Morgunblaðið - 10.03.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.1959, Blaðsíða 1
20 siðuv 46. árgangur 57. tbl. — Þriðjudagur 10. marz 1959 Prentsmiffja Moi ernnblaðslna Félagi Kassems gerir upp- írak reisn i Fréttir stangast á: Ein kveður upp- reisnarforingjann fangaðan, önnur segir uppreisnina breiðast út LONDON, 9. marz. — (Reuter). tJtvarpið í Bagdad skýrði frá því í kvöld, að Abdul Wahab Shawwaf ofursti, sá er stjórnaði uppreisninni í Norður-lrak í gær, hefði verið handtekinn. Áður hafði útvarpið haldið því fram, að Shawwaf hefði verið drepinn af sínum eigin mönnum, en út- varp uppreisnarmanna í Mosul bar það til baka. Þá sagði útvarp uppreisnarmanna ennfremur, að liðsafli frá stjórninni, sem sendur var til Mosul, hefði verið þurrk- aður út. Það voru fyrstu fréttir um bardaga uppreisnarmanna við hermenn stjórnarinnar, sem uppreisnarmenn komu með. Útvarpið í ísrael skýrði frá þvi í dag, að útvarp uppreisnar- manna, sem kallaði sig „Útvarp Mosul“, væri sennilega einhvers staðar í Sýrlandi. Sérfræðingar hefðu lýst því yfir, að ekki hefði verið nein útvarpsstöð í Mosul, og styrkleikurinn í útvarpssend- ingum uppreisnarmanna benti til þess að þær ættu upptök sín ut- an landamæra íraks, sennilega í Sýrlandi. Þessi kenning styðst líka við það, að öll áróðurstæki Arabíska sambandslýðveldisins hafa lýst yfir óskiptum stuðningi við Shawwaf ofursta. Útvarpsfyrirlesarar í Beirut voru líka þeirrar skoðunar að útvarp uppreisnarmanna væri ekki í Mosul og bentu á, að upp- reisnarmenn hefðu ekki skýrt frá loftárásinni á Mosul fyrr en út- varpið í Bagdad var búið að segja frá henni. Oliusvæðin Fregnir af uppreisninni eru all- ar mjög óljósar. Uppreisnarmenn héldu því fram að ibúar Kirkuk- og Irbilhéraðanna ásamt öllum íbúum Norður-íraks væru hlynnt ir þeim. Það eru einkum Kúrd- ar sem búa í norðurhéruðum landsins, en þeir hafa verið tald- ir andvígir stjórn Kassems. Út- varpið í Bagdad birti tilkynn- ingu mu að sett hefðu verið 10 þús. sterlingspund til höfuðs Shawwafs, hvort sem hann næð- ist dauður eða lifandi. Uppreisn- armenn skoruðu hins vegar á Olíuféiag íraks, sem er alþjóð- legt hlutafélag, að hætta að greiða stjórn Kasscms peninga fyrir olíu. Eðlilegt aftur í kvöld Bagdad-útvarpið skýrði frá því í dag, að járnbrautarferðir milli Bagdad og Mosul hæfust aftur í kvöld. 1 Beirut sagði talsmaður Olíufélags íraks, að olíuvinnslan gengi eðlilega, og flugstjórar arra héraða landsins, þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnarinn- ar um að uppreisnin hefði verið kæfð. Mikill herafli er sagður hafa gengið í lið með Shawwaf ofursta ásamt mörg- um innbornum kynþáttum. Herafli stjórnarinnar sem sendur var til Mosul er sagð- ur hafa mætt öflugri mót spyrnu, svo hann varð að láta undan síga. Útvarp uppreisn- armanna skýrði frá því, að & * tveggja flugvéla sem komu frá Irak til Beirut í dag sögðu að allt væri með kyrrum kjörum í Kirkuk, sem er fyrir suðaustan Mosul og miðstöð olíuvinnslunn- ar. I Kaíró var tilkynnt að egypzku fréttastofunni í Bagdad hefði ver ið lokað samkvæmt fyrirmælum setuliðsstjórans í borginni. Breiðist út NTB-fréttastofan norska skýrði frá því seint í kvöld, að uppreisnin í Norður-írak virt- ist vera að breiðast út til ann- Maemillan ræðir við Debré PARÍS, 9. marz. NTB-AFP. — Macmillan forsætisráðherra Breta og Debré forsætisráð- herra Frakka hófu i dag tveggja daga viðræður sínar í París. Mac- millan kom til Parísar ásamt Lloyd utanríkisráðherra um há- degið í dag. Viðræðurnar í dag hófust með því, að Macmillan sagði frá för sinni til Moskvu og árangri hennar, en síðar var rætt um Berlínavand- málið og friðarsamninga við Þýzkaland. Crívas hœttir baráttunni og styður Makaríos NÍKÓSÍU, 9. marz: — NTB— Fyrrverandi leiðtogi EOKA-leyni félagsskaparins á Kýpur, Georgos Grívas ofursti, lét í dag formlega af störfum sem leiðtogi þessara baráttusamtaka grískumælandi Kýpurbúa. Á sérstökum flugmiða gaf hann fylgismönnum sínum skipun um að hætta baráttunni og hlýða hinum nýja leiðtoga, Makariosi crkibiskupi. Eftir að flugmiðarnir höfðu verið sendir út, byrjuðu Kýpur- Grikkir í Níkósíu og Famagusta ný hátiðahöld með enn meiri þátt töku en áður. Margir höfðu beðið eftir viðbrögðum Grívasar við Kýpursamningunum, áður en þeir ákvæðu að taka þátt i fagnaðar. látunum. Grívas hefur að undanförnu unnið að því að tryggja framtíð þeirra leiðtoga EOKA, sem setið hafa í fangelsi. í dag voru níu þeirra leystir úr haldi. Ekki er enn vitað hvar Grívas heldur sig. her þeirra væri nú á leið til Bagdad. Járnbrautarferðir lágu niðri í dag í írak og síma- Framh. á bls. 19. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins hefst á morgun Fulltruar vitji skírteina í dag. ÞRETTÁNDI landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settar I Gamla Bíói kl. 8,30 annað kvöld. Á þessum fyrsta fundi landsfundarins mun formaður flokksins, Óiafur Thors, flytja yfirlitsræðu um stjórnmáiaþróunina að undan- förnu og framtíðarviðhorf í þeim efnum. Að lokinni ræðu for- manns verða nefndir kjörnar. Til þess að auðvelda undirbúning fundarins eru það eindregia tilmæli miðstjórnar flokksins, að ailir landsfundarfulltrúar úr Reykjavík og fulltrúar utan af landi, sem þegar eru komnir til bæjarins, vitji fulltrúaskírteina í skrifstofu flokksins í Sjálfstæð- ishúsinu í dag. Stórkostleg framför í lyflækningum Brezkir læknar finna ný penisilín-lyf læknablaðið „The nýtur mikils BREZKA Lancet“, sem álits meðal lækna um allan heim, hefur skýrt frá miklu afreki þriggja brezkra sér- fræðinga á sviði lyflækninga. Þeim hefur, að sögn blaðsins, tekizt að skipta mólikúlum penisilínsins og mun það hafa Krúsjeff rceðir við v-þýzka sósíaldemókrata Kveðst fús að fallast á málamiðlun BERLÍN, 9. marz. NTB-Reuter--- Krúsjeff forsætisráðherra Sovét- ríkjanna sagði í dag á fjöldafundi í Austur-Berlín, að Rússar væru fúsir að fallast á það, að Banda- ríkin, Bretland, Frakkiand og So- vétríkin eða hlutlaus riki hafi litla herstyrki í V-Berlín til að tryggja stöðu hennar sem óháðs borgríkis. En hann visaði á bug tillögum um að Austur-Berlín yrði li'ka gerð borgríki und'ir sömu stjórn og Vestur-Berlín. Nokkrum klukkustundum áður hafði Krúsjeff átt viðræður við leiðtoga vestur-þýzku stjórnar- andstöðunnar, Erich Ollenhauer, sem er foringi sósíaldemókrata, og jafnframt boðið Willy Brandt yfirborgarstjóra Vestur-Berlínar, sem einnig er sósíaldemókrati, til að eiga við sig viðæður á morgun. Mörg mál rædd Samkvæmt fréttum AFP sagði Ollenhauer eftir viðræðurnar að þær hefðu snúizt um Austur-Ber- lín, Þýzkalandsmálin og ýmis önn ur efni, sem þeir voru ósammála um. Hins vegar hefðu viðræðurn- ar farið fram í anda vinsemdar og agnkvæmrar virðingar. Áður en Krúsjeff ræddi við Ollenhauer fór hann í opinbera heimsókn í ráðhús Austur-Ber- línar og sagði þá, að ekki mundi líða á löngu þangað tii Berlín öll yrði laus við hernámið. Ágreiningur um fjölmörg mál Ollenhauer sagði fréttamönn- um að hann og Krúsjeff hefðu orðið ásáttir um, að öll alþjóða- vandamál væri hægt að leysa með samningagerð. Þeir hefðu rætt væntanlega friðarsamninga við Þýzkaland, stöðu Berlínar, af nám hersetunnar í Berlín og ýmis vandamál sem snertu frið og ör- yggi. Hann kvað ágreining hafa verið um fjölmörg mál, en við- ræðurnar hefðu gert báðum áðil- um kleift að skýra sjónarmið sín. Leynd yfir viðræðunum Valerian Zorin aðstoðarutanríkis- ráðherra og Mihail Pervukuhin sendiherra Rússa í Austur-Þýzka- landi voru viðstaddir samtalið, en tóku ekki þátt í því. „Mér virtist sovétstjórnin vera staðráðin í að gera allt sem hún gæti til að finna friðsamlega lausn á vandamálunum og hindra Framh. á bls. 19. Belgísk tillaga iim Þýzkalandsmálið BRÚSSEL, 9. marz. NEB-AFP. — Belgíski utanríkisráðherrann, Pierre Wigny, hefur sent öllum meðlimum Atlantshafsbandalags- ins orðsendingu, þar sem hann kemur fram með höfuðdrættina í tillögum um lausn Þýzzkalands- málsins. Samkvæmt heimildum í Belgíu tekur utanríkisráðherr- ann ekki til meðferðar spurning- una um minnkun heraflans, en tiHögur hans gætu orðið umræðu grundvöllur, sem öll vestræn ríki eiga að geta fallizt á. Gengið var frá höfuðdráttunum í tillög- um Wignys á fundi sem hann átti við de Murville utanríkisráð- herra Frakka á föstudaginn. í för með sér gífurlegar fram- farir í lyflækningum, því útlit er fyrir, að með þessu verði unnt að framleiða ný lyf við sjúkdómum, sem ekki hefur verið unnt að sigrast á áður og einnig lyf, sem vinna bug á sýklum, sem nú eru orðnir ónæmir fyrir gamla penisilín- inu. Vísindamennirnir, sem hér eiga hlut að máli, eru Frank Doyl, Frank Batchelor og John Naylor. Blaðið lætur liggja að því að þessi uppgötvun þremenn- inganna muni færa þeim í skaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði. Nú verður hægt að framleiða margar tegundir af penisilíni og blaðið segir, að hver tegundin eigi að vinna bug á sérstökum bakteríuflokkum, þannig að læknar geti gefið þá tegund, sem við á í hverju sjúkdómstilfelli. Þá verður einnig,.að sögn blaðs- ins, hægt að framleiða sérstakt penisílinlyf fyrir þá sjúklinga, sem ekki þola eða hafa ofnæmi fyrir venjulegu penisilínL Þremenningarnir hafa gert víð- tækar rannsóknir með þetta nýja penisilín, sem nefnist á fagmáli „6-amino-penisilínsýra“ bæði á músum, rottum og kanínum, en það verður reynt á hundum líka, áður en tilraunir verða gerðar á mönnum. Lundúnablöðin á laugardag segja, að hér sé um stórkostlega framför að ræða í framleiðslu antíbiótískra lyfja og sumir ganga jafnvel svo langt að full- yrða, að þetta sé mesta framför- in, sem orðið hefur í lyflækn- ingum síðan penisílínið var fund- ið upp í Bretlandi fyrir styrjöld- ina. Þriðjudagur 10. marz Efni blaSsins m.a.: Bls. 6: KönnunarferS Macmillans. — 8: LoftleiSir 15 ira i dag. — 9: Bókaþáttur: Majakovski a| sósalrealisminn. — 10: Forystugreinin: Dramb Fram- sóknar. — 11: Kjördæmabreytingin er sjálf- sögff og rétt, grein eftir Siguri á Laugabóli. — 12: Hvernig var sveitin og hvrmlg er hún nú, skógræktargrein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.