Morgunblaðið - 25.02.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.02.1959, Blaðsíða 6
e MORGVNfíLAÐIÐ Miðvikudagur 25. febr. 1959 Tillögur minnihíufans fjölluöu um launalœkkun Útdráttur úr rœðu Magnúsar Jóhannessonar í bœjarstjórn V.IÐ umræður í bæjarstjórn í síðustu viku um Fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar flutti Magnús Jóhannesson bæjarfulltrúi ræðu, þar sem hann ræddi m. a. nokkrar tillögur minnihlutaflokkanna í sambandi við afgreiðslu málsins. Sýndi hann fram á, hve sumar af þessum tillögum væru illa undirbúnar og lítt rökstuddar. Verð- ur hér sagt frá meginefni ræðu Magnúsar. í upphafi máls sins, ræddi Magnús Jóhannesson um hækk- unartillögur kommúnista við tekjuliði fjárhagsáætlunarinnar. Hann kvaðst vilja leggja á það áherzlu, sem raunar hefði kom- ið mjög skýrt fram í ræðu borg- arstjóra og fleiri ræðumanna meirihlutans í bæjarstjórn í sambandi við gjaldársútsvörin, að það væri mjög varhugavert að áætla þau hærri en fram kæmi í breytingartillögu Sjálfstæðis manna, því eins og allir vissu, væri hér um að ræða útsvars- greiðslur útlendinga, sem ynnu í bænum og það væri vitað mál, að þeir myndu vera færri nú en á síðasta ári. Það mætti til dæmis ganga út frá því sem gefnu, að Færeyingar, sem greiddu Reykja víkurbæ útsvör að þessu sinni, myndu verða mun færri, en þeir voru í fyrra. Það væri því hrein fjarstæða að þessi liður yrði hækkaður í áætl- uninni um 1 milljón króna eins og Alþýðubandalags- menn legðu til í sínum tillögum eða úr 8 millj. í 9 millj. króna. Um þá breytingártillögu þeirra er gengi í þá átt, að hækka þann tekjulið, sem fjallaði um leyfis- gjöld fyrir kvikmyndasýningar, kvaðst Magnús vilja segja það, að með því að hækka þessi gjöld væri stefnt að því að gera þess- ar skemmtanir almennings í bæn- um dýrari en nú væri. í því sam- bandi benti hann á að kvik- myndasýningar, væru þrátt fyrir allt ein ódýrasta skemmtun, sem um væri að ræða, og það væri víst að fólk, sem ekki hefði ráð á því að veita sér dýrari skemmtanir, mætti sízt við því, að aðgöngumiðaverð hækkaði af þessum sökum, en það kvað hann myndi leiða af hækkun þessara gjalda. ( Næst ræddi Mignús um breyt- Ingartillögur þær, er fulltrúar Alþýðubandalagsins gerðu við gjaldaliði frumvarpsins. Hann kvaðst vilja bregða upp mynd af því hvernig þær til- lögur litu út í heild. Alþýðubandalagsmenn gera 28 breytingartillögur til lækkunar. Það er mjög athyglisvert, sagði hann hvers eðlis þær tillögur eru. Af þessum 28 tillögum eru 17 sem að langmestu leyti hníga í þá átt að lækka laun bæjar- starfsmanna, eða með öðrum orðum yfir 65% af öllum lækk- unar- og sparnaðartillögum þessara vina alþýðunnar, miða að því að lækka laun, eða beinlínis kalla á stórkostlegar uppsagnir starfsfólks, fengjust þær sam- þykktar. Ég verð að segja það, sagði M gnús, að það þarf býsna mik- inn kjark til þess hjá þessum herrum, ofan á öll stóryrðin, um launarán og kjaraskerðingu, sem þeir hafa óspart valið hin stærstu og Ijótustu orð í ræðu og riti í sambandi við lögin um niðurfærslu verðlags og launa, sem nýlega hafa tekið gildi, að bera slíkar kjaraskerðingartil- lögur fram ofan á allt annað. Sem dæmi um launalækkun þá, sem samþykkt þessara til- lagna myndi valda, benti hann á tvö dæmi: 1. Laun skrifstofumanna í bæjar- skrifstofum áttu samkv. þessu að lækka um 12%. 2. Á laun verkamanna sem vinna við gatnahreinsun varð lækk- unin enn meiri ,eða 17% sam- kvæmt tillögum þeirra. Þessu næst ræddi Magnús Jó- hannesson allýtarlega um bygg- ingu verkamannahússins við höfn ina. Hann kvað það ánægjulegtað Guðm. J. Guðmundsson skyldi hafa lýst því yfir í umræðunum, að hann skyldi ekki verða með neinar árásir á bæjarstjórnar- meirihlutann nú út af verka- mannahúsinu í þetta sinn, enda kvað hann slíkt koma úr hörðustu átt frá þeim bæjarfulltrúa. Hann gat þess að áætlað kostnaðarverð verkamannahússins þegar það væri orðið fokhelt, sem kallað er, væri nálægt 1,8 millj. kr. Sú fjár- veiting sem gert væri ráð fyrir í frumvarpinu kr. 900 þús. myndi því nægja til að steypa húsið upp. Þessi 1,8 millj. kr. mun svara til þess að vera sem næst 37% af kostnaðarverði hússins fok- helds sem kallað er. — Verði ekki meiriháttar sveiflur í verð- lagi frá því að það verður upp- steypt og þar til verkinu er lokið. Það má því gera ráð fyrir að bygg ingin kosti fullgerð sem næst 5 millj. kr. Samkvæmt þessu væru þá rúmar 3 millj. sem á vantaði, þegar unnið hefði verið fyrir þá fjárhæð, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. í þessu sambandi gat Magnús þess, að bæjaryfirvöldin hefðu sótt um lán úr atvinnuleysis- tryggingasjóði, að upphæð 2 millj. kr. og ef það lán fengist mætti fastlega gera ráð fyrir því, að með svipaðri fjárveitingu á Magnús Jóhannesson næsta fjárhagsári mundi vera hægt að ljúka byggingu verka- mannahússins að mestu. Þá sagð- ist hann vilja leiðrétta þann mis- skilning sem fram hefði komið í ræðu Guðm. J. Guðmundssonar út af lánsumsókn til verkamanna- hússins, en G.J.G. taldi að um- beðið lán hefði verið veitt. Magn- ús kvaðst ekki vita hverjar á- kvarðanir stjórn atvinnuleysis- tryggingasjóðs hefði tekið í þessu máli ,en þó svo að einhverjar samþ. hefðu verið gerðar um lánveitingu, þá hefði það ekki enn verið tilkynnt bæjaryfirvöld- unum. Meðan svo væri, væri ekki hægt að halda því fram að lánið hefði verið veitt. Þá beindi Magnús því til G. J. G. að það sæti ekki á kommún- istum að bera bæjarstjórnar- meirihlutanum á brýn aðgerðar- leysi í þessu máli, því það vissu allir sem eitthvert skyn bæru á, að miðað við allar aðstæður og þann hraða sem talizt gætieðlileg ur í byggingum hér á landi, þá mundi það ekki geta talizt annað en mjög stuttur tími, ef verka- mannahúsið yrði fullgert á þeim tíma, er að framan getur. Þá sagði hann að sá væri hátt- ur manna sem brynnu af áhuga á einhverjum hugsjónamálum, að vinna þeim allt það er verða mætti til þess að sjá vonir sínar rætast, og þær yrðu að veruleika. Kvaðst hann vilja benda G. J. G., sem manna mest hefði barið sér á brjóst og þótzt brenna af áhuga fyrir því að verkamannahúsið við höfnina kæmist upp, á það, að það væri tilvalið verkefni fyrir hann sem forystumann í stærsta verkalýðsfélagi landsins „Verka- mannafélaginu Dagsbrún“ í Reykjavík, að beita sér fyrir því að leyfi fengist fyrir almennri fjársöfnun, með hverju því sniði sem bezt væri, til þess að flýta fyrir því að verkamannahúsið kæmist upp. Magnús kvaðst vera viss um það að almenningur í bæn um mundi sízt bregðast verka- mönnum ef á reyndi, og skoraði á G.J.G. að sýna það nú í verki, að áhugi hans á þessu máli væri sá sem hann vildi vera láta. Um þá ályktunartillögu þeirra Alþýðubandalagsmanna, semfjall aði um stofnun félags til bygg- inga á leiguíbúðum kvaðst Magn- ús vilja segja það, að það væri eins með hana og aðrar tillögur þeirra minnihlutamanna, nema hvað hún væri með þeim óljós- ustu og vart væri hægt að átta sig á því á hvern hátt þeir hygð- ust koma því á fót. Hann benti á það sem G. J. G. sagði í ræðu sinni um þessa tií- lögu, þar sem Guðmundur kvaðst hafa heyrt um slík félög erlendis, og taldi það mjög til fyrirmyndar að mönnum væri þar gefinn kost- ur á því að greiða ákveðna fjár- hæð fyrirfram til þess að tryggja sér húsnæði. Magnús sagði, að öðru vísi hefði þessi bæjarfull- trúi, og raunar kommúnistar al- mennt litið á slíkar fyrirfram- greiðslur á húsaleigu hingað til, og jafnan talið það jaðra við glæpastarfsemi, að krefja fólk um slíkt, en nú fyndist kommúnist- um þetta þjóðráð. Hann kvaðst vilja segja G. J. G. það að þetta væri engin lausn á málinu og víst væri um það að það fólk sem minnst hefði fjárráðin myndi fljótlega lenda aftarlega í slíku skrifar úr daglega lífinu . Enn finnst hin rómaða gestrisni ERLENDIR ferðamenn hafa löngum rómað íslenzka gest- risni, og sagt af því sögur hvernig þeim var tekið á íslenzkum sveitabæjum. Sumir íslendingar leyfa sér þó að draga í efa að gestrisni sé nú orðið eins mikil hér á landi og áður var, og valdi því breyttar aðstæður. Hér fer á eftir frásögn um frá- bæra rausn og gestrisni húsráð- enda á sveitabæ einum, höfð eftir fréttaritara blaðsins á Ströndum. Og þetta er ekki gömul frásögn, atburðurinn gerðist í vetur. Skömmu fyrir jólin lögðu lang- ferðabílar af stað frá Reykjavík áleiðis til Hólmavíkur ineð 30 farþega, flest skólafólk á leið heim í jólaleyfi. Ætluðu sumir að koma í veg fyrir Skjaldbreið á Hólmavík og halda með henni áfram til heimila sinna. Ferðin gekk að óskum, þar til komið var á móts við Borgir í Hrútafirði, en þá var færðin orð- in mjög slæm og heita mátti að bílstjórarnir yrðu að moka sér leið út að Kolbeinsá. Úr því gekk sæmilega að Þambárvöllum við Bitrufjörð. Var komið þangað kl. rúmlega 10 um kvöldið. Varð þá ekki komizt lengra, því snjóýta var ekki farin að moka á þessu svæði og ekkert hægt að athafna sig vegna stórhríðar og myrkurs. Var því ekki um annað að ræða en að láta staðar numið þá um kvöldið. Nú var um tvær leiðir að velja, önnur var sú að láta fyrirberast í bílunum um nótt- ina, hin að biðjast gistingair og matar fyrir þennan fjölmenna hóp á Þambárvöllum. Fóru nú einhverjir úr hópnum og höfðu tal af bóndanum, Magnúsi Krist- jánssyni og konu hans, Magða- lenu Guðlaugsdóttur. Vildu þau ekki heyra annað nefnt en íið allir kæmu til bæjar og var hópn- um veitt þar hin bezta máltíð, svo og gisting. Heimafólk allt mun hafa gengið úr rúmum sín- um, og sjálfsagt vakað af nóttina, því aðkomumenn sváfu allir inni í bæ. Morguninn eftir var veður betra og tók snjóýtan til starfa með birtingu. Var lagt af stað frá Þambárvöllum um kl. 10 um morguninn. Áður en ferðalang- arnir lögðu upp, fengu þeii kaffi og aðrar góðgjörðir. En begar átti að fara að borga fyrir þessar myndarlegu móttökur, vildu hús- bændur enga greiðslu þiggja og varð við það að sitja. En öi.um í þessari ferð mun lengi minnis- stæð rausn og gestrisni hjónanna á Þambárvöllum. Má með sanni segja að enn finnist hin rómaða gestrisni og höfðingslund í ís- lenzkum sveitum. Af skólafólkinu er það að segja, að þegar til Hólmavíkur kom, var Skjaldbreið farin, hafði ekki get- að beðið eftir farþegunum lengur en til kl. 4 um nóttina. En ungl- ingarnir sóttu það fast að komast heim, og munu flestir eða allir hafa komizt það, þó erfiðlega gengi. Hópurinn úr Árneshreppi fór t. d. út að Drangsnesi og tókst að fá mótorbát með sig að Gjögri á Þorláksmessumorgun. í sambandi við frSsagnir af erf- iðum og jafnvel hættulegum ferð- um skólafólks á leið úr og í skól- ann í vondum veðrum, eins og víða voru í vetur, hefur mér dott- ið í hug, hvort það sé ekki rangt af skólunum að sleppa nemend- um heim um langan veg í verstu vetrarveðrum. Unglingar sækja það oft meira af kappi en forsjá að komast heim til sín og svo aft- ur í skólann á ákveðnum tíma. Þó gaman sé að vera heima hjá sér á jólunum, þá getur það ekki tal- izt voðalegt þó skólafólk eyði heilum vetri að heiman. Glerbrot í mjólkinni MAÐUR nokkur leit inn til Vel- vakanda fyrir nokkrum dögum og hafði meðferðis stærð- ar glerbrot, sem hann hafði feng- ið í mjólkinni sinni eða nánar til tekið í mjólkurflösku frá Sam- sölunni. Glerbrotið er svo stórt að það má teljast furðu gegna að það skuli hafa getað farið fram hjá eftirliti. Velvakandi hefur veitt því at- hygli, að brotið er úr stútunum á alltof mörgum af þeim flöskum, sem koma inn á heimilin. Fyrir utan það hve óþrifalegt þetta er, getur maður ekki verið viss um nema brotin séu niðri í mjólkinni. Enda kemur það oft fyrir að fólk annað hvort hellir niður mjólk- inni eða fær skipt á flösku til öryggis. Sjálfsagt er dýrt að taka allar slíkar flöskur úr umferð, en af heilbrigðisástæðum verður ekki hjá því komizt. Var ekki líka einhvern tíma talað um að fá vaxbornar pappaumbúðir fyrir mjólkina, eins og víða er erlenJ is? Úr því svona mikið vill kvarnast úr glerstútunum, væri það e.t.v. lausnin. kapphlaupi um fyrirframgreiðsl- ur á húsaleigu. Nei, hér er ekki um að ræða hagsmuni þess fólks sem komm- únistar hafa jafnan í sinu hræsnis tali talið sig bera fynr brjósti. Þessu næst benti Magnús á það að ef litið væri á breytingar- tillögur Framsóknarfulltrúans við gjaldaliði frumvarpsins, kæmi í ljós að hann hefði ekki haft kjark til þess að ganga eins langt, og þeir Alþýðubandalags- menn í tillögum um launalækk- anir bæjarstarfsmanna, þar sem breytingartillögur hans við launa liði væru um % milljón króna lægri en kommúnista eða um 3.5 millj. á móti röskum 4 millj. kr. hjá fulltrúum Alþýðubanda- lagsins. Hann benti Guðm. Vig- fússyni á það að hér væri vissu- lega umhugsunarefni fyrir þá Alþýðubandalagsmenn, að í þetta sinn hefðu þeir komizt verulega fram úr Framsókn, með sínum tillögum, og víst væri um það að Framsóknarmenn hefðu þó aldrei verið taldir neinir sérstak- ir vinir almúgans og menn hefðu yfirleitt átt ýmsu að venjast úr þeim herbúðum. Kvað hann vart geta orðið aumara hlutskipti þeirra Alþýðubandalagsmanná, eftir þá lýsingu á Framsóknar- fulltrúanum sem Guðmundur Vigfússon hefði gefið hér í um- ræðunum, þar sem hann kallaði Þórð Björnsson hinn mesta óvita, sem hefði ekki neina þekkingu á bæjarmálum og yfirhöfuð gerði aldrei neitt af viti en yrði sér þeim mun oftar til minnkunar. Nú er svo komið, sagði Magn- ús, að þrátt fyrir þessa galla Þórðar Björnssonar, sem bæjar- fulltrúinn lýsti, hefir þeim komm únistum tekizt að komast lengra, og öfundaði hann þá því ekki af þeim heiðri. Að lokum sagði Magnús að það væri rangt hjá bæjarfulltrúa Alþýðubandalags- ins, Guðmundi Vigfússyni að bæjarstjórnarmeirihlutinn ætlaði að slátra tillögum þeirra minni- hlutamanna, því það hefði sann- reynzt í þessum umræðum, að tillögurnar skorti það algjörlega að geta talizt þess virði að sam- þykkja þær, vegna þess að þær væru hroðvirknislega unnar og af hreinu handahófi. Þess vegna skorti þær það frjómagn sem þyrfti til þess að þær gætu öðl- azt líf. Hér væri því ekki um neina slátrun að ræða, vegna þess að tillögurnar væru í raun og veru fæddar andvana. Það sem full- trúar meirihl. legðu til í þessu sambandi, væri þess vegna ekk- ert annað en það að með af- greiðslu og meðferð þeirra væri einungis um það að ræða, að veita þeim umfram verðskuldaða útför. Ferðafélag Kefla- víkur stofnað KEFLAVÍV, 23. febrúar. — f gær, sunnudag, var stofnað hér Ferðafélag Keflavíkur, sem verð- ur deild úr Ferðafélagi íslands. Rúmlega 100 manns mættu á stofnfundinum. Formaður hins nýstofnaða fé- lags var kjörinn Hafsteinn Magn- ússon, en með honum í stjórn Björn Stefánsson, Hilmar Jóns- son, Guðrún Sigurbergsdóttir og Steinþór Júlíusson. Á fundinum mætti . Jón Eyþórsson, ásamt nokkrum öðrum frá Ferðafélagi íslands. Dr. Sigurður Þorarinsson sýndi skuggamyndir. Auk þess hlutverks hins ný- stofnaða ferðafélags að gangast fyrir ferðalögum um landið, mun það haldá kvöldvökur fyrir fé- lagsmenn öðru hverju. Einnig er ætlunin, að það beiti sér fyrir söfnun örnefna hér um slóðir. —Ingvar. Títo hjá Nasser SÚEZ, 20. febr. — Tito kom í dag til Súez í átta daga heim- sókn til Arabíska sambandslýð- veldisins. Nasser einræðisherra tók á móti honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.