Morgunblaðið - 16.09.1958, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 16. sept. 1958
MORCVNBLAÐ1Ð
11
Glaumbær
ÉG veit næsta lítið um Glaum-
bæ í Skagafirði, sagði sögufróður
kunningi minn við mig er ég hitti
hann á förnum vegi skömmu
eítir að ég heimsótti byggðasafn-
ið þar nyrðra, annað en það sem
karlinn sagði þegar hann gekk
inn hin löngu göng þar: „Hvar
kemur maður nú upp í Sæmund-
arhlíðinni?“ Glaumbær stendur
þar í sveit, sem nefnt er Langholt
en Sæmundarhlíðin er næsta
sveit vestan við. Þessi annars
spaugilega setning lýsir að
nokkru þessum stað. Bærinn í
sérkennilega byggðasafn Skag-
firðinga, sem stöðugt verður full-
komnara og prýtt fleiri og fleiri
gömlum munum.
Ber einkenni safna
Ég hafði vissulega gaman af
að skoða þennan forna bæ, sem
að sjálfsögðu ber mörg einkenni
safna, en þau geta aldrei túlkað
raunveruleikann fullkomlega
eins og hann var. í frambænum
komum við í stofu þakta mynd-
um frá lofti til gólfs. liar var kom
ið saman safn mynda allra fyrir-
Burstarnir á framhúsum bæjarins í Glaumbæ. Alls eru þær 6, en 6. burstin, lengst til hægri, sést
ekki á myndinni. í bæjardyrunum stendur safnvörðurinn, Hjörtur Benediktsson.
Hér sjáum viff eldhússtafninn, en eldhúsiff er eitt bæjarhús-
anna í miffbænum. Þannig var veggjahleffsla víffa á Norffur-
landi. Enginn steinn í hleðslunni.
Glaumbæ mun nú vera einn
stærsti og reisulegasti gamli bær-
inn, sem til er hér á landi. Og
göngin í Glaumbæ hafa lengi ver-
ið landsfræg fyrir lengd.
Það var einn hinna fáu sól-
skinsdaga í sumar, sem ég kom
að Glaumbæ. Þar hitti ég gæzlu-
mann staðarins, Hjört Benedikts
son, en hann sér um að sýna þetta
manna héraðsins, sem hægt hef-
ir verið að afla. Við komum einn-
ig í stofu, þar sem Jónas Hall-
grímsson átti að hafa dvalizt, við
komum í búr, skemmur, eldhús
og loks til hinnar fornfrægu bað-
stofu.
Einn með fróðustu mönnum
um forna þjóðhætti og sá er mest
hefir unnið að stofnun byggða-
safna er Ragnar Ásgeirsson ráðu
nautur hjá Búnaðarfélagi íslands.
Ég sneri mér því til hans til þess
að leita mér upplýsinga um sögu
Glaumbæjar og byggðasafnsins
þar.
Vísaði hann mér á grein er
hann ritaði í Búnaðarblaðið Frey
1952 og tek ég mér það bessa-
leyfi að birta staðarlýsingu hans
orðrétta, þar eð ég kann hana
ekki betur. Ragnari farast svo
orð:
Staðarlýsing
„Nafnið vekur umhugsun um
glaum og gleði, sem fara sjaldan
saman nema þar sem velmegun
heldur til og svo má vel hugsa
sér að verið hafi í Glaumbæ, því
að þar mun hafa verið landmikið
og landgott. Eru nú allmargar
jarðir byggðar úr landi Glaum-
bæjar. Ekki kann ég að nefna
aðra forna bændur í Glaumbæ,
en Þorfinn karlsefni, hinn fyrsta
hvíta mann, er fæddist í Vínlandi
hinu góða. Kirkjustaður mun
Glaumbær hafa verið frá fyrstu
tímum kristninnar hér og prest-
setur frá 1550 og fram á þennan
dag. (Um kirkjubyggingu segir
Grænlendingasaga: „Ok er
Snorri (Þorfinnsson karlsefnis)
var kvángaðr, þá fór Þuríðr út-
an ok gekk suðr ok kom út aftr
til bús Snorra, sonar síns, og
hafði hann þá látit gera kirkju í
Glaumbæ“. Innskot Mbl.).. Mun
þar lengst af hafa verið stórt
heimili og mannmargt. Miklar
byggingar munu vafalaust hafa
verið í Glaumbæ frá fyrstu tíð.
Um aldamótin síðustu var þar
stór og reisulegur torfbær með
sex burstum vel háreistum, sem
sneru að hlaðinu, til austurs,
frambærinn. Frá bæjardyrm lágu
göng til baðstofu, víst um 40 áma
löng, einhver allra lengstu bæj-
argöng á landi hér. Þegar til bað
stofu kemur, sést að hún er hið
prýðilegasta hús og öll er hún 8
stafgólf að lengd, falleg í hlut-
föllum, en nokkuð lágt undir
bita. Tvö stafgólfin eru afþiljuð
til beggja enda og eru nefnd Suð-
urhús og Norðurhús, en þar á
milli er hin eiginlega baðstofa.
Milli frambæjarins og baðstof-
unnar eru 6 hús, 3 hvorum megin
við göngin og er það miðhluti
bæjarins, vestri bæjardyr og tvö
búr sunnan, en eldhús, búr og
lítil baðstofa, sem nú er nefnd
„Gusa“, norðan við göngin. Er
mér sagt af kunnugum að bað-
stofan og frambæjarhúsin hafi
jafnan verið ágæt hús og þurr, en
miðbærinn aftur á móti aldrei
laus við raka. Að flatarmáli mun
Glaumbærinn vera um 500 fer-
metrar, en þar af er meira en
helmingur veggir. Allir veggir
eru hlaðnir úr hnausum og er
víst hvergi í þeim steinn, því lít-
ið er um grjót í landareigninni".
Stofnun byggffasafns
Ragnar Ásgeirsson er eínn
þeirra manna, sem gjörva hönd
hafa lagt að því að koma upp
þessu safni. Heima í héraði átti
Jón óðalsbóndi Sigurðsson á
Reynistað mestan hluta að því að
hrinda þessu í framkvæmd á-
samt Búnaðarsambandi Skag-
firðinga. Að söfnun muna til
safnsins unnu þeir Ragnar og
Árni bóndi Sveinsson á Kálfs-
stöðum í Hjaltadal. Allt verkið
og þá fyrst og fremst endurbygg
ing bæjarhúsanna fór fram undir
yfirumsjón þjóðminjavarða,
fyrst Matthíasar Þórðarsonar og
síðar Kristjáns Eldjárns.
Forsaga þessa máls er í fáum
dráttum sú að enskur ferðamað-
ur að nafni Mark Watson gaf 20
sterlingspund til þess að hafizt
væri handa um endurreisn bæj-
arins, en þá hafði verið ákveðið
að rífa hann ,enda ekki orðinn
íbúðarhæfur. Varð þetta upphaf-
ið að því þjóðnýta verki, sem nú
er lokið fyrir nokkrum árum.
U.þ.b. 10 ár munu vera síðan end-
urbyggingin hófst, en hún var
gífurlega mikið verk. Talið er
að meginhluti bæjarins sé að
uppistöðu til frá árunum 1840 og
1880, að því er safnvörður tjáði
mér.
Það er athyglisvert að norður
í Skagafirði hafa fornar bygg-
ingar varðveitzt óvenjuvel og er
það þakkað því að þar er þurr-
viðrasamara en víða annars stað-
ar. Mér koma í hug tvær aðrar
gamlar byggingar, sem fullur
sómi hefir verið sýndur, en þær
eru Víðimýrarkirkja og gamli
bærinn á Hólum í Hjaltadal.
Er ánægjulegt til þess að vita
að slíkum gömlum minjum skuli
sómi sýndur, jafnfátæk og þjóð-
in er að fornminjum. — vig
Yfirlitsmvnd, tekln austur yfir Glaumbæjarstað. I.engst til vinstri er kirkjan. A afgirta svæffinu er gamli bærinn og er baðstofan
lengsi ur vuisui, en Uaiuiiusin sjást til hægri. Alls eru bæjarhúsin 13 talsins. Myndirnar tók vig.
Séð norður eftir Glaumbæjarbaðstofu. Gamlar rekkjuvoðir og
gæruskinn eru í rúmbálkunum. Einnig má þarna sjá útskornar
rúmfjalir. Á gólfinu standa gamlir stólar, kistlar og skápar.
Á stoðum hanga lýsislampar og smjörvogir, á hillum og laus-
holtum eru skrín og askar. Þá sér lítið eitt inn í norðurhtisið,
en þar var m. a. háarúm, sem mun einkum hafa veriff tU
norðanlands.