverju heimili og koma út í mörgum útgáfum, sumum mjög skrautlegum. •— Hafa kenningar Seips próf- essors vakið nokkra athygli? — Eingöngu meðal vísinda- manna. Almenningur hefur ekki hugmynd um þær. — Hvað viltu að lokum segja um dvölina hér? — Ég varð strax í upphafi undr andi yfir þeim gífurlega vexti, sem hér er í öllu. Það er mikill lífskraftur og framtíðartrú í fs- lendingum nútímans, og það líður áreiðanlega ekki á löngu fyrr en hér hefur skapazt mjög fullkomið nútímaþjóðfélag. Mér hefur þótt sérlega uppörvandi að sjá ein- stalingshyggjuna sem lýsir sér í byggingarstíl, klæðaburði og öll- um viðhorfum íslendinga. Við þyrftum að eiga meira af slíku á hinum Norðurlöndunum. En ég hef eina kvörtun: mér finnst allt of heitt á íslandi — þ.e.a.s. inn- anhúss. í SKOZKA blaðinu The Scotsman í fyrradag er við- tal við skipstjórann á North- ern Foam, sem nú er kominn í höfn í Grimsby. Skýrir skip- stjórinn þar frá þeim furðu- tíðindum að íslendingarnir, sem komu um borð í togar- ann frá varðskipunum tveim- ur hafi reynt að sigla honum á H.M.S. Eastbourne! Birtir blaðið þessi ummæli skip- stjórans í fyrirsögn, en þau hafa ekki heyrzt fyrr. Mun mörgum þykja þau æði skrýtin. Vildi hlífa Maríu Júlíu! Northern Foam er nú í höfn í Grimsby og var honum íagnað ákaflega þegar hann kom þang- að. Skipstjórinn, Jim Crockwell, lýsti þessu yfir við blaðið: „Við förum aftur til íslands og ég held áfram að fiska fyrir inn- an 12 mílna mörkin". Atburðinum fyrra þriðjudag lýsir hann svo að þegar María Júlía og Þór komu út úr þok- unni og hugðust taka togarann þá hafi hann orðið að stöðva skipið til þess að hann sigldi ekki á Maríu Júlíu og sökkti henni því hún væri lítið tréskip. Stökktu í sjóinn góði! Við tókum því inn vörpuna en meðan við vorum að því komu íslendingarnir um borð. Einn yfirmannanna í hópi íslending- anna kom upp á stjórnpall og sagði við mig: Skipstjóri, hefir þú nokkur leyniskjöl meðferðis? Ég svaraði: Já. Þá rétti hann út höndina og spurði: Komdu með þau. Ég svar- aði: Farðu út að borðstokknum og stökktu í sjóinn, góði! Síðan segir skipstjórinn: „Þeg- ar íslendingarnir á togaranum sáu hvar Eastbourne kom ösl- andi út úr þokunni hringdi einn af yfirmönnum þeirra í vélsím- ann: Full ferð áfram. Síðan sneri hann sér að mér og sagði: Skip- stjóri: Við ætlum að sigla á skipið". Hann meinti Eastbourne. Tveir menn voru við stýrið og einn við vélsímann. Þegar ég reyndi að koma skipunum niður í vélarúmið vegna þessa setti einn þeirra hönd sína fyrir tal- pípuna og annar stóð í dyrum loftskeytaklefans svo ég náði ekki sambandi við.hann. En hinn slungni skipstjóri sá ráð við þessum brögðum fslend- inganna eftir því sem hann segir sjálfur frá. Augnaráðið banvæna Eg hvíslaði til stýrimannsins, segir hann, sem stóð við hjiðina á mér: Farðu og segðu yfirvél- stjóranum að stöðva bölvaðar vélarnar þegar í stað svo við get- um ekki hreyft okkur. Þegar hann hafði gert það sneri ég mér að íslendingnum og sagði ósköp rólega: Liggur okk- ur nokkuð á, góði? Hvert viltu að við förum? Ef hann hefði getað drepið mann með augnaráðinu hefði ég á þeirri stundu dottið dauður niður! Tíu mínútum seinna var liðs- flokkurinn frá Eastbourne kom- inn um borð. Norsk-íslenzk söngkona Helena Markan Á SÍÐASTLIÐNU ári hefur norsk-íslenzk söngkona látið til sín heyra í hljómleikasölum á Norðurlöndum og hlotið góða dóma gagnrýnenda. Það er Helen Markan frá Fredrikstad í Noregi, íslenzkur ríkisborgari við gift- ingu. Maður hennar er Björn Markan, sonur Sigurðar Markan, ög eru þau búsett í Danmörku. Helen Markan hóf tónlistar- nám í Noregi og fór síðar. lil fram haldsnáms í Danmörku. Hán lauk óperuprófi í Kaupmannahöfn 1955 með góðum vitnisburði við „Musikdramatisk skole“. Hljómsveitarstjórinn Olav Kiel land, hefur sagt m.a. um söng- konuna í meðmælum að rödd hennar og söngtækni séu blátt íþróttanámskeið AKRANESI, 10. sept. — Axel Andrésson sendikennari ÍSÍ hef- ur nýlokið námskeiði á Akranesi á vegum ÍBA. Þátttakendur voru 97 drengir og 85 telpur, alls 182, á aldrinum 4—16 ára. Námskeiðið hófst 20. ágúst og endaði 9. sept. með kerfis-sýningu í íþróttahús- inu. Alls sýndu 100 drengir og telpur. Sýningin tókst prýðilega vel. Áhorfendur voru á þriðja hundrað og skemmtu sér ágæt- lega. Eftir sýningu hélt fþróttabanda lagið Axel samsæti í Hótel Akra- nes. Þar voru fluttar margar ræð ur honum til heiðurs. Ræðumenn voru Guðmundur Sveinbjörnsson formaður ÍBA, sóknarpresturinn sr. Jón Guðjónsson, Olafur Fr. Sigurðsson, fyrrverandi formaður KA, Jón Árnas. forstj., og Óðinn Geirdal, fulltrúi ÍSÍ. Formaður ÍBA afhenti Axel að gjöf fána Sambandsins. Axel þakkaði ræðu mönnum fyrir hlý orð í sinn gaið. Námskeiðið tókst prýðilega vel og er það ósk Akurnesinga að i Axel komi hingað sem fyrst attur. áfram eðlileg afleiðing óvenju- legra músikhæfileika. Hún hafi listræna skapgerð, og hugmynda flug og músikgleði hennar sé sú eina rétta, þar eð hún sé bor- in af listrænum innblástri. „Ég álít, að Helen Markan hafði öðl- azt hina sönnu sönggáfu", lýkur Olav Kielland ummælum sínum. Um tíma hélt Helen Markan áfram söngnámi sínu í Hamborg Helena Markan. og Berlín og síðastliðinn vetur lauk hún söngkennaraprófi í Kaupmannahöfn. í fyrravetur söng Helen Mark- an með sinfoníhljómsveitum á nokkrum stöðum í Noregi og hélt sjálfstæða hljómleika við ágæta blaðadóma, eins og áður er sagt. í sumar tók hún þátt í Internati- nal Operastudio, sem haldið var í Malmö undir handleiðslu aðal- leikstjórans við Staatsoper í Wien. Söngkonan hefur látið í ljós að hún voni að hún fái tækifæri til að syngja á íslandi innan skamms. — S. U. S. siða Framh. af bls. 18. Nóbelskáldið Kiljan, en Minister Jónasson þekktu þau alls ekki, og þótti okkur æði súrt í brotið. Föstudagurinn 15. maí var síð- asti dagur ferðarinnar, og borð- uðum við sameiginlegan hádegis- verð á Ekeberg-restaurant. Þar dvöldum við fram yfir kl. 2, en kl. 3 áttum við heimboð í ís- lenzka sendiráðið í Osló. Þar tók sendiherrafrúin á móti okkur í fjarveru manns hennar, Haraldar Guðmundssonar sendiherra, setn staddur var erlendis. í sendiráð- inu voru hinar glæsilegustu veit- ingar, kaffi og afbragðs smurt brauð, einnig ávextir o. fl. Að beiðni frúarinnar sungum við skólasöng okkar „Kepp ötul fram o. s. frv.“ inn á segulband, en kvöddum síðan sendiherrafrúna og þökkuðum góðar veitingar með kröftugu Verzlunarskóla- húrra. Frá sendiráðinu var farið til flugvallarins Fornebu, en þar beið Gullfaxi, sem flutti flesta þátttakendur ferðarinnar heim en sex fóru til Kaupmannahafn- ar til lengri eða skemmri dvalar. Það var farið að nálgast mið- nætti hins 15. maí, er þessari ferð okkar lauk á Reykjavíkur- flugvelli, og hafði hún tekizt af- bragðs vel. Við áttum því láni að fagna, að einn kennari okkar, Gísli Guð- mundsson, sem er þaulvanur fararstjóri, gat tekið stjórn ferð- arinnar að sér og fórst honum það mjög vel úr hendi. Að lokum vil ég, fyrir hönd okkar skólasystkinanna, flytja kærar þakkir öllum þeim, sem á einn eða annan hátt greiddu götu okkar og gerðu það mögulegt, að ferð þessi var farin. Gunnar Tómasson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.