Morgunblaðið - 28.12.1958, Síða 8
8
MORCVVUtr. 4Ð1Ð
Sunnudagur 28. des. 1958
Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavtk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjami Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Ej ant Aamundsson.
Lesbók; Arni Óla, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innaniands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
ÞÁTTASKIL
REYNSLAN ein fær úr því
skorið, hvort hin nýja
ríkisstjórn fær ráðið við
þau vandamál, sem hún er mynd-
uð til að leysa. Ekki veltur á
tveim tungum, að fullkomið öng-
þveiti í efnahagsmálum blasir nú
við. V-stjórnin sáluga gat þar
engu öðru við komið en bráða-
birgðaráðstöfun eftir bráðabirgða
ráðstöfun. Út af fyrir sig var það
eins og á stóð skiljanlegt og hefði
verið fyrirgefanlegt, ef hún hefði
ekki fyrr og síðar látið allt ann-
að í veðri vaka.
Allir kannast við það, að í upp-
hafi átti að brjóta blað í efna-
hagsmálunum og hafa úttekt á
þjóðarbúinu fyrir opnum tjöld-
um. Síðar voru boðuð tímamót
í íslenzkum stjórnmálum — að
vísu ekki fyrr en eftir páska!
Og nú fyrir skemmstu var sagt,
að efnahagsmálin hefðu aldrei
verið auðveldari viðureignar en
einmitt nú!
Endirinn á öllu þessu varð
sá, að V-stjórnin gafst hreinlega
upp, eftir að hún aðgerðalaus
hafði horft á að ný verðbólgu-
alda var skollin yfir, að sögn
sjálfs forsætisráðherra hennar.
Aumlegri viðskilnaður af hálfu
ríkisstjórnar hefur aldrei fyrr að
borið í íslenzkum stjórnmálum.
★
Vandamálin, sem V-stjórnin
hljóp frá eru mörg og flókin. I
meðförum hennar voru þau þó
gerð enn flóknari en vera þurfti
af því, að þjóðinni var aldrei
sagt satt um ástandið né hvað
gera þyrfti til þess að bæta úr
því.
Ef hin nýja ríkisstjórn lætur
sér þau víti til varnaðar verða,
hefur strax mikið á unnizt og
verulegar líkur skapazt fyrir því
að betri tímar séu fram undan.
1 viðræðunum, sem áttu sér stað
á meðan á tilraunum til stjórnar-
myndunar stóð, urðu Sjálfstæðis-
menn þess varir, að forystumenn
Alþýðuflokksins höfðu á þessu
réttan skilning. Þess vegna m. a.
ákváðu Sjálfstæðismenn að veita
Alþýðuflokknum stuðning til
stjórnarmyndunar á þann veg að
verja hina nýju stjórn vantrausti
á meðan hún freistaði þess að
finna leið út úr ógöngunum, sem
V-stjórnin skildi við þjóðina í,
enda væri tryggt að kosningar
yrðu á næsta vori.
Eins og fyrr segir fær reynsl-
an ein úr því skorið, hvernig
tekst um lausn hinna aðkallandi
mála, en þar er næst efnahags-
vandanum fyrst að telja kjör-
dæmamálið, enda eru það þau
tvö mál, sem samningar Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks ná
til, að viðbættri ákvörðuninni um
kosningar í vor. En hvern-
ig rem til kann að takast, þá eru
hér orðin mikilvæg þáttaskil í
íslenzkum stjórnmálum.
Morgunblaðið sagði frá því sl.
þriðjudag, að samtímis því, sem
Emil Jónsson var samkvæmt
beiðni forseta íslands að gera til-
raun til stjórnarmyndunar, þá
hófst Hermann Jónasson handa
um það að vekja upp V-stjórnina.
Á sunnudag og fyrri hluta mánu-
dags var því samtímis unnið að
tvenns konar ólíkum stjórnar-
myndunum.
Þjóðviljinn staðfestir þetta í
frásögn sinni á aðfangadag. Þar
segir:
„En það er Alþýðuflokkurinn,
sem ber ábyrgð á því, að ekki
var gerð nein tilraun til þess að
kanna hvort unnt væri að mynda
vinstri stjórn á nýjum grund-
velli. Fulltrúar Alþýðubanda-
lagsins lögðu til að sú tilraun
yrði gerð, og það kom í ljós að
Framsóknarflokkurinn var einn-
ig reiðubúinn til að ræða um
myndun nýrrar vinstri stjórnar.
En Alþýðuflokkurinn tók af skar
ið síðdegis í fyrradag og neitaði
fyrirfram og að óreyndu að taka
þátt í vinstri stjórn, sem starfaði
út kjörtímabilið.“
★
Hér er efnislega rétt frá skýrt
að því leyti, að þegar til átti að
taka vildu bæði Framsókn og
kommúnistar ólmir vekja upp V-
stjórnina. Þeim, sem 'með fylgd-
ust og áttu tal við alla aðila, var
raunar ljóst, að forystumenn
Framsóknar höfðu ætlað sér
þetta frá upphafi.
Framsóknarbroddarnir létu það
að vísu berast út, að þeir væru
búnir að fá meira en nóg af sam-
starfinu við kommúnista og Her-
mann mundi taka rökréttum af-
leiðingum þess, að stefna sín
hefði reynzt röng og draga sig
í hlé. En allt var þetta einungis
ætlað til þess að gera kommún-
ista hrædda og sýna allri V-
fylkingunni fram á, hvílíkur voði
væri yfirvofandi, ef sjálfur höf-
uðpaur hennar hyrfi af vettvangl
st j órnmálanna.
Kommúnistar höfðu og síður en
svo ætlað sér að hverfa úr ríkis-
stjórn. Þeir vildu nota tækifærið
til að segja samstarfsmönnunum
til syndanna og helzt að losna við
þá Hannibal Valdimarsson og
Eystein Jónsson úr stjórninni.
Þegar þeir sáu að hvorugt var
framkvæmanlegt, ef samstarfið
átti að haldast, voru þeir fúsir
til að hverfa einnig frá þessum
skilyrðum og kingja báðum í
senn, Hannibal og Eysteini, minn
ugir orða franska konungsins,
sem gekk af trúnni til að tryggja
konungdæmi sitt og mælti: „Par-
ís, er þó einnar messu virði“.
★
Auðséð er, að hvorki Tíminn
né Þjóðviljirin geta í raun og
veru áttað sig á, hvernig þau
ósköp hafi að borið, að Alþýðu-
flokkurinn skuli hafa hrist þessa
valdagírugu samstarfsflokka af
sér. Tíminn tilkynnir og með stór
upi stöfum á aðfangadag:
„Með stjórnarmyndun þessari
hefur Alþýðuflokkurinn rofið
það samstarf við Framsóknar-
flokkinn, sem hófst fyrir síðustu
kosningar."
Síðar í sömu grein segir:
„Með því sleit Alþýðuflokkur-
inn að sjálfsögðu að fullu og öllu
bandalagi því, sem var milli hans
og Framsóknarflokksins í sein-
ustu kosningum og haldizt hefur
síðan“.
Ekki leynir sér, að Tíminn tel-
ur að Alþýðuflokknum muni af
þessu standa mikil ógn. En ef
til vill er þa8 skilningur Alþýðu-
flokksins á því, að einmitt
Hræðslubandalagið bar í sér
banamein Alþýðuflokksins ef því
var áfram haldið, sem er skýr-
ingin á því, sem nú hefur gerzt.
Víst er það, að nú hafa orðið
þáttaskil í íslenzkum stjórnmál-
um og Sjálfstæðismenn munu
gera það, sem þeir megna, til að
þau verði íslenzku þjóðinni til
góðs.
ÚR HEIMI
--- n
Einræðisstjórninnni hefur mis-
heppnazt að ala upp kynslóð
andla
usra vesannga
Ný viðhorf meðal sovézkra æskumanna
SA REGINMUNUR, sem er á
fyrirheitum í kenningum marx-
ismans og leninismans annars
vegar og lífinu í Sovétríkjunum
hins vegar, hefur leitt af sér tvær
fyikingar, andstæðar kommún-
ismanum, þ. e. „ný-boIsévika“ og
„andkommúnista“.
'k-y-'k
Ungir menn í Sovétríkjunum
höfðu ráð til þess að koma á
framfæri gagnrýni á Kremlvald-
ið, jafnvel áður en óeirðirnar
urðu í Austur-Evrópu, en þær
höfðu mikil áhrif á sovézka há-
skólastúdenta.
Árið 1952, þegar Jósef Stalin
var enn á lífi, stofnaði hópur
eitthvað um 30 stúdenta við ýms-
ar menntastofnanir í Moskvu, fé-
lag í þeim tilgangi að útbreiða
áróður gegn Stalín og stalínist-
um. Félagið starfaði í hálft ár,
og náði starfsemi þess hámarki,
þegar það gaf út andsovézkan
bækling, sem var fjölritaður í
einni þessara menntastofnana og
dreift meðal borgarbúa.
Leynilögreglan handtók fljót-
lega alla meðlimi félagsins og
réttarhöldin yfir þeim stóðu tvo
mánuði. Þrír þeirra voru dæmdir
til dauða, en hinir voru sendir
í þrælkunarbúðir til 10—25 ára
dvalar. Árið 1956 var þeim, sem
eftir lifðu, veitt uppgjöf saka.
Átta þeirra komu aftur til
Moskvu, en um örlög hinna er
mér ókunnugt.
Ég þekkti líka læknastúdent,
sem skrifaði greinar gegn stjórn-
inni og prentaði þær í heimatil-
búnum fjölritara. Hann sendi
þær síðan til manna, sem hann
fann í símaskránni, og festi þær
upp á húsveggi. Þessari iðju hélt
hann áfram í heilt ár, en þá var
hann handtekinn og dæmdur í
25 ára fangelsi. Tveim árum síð-
ar, eða 1956, var hann látinn laus
fyrir tilmæli áhrifamikils ætt-
ingja.
Uppljóstranirnar um glæpi
Stalíns eru ekki eina ástæðan
til vaxandi andstöðu gegn vald-
höfunum. Þar koma til fleiri og
djúprættari orsakir. Ótakmörkuð
afskipti hins opinbera af einka-
lífi unga fólksins verða því æ
hvimleiðari. Glæpirnir, sem
framdir hafa verið af stjórninni
og vitað var um löngu áður en
sagt var frá þeim opinberlega á
20. flokksþinginu, vekja réttláta
reiði ungra manna. Þeir sjá þann
reginmun, sem er á fyrirheitun-
um í kenningum marxismans og
lífinu í Sovétríkjunum undir
stjórn kommúnista.
Flokkurinn lætur sér ekkert
óviðkomandi
Að loknu námi í gagnfræða-
skóla eða öðrum framhaldsskóla
eru ungir menn skyldir sam-
kvæmt lögum til þess að vinna
í þrjú ár að einhverju starfi, sem
valdhafarnir fá þeim. Jafnframt
verða þeir að vera reiðubúnir að
verja miklum hluta frítíma síns
til svonefndra þjóðfélagslegra
starfa. Þau eru m. a. fólgin í
því að tala um fyixr .„tækum
verkamönnum, sem búa við bág
kjör og í lélegum húsakynnum,
og útmála fyrir þeim, hve ham-
ingjusamir þeir megi vera með
það hlutskipti sitt að búa í fyrsta
öreigariki heimsins. Og,flokkur-
inn lætur sér ekkert óviðkom-
andi, jafnvel ekki leyndustu
einkamál manna; á opinberum
fundum í Komsomol (félagi ung-
kommúnista) eru rædd einkamál
félaganna, jafnvel ástarævintýri.
Það, sem fyrst og fremst skap-
ar andúð á öllu í sambandi við
stjórnina og hið opinbera, er að
þurfa að vera sífellt að vera á
varðbergi og forða einkaheimi
sínum frá eyðileggingu. Oft er
það reyndar svo, að þessi andúð
á ekkert skylt við pólitíska óá-
nægju. Það er til ungt fólk, sem
trúir öllu því, er stjórnin segir,
— einkum að því er varðar önn-
ur lönd, en gremst samt lát-
laus viðleitni flokksins að hafa
áhrif á daglegt líf þess.
k-Y-k
Þessi óljósa og blandna andúð
kemur fram hjá öllu ungu fólki,
hver sem menntun þess og and-
legt atgjörvi er. Það sannar m. a.,
GREIN þessi birtist fyrir
nokkru í bandaríska vikurit-
inu The New Leader. Blað
þetta er talið frjálslynt í skoð-
unum og birtast þar oft fróð-
legar greinar um ýmis mál-
efni, jafnt alþjóðleg sem
bandarísk. Höfundur greinar-
innar er David Burg, sem var
við nám í Sovétríkjunum fram
til ársins 1957, en þá kom
hann til Vestur-Evrópu.
að einræðisstjórninni hefur ekki
hepRnazt að ala upp kynslóð and-
lausra vesalinga. Flokkurinn ger-
ir sitt ýtrasta til þess að vinna
bug á andúðinni, sem viðleitni
hans til þess að uppræta eðli-
legar persónulegar óskir manna
hefur skapað — en árangurs-
laust. Af óánægjunni leiðir, að
allar tilraunir til þess að endur-
bæta „pólitíska og hugsjónalega
fræðslu“ unga fólksins renna að
meira eða minna leyti út í sand-
inn, jafnvel meðal þeirra, sem
gera sér ekki grein fyrir af
hverju óánægja þeirra stafar. Það
er því engin furða þótt sovézk
| æska ljái eyru hugsjónum þeim
| og kenningum, sem á „flokks-
nefnast „borgaralegar hug-
sjónir“.
Sovézk blöð ráðast iðulega
gegn þessum óánægðu ungu
mönnum, eða Stilyagi, eins og
þeir nefnast á rússnesku. í aug-
um hins opinbera er áhugi á
jassi og nútímadansi meðal
sovézkrar æsku ekki saklaust
gaman; persónulegur smekkur á
þessu sem öðrum sviðum hefur
pólitíska merkingu.
Stilyagi er lítill hópur ungra
ma’nna. En áróðurspostular stjórn
arinnar kjósa heldur að brenna
alla, sem grunaðir eru um „vill-
andi“ hugsanir, með þessu marki,
og er það af augljósum ástæð-
um. Sannleikurinn er sá, að hinir
ungu, óánægðu menn eru langt-
um fleiri en þeir, sem með réttu
mætti kalla Stilyagi. Þetta kom
fram í málgagni ungkommúnista,
Komsomolskaya Pravda, ef til
vill óviljandi, en þar sagði fyrir
nokkru: „Það er ekki lengur um
það eitt að ræða að leiðrétta
villukenningu í litlum einangruð-
um hópi ungra manna; gervöll-
um hugsjónaheimi unga fólksins
verður að lyfta á æðra stig.“
Nýbolsévikar — andkomm-
únistar
En hvað er það þá, sem hinir
ungu, óánægðu menn og áhuga-
menn um stjórnmál vilja í raun
og veru? Eftir kynni mín af
þessum málum, held ég því fram,
að hér, þurfi að greina milli
tveggja hugsjónahópa, þ. e. ný-
bolsévika o gandkommúnista.
Nýbolsévikar halda enn fram
ágæti marxismans, enda þekkja
þeir bezt kenningar Marx og er
að mestu leyti ókunnugt um
möguleika á því að leysa úr
vandamálunum að öðrum leið-
um. Þá er þess að gæta, að það
er reginmt au- á hugsjónum
marxismans, eins og þær voru
túlkaðar af gömlu bolsévikunum,
og því sem við manni blasir í
Sovétríkjunum í dag. Það er deilt
endalaust um andstæðuna milli
kenninga og raunveruleika.
Ég held jafnvel, að margt ungt
fólk aðhyllist marxismann ein-
mitt vegna þess, að lífið í Sovét-
ríkjunum samræmist ekki hug-
sjónum hans. Það er að leita að
„hinum sanna marxisma". Það
dreymir um fyrstu dagana eftir
byltinguna 1917.
Októberbyltingin í dýrðarljóma
Þessir menn þekkja rei*
ekki atburðina, sem leiddu til
byltingarinnar. Þeir sjá hana
í dýrðarljóma og boða afturhvarf
til hinna upprunalegu hugsjóna
Lenins, sem þeir halda sig finna
í sumum verkum hans („Ríkið
og byltingin"). Þeir tala oft um
úrkynjun í sambandi við skrif-
finnskubákn stjórnarinnar og
myndun drottnandi sérréttinda-
stéttar skriffinna, sem sé orðin
einræðisvald og vinni gegn hags-
munum almennings. Þeir, sem
fylgja þessum skoðunum, hallast
að stefnu gömlu byltingarflokk-
anna og vilja höggva á hnútinn
með róttækum aðgerðum.
Það er athyglisvert, að ný-
bolsévikum finnst hinn vestræni
heimur hafa lítið að bjóða þeim;
hann sé á barmi siðferðilegs og
andlegs gjaldþrots. Ófullnægj-
andi vitneskja um önnur lönd er
hér ein meginástæðan; þeir sjá
Evrópu og Norður- og Suður-
Ameríku með augum Marx og
Engels, sem uppi voru á síðustu
öld.
k-rk
Andkommúnistarnir þekkja
aftur á móti nokkuð til hinna
miklu efnahags- og þjóðfélags-
legu framfara í hinum frjálsa
heimi og álíta hina „sósíalisku"
tilraun í Sovétríkjunum algjör-
lega misheppnaða. Þeir eru ekki
þeirrar skoðunar, að framfarir í
efnahagsmálum Sovétríkjanna
séu „hinni sósíalisku iðnvæð-
ingu“ að þakka. Þeir halda því
jafnvel fram, að framfarir síð-
ustu 40 ára hafi ekki náðst vegna
hins sovézka skipulags, heldur
þrátt fyrir það. Þeir segja, að
framfarirnar hefðu getað verið
meiri og fórnirnar jafnframt
minni, ef aðrar leiðir hefðu ver-
ið farnar. I þeirra augum var
októberbyltingin mikið óheilla-
spor í sögu þjóðarinnar og leiddi
til ríkiseinokunar-kapitalisma.
Ilagsmunir skriffinnanna —
hagsmunir almennings
Bæði ný-bolsévikar og and-
kommúnistar halda því fram, að
óhamingja hins sovézka þjóðfé-
lags stafi af því, að hagsmunir
skriffinnaklíkunnar og hagsmun-
ir fólksins stangist á. En ný-
bolsévikar líta aðeins á skrif-
finnastéttina sem illkynjað mein
í þjóðfélaginu, sem hægt sé að
fjarlægja með „uppskurði“.
Andkommúnistar segja aftur
á móti, að skriffinnabákn flokks-
ins sé eðlilegt afsprengi skipu-
lagsins. Þeir trúa því ekki, að
hægt sé að lækna meinsemdina
með því að „skera skriffinna-
meinið burt með uppskurði“; að
Frh. á bls 15.