Morgunblaðið - 14.11.1958, Blaðsíða 3
Föstudagur 14. nóv. 1958
MORCVNBL4ÐIÐ
3
— Sjálfstæðis
flokkurinn
Framh. af bls. 1
á sannleiksgildi þeirra ummsela,
að skipherrann á Russell telur,
að skipið hafi verið fyrir utan
svokallaða 4 mílna línu. Ég segi:
sé hér satt og rétt frá sagt, sem
við drögum ekki í efa, þá er það
staðreynd að brezkt skip er stað-
ið að broti á landhelgislögunum,
ekki eingöngu innan hinnar nýju
12 mílna línu og ekki eingöngu
innan 4 mílna línunnar, sem
Bretar hafa þó í raun og veru
viðurkennt í verki, heldur einnig
innan 3 mílna línunnar, sem
Bretar sjálfir lengst af vildu
halda fast í.
Brotið er framið 2Vz sjómílu
frá landi.
Þegar svo íslenzka lögreglan
á hafinu ætlar að gera skyldu
sína gagnvart sökudólg, sem
staðinn er þannig og þarna
að broti, þá fær hún tilkynningu
um það frá brezka vopnavald-
inu, úti fyrir ströndum íslands,
að ef hún hafist að, verði hið ís-
lenzka varðskip skotið niður.
Við skulum taka umbúðirnar
af þessu, alveg. Og þá er sann-
leikurinn þessi:
Við íslendingar erum í banda-
lagi, við erum í fóstbræðralagi
við margar aðrar þjóðir. Ein hin
voldugasta þeirra í Evrópu, Bret-
inn, segir við okkur:
Ef við fáum ekki að brjóta
lög ykkar, þau lög, sem þið
eigið líf ykkar undir, að í
heiðri séu haldin, þá hikum við
ekki við að drepa ykkur. Við hót-
um ekki með neinu öðru heldur
en að skjóta niður skipin þótt
það kosti að drepa skipverja,
fleiri eða færri.
Það er þetta sem skipherrann
á Russell tilkynnir okkur.
Og þó er þetta ekki það alvar-
legasta. Það voveiflegasta er að
þegar sjómaðurinn hikaði tóku
þeir sem honum eru valdameiri
af skarið. Á örlagastundinni
runnu tvær grímur á skipherr-
ann á Russell. Hann skaut ekki,
heldur spurði hann sjálfan sig:
Getur það hugsazt, að ég eigi að
gera þetta? Er það ekki líklegt,
að ég hafi ofmælt mig? Er ekki
varlegra, að ég beri mig saman
við yfirmenn mína, brezku
stjórnina? Og íslenzki skipherr-
ann segir: Jú, ger þú það, ger
þú það. Hann gerði það og svar-
ið kom. Takið eftir þvl, að skip-
herrann tilkynnir brezku ríkis-
stjórninni alla málavexti og spyr,
hvað hann eigi að gera. Svarið
kemur og segir: „Að fjallað
verði um mál togarans eftir
venjulegum diplomatiskum leið-
um. Skipið eigi að sigla tafar-
laust til Lundúna og beri Russell
að sjá um, að íslenzk varðskip
hefti ekki för þess".
Þegar skipherrann er búinn að
tilkynna brezku stjórninni, að
hann hafi hótað að skjóta niður
íslenzka varðskipið, og jafnvel
drepa mennina, sem á því eru,
og spyr brezku stjórnina, hvað
hann eigi að gera, þá segir
brezka stjórnin: Þú átt umfram
allt, — og kosti hvað, sem kosta
vill, — að hindra það, að brezka
skipið verði tekið.
Þetta eru fyrirmælin.
Skipið á að fara til London og
þar verður fjallað um mál togar-
ans „eftir venjúl. diplomatiskum
leiðum“. Getur einhver úr hæst-
virtri ríkisstjórn sagt mér, hverj-
ar þessar venjulegu diplomatisku
leiðir séu? Eru til nokkrar diplo-
matiskar leiðir í þessum efnum?
Segjum, að brezkur sjómaður
brytist inn hérna í Reykjavíkur-
apótek, og íslenzk lögregla kæmi
á vettvang, stæði hann að verki
fyrir þjófnað og innbrot og ætl-
aði að handtaka hann. Brezkt her
skip væri hér í höfninni. Hugsum
okkur að hermenn kæmu í land
og segðu: Hér eru byssurnar —
fallbyssurnar eru rétt við —
hérna eru skammbyssurnar.
Sleppið manninum undir eins.
Við ætlum að fara með hann til
London og þar verður eftir
„venjulegum diplomatiskum leið-
um“ dæmt, hvort hann hafi brot-
ið íslenzk lög.
Ég þekki ekki þessar aðferðir.
Ég þekki þær einar leiðir,. að ef
maðurinn er staðinn að broti og
lögreglan tekur hann, þá sé farið
með hann eftir venjulegum laga-
reglum og maðurinn dæmdur
eftir íslenzkum lögum, hvort
heldur hann er brezkur eða ís-
lenzkur.
Eru það kannske doktor Krist-
inn og Selwyn Lloyd, sem eiga að
ákveða þessar „diplomatisku
leiðir“, sem á að dæma skipið
eftir?
Ég veit ekki hvort menn gera
sér jafnljóst eins og ég fyrir mitt
leyti geri, út í hvaða hroðalegt
óefni er komið. hversu langt hér
er gengið og hversu botnlausa
fyrirlitningu fyrir öllu velsæmi
þetta athæfi Breta sýnir.
Segjum, að skipið hefði verið
fyrir utan 4 mílna línuna, þá
má kannske um þetta deila frá
þeirra sjónarmiði. En hver getur
deilt um það, þegar skipið er
innan 3 mílna línunnar, að við
höfum, einnig að dómi Breta, ský
lausan rétt til að taka það? Og
hver getur deilt um það, að þeg-
ar stóri bróðir segir: Ef þú ætlar
að taka skipið, þá ætla ég að
skjóta þig í kaf, — hver getur þá
deilt um það, að það sé villi-
mennska?
Ég skal nú reyna að láta ekki
þessi hroðalegu tíðindi draga
neitt úr því, að okkur takizt að
fara skynsamlega að ráði okkar
I þessum efnum. En ég segi: Sé
þessi skýrsla sönn, og ég hef
enka ástæðu til að vefengja, að
hún sé sönn, þá vil ég leyfa mér,
af þessu tilefni, í nafni Sjálf-
stæðisflokksins, að óska þess, að
ríkisstjórn Islands beri tafar-
laust fram kröfu um, að þegar í
stað verði kallaður saman fundur
æðstu manna NATO-ríkjanna,
svo sem ráð er fyrir gert í sátt-
mála Atlantshafsbandalagsins,
þegar svipað stendur á og þótt
minna tilefni væri, til þess að
Bretar verði þar hindraðir í hern
aðaraðgerðum hér við land nú
þegar, og að þannig verði girt
fyrir, að næstöfiugasti fóstbróðir-
inn í bandalagi NATO-þjóðanna,
drepi þegna minnsta bróðurins
og hins eina þeirra, sem er vopn-
laus.
Krafa okkar er sú, að girt verði
fyrir þessa hroðalegu hættu, án
þess að það þurfi að leiða lík ís-
lenzkra sjómanna, sem vitni um
ofbeldisaðgerðir Breta gagnvart
fslendingum.
Ég leyfi mér að óska eftir um-
sögnum hæstvirts utanríkisráð-
herra um þetta mál, og hvað
stjórnin hefur í hyggju að gera
í tilefni af því.
Hermann Jónasson, forsætis-
ráðherra, tók næstur til máls.
Kvað hann hvergi ofsagt, það
sem Ólafur hefði sagt. Þó þessir
atburðir væru að vísu framhald
þess, sem við hefðum átt að venj-
ast að undanförnu, væri þó stig-
ið skrefi lengra. Skýrði forsætis-
ráðherra svo frá, að sér hefði
borizt vitneskja um þessa atburði
kvöldið áður, en þá um morgun-
inn hefði hann kallað á sinn fund
þann mann ,sem hefði með þessi
mál að gera í fjarveru Péturs
Sigurðssonar. Kvaðst hann því
geta staðfest, að rétt væri skýrt
frá fréttum af atburðinum.
Forsætisráðherra sagðist ekki
á þessu stigi málsins, geta sagt
hvað gert yrði, en ríkisstjórnin
mundi þegar halda fund um mál
ið. Hann kvað það alveg rétt hjá
Ólafi Thors, að það væri fjar-
stæða, að gera ætti út um þetta
mál eftir diplómatiskum leiðum.
Þetta mál heyrði undir íslenzk
lög. Að lokum fagnaði hann því,
að málinu skyldi hreyft á Alþingi
og kvað skoðanir ekki mundu
vera skiptar um það innan þings-
ins.
Guðmundur I. Guðmundsson,
utanríkisráðherra, kvaðst litlu
hafa við að bæta, sem forsætis-
ráðherra hefði sagt. Hann lagði
áherzlu á, hve alvarlegir atburð-
ir hefðu gerzt og hverjar afleið-
ingar það gæti haft, af þeir end-
urtækju sig. Kvað hann ísland
ekki geta undir neinum kringum-
stæðum unað við þetta ástand,
og yrði að gera allt, sem hægt
væri til að afstýra því, að slíkir
atburðir endurtækju sig. Enn
væri málið ekki nóg athugað til
þess að hægt væri að segja hvaða
leiðir yrðu farnar, en það yrði
tekið fyrir á fundi ríkisstjórnar-
innar síðar um daginn. Kvaðst
utanríkisráðherra þakka for-
manni Sjálfstæðisflokksins, að
hann hefði óskað eftir og boðið
fram samstarf um málið og ósk-
aði í því samb. eftir samstarfi við
utanríkismálanefnd þingsins, og
lauk máli sínu með því, að hér
væri þörf skjótra aðgerða.
Ólafur Thors: Ég þakka for-
sætisráðh. fyrir undirtektir hans
í málinu, og viðurkenni fyllilega,
að það er ekki hægt að ámæla
honum, þó hann geti ekki skýrt
frá því á þessu stigi málsins, til
hvaða ráða verði gripið. Ég fagna
því, að fram hefur komið hjá ráð-
herrunum fullur skilningur á þörf
skjótra aðgerða. Fyrir hönd
Sjálfstæðisflokksins vil ég bjóða
fram einlægt samstarf, og legg til,
að við slíðrum vopnin og tökumst
í hendur.
Ég veit ekki hversu heppilegt
er að skjóta málinu til utanrík-
ismálanefndar meðan hún er
hvorki löglega sett á laggirnar,
né lögunum um nefndina breytt.
Að lokum vil ég leyfa mér að
ítreka, að ég býð fram samstarf
miðað við það eitt, sem heiður
íslands og hagsmunir krefjast.
Guðmundur í. Guðmundsson:
Ég þakka formanni Sjálfstæðis-
flokksins tilboð hans, en harma,
að lítils háttar ágreiningur skuli
hindra, að utanríkismálanefnd
taki rnálið að sér. Eftir um það
bil viku munu hin nýju lög um
skipan nefndarinnar hafa tekið
gildi, og leyfi ég mér því, að
mælast til, að formaður Sjálf-
stæðisflokksins endurskoði af-
stöðu sína.
Ólafur Thors: í Guðs bænum,
við skulum ekki ílækja málið
með aukaatriðum. Ég get sagt
ráðherranum, hvernig hann á að
fara að. Hann getur kvatt þá
fulltrúa vinstri flokkanna sér til
ráðuneytis, sem eru í nefndinni,
og ég skal sjá um, að sá fulltrúi
okkar Sjálfstæðismanna í nefnd-
inni, sem er á landinu, mæti.
Annar fulltrúi okkar í nefndinni
er erlendis á vegum Alþingis, en
ég skal sjá um að annar fulltrúi
fyrir flokkinn mæti með mér. —
Ef við viljum sigta jafnbeint og
Bretinn, er enginn vandi fyrir
okkur að hitta á nefndarmennina.
BONN. (Reuter) — f opinberum
skýrslum segir, að vínuppskeran
í Þýzkalandi sé meiri í ár (um
3.200 Itr. af hverri ekru lands) en
nokkurt ár annað, allt frá 1903,
en það ár voru fyrst gerðar slík-
ar skýrslur þar í landi. —Næst-
bezta uppskeruárið var 1950, en
uppskeran nú er 16% meiri en
þá.
Organlónleikar í Dómkirkjunni
WILHELM STOLLENWERK,
organleikari frá Frankfurt a. M.,
hélt organtónleika á vegum Tón-
listarfélagsins í Dómkirkjunni í
fyrrakvöld og í gærkvöldi.
Fyrst lék Stollenwerk smærri
lög eftir frönsku tónskáldin
Clérambault, Dandrieu og
Loeillet. Bar leikur listamannsins
vott um mikla smekkvísi í vali
radda (registra) og nutu verkin
sín prýðilega, enda í alla staði
mjög vel leikin. Hin mikla C-
dúr Tokkata Bachs er meðal erf-
iðustu verka meistarans. Hið
þrískipta form hennar (Tokkata,
adagio, fúga) er sérstætt og gefur
gott tilefni til að sýna túlkunar-
hæfileika organleikarans. Leikur
Stollenwerks var einnig hér
skýr og skilmerkilegur og val
radda gott. Chaconna undirrit-
aðs var og prýðisvel flutt, af
næmum skilningi á blæbrigðum
hinna mismunandi tilbrigða
verksins. Um „Grand Piéce
Symphonique" eftir César
Franck er lí'tt að segja. Stollen-
werk er þaulkunnugur hinum
fransk-flæmska orgelstíl og var
hið langa verk flutt í anda
Francks, svo að hvergi skeikaði.
Að lokum lék Stollenwerk „af
fingrum fram“ hugleiðingar um
hið íslenzka sálmalag, „Kær
Jesú Kristi“. Improvisations-list-
in var algeng á dögum Bachs og
fyrirrennara hans. Nú er þessi
list mjög sjaldgæf. Stollenwerk
hefur hana þó á valdi sínu, og
mátti heyra ýmis tilbrigði um
hið íslenzka lag flutt af hug-
kvæmni og list.
Kirkjan var þéttskipuð áheyr-
endum og ríkti djúp kyrrð á
meðan listamaðurinn túlkaði
verkin.
P. t
SMSTEIMR
Óforsvaranlegt fjárbruðl
Þjóðviljinn birtir forystugreia
á sunnudaginn um öryggisvarnir
borgaranna ef til styrjaldar koml
og kallar það óforsvaranlegt fjár
bruðl. Þjóðviljinn deilir á það
að keypt skulu hjúkrunargögn
og læknisáhöld, rúm, dýnur og
önnur tæki, sem þarf til þess að
hlynna að sjúkum og særðum, ef
bráðan voða ber að höndum.
Þetta kailar Þjóðviljinn fjárbruðl
en það er stefna kommúnista
allsstaðar að koma því þannig
fyrir í öllum löndum, þar sem
þeir ekki ráða sjálfir, að löndin
sjálf séu varnarlaus og borgar-
arnir líka.
Stóra stefnumálið
í forystugrein þeirri, sem að
ofan er nefnd tekur Þjóðviljinn
þannig til orða, að það sé „yfir-
lýst stefnumál ríkisstjórnarinnar
að losa íslendinga við hernámið,
þótt Alþýðuflokkur og Framsókn
hafi heykst á að standa við það
kosningaloforð og samningsatriði
fram að þessu. Afstaða þriðja
stjórnarflokksins, Alþýðubanda-
lagsins, heOur verið og er af-
dráttarlaus: að hernámssamningn
um beri að segja tafarlaust upp
og losa íslendinga við setu er-
lends herliðs og lífshættu her-
stöðvanna í landhelgismálinu".
Síðar segir svo Þjóðviljinn, að
„tveir stjórnarflokkanna standi
í vegi fyrir efndunum í her-
stöðvamálinu“.
Það var yfirlýst stefnumál
kommúnista og Hræðslubanda-
lagsins fyrir kosningar að gera
landið varnarlaust, eins og sú
yfirlýsing, sem Alþingi var látið
samþykkja 28. marz 1956 bar með
sér. Þetta var líka aðalmálið fyrir
kosningarnar það ár eins og enn
og er það í fersku minni. En góðu
heilli var fsland ekki látið varn-
arlaust, stjórnarflokkarnir allir
heyktust á því að standa við öll
sín stóru orð um brottrekstur
varnarliðsins. f Þjóðviljanum var
því lýst yfir, að ráðherrar Al-
þýðubandalagsins stæðu í samn-
ingum við Bandaríkjamenn um
áframhaldandi veru varnarliðs-
ins, en sízt af öllu var það látið
uppi að Framsóknarmenn og Al-
þýðuflokksmenn væru þar einir
um. Það hefiur einnig komið fram
af hálfu samstarfsflokka komm-
únista, að þeir hafi fallizt á á-
framhaldandi veru þess í ríkis-
stjórninni. Þannig hafa það ekki
eingöngu verið Framsóknarmenn
og Alþýðuflokkurinn, sem hafa
„heykzt“ á að standa við stóra
loforðið, eins og Þjóðviljinn orð-
ar það, heldur voru ráðherrar
Alþýðubandaiagsins þar með í
Ieik. f þessu sambandi má líka á
það minna, að annar ráðherra
Alþýðubandalagsins Hannibal
Valdimarsson samþykkti á Al-
þingi, upprunalega, að fara
þess á leit við Bandaríkin að þau
sendu hingað varnarlið. Yfirklór
Þjóðviljans í þessu máli dugar
ekkert, en hér er höfð sama að-
ferðin, eins og svo oft áður að
Þjóðviljinn heldur einu fram en
svo eru ráðherrarnir aftur á öðru
máli. Framkvæmdin er á allt ann
an veg -en Þjóðviljinn skrifar
„fyrir fólkið“.
Ekki mótmælt
SAUÐÁRKRÓKI, 12. nóv. —
Nýlega flutti Bókaverzl. Kristj-
áns Blöndals og Gjafabúðin í ný
og mjög glæsileg húsakynni að
Skagfirðingabraut 9A, Sauðár-
króki.
Búðinni er skipt í tvær deildir,
önnur er fyrir starfsemi bóka-
verzlunarinnar, en hin fyrir
Gjafabúðina. Sjálf sölubúðin er
að gólffleti 85 ferm. ásamt mjög
rúmgóðum lagersal á bak við.
Innrétting öll er mjög smekkleg
og nýstárleg, einnig lýsing, svo
og tveir stórir og rúmgóðir sýn-
ingargluggar. Teikningar gerði
teiknistofa Sveins Kjarvals,
Rvík, er einnig sá um litaval.
Litlatrésmiðjan, Sauðárkióki,
yfirsmiður Vilhjálmur Hall-
grímsson, sá um innréttingu en
málningu annaðist Jónas Þór,
Sauðárkróki. Er óhætt að segja
að þetta sé hin glæsilegasta sölu-
búð og öllu mjög haganlega fyrir
komið. Bókaverzl. Kr. Blöndals
var stofnsett 1903 og er eitt af
elztu verzlunarfyrirtækjum hér
staðnum, sem enn bera slík upp-
haflega nafn. Sonarsonar stofn-
andans, Árni Blöndal, er eigandi
og framkv.stjóri Bóka- og Gjafa-
búðarinnar. — jón.
f grein, sem Morgunblaðið
flutti á dögunum um þessi mál,
var því haldið fram, sem hér er
vikið að að ofan, að ráðherrar
Alþýðubandalagsins hefðu haft
aðild að varnarliðssamningium
1956 og samþykkt áframhaldandi
veru þess. í grein þeirri, sem
Þjóðviljinn birtir í gær um þessi
mál, er þessu ekki mótmælt og
talar það sínu máli.
I