Morgunblaðið - 10.03.1959, Side 20

Morgunblaðið - 10.03.1959, Side 20
VEÐRIÐ Allhvass suðaustan, skúrir. Kjördœmamálið _____Sjá bls. 11 57. tbl. — Þriðjudagur 10. marz 1959 Krafa Neytendasamtakarma: Framleiðanda sé getið á um- búðum smjörsins Osta- og smjörsölunni gefinn frestur til 20. marx A FUNDI sínum 7. marz 1959 samþykkti stjórn Neytendasamtak- uina eftirfarandi: „Þar sem Osta- og smjörsalan s/f hefur ekki svarað tilmælum Neytendasamtakanna, er fram komu í álitsgerð þcirra 18. febrúar Sl. þykir rétt að ítreka þau óska svars. Stjórn Neytendasamtakanna álítur, að Osta- og smjörsölunni beri lögum samkvæmt að geta framleiðslustaðar eða framleið- anda á umbúðum smjörs og enn- fremur að fella niður nafnið „gæðasmjör". Skal í því efni skírskotað til laga nr. 84 frá 19. júní 1933 um varnir gegn órétt- mætum verzlunarháttum. 1. málsgrein 1. greinar þeirra laga hljóðar svo: „Óheimilt er hverj- Ingi R.Reykja\ík- urmeistari í skák FIMMTA og síðasta umferð Reykjavíkurmótsins í skák var tefld í gærkvöldi Þegar blaðið fór í prentun var aðeins einni ekák lokið, skák þeirra Inga R. Jóhannssonar og Arinbjörns Guð- mundssonar, sem varð jafntefli. Vann Ingi þar með meistaratitil- inn í 5. sinn og til eignar bikar, sem Þorsteinn Gíslason gaf 1954. Ingi hlaut 4% vinuing af 5 mögu- legum. Næstur varð Arinbjörn með 4 vinninga. I 4. umferð vann Ingi R. Benóný, Arinbjörn vann Stefón og Jón vann Jónas. um þeim, sem selur vöru eða hef- ur hana á boðstólum ,að gefa út villandi upplýsingar um vöruna til að hafa áhrif á eftirspurn hennar eða sölu.“ Ennfremur segir svo í sömu grein: „Sérstak- lega er bannað að setja villandi auðkenni á vöruna sjálfa, umbúð- ir hennar eða einkennismiða, á auglýsingaspjöld, reikninga, vöru skrár eða önnur verzlunarskjöl. Villandi teljast: a) auðkenni, sem gefa rangar upplýsingar eða geta vakið rangar hugmyndir um framleiðslustað (land) vörunnar, um tegund hennar, tilbúning, efni, samsetning, gerð, eiginleika, áhrif eða verðlag. b) auðkenni, sem komið geta kaupandanum til þess að halda það, að allur sá mismunandi varningur, sem í verzlun er á boðstólum, stafi frá sama framleiðslustað (landi), eða sé búinn til á sama hátt, þótt þessu sé ekki svo varið nema að sumu leyti.“ SÖFNUNIN til aðstandenda þeirra sem fórust með Júlí og Hermóði heldur áfram og stöð- ugt berast gjafir frá einstakling- um og félagshópum. í gær hafði Morgunblaðið tekið vil alls kr. 788.818,00. Þá þykir stjórn Neytendasam- takanna rétt að benda á 9. gr. laga nr. 32 frá 19. júní 1933 um tilbúning og verzlun með smjör- líki. Hún hljóðar þannig: „A umbúðum alls innlends smjör- líkis skal standa skýru letri orð- ið Smjörlíki ásamt nafni smjör- líkisgerðar þeirra, sem vöruna hefur framleitt.“ Virðist hér um beina hliðstæðu að ræða og koma til álita að beita lögjöfnum um sölu á smjöri. Að ýmsu leyti er ríkari ástæða til þess, að þessi regla gildi um smjör en smjör- líki. Með hliðsjón af framansögðu væntir stjórn Neytendasamtak- anna þess fastlega, að Osta- og smjörsalan s/f verði við tilmæl- um Neytendasamtakanna og ósk- ar svars fyrir 20. marz n. k. M álfundanámskeiði Heimdallar lýkur í kvöld Ólafur Thors ávarpar þátttakendur 5IÐASTI fundurinn á mál- fundanámskeiði Heimdallar liefst kl. 20:30 í kvöld. Verður fundurinn að venju haldinn i félagsheimill Sjálfstæðis- manna, Valhöll við Suður- götu. I fundarbyrjun mun Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðis- flokksins, ávarpa þátttakend- ur. Því næst verður sameigin- leg kaffidrykkja, og loks slít- ur formaður félagsins nám- skeiðinu. Eins og þeim er kunnugt, sem sótt hafa námskeiðið, hef- ur það tekizt afbragðs vel. Skráðir þátttakendur eru nú rúmlega 60. Enu allir þeir, sem sótt hafa fundi námskeiðsins eindregið hvattir til þess að Ólafur Thors mæta stundvíslega á fundin- um í kvöld. Tímabært að stofna Verzlunar- banka íslands Frd aðalfundi Verzlunarsparisjóðsins AÐALFU'TDUR Verzlunarspari- sjóðsins var haldinn í Þjóðleik- húskjallaranum sl. laugardag. — Fundarsajóri var Gunnar Guð- jónsson, forstjóri. Egill Guttormsson, formaður stjórnar sparisj óðsins, flutti skýrslu um starfsemi sparisjóðs- ins á árinu 1958. Kom fram í henni að starfsemi sparisjóðsins hafði eflst mjög á árinu og námu innstæður sparifjórreikninga 88,2 milljónum króna í árslok. Birgir Kjaran Jóhannes Norðdal Haraldur Jóhannsson Umræðufundur Studentafélagsins: Hve mikilopinberafskipti eru sam- rýmanleg lýðræðis- egu þjóðskipulagi STÚDENTAFÉLAG Reykjavikur efnir til almenns umræðufundar kl. 8:45 í Sjálfstæðishúsinu: þar munu þeir Birgir Kjaran, hagfr., dr. Jóhannes Nordal, bankastjóri og Haraldur Jóhannsson, hagfr. flytja framsöguræður um efni, sem nefnt hefur verið: Hve mikil opinber afskipti eru samrýman- leg lýðræðislegu þjóðskipulagi? Síðar á þessum vetri er svo hug- | myndin að halda a.m.k. einn fund til viðbótar um skylt efni og er einna helzt hallazt að því að taka til meðferðar spurninguna um það, hve sterk félagssamtök megi vera í lýðræðisþjóðfélagi miðað við styrkleika ríkisvaldsins. Á fundinum á þriðjudaginn má gera ráð fyrir að rökrætt verði um það í fyrsta lagi, hvort þjóð- skipulag, sem gerir ráð fyrir mjög víðtækum ríkisafskiptum sé lýðræðislegt. Þeir, sem telja að svo sé eigi, munu væntanlega víkja að því, hvort þeir telji, að opinber afskipti séu hér á landi orðin svo mikil, að þau ógni lýð- ræðinu, en hinir benda á leiðir til aukinna opinberra afskipta, sem að þeira dómi leiði til bættra þjóð félagshátta. Umræðuefnið er allvíðtækt og opnar leiðir til hagfræðilegra, heimspekilegra og stjórnmála- legra bollalegginga um hin mikil vægustu vandamál nútímans. Aðgangur að fundinum er heimill öllum almenningi jafnt og stúdentum. Þeir sem ekki hafa greitt ársskírteini Stúdentafélags ins greiði kr. 10.00 I aðgangseyri. Skírteini verða einnig afgreidd við innganginn, ef enhverjir hefðu hug á að fá þau. Höskuldur Ólafsson, sparisjóðs- stjóri, las upp endurskoðaða reikningfa og voru þeir sam- þykktir. Báru reikningarnir með sér góða afkomu sparisjóðsins. í stjórn voru einróma endur- kjörnir Egill Guttormsson, stór- kaupmaður og Þorvaldur Guð- mundsson, forstjóri. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefur endurkjörið Pétur Sæmundsen, viðskiptafræð ing, í stjórn sparisjóðsins. Mikill einhugur ríkti á fund- inum fyrir starfsemi sparisjóðsins og kom þar fram sú skoðun að hefjast beri handa um undirbún- ing að stofnun verzlunarbanka. Kom fram eftirfarandi tillaga sem flutt var af Gunnari Guð- jónssyni, Páli Þorgeirssyni, Birni Ófeigssyni, Agli Guttormssyni, Þorvaldi Guðmundssyni og Pétri Sæmundsen: Aðalfundur Verzlunarspari- sjóðsins haldinn 7. marz 1959, telur tímabært að stofnaður verði Verzlunarbanki íslands. Felur fundurinn stjórn sparisjóðsins að hefjast þegar handa um stofnun bankans. Jafnframt skorar fundurinn á kaupsýslumenn og samtök þeirra að fylgja þessu þýðingarmikla hagsmunamáli frjálsrar verzlun- ar á íslandi fast eftir og beita samtakamætti sínum til þess að verzlunarbanki komist sem fyrst á stofn. Var tillagan einróma samþykkt. Fundurinn var fjölsóttur. ★ Palermo — Tveir bændur á Sikiley hafa fundið fjórar beina- grindur og nokkra muni í gröf, sem talin er vera frá áttundu öld fyrir Krist. Baldvin Tryggvason end- urkjörinn formaður Heimdallar AÐALFUNDUR Heimdallar F.U. 'S. var haldinn sl. sunnudag. Fund arstjóri var kosinn Geir Hall- grímsson hrl. og fundarritari Othar Hansson, fiskifræðingur. Formaður félagsins, Baldvin Tryggvason, lögfræðingur, flutti skýrslu stjórnarinnar um starfið á sl. ári. Bar skýrslan með sér, að starf félagsins hefur verið mjög fjölbreytt og blómlegt. — Gja'dkeri félagsins, Hafsteinn Baldvinsson lögfræðingur, las upp reikninga þess Er fjárhagur Heimdallar orðinn allgóður. Guðmundur H. Garðarsson, við- skiptafræðingur, skýrði tillögur laganefndar um breytingar á lög- um félagsins, og voru þær sam- þykktar. Indriði Pálsson, lög- fræðingur, bar fram tillögur upp stillinganefndar um skipan stjórn ar, og þar sem ekki höfðu borizt aðrar tillögur eru þessir menn sjálfkjörnir í stjórn félagsins næsta kjörtímabil. Formaður: Baldvin Tryggvason, lögfræðingur. Aðrir i stjóm: Guffni Gíslason, menntaskóla. nemi, Hörður Einarsson, stud. jur.t Jón E. Ragnarsson, stud. jur„ Kristján Ragnarsson, skrifstofu- maður, Ólafur Jensson.vélvirki, Sigurffur Helgason, lögfræffingur, Vilhjálmur Lúðvíksson, verzlun- arskólanemi, Öra Valdimarsson, bankamaffur. 1 varastjórn: Gunnar Gunnarsson, menntaskóla nemi, Gunnar Tómasson, verzlunar- skólanemi, Magnús L. Sveinsson, skrifstofu- maður. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Ásmundur Einarsson. fram- kvæmdastjóri og Höskuldur Ól- asson, sparisjóðsstjóri. Einnig var kjörið fulltrúaráð félagsins. Baldvin Tryggvason lagði fram tillögur stefnuskrárnefndar um stefnuskrá félagsins. Skýrði hann frá undirbúningi að stefnuskránni og aðdraganda. Þessir tóku til máls um stefnuskrána: Birgir Gunnarsson, Sverrir Hermanns- son, Othar Hansson, Jón Ragn- arsson, Pétur Sæmundsen, Hall- dór Briem, Eyjólfur K. Jónsson, Sverrir Bjarnason og Gunnar Tómasson. Eftir nokkrar umræð- ur voru tillögur stefnuskrámefnd ar samþykktar meff lítilsháttar breytingum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.