Morgunblaðið - 12.09.1958, Side 19

Morgunblaðið - 12.09.1958, Side 19
I Föstudagur 12. sept. • 1958 MORGUNBLAÐIÐ 19 CóSar horfur á, að alls- herjarþingið samþykki 12 míl. fiskveiðitakmörk — segja brezkir stjórnmálafréttaritarar Kaupmannahöfn, 11. sept. Einkaskeyti til Mbl. POLETIKEN skrifar I dag, að yfirlýsing íslenzka utanríkisráð- herrans í gær hafi verið mjög athyglisverð. fslendingar halda sem sé ekki skilyrðislaust fast við 12 mílna mörkin, sem þeir settu á eigin spýtur, en munu fall ast á úrskurð S. Þ. Bretar eru engan veginn hrifn- ir af íslenzku yfirlýsingunni, og öðrum löndum þykir einnig óhag- kvæm sú aðferð, sem íslendingar hafa lagt til, að höfð verði, segir blaðið m. a. Danskir sérfræðing- ar draga í efa, að allsherjarþing S. Þ. fallist á 12 mílna mörkin. ★ Lundúnafréttaritari Berlingske Tidende símar, að íslenzku yfir- lýsingunni hafi verið tekið mis- jafnlega. Brezk blöð túlkuðu til- kynningu norræna ráðherrafund- arins þannig, að fslendingar féll- ust á sérfræðingaráðstefnu inn- an vébanda S. Þ., eins og Bretar kjósa helzt. Bretar óttast, að um- ræður á allsherjarþinginu muni einkennast af áróðri. Stjórnmálafréttaritarar í Lund únum telja góðar horfur á því, að allsherjarþingið samþykki 12 milna mörk, þar sem búizt er við, að ísland skirskoti til 13. greinar stofnskrár S. Þ., en þar er gert ráð fyrir, að mögulegt sé að gera samþykkt með ein- földum meirihluta, þó að venju- lega sé krafizt % hluta atkvæða- magnsins. ★ Danska blaðið Information seg- ir, að ástandið hafi breytzt vegna i ákvörðunar íslendinga um að leggja deiluna um fiskveiðilög- söguna fyrir allsherjarþing S. Þ. Loksins eru nokkur merki þess,» að Bretar hætti sjóhernaðinum. : Daily Telegraph, sem til þessa I hefir farið hörðum orðum um ísland, er vinsamlegra í dag. Blaðið skrifar, að fagnað verði hverju tækifæri til að stöðva hina hörmulegu og skoplegu at- burði við íslandsstrendur. Reynd- ar sé það vafasamt, að sam- komulag náist, þó að málið sé Svíkjum fiskimenn um heim allan ef við látum undan Lávarður í Húll stappar stálinu í Breta HULL, 11. sept. — í frétta- skeyti frá Reuter til Mbl. í gær segir, að hagsmunir fiskimanna um heim allan verði fyrir borð bornir ef Bretar hviki hið minnsta frá stefnu sinni hingað til í land- helgisdeilunni. ★ Þannig komst Coleraine lávarð ur, fyrrverandi þingmaður Hull- borgar að orði í dag. Hann hélt til Brussel BRtíSSEL, 11. sept. — Reuter. — NTB. — Sovézki forsætisráð- herrann, Nikita Krúsjeff, áform- ar að koma í heimsókn til Brússel til að skoða heimsýninguna. — Heimsókn þessi verður ekki op- inber. Verði af þessu áformi, mun Krúsjeff ætla að koma til Brússel 6. okt. Verður þetta fyrsta heimsókn Krúsjeffs til Vestur-Evrópu, síðan hann kom ásamt fyrrverandi forsætisráð- herra Bulganin til Bretlands í apríl 1956. Leiðrétting ÞAU mistök hafa orðið í frásögn blaðsins s.l. miðvikudag af ræðu Jónasar G. Rafnar á héraðsmóti Sjálfstæðismanna að Freyvangi í Eyjafirði, að brenglazt hefir ein málsgrein, þar sem segir frá notkun orku frá Laxárvirkjun- inni. Rétt hljóðar málsgrein þessi svo: „Eftir stækkunina höfum við Eyfirðingar nú sennilega meiri raforku, miðað við neyzluþörfina, en nokkur annar landshluti, þar sem rúmlega lA hlutl raforlcunn- ar frá Laxárvirkjuninni er nú ónotaður mestan tima ársins“. ■á- ÓSLÓ, 11. sept. — Reuter. — Pólski utanríkisráðherrann Adam Rapacki hefir þegið boð norsku stjórnarinnar um að koma í heimsókn til Óslóar í nóv. n.k. ræðu við opnun fiskveiði- og skipasýningar og komst m. a. einnig svo að orði að brezka þjóðin gerði sér yfirleitt ekki grein fyrir því hve hér væri um mikið alvörumál að ræða. Hér væri ekki aðeins um það að ræða að þjóð hefði krafizt 12 mílna landhelgi, heldur væri hér um að ræða grundvallarreglu þ j óðar éttarins. Brezka stjórnin hefði mótmælt lögleysum, sem knúðar hefðu ver ið fram með valdi. Hér væri hins vegar ekki um það að ræða að stórveldi væri að beita valdi við lítið eyríki. Ef við höldum ekki fast við fyrri stefnu okkar, sagði lávarð- urinn, þá svíkjum við fiskimenn- ina í þessu landi og fiskimenn um heim allan. Lávarðurinn benti á að mergur málsins væri að eitt land hefði lokað hluta af úthaf- inu fyrir öðrum þjóðum. Ef Bret- land léti nú undan þá gætu önn- ur ríki krafizt ótakmarkaðra fiskveiðilandhelgi. ~ The American Framh. af bls. 11 Gunston. Fylgja henni allmargar myndir xir frægustu kvikmynd- um Dreyers. Þá er stutt grem um sænska dráttlistarmanninn Stig Borglind ásamt myndum af tveimur verkum hans. Frederic Fleisher skrifar um aldarafmæli Selmu Lagerlöf. Hedin Bronner skrifar greinina „Schleswig: Paradise of Northern Relics“, og fylgja henni margar myndir. Næst er greinin „The Rise of Scandinavian Jazz“ eftir Peter J. Welding. Magnus Björndal skrif- ar um „The Hammarvág Rune Stone“ og birtir með greininni uppdrætti og mynd af steininum. Dr. C. Stevens skrifar greinina „John Campanius: Linguist and Missionary". Þá er kvæði um Stokkhólm eftir Bo Bergman sem hann nefnir „Moonlight on the Stream“. Loks eru hinir föstu þættir: „Scandinavians in America'*, „The Quarter’s History", „Books“, „Music Notes“ og „Travel Notes“. f bókaþættinum eru m. a. ritdóm- ar um hina nýju ensku útgáfu af Gunnlaugs sögu ormstungu og um sjálfsævisögu Haivdans Kohts. Ritið er til sölu í Bnkaverzlun Snæbjarnar Jónssonar í Hafnar- stræti. lagt fyrir allaherjarþingið, en þetta verður ef til vill til þess, að hlé verður á fiskveiðistríðinu, sem annars gæti tekið óheilla- vænlega stefnu. Ef til vill er heppilegt, að við hættum vald- beitingu, þar til allsherjarþing S. Þ. hefir fjallað um málið. — Skothriðin Frh. af bls. 1 íarið inn í landhelgi alþýðulýð- veldisins í morgun, er þau voru að fylgja birgðaskipalest þjóð- ernissinna til Quemoy. Fréttastofan hafði það eftir talsmanni utanríkisráðuneytis al- þýðulýðveldisins, áð Bandaríkja- stjórn hefði þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir og þrátt fyrir að við- ræður kínversks og handarísks sendiherra myndu hefjast innan skamms í Varsjá, gengið svo langt að senda herskip og flug- vélar inn á yfirráðasvæði kín- verska alþýðulýðveldisins. Þetta sýnir Ijóslega, að Bandaríkja- stjórn ætlar sér ekki að hætta að skaprauna Kinverjum, sagði talsmaðurinn. Var þetta í fyrsta sinn á tveim dögum, sem bandarísk lxerskip hafa fylgt birgðaskipum þjóð- ernissinna áleiðis til Quemoy, og í annað sinn í þessari viku, sem hafin er skothríð frá Fukien- héraðinu á meginlandinu gegn birgðaskipum, sem bandarísk herskip fylgja. — ♦ — f sovézkum blöðum og útvarpi er haldið áfram að tilkynna, að Sovétríkin og önnur kommúnisk lönd muni koma kínverska al- þýðulýðveldinu til hjálpar, ef til átaka kemur milli kínverskra kommúnista og Bandaríkjanna. í Washington bar bandaríska utanríkisráðuneytið til baka frétt í New York Times um, að yfir- maður bandarískra herja á Kyrrahafi, Felt flotaforingi, hefði haldið því fram við Bandaríkja- stjórn, að óhyggilegt væri af Bandaríkjunum að aðstoða þjóð- ernissinna við að verja Quemoy og Matsu. f dag ræddi Felt við blaðamenn i Manila og sagði, að hann hefði aldrei látið slíka skoðun í ljósi. Felt sagði, að Bandaríkjamenn myndu veita Filippseyjum og Formósu stuðning, ef ráðizt yrði á þessi ríki. Þessar eyjar eru mikilvægar fyrir varnir hins frjálsa heims á Kyrrahafi, sagði Felt, að því er segir í fregn frá AFP. Hann neitaði þó að svara noltkrum spurningum um, hvað Bandaríkjamenn myndu gera, ef um Quemoy og Matsu væri að ræða. — ♦ - Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið neitaði síðdegis í dag að segja nokkuð um þá ásökun kínverska alþýðulýðveldisins, að bandarísk herskip hefðu virt að vettugi landhelgi Kína. Engin bandarísk herskip hafa farið inn á það svæði, sem Bandaríkin viður- kenna sem landhelgi Kína, segir í tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu. Bandaríkin hafa ekki viðurkennt einhliða útfærslu Kína á landhelginni úr 3 í 12 míl- ur, segir ennfremur í tilkynning- unni. Bandaríkin juku herstyrk sinn á Formósusundi í dag, og hafa Bandaríkjamenn tekið að sér varnir í lofti að nóttu til. — ♦ - LUNDÚNUM, 11. sept.—Reuter— Sovézki forsætisráðherrann Krús- jeff lýsti því yfir í Stalingrad . dag, að vinátta Rússa og Kín- verja væri nú meiri en nokkru sinni áður. — ♦ — WELLINGTON, 11. sept—Reuter —Forsætisráðherra Nýja Sjá- lands, Walter Nash, lagði í dag til í umræðum um utanrikismál á þingi, að Formósa yrði gerð að algjörlega sjálfstæðu hlut- lausu ríki. Formósa ætti sína eig- in sögu og menningu, og engin ástæða væri til að ætla, að Formósubúar gætu ekki spjarað sig sjálfir. öðru máli gegndi um Quemoy og Matsu. V-Þýzka stjórnin heitir togaraeigendum aðstoð BREMERHAVEN, 11. sept. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter — Samtök vestur-þýzkra togaraeig- enda, er eiga flota sinn að veið- um á úthöfunum, lýstu í dag þeirri ákvörðun íslendinga að færa landhelgi sína út í 12 mílur, sem ólöglegri samkvæmt alþjóða lögum. Samtökin lýstu ennfrem- ur yfir því, að vestur-þýzka stjórnin hefði sýnt, að hún væri sammála þessari skoðun, þar sem hún hefði lofað fiskimönnum að aðstoða þá við að tryggja rétt- indi sín, ef þeir héldu sig í bili utan hins umdeilda svæðis, svo að deilan harðnaði ekki. Vestur- þýzki flotinn væntir sanngjarnr- ar og „endanlegrar" málamiðl- unar í deilunni, sagði í yfirlýs- ingu samtakanna. Flotinn væri mjög háður veiðum innan 12 mílna markanna, og afli hefði minnkað mjög mikið, þar sem fiskveiðiflotinn hefði virt mörk- in. ★ NÝJU DELHI, 11. sept. — Reuter. — Forsætisráðherra Pa- kistans og indverski forsætisráð- hrrann Nehru luku í dag nokk- urra daga viðræðum um landa- mæradeilur ríkja sinna. Sagði forsætisráðherra Pakistans, að viðræðurnar hefðu verið mjög gagnlegar. Innilegt hjartans þakklæti til allra þeirra er glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 90 ára afmælinu 3. sept. Guð blessi ykkur 511. Kristín Sigmundsdóttir, Lindargötu 34 Reykjavík. Móðir okkar GUÐRÚN' PALSDÖTTIR Ránargötu 3a, lézt 10. þ.m. Börnin. Móðir okkar INGIRÍÐUR GUÐJÓNSDÖTTIR verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag kl. 3. Blóm eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Börn hinnar látnn. Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu INGIRÍÐAR BERGÞÓRSDÖTXUR frá Ökrum, fer fram frá heimili hennar Skólabraut 26 Akranesi, laug- ardaginn 13. sept. og hefst með bæn kl. 2 s.d. Börn, tengdabörn og barnabörn. BJARNI EIRÍKSSON kaupmaður í Bolung£u-vík, sem lézt 2. þ.m. verður jarðsunginn frá Hólskirkju laug- ardaginn 13. september. Athöfnin hefst að heimili hins látna kl. 2 e.h. Vandamenn. Vár elskede ambassadör TORGEIR ANDERSSEN-RYYST döde i Reykjavik 8. september og ble kremert i stillhet idag. Reykjavik, 10. september 1958. Ruth Anderssen-Rysst Rannveig Torunn. Móðir okkar GRÓA GESTSDÓTTIR er andaðist 7. þ.m. verður jarðsett frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 13. þ.m. kl. 3 síðdegis. Bílferð verður frá B.S.Í. kl. 1 eftir hádegi. Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á að láta Eyrarbakka — eða Langholtskirkju njóta þess. Fyrir hönd okkar systkinanna og annarra vandamanna. Guðlaug Sigfúsdóttir. Þökkum hjartanlega öllum þeim er auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför JÓHÖNNU FRIÐRIKKU LOFTSDÓTTUR frá Borg. Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför sonar okkar JÓHANNS ÆVARS HARALDSSONAR Hólmgarði 66, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Haraldur Kr. Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.