Morgunblaðið - 16.09.1958, Blaðsíða 2
2
MORCVNBL4 ÐIh
Þriðjudagur 16. sept. 1958
Stjórn Dagsbrúnar harðlega gagn-
rýnd fyrir að sofa á verðinum um
kjaramál félagsmanna
SL. sunnudag var haldinn fundur
í Verkamannafélaginu Ðagsbrún.
Fundarefni var samningamálin.
Stjórn félagsins bar fram tvær
tillögur, sem báöar voru sam-
þykktar. Var önnur þess efnis að
fundurinn heimilaði trúnaðar-
mannaráði félagsins að boða at-
vinnurekendum vinnustöðvun tii
þess að knýja fram kröfur félags-
ins, en hin var á þá leið, að þar
sem samningar hefðu enn ekki tek
izt við atvinnurekendur, þá sam-
þykkti fundurinn að krafa féfags-
ins um grunnkaupshækkun verði
hækkuð upp I 12%. Var Vinnu-
veitendasamband ísiands tilk. kl.
3 síðd. í gær að verkfall myndi
hefjast á þriðjudaginn hinn 23.
sept.
Fundurinn hófst með framsögu
ræðu ESvarðs SigurSssonar ritara
félagsins. Rakti hann í upphafi
hennar þróun samningamálanna
frá því samningum var sagt upp
1. júní »1. Las hann upp og út-
skýrði þá tíu punkta kröfu, sem
félagið hefði lagt fyrir atvinnu-
rekendur. Hann kvað Dagsbrún
hafa skýrt vinnuveitendum frá
kaupkröfu sinni þann 1. ágúst sl.
og hefði hún þá verið 9%, að við-
bættu 1% af greiddum dagvinnu-
launum, sem atvinnurekendur
skyldu greiða í félagssjóð Dags-
brúnar. Þessum kröfum hefði ver-
ið hafnað, en atvinnurekendur
þess í stað boðið félaginu upp á
samninga á svipuðum grundvelli
og önnur verkalýðsfélög hefðu
samið á. Dagsbrúnarstjórnin hefði
ekki talið sér fært að þiggja
þetta boð og hefði málinu þá ver-
ið vísað til sáttasemjara. Eðvarð
taldi tíma vera til þess kominn að
samningar Dagsbrúnar yrðu end
urnýjaðir, þar sem þeir væru orð
ir meira en tveggja ára gamlir.
— Ef atvinnurekendur hefðu
viljað ganga til móts við okkur í
ágústbyrjun þá hefðu verið góðir
möguleikar fyrir því, að hægt yrði
að semja, þar sem krafa okkar
um 9% var ekki absolút. En ef
það kemur til verkfalls nú, þá
verður þetta allt til endurskoð-
unar, sagði Eðvarð. Stefna okkar
undanfarin tvö ár hefur verið sú,
ásamt núverandi ríkisstjórn, að
tryggja sem bezt kaupmátt laun-
f.nna.
□
Eðvarð las upp tvær tillögur,
sem stjórn félagsins legði til að
fundarmenn samþykktu. Var fyrri
tillagan á þá leið, að þar sem enn
hafi ekki tekizt samningar við at-
vinnurekendur, samþykkti fund-
urinn að trúnaðarmannaráðið
boði atvinnurekendum vinnustöðv
un, til þess að knýja fram kröfur
félagsins. Hin tillagan var á þá
leið að þar sem ekki hefði tekizt
að semja án þess að til vinnu-
stöðvunar kæmi samþykkti fund
urinn að kröfur félagsins verði
hækkaðar úr þeim 9% sem sett
voru fram í ágúst sl. upp í 12%.
□
Síðar sagði Eðvarð að hann
legði svo til, að ekki yrði samið
við vinnuveitendur nema gengið
yrði að kröfu félagsins um 1% af
dagvinnulaunum -verkamanna í fé-
lagssjóð. Þetta væri lífsnauð-
synjamál fyrir félagsmenn, sem
enn ættu óbyggt félagsheimili
sitt. (Á síðasta fundi í félaginu
komst Eðvarð þannig að orði að
„félagsmál Dagsbrúnar væru í
grátlegu ástandi“.) Eðvarð kvart
aði undan því, að andstæðingar
kommúnista í Dagsrún væru að
safna undirskriftum til þess að
knýja fram allsherjaratkvæða-
greiðslu um fulltrúa til Alþýðu-
sambandsþings. Sérstaklega virt-
ist það taka hann sárt, að það
skyldi gert undir yfirskyni rétt-
lætis og lýðræðis. 1 lok þessarar
„varnarræðu" sinnar hvatti Eð-
varð menn til þess að standa ein-
huga um kröfur félagsins og
fylgja þeim fram tii sigurs.
Jóhann Sigurðsson tók næstur
til máls. — Viðbrögð Dagsbrún-
arstjórnarinnar nú, sagði Jóhann,
minna á mann, sem vaknar of
seint til þess að komast tímanlega
á varðstöð sína. Það lætur því
ekkert undarlega í eyrum manns,
að þessir menn skuli svo þrálát-
lega tala um taugastríð. Þeirra
líf er í dag eitt samfellt tauga-
stríð. — Jóhann deildi á stjórn
félagsins fyrir það hvernig hún
hefði haldið á samningamálum
félagsins í sumar. Það væri hverj-
um manni augljóst hverjum þar
væri verið að þjóna. Stjórn félags
ins hefði algjörlega láðst að gera
það, sem hún svo oft áður hefði
fyrst af öllu gert, þ.e. að beita sér
fyrir samstöðu hinna ýmissu stétt
arfélaga. Nei, planið hefði verið
annað, þ.e. að einangra Dagsbrún
unz hún stæði ein eftir alira
þeirra félaga, sem sagt hefðu upp
samningum á sl. vori. Sjálfsagt
hefði yfirboðurum Dagsbrúnar-
stjórnarinnar komið eitthvað ann-
að betur heldur en samstaða stétt
arfélaganna í kaupdeilum. — Eð-
varð hefur ekki enn komið með
nein skynsamleg rök fyrir því
hversvegna stjórn félagsins taldi
svo heppilegt að bíða þangað til
nú með það, að afgera samning-
ana. En allar líkur eru hinsvegar
með því, að ef um samstöðu hefði
verið að ræða, að þá hefðu félög-
in öll staðið betur að vígi. — Jó-
hann benti á þá fjarstæðu í mál-
flutningi Eðvarðs að hann og rík-
isstjórnin hefðu beitt sér gegn
rýrnandi kaupmætti launanna.
Þetta væri nokkuð sem hver mað-
ur gæti sagt sér sjálfur og sem
hver maður yrði alláþreyfanlega
var við í daglegum innkaupum
sínum á lífsnauðsynjum. Aldrei
hefðu kjörin orðið lakari né af-
koman ótryggari heldur en í
valdatíð núverandi ríkisstjórnar.
Jóhann hvatti Dagsbrúnarmenn til
þess að standa þétt saman í þeirri
baráttu, sem framundan væri og
fylkja sér um kröfur félagsins.
Jóhann sagði að lokum: — Við
skulum minnast þess, að það er-
um við einir, sem getum ákveðið
kjör okkar og kaup, en ekki nein
ríkisstjórn eða viðvikalíprir snún
ingadrengir hennar. 1
Guðmundur J. Guðmundsson,
sem hefur gert sér það að reglu
að tala ævinlega næstur á eftir
Jóhanni Sigurðssyni, tók næstur
til máls. Var ekki gott að henda
reiður á það, sem hann sagði, en
þó það helzt, að hann bar sig illa
upp undan þeirri gagnrýni, sem
stjórn félagsins hefur réttilega
orðið vör við hjá verkamönnum.
—Ég veit það hefur verið erfiður
tími hjá ykkur, sem liðinn er síð-
an önnur verkalýðsfélög gerðu
sína samninga og þá kannski ekki
sízt að hlusta á köpuryrði manna
í garð stjórnar félags ykkar, en
við verðum þó þrátt fyrir allt að
standa sem einn maður i þeirri
baráttu, sem framundán er, sagði
Guðmundur.
Jón Hjálmarsson kvað það gleði
legt að stjórn félagsins skyldi nú
loksins hafa vaknað af værum
blundi og ákveðið að hefjast
handa í samningamálum félags-
ins. Það væri sannarlega kominn
tími til þess að Dagsbrún gerði
sína samninga. Og nú — kannski
fremur en oft áður — yrði um-
fram allt að gera góða samninga.
Hann kvað þann drátt sem á þess
um málum hefði orðið vera í
fyllsta máta furðulega og illskilj-
anlegan og kannske ekki sízt það
að það skyldi hafa tekið stjórnina
1% mánuð að skýra félagsmönn-
um frá þeirri grurpikaupskröfu,
sem lögð var fyrir atvinnurekend
ur í ágústbyrjun. Stjórn félagsins
hefði sí og æ verið að tala um, að
hinn rétti tími væri ekki kominn
án þess að rökstyðja það nánar.
Stjórn Dagsbrúnar ber sig illa
vegna. þeirrar gagnrýni, sem hún
hefur sætt á fundum í félaginu að
undanförnu, sagði Jón. Þessi gagn
rýni hefur komið fram af ofur
eðlilegum ástæðum og ekki annað
hægt um hana að segja heldur en
það, að hún er í fyllsta máta rétt
mæt. Og þeir menn, sem eru í for
ystu Dagsbrúnar verða að sætta
sig við þá staðreynd, að ávallt
hljóta að vera deildar meiningar
í félagsmálum innan verkalýðs-
samtakanna, sem og öðrum sam-
tökum. En þegar komið er út í
kjarabaráttuna sjálfa, samnings-
þóf og verkföll, þá eiga og verða
allir félagsmenn að standa saman
sem órofa heild, sem ekkert getur
sundrað.
Árni Ágústsson flutti af mikilli
tilfinningu lofræðu um núverandi
ríkisstjórn. Þuldi hann þar upp
öll helztu loforðin, sem þessi rík-
isstjórn hefur svikið og taldi þau
stjórninni til tekna! — Munurinn
á núv. og fyrrv. ríkisstjórn er
geysilega mikill, sagði Árni, m. a.
en mikinn hlátur setti þá að fund
armönnum. Loks kvað Árni mikla
nauðsyn á því að barizt yrði á sem
eindregnastan hátt gegn flutningi
utanbæjarmanna til Reykjavíkur.
Kristínus Arndal kvað sér-
staka ástæðu til þess að þakka
Eðvarð Sigurðssyni fyrir þá
skýrslu, er hann hefði flutt á
fundinum. Menn hefðu almennt
verið orðnir vonlausir um, að
stjórn félagsins myndi ætla að
vakna til lífsins. Þessi skýrsla
hefði svo sannarlega mátt koma
fyrr — svo og einhverjar raun-
hæfar aðgerðir í samningamálum
félagsins. Ilann deildi á stjórn
Dagsbrúnar fyrir slælega frammi
stöðu og þá ekki sízt fyrir það að
hafa einangrað félagið svo sem
raun ber vitni um. Að lokum
átaldi Kristínus harðlega þá
pólitísku angurgapa, sem teldu
þennan mikilsverða fund hinn
rétta vettvang fyrir pólitískar
eða persónulegar deilur. — Við
verðum allir að standa sam-
einaðir í þessari vinnudeilu.
Víkjum til hliðar um Sinn deil-
um um það hverjir eigi að fara
með forystuna og tökum hönd-
um saman, sagði hann að lokum.
Guðjón Bjarnfreðsson veittist
að ýmsum mönnum persónulega,
vitnaði óspart í málshætti og
klykkti út með því að segja:
Mikill er máttur djöfulsins! —
en fundarmenn voru ekki vissir
um það á hvern hátt bæri skilja
þau orð ræðumanns.
Gunnar Erlendsson lýsti
ánægju sinni yfir því, að nú loks-
ins skyldi stjórn Dagsbrúnar
hafa rumskað til raunhæfra að-
gerða í samningamálunum, hvort
sem ástæðan væri sú, að þeir
væru orðnir hræddir við skugg-
ann sinn eða einhver önnur. —
Gunnar kvað sig samþykkan
kröfunum og bað menn að
standa þétt saman í þeim átök-
um, sem framundan væru.
Eðvarð og Guðmundur J. sögðu
síðan nokkur orð og báru sig
helzt illa yfir þeirri gagnrýni,
sem stefnt hafði verið að þeim,
báðu menn að gleyma öllum erj-
um og fylkja liði til þeirrar bar-
áttu sem framundan væri.
Hannes Stephensen, formaður
félagsins, bar upp þær tillögur,
sem Eðvarð hafði lýst og voru
þær báðar samþykktar í einu
hljóði. Hannes flutti síðan
nokkur hvatningarorð og sleit
fundi. Þá var klukkan rúmlega 4.
12 ára móðir
GLASGOW, 15. sept. — 12 ára
stúlka ól barn í sjúkrahúsi hér í
dag. Þetta er yngsta móðir, sem
sögur fara af í Skotlandi. Barnið
var tekið keisaraskurði — og vó
það 14 merkur. Faðir barnsins er
talinn vera skólapiltur. —Reuer.
ViII ekki rasa
um ráð fram
LONDON, 15. sept. — Macmillan
vísaði í dag á bug tilmælum
Verkamannafiokksins um að lýsa
því yfir, að Bretar mundu ekki
standa við hlið Bandaríkjamanna,
ef þeir lentu í stríði vegna For-
mósudeilunnar. Sagði Macmillan,
að slík yfirlýsing mundi einungis
gagna kommúnisUim, hann mundi
j ekki rasa um ráð fram.
#---------------------------
ffees Kooper og kona
hans halda tóníeika hér
I KVOLD og annað kvöld kl. 7
e.h. efnir Tónlistarfélagið til tón
leika fyrir styrktarmeðlimi sína
í Austurbæjarbíói og kemur þar
fram fiðluleikarinn Kees Koop-
er, ásamt konu sinni, Mary Lou-
ise Boehm, sem annast undirleik
fyrir mann sinn.
Kees Kooper er hollenzkrar
ættar, en gerðist íyrir 7 árum
bandarískur ríkisborgari og eru
hjónin búsett vestanhafs. Áður
en Kooper fluttist til Bandaríkj-
anna var hann orðinn kunnur
fiðluleikari í Hollandi og víðar
um Evrópu. Hann hefir haldið
fjölda tónleika bæði austanhafs
og vestan, fengið framúrskarandi
góða dóma fyrir leik sinn og
túlkun, jafnt á verkum klassísku
tónskáldanna sem nútímatón-
skálda, og er hann nú talinn í
fremstu röð fiðluleikara í Banda-
ríkjunum.
Frú Mary Louise Boehm, kona
fiðluleikarans, er hins vegar
amerísk að ætt og uppruna. Hún
stundaði í fyrstu tónlistarnám í
heimalandi sínu, kom fyrst opin-
berlega fram er hún var 12 ára
gömul og hefur síðan haldið
fjölda tónleika, eins og að líkum
lætur. Síðar stundaði hún nám
í píanóleik hjá franska píanóleik
I aranum Robert Casadesus og
I sömuleiðís hjá Walter Gieseking.
| í París kynntist hún manni sín-
um, Kees Kooper og hefur síðan
Fromdi Malen-
kov sjólismorð ?
LONDON. — Eitt Lundúnablað-
anna kveðst hafa það eftir áreið-
anlegum heimildum, að Georgi
Malenkov, fyrrum forsætisráð-
herra Ráðstjórnarríkjanna, hafi
framið sjálfsmorð fyrir 11 vikum
til þess að forða sér frá réttar-
höldum, sem vofðu yfir honum —
1 að sögn blaðsins. Ennfremur seg-
j ir, að mjög hafi verið þjarmað að 1
Malenkov — og hafi þess verið
! krafizt, að hann „játaði“ að hafa
j staðið fyrir skemmdarverkum í
I rússneska iðnaðinum, en sem
kunnugt er var Malenkov
fyrst skipaður raforkumálaráð-
herra eftir að hann var sviptur
forsætisráðherraembætti. Síðan
fór vegur hans stöðugt minnk-
andi — og að lokum var hann
sendur í útlegð.
annazt undirleik og samleik á
tónleikum hans, jafnframt því
sem hún hefur komið fram sem
einleikari.
Faubus við sama
heygarðshornið
LITTLE ROCK, 15. sept. —
Faubus fylkisstjóri hefur skipað
svo fyrir, að menntaskólinn í
Little Rock verði ekki opnaður
fyrst um sinn. Aðrir skólar, sem
svipað sé ástatt um, skuli einn-
ig vera lokaðir. Fyrirskipun
þessi gengur í berhögg við úr-
skurð æðsta réttar Bandaríkj-
anna, en Faubus kveðst samkv.
fylkislögum hafa heimild til að
loka skólum. Ekki dró til neinna
tíðinda í Little Rock í dag, en
Eisenhower ræðir vandamálið
við ráðgjafa sína og ráðherra á
morgun.
Juilliard strok-
kvartettinn
AMERÍSKI strengjakvartettinn,
sem ber nafn Juilliard-háskólans
í New York, lék. hér tvisvar fyrir
meðlimi Tónlistarfélagsins og
var það viðburður í íslenzku tón-
listarlífi á borð við heimsókn
Busch-kvartettsins fyrir 10 árum.
Þessir fjórir frábæru hljóð-
færaleikarar eru allir eindregnir
listamenn af lífi og sál og sam-
leikur þeirra á þann veg, að
mjög nálgast þá fullkomnun,
sem tekur af öll tvímæli um
hvaða orð tungunnar eiga hér
við: Fullkomin listatúlkun, þar
sem saman fer hámark kunn-
áttu í vinnubrögðum og lifandi,
sannfærandi tjáning hins æðsta
sem mannkynið þekkir.
Meðlimir Juilliard-kvartettsins
eru allir ungir menn, í bezta
skilningi menn hins „nýja
heims“, leikur þeirra svo fersk-
ur, að verk gömlu meist-
aranna stíga til okkar í full-
um skrúða eins og nýr gróð-
ur og ný list þjóðar þeirra
verka á áheyrendur með ótrú-
lega eðlilegum hætti. Jafnvel
tónlist Weberns fær okkur til að
hætta öllum mótmælum.
Ég tel að Juilliard-kvartettinn
sé einn bezti kvartett, sem ég hef
heyrt — eg tónleikar hans í
Reykjavík stórviðburður.
Vikar.
Danír rœ&a tillögu Breta
Kaupmannahöfn 15. sept. —
Danska stjórnin kom í dag tii
fundar til þess að ræða land-
helgismál Færeyinga. Kampmann
formaður dönsku nefndarinnar,
sem fór til Lundúna fyrir helgi,
gaf stjórninni skýrslu um við-
ræðurnar við fulltrúa brezku
stjórnarinnar — og síðan var
brezka miðlunartillagan rædd.
Búizt er við því að utanríkis-
málanefnd þingsins verði kvödd
1 saman til að ræða málið á morg-
un og ekki er ólíklegt, að fær-
i eysku landstjórninni verði gerð
grein fyrir gangi málanna áður
en afstaða Dana til brezku til-
lögunnar verður birt.
Engin opinber tilkynning hefur
verið gefin út um brezku tillög-
una, en samkvæmt áreiðanlegum
heimildum dönsku fréttastofunn-
ar eru meginatriði tillögunnar
þau, að innan 6 sjómílna beltis
umhverfis Færeyjar verði Fær-
eyingum einum heimilt að stunda
veiðar, en jafnframt hafi þeir
eftirlit með veiðum á sex mílna
belti þar fyrir utan.