Morgunblaðið - 10.03.1959, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 10. marz 1959
MORGVISBL 4 ÐIÐ
9
Maiakovski og sósíalisminn
MOSKVVBÚAB í uppnámi
vegna nýútgefinnar bókar um
Majakovski: Erfitt er að leyna
skuggalegri fortið í stórri fjöl-
skyldu, þegar beinagrindnr
svörtu sauðana eru dregnar fram
í dagsljósið.
★
„Bókin, sem Vísindaakademía
Ráðstjórnarríkjanna er nýbúin
að gefa út um Majakovski verð-
ur ekki minna reiðarslag fyrir
sovézka menntamenn en ræða
Krúsjevs um Stalín á 20. þingi
kommúnistaflokksins var á sín-
um tíma“. Þetta skrifaði einn
vinur okkar í Varsjá okkur í
október skömmu eftir að hann
var kominn heim úr ferðalagi
frá Moskvu.
Okkur fannst þetta í fljótu
bragði orðum aukið hjá honum,
en nú hefur okkur borizt i hend-
ur þessi 628 síðna bók í fjöl-
fræðibókarbroti og við höfum
sannfærzt um, að þetta er ekki
svo fjarri sanni. Engin af bók-
um Dúdinstévs, né nokkurt ann-
að verk, sem gefið hefur verið
út eftir daga Stalins, hefur valdið
jafnmikilli ólgu i andlegu lífi í
Ráðstjórnarríkjunum og þessi
þurra bók, sem er að mestu leyti
laus við skýringar útgefend-
anna.
1 bókinni, sem heitir „Maja-
kovski í nýju ljósi“, eru áður
óbirtar ræður skáldsins, bréf til
konu hans, Lili Brik, og nokkur
hluti af bréfum hans til ýmissa
manna, skjöl um vinnubrögð
hans, minnisbækur, nokkur áð-
ur óbirt kvæði og loks ritgerð
um viðhorf Lenins til skálds-
ins.
Sovézkum borgurum, sem
þekkja ekki annað en túlkun hins
opinbera á lífi og starfi Maja-
kovskis, er þetta í senn óþægi-
legra undrunarefni og meiri and-
leg hvatning en þeir hafa nokkru
sinni áður þekkt.
Slagorðasmiðir og gervilist.
Enginn rithöfundur, ekkert
sovézkt skáld, var hafið jafnhátt
til skýjanna á dögum Stalíns og
Majakovski. í öllum borgum í
Rússlandi eru torg og götur, skól-
ar og iðjuver, sem bera nafn
hans. Verk hans hafa verið gef-
in út í milljónum eintaka. Þessi
mikla dýrkun á Majakovski
komst á, eftir því sem sagt er,
vegna þess að Stalín og Lenin
voru aðdáendur hans, vegna þess
að hann var það skáld, sem tók
virkastan þátt í baráttunni fyrir
kommúnisma, og loks vegna
þess að eftir skamma dvöl í
smiðju fútúrista varð hann fyr-
irrennari sósíalrealismans í Ijóð-
list, þ. e. listgreinar, sem er á
andlegu færi fjöldans, gerð fyrir
fjöldann og fjallar um vandamál
hans.
Af hraðrituðu eintaki af ræðu
Majakovskis frá 9. febrúar 1925,
sem birtist nú í fyrsta skipti,
getum við séð hvað hann hefur
sjálfur að segja um sósíalreal-
ismann: „Ég sá nýlega sýningu
á sovézkri myndlist og ég vildi
gjarna leggja eina spurningu
fyrir ykkur vegna hennar:
Finnst ykkur þetta bera vott
um menningu? Ég skoðaði
myndina „Fundurinn í Komin-
tern“ eftir félaga Brodski og ég
varð forviða hversu lítið komm-
únískur listamaður getur gert úr
sér og hvílíka skelfilega smekk-
leysu hann gerir sig sekan um.
Afsakið, félagar, en ég sé eng-
an mun á myndunum af ríkis-
ráði keisarans, sem Repin mál-
aði, og myndunum af leiðtogum
okkar í Komintern.
Þessi nýja bók undirstrikar þá
staðreynd, að Majakovski átti
marga fjandmenn og stóð í stöð-
ugri baráttu alla ævi. En nú
fyrst fáum við 1 oks að vita
hverjir þeir voru og hvert var
þrætuefni þeirra. Það voru á-
hangendur bókmenntastefnu rík-
isins, væntanlegir yfirmenn í
menningarvirki Stalíns, sem
gengu í berhögg við Majakovski,
vegna þess að byltingarskáldið,
sem var fylgjandi því, að ný
form væru tekin upp á sviði bók-
mennta en hins vegar andvígur
kenningum ríkisins í menning-
armálum, sneri aldrei baki við
hugmyndum sínum um kommún-
íska list og siðfræði,
I bréfi til Tsjúshaks skrifar
skáldið: „Kommúnisk list er svo
óljóst hugtak, að erfitt er að
binda hana í nákvæmt kerfi,
þess að framkvæma þetta verk
og til að berjast með félögum
sínum gegn fáfræði og oflæti
slagorðasmiðanna. í bók Vísinda-
akademíunnar eru birt 125 bréf
frá skáldinu til konu sinnar, Lili
Briks og um það bil þrjátíu bréf
til Óskars Briks, fyrri manns
hennar. 1 bréfum þessum er hægt
að fylgjast með rekstri tímarits-
ins, baráttumálum þess og
skakkaföllum. 1 forspjalli fyrir
bréfunum, skýrir Lili Briks frá
því, að hún hafi þegar verið gift
kona, þegar hún kynntist Maja-
kovski, en þar sem maður henn-
ar og skáldið hafi orðið ákaf-
Teiknlng af ljóðskáldinu Majakovsh*, gerð af Annenkov, ein-
um frægasta málara mannamynda í Rússlandi.
semja um hana kenningar né
skýrgreina til nokkurrar hlítar.
A þeim vettvangi skipta reynsla
og innsæi meira máli en kenni-
setningar hugvitssömustu kenni-
meistara. Vinnum saman án þess
að vilja segja öðrum fyrir verk-
um, sverfum agnúana hverjir af
öðrum, þið með þekkingu ykkar
og við með smekkvísi okkar.“
(Skrifað í Moskvu 22. janúar
1923).
Það mark, sem Majakovski set-
ur sér í bréfi einu frá 1. sept.
1922, er eins fjarri kenningum
sósíalrealismans og hugsazt get-
ur. Það nægir að vitna í nokkur
atriði því til frekari skýringar:
„Ég vildi koma með eitthvað
nýtt í staðinn fyrir þessa hefð-
bundnu bragfræði............ Ég
vildi gjörbreyta setningafræði og
ná slíku valdi á orðum eða rétt-
ara sagt orðlist svo að hún yrði
hverjum vanda vaxin. Án rót-
tæks forms verður róttæk list
ekki til. Óvinir kommúnískra
skálda eru þeir menn, sem vilja
steypa margþvæld slagorð og
ósannfærandi kennisetningar í
sama gamla klassíska mótið.“
Majakovski stofnaði tímaritið
„Léf“ (sem er stytting fyrir
Vinstri fylkinguna og þýðir það
sama og ljón á rússnesku) til
lega nánir vinir, þá hafi þau þrjú
oftast verið í andlegu samneyti
hvert við annað upp frá þvi
Lenin og Majakovski.
„Léf“ var ekki gefið út nema
í tvö ár, þ. e. á milli 1923 og
’25. Svo eftir tveggja ára hlé,
gefur Majakovski það út á nýj-
an leik og kallar það þá „Nýja
Léf“ og kemur það þá út 1927
og 1928. Hann á enn i stöðugum
útistöðum við listdómara ríkis-
ins. 1 bók Vísindaakademíunnar
getum við lesið hina vægðarlausu
svarræðu hans við árásum Pól-
onskis í Isvestia, en hann hélt því
fram, að „Léf“ væri aðeins gefið
út í því skyni að gabba almenn-
ing. í þessari ræðu er fluttvar 22.
marz 1927 minnir Majakovski á,
að það sé þessu byltingasinnaða
fútúristatímariti sínu að þakka,
að miklir hæfileikamenn á sviði
sovézkum bókmennta, sem áttu
ekki upp á pallborðið hjá
hneykslunargjörnum listdómend-
um ríkisvaldsins, hafi getað
komið verkum sínum á fram-
færi.
Hann segir sérstaklega frá því
þegar Isak Babel kom í fyrsta
skipti til Moskvu 1924:
„Félagar, fyrir þremur árum
Frh. á bls. 13.
Inecfo
ekta augnabrúnalitur
ekta háraiitur.
Stórlækkað verð.
Austurstræti 7.
Keflav'ik
Divan til sölu. Breidd 110 cm.
Upplýsingar í síma 644.
óska efbir tveggja til þriggja
hertoengja íbúð nú þegtar eða 1.
maí. — Upplýsingar í síma
32835. —
Lltil íbúð
óskast 14. maí. 1—2 herbergi
og eldhús í 6—12 mánuði.
Alger reglusemi. — Upplýs-
ingar í síma 12946 kl. 9—7.
1—3ja herb.
ibúð óskast
til leigu nálægt Landsspítal-
anum. Uppl. í síma 18032.
Sokkaviðgerðarvél „Vitos
til sölu
Uppl. í sima 35427, milli kl.
6—8.
15—20 pr.
afsláttur
gefin af öllum vörum verzlun-
arinnar í dag og næstu daga.
Verzl. Sigrún
Tómasarhaga 17
Peningakassi
(Regna)
sem nýr til sölu. Sími 16346.
Otur skór
úti og inni, fást í næstai
skóverziun.
Vönduð sjálfvirk
Saumavél
í tösku til sölu á Miklubraut
60 I. hæð t.h. eftir kl. 2.
Dömuúr
gylt Roamer tapaðist i mið-
bænum á föstudag. Finnandi
hringi vinsamleCTast í sima
14610.
Svefnsófi
Nýlegur, velmeðfarinn svefn-
sófi til sölu. Upplýsingar í
sima 50583.
Bátavél
til sölu. Universal 24 ha., nið-
urgíruð, mjög lítið notuð. —
Góðir greiðsluskilmálar. Uppl.
í síma 32912.
Atvinna
Dugleg stúlka óskast til af-
griðslustarfa. sem fyrst.
Veitingastofan
Bankastrætí 11
Húsnæði
Amerískur maður, giftur ís-
lenzkri konu, óskar eftir 3ja
herb. íbúð strax. — Upplýsing
ar í síma 33448.
Bilafjaðrir
Höfum fyrirliggjandi fjaðrir
í eftirtaldar bifi'eiðir:
Austin 8 og 10 1947 framfj.
og afturfj.
Chevroiet vörubíla 1955 fram-
fj., augablöð og krókbl. aftan
Chevrolet 1955, fólksbíla, aft-
urfj. og augablöð.
Chevrolet fólksbíla 1940—’54,
afturfj. og augablöð.
G.M.C. 1947 herhíll, framfj. og
augablöð framan.
Dodge fólksbila 1939—’52, aft-
urfj., augabl. og krókblöð.
Dodge fólksbíla 1955, afturfj.,
augabl. og krókblöð.
Dodge picup 1951—’53 afturfj.
Ford vörubíla 1942—’56 fram-
fj., augabl. og krókbl. aftan.
Ford fólksbíla 1942—’48, fram-
*j.
Ford fólksbila 195%-’55 aftur-
fj„ augabl. og krókbl.
Jeppa framfj. og augablöð.
Ford Prefect og Junior 1934—
’47 framfj.
Kaiser 1952 ’55 afturfj.
Mecedes Benz 4500 framfj.
Renault 1947 framfj. og augabl
Skoda 1101, 1200 og 1201, —
framfj.
Standard 8 og 14 framfj.
Auk þess mikið úrval af
augablöðum í aðrar tegundir
bifreiða.
Bilavörubúðin
FJÖÐRIN
Hverfisgötu 108. — Sími 24180