Morgunblaðið - 14.11.1958, Blaðsíða 19
Föstudagur 14. nóv. 1958
MORCVJSBL4Ð1Ð
19
Myndin er af einum námumannanna í Kanada, sem björguðust úr námugöngum eftir að þeir
taöfðu verið lokaðir inni í námunni 6 daga. Það eru sonur hans og dóttir sem samfanga honum.
Húsmœðrafélag Reykja
v'tkur
,Þorlákur þreytti' á Hellu
og i Vík í Mýrdal um l
helgina
HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykja-
víkur hélt nýlega fund í Borgar-
túni 7. —
Formaður félagsins, frú Jón-
ína Guðmundsdóttir, ræddi vetr-
arstarfsemina. Skýrði hún frá
því að hin vinsælu mánaðar
saumanámskeið hefðu byrjað að
venju í september og verið full-
setin. Svo væri einnig um sýni-
kennsluna í matreiðslu tvö kvöld
og mánaðarnámskeið í matreiðslu
er nú stæði fyrir dyrum. Þá drap
hún á það að á næsta fundi yrði
gerð tilraun með bastvinnu. —
Einnig fór hún nokkrum orðum
um jólafund féiagsins og kvað
stjórnina hafa fullan hug á að
+ KVIKMYNDIR ■>
Bœjarbíó:
Prófessorinn fer
i fri
iTALIR standa framarlega í kvik
myndagerð og hafa margar kvik
myndir þeirra hlotið verðlaun á
hinum miklu kvikmyndahátíð-
um sem efnt er til áirlega. Svo er
einnig um myndina „Prófessor-
inn fer í frí“, sem sýnd er nú í
Bæjarbíói í Hafnarfirði. Mynd-
in er á yfirborðinu gamanmynd,
en býr þó yfir dýpri merkingu.
þegar að er gáð. Heimsfrægur
prófessor í atomfræðum, Georg
Hamilton er horfinn og enginn
veit hvað um hann hefur orðið.
Bandaríkjamenn eru slegnir ógn
og láta leita hans, en árangurs-
laust. — En prófessorinn hefur
bara tekið sér frí, — frí frá her-
væðingaræðinu og hatrinu, sem
hvarvetna í löndum hinnar svo-
kölluðu hámenningar, eitrar and
rúmsloftið og skapar mönnum
ótta og öryggisleysi. — Prófess-
orinn leitar athvarfs í litlu,
ítölsku sjávarþorpi og unir þar
vel hag sínum innan um glað-
værð og áhyggjulaust fólk, sem
hfir í friði og sátt hvert við ann-
að, með Iéttu lífsviðhorfi, sem er
lífshamingjan sjálf eða að
minnsta kosti eitthvað í ætt við
hana.
Mynd þessi er ekki löng og
heldur ekki stórbrotin, en boð-
skapur hennar og sanleikur er
mikilvægur og því má mikið af
henni læra. Hún er líka vel gerð
og vel leikin og má þá einkum
nefna frábæran ieik Edmund
Gwenn's í hlutverki prófessors-
ins. — Mynd þessa ættu sem
flestir að sjá.
Til þess að fylla tímann sýnir
Bæjarbíó jafnframt myndina
Rauðu blöðruna, sem Albert
Lanouisse hefur gert. Er mynd-
in hreint listaverk, enda hlaut
hún gullpálmana í Cannes og
frönsku gullmedalíuna 1956. Hún
er nútíma ævintýri og minnir
jafnvei, í því sem á bak við felst,
á Aladdin og lampann. — Ego.
fá stærra húsnæði fyrir hann,
þar eð reynslan hefði sýnt að
það er við hefðum væri alltof lít-
ið. Ennfremur væri 1 ráði að
hafa hann með meira nýtizku
sniði og fjölbreyttari.
Þá tók við að ræða um hina
ört vakandi dýrtíð er engin sæi
fyrir endann á og hver áhrif
slikt öfugstreymi hefði á afkomu
heimilanna. Voru fundarkonur
á einu máli um það að í slikt
óefni væri komið þeim málum,
að mörgum, ekki sízt þeim efna-
minni mundi um megn að standa
undir þeim þunga og hætta á að
þau gætu ekki veitt sér brýnustu
nauðþurftir, væri þegar farið að
brydda á því að t. d. einstæðings-
mæður með börn þyrftu að leita
hjálpar til að fá rönd við reist.
Einnig var rætt nokkuð um
vöruvöndun, gæðaval og hag-
sýnni vörukaup, t. a. m. væri
vörur í pökkum miklu dýrari en
í lausri vigt. — í þessu sambandi
var eftirfarandi tillaga sam-
þykkt:
1. Að kaupmenn vandi meira
til innkaupa á vörum, t. d. græn-
metis og flokkun matvæla sé
greinilegri og verð sett á hverja
þá vöru sem er til sýnis fyrir
kaupendur. Að tómatar séu ekki
seldir í 1. fl., þegar um 2. eða 3.
fl. vöru er að ræða.
Einnig að gulrófur séu ekki
hafðar til sölu nema því aðeins
að það sé góð vara.
2. Að kjötkaupmenn hafi kjöt
greinilega flokkað og að verð
sé við hvern flokk, sem sett er
í bakka í sýningarborði til hag-
ræðis fyrir kaupendur. Þar eð
reynsla er fengin fyrir því að
MBL. sneri sér í gær til Aðal-
bjargar Sigurðardóttur, form.
Bandalags kvenna £ Reykjavík,
í tilefni þess að frétzt hefur að
bandalagið hefði í hyggju að gefa
ofið veggteppi í væntanlegt ráð-
hús höfuðstaðarins. Kvað Aðal-
björg málið allt á byrjunarstigi,
og að ekki hefði verið ætlunin
að hafa það í hámæli á þessu
stigi málsins.
Hugmyndin að þessari gjöf er
gömul. Fyrir nokkrum árum
stakk frú Ragnhildur Pétursdótt-
ir á Háteigi upp á því að Banda-
lag kvenna byggi sig undir að
gefa þessa gjöf. Var Jóhann
Briem, listmálari, fenginn til að
gera uppdrátt að teppinu, og var
því verki lokið fyrir ca. tveim-
ur árum. Sýnir myndin Ingólf
Arnarson, landnámsmann, Hall-
veigu Fróðadóttur og Þorstein-
son þeirra, en Esjan og sundin
eru í baksýn.
Var um þetta mál fjallað á ný-
afstöðnum aðalfundi Bandalags
kvenna í Reykjavík, en í þvi eru
um 20 félög. Var kosin 9 manna
nefnd, til að hrinda því í fram-
kvæmd og er Ragnhildur Péturs-
hafi t. d. hryggleitar fylgt súpu-
kjöti hefur það verið selt á 34.50
pr. kg. og því nauðsynlegt að
slíkt kjöt sé aðgreint svo að hús-
mæður geti betur fylgzt með
hvað þær eru að kaupa.
3. Að Mjólkursamsölu Reykja-
víkur verði gert að skyldu að
hafa í útsölum sínum spjöld með
verði mjólkurafurða, eins og það
er á hverjum tíma og að spjöldin
séu þannig staðsett að kaupendur
hafi greiðan aðgang að.
4. Að fisksölubúðum verði
einnig gert að skyldu, að hafa
prentað spjald með verði fiskaf-
urða á þeim stað í búðum sín-
um, svo neytendur geti haft gát
á því, hvað þeir þurfa að greiða
fyrir hvert kg., sem þeir kaupa.
Einnig kom fram tillaga er
varðar rúgbrauðin og hljóðar
svo:
Fundur í Húsmæðrafélagi
Reykjavíkur 28/10 '58 lýsir mik-
illi óánægju sinni yfir hve rúg-
brauð eru bæði vond og illa
bökuð.
Harmar fundurinn að jafn
holl og mikið notuð fæða sé ekki
betur úr garði gerð til neytend-
ans.
Að lokum var rætt um rjóma-
söluna í bænum, að enn sæti við
það sama að selja ekki minni
skammt en 1 pela, þrátt fyrir
óánægju neytenda með þá ráð-
stöfun og þrátt fyrir eindregin
tilmæli félagsins í vor að fá þessu
breytt til betri vegar fyrir heim-
ilin og þeim gert kleift að fá
hann í smærri umbúðum er um
svo dýra vöru er að ræða og
rjómi er.
Upplýstist það á fundinum að
Mjólkursamsalan hefur gert sitt
tU að fá innflutningsleyfi fyrir
minni umbúðum en ekkert orðið
ágengt í þeim efnum ennþá.
dóttir formaður hennar. Eru kon
umar rétt að fara af stað með
söfnun í þessu skyni, og hefur
eitt félag og ein kona þegar gef-
ið í sjóð, sem nota á til þessara
framkvæmda. Reiknað er með að
teppið muni ekki kosta minna en
100 þús. kr. fullgert.
Bandalagið hefur ákveðið að
ráða Vigdísi Kristjánsdóttur,
vefnaðarkonu, til að vefa tepp-
ið, sem verður meira en 2 metr-
ar á hæð, en ekki hefur þó enn
verið gengið frá samningum við
hana. Útvegað hefur verið band
í 20 litum í teppið og er það
spunnið í Álafossverksmiðjunni.
Aðalbjörg tók það sérstaklega
fram, að máhð væri á ákaflega
miklu byrjunarstigi, og að ekki
hefði enn verið leitað um fjár-
framlög til kvenfélaga sambands
ins, en í því eru ekki nærri öll
kvennasamtök í Reykjavík.
Cólfslípunin
Barmahlíð 33. — Súni 13657
UNGMENNAFÉLAGIÐ „Baldur“
í Hvolhreppi, Rangárvallasýslu,
hefur að undanförnu sýnt gaman-
leikinn „Þorlákur þreytti" eftir
Neal og Farmer, í þýðingu Emils
Thoroddsen. Gamanleikur þcssi
er að góðu kunnur, sprenghlægi-
legur og hnittinn. Atburðarásin
er jafnframt mjög spennandi og
forvitnileg.
Nú þegar hafa farið fram 5
sýningar og ávallt fyrir yfirfuilu
húsi áhorfenda, er óspart hafa lát
ið ánægju sína í ljós. Með aðal-
hlutverk fara þau Anna Margrét
Jafetsdóttir og Einar Benedikts-
son. Bæði gera þau hlutverkum
sínum hin beztu skil. Jósep Hrís-
eying leikur Bjarni Helgason
Allur leikur hans vekur innilega
kátínu áhorfenda. Ólafur Ólafs-
son skilar af sér tveim hlutverk-
um mcð prýði. Jón Fúss tónsnill-
ing lei' ar Hreinn Árnason. Hér
er ein „ s'nan“ enn á ferðinni
er kítlar áhorfendur mjög. Leik-
ur Hreins ei afbragðs góður og
skemmtilegur á köflum.
Með önnur hlutverk fara þau
Erla Matthíasdóttir, Ragnheiður
B. Guðnadóttir, Helga ísleifs-
dóttir, Herdís Einarsdóttir, Gísli
Lárusson, Erlingur Ólafsson og
Grétar Björnsson, er leikur „éi-
lifðarstúdentinn", með miklum
heimsborgarabrag. Sem sagt,
gamanleikur þessi er með þvl
bezta af þessu tagi og er sannar-
lega mikil upplyfting frá hinu
daglega striti.
Ungmennafélagið „Baldur"
mun sýna leik þennan á Hellu
nk. laugardagskvöld og í Vík í
Mýrdal á sunnudaginn. Mun sýn-
ingin á Hellu verða síðasta sýn-
ingin í Rangárþingi og v, Jr
vafalaust húsfyllir þar sem og
annars staðar. Leikstjórn annað-
ist frú Ingibjörg Steinsdóttir.
•— Gessam.
Kaupmannahöfn. — I Reutersi-
fregnum segir, að það sé ljóst orð
ið að deilurnar um „endurskoð-
unarstefnuna" á þingi kommún-
istaflokksins danska í síðasta
mánuði hafi valdið klofningi í
flokksdeildunum víðs vegar um
landið.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu á fimmtugs- afmæli mínu. i Theódóra Sigurjónsdóttir.
Innilegar þakkir til a’lra þeirra sem mundu mig á 60 ára afmælinu 2. nóv. s.l. Lifið öll heil. Sigurlaug Guðmundsdóttir, Sólbakka.
Hugheilar þakkir sendi ég öllum þeim, sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á afmælis- daginn 4. nóv. 1958. Sæmundur Sæmundsson.
Ég þakka af alhug öllum mínum vinum og kunningjum svo og félagssamtökum, sem glöddu mig á margan hátt á 50 ára afmælinu mínu 3. nóv. s.l. og erðu mér daginn ógleymanlegan. Guðjón Sigurðsson, Sauðárkróki.
Hjartans þakkir til allra vina og vandamanna nær og fjær er glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heilla- skeytum á áttræðisafmæli mínu 1. nóvember s.l. Guð blessi ykkur öll. Kristín Ásgeirsdóttir frá Kirkjuskógi.
BALDUK HELGI BJÖRNSSON skósmiður, andaðist á Landakotsspítala 13. nóvember. Fyrir hönd vandamanna. Reynir Berndsen.
Maðurinn minn og faðir okkar MAGNÚS MAGNÚSSON verkstj. Ægisgötu 26, andaðist 13. þ.m. Ragnheiður Jónasdóttir og dætur.
Jarðarför eiginkonu minnar JÓNÍNU JÓNSDÓTTUR fer fram frá heimili hinnar látnu Hellukoti, Stokkseyri laugardaginn 15. þ.m. kl. 1 e.h. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Andrés Ingimundarson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför móður minnar ÞURlÐAR ÞORSTEINSDÓTTUR frá Ytra-Lóni. Fyrir hönd vandamanna. Þorsteinn Jóhannesson.
Bondaiag kvenna hyggst geia
veggteppi í væntanlegt rdðhús