Morgunblaðið - 02.04.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.04.1959, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. april 1959 MORGVNBLAÐIÐ 3 Séð yfir aðalsal félagsheimilisins a Fluðum, er Egill Thorarensen, formaður stjornar Mjolkurbús Flóamanna, flutti yfirlitsræðu sína. Til vinstri á sviðinu eru þeir Grétar Símonarson, mjólkur- bússtjóri, og fundarstjórarnir, Árni ögmundsson og Sigmundur Sigurðsson. — Hægra megin við ræðustólinn sitja skrifarar fundarins, Sigurgrímur Jónsson og Eggert Ólafsson. Hressilegur blœr yfir Mjólkurbús Flóamanna Fjörugar umræður á fundinum um ýmis hagsmunamál bænda aðalfundi í Hrunamannahreppi bökuðu og lögðu fram endurgjaldslaust kök- ur og annað meðlæti með kaffi tvívegis handa fimmhundruð manns. Skipstjórinn á Valafelli þakkar NÝLEGA barst Kjartani Ól- afssyni héraðslækni á Seyðis- firði bréf frá skipstjóranum á Valafelli, R. Pretious, sem fyr ir skemmstu var tekinn að veiðum í landhelgi fyrir Aust urlandi og fluttur til Seyðis- fjarðar og dæmdur þar fyrir landhelgisbrot. Eins og menn rekur minni til var skipstjórinn veikur og illa farinn af svefnleysi og var því lagður inn á sjúkra- hús á Seyðisfirði, flaug hann síðan til Reykjavíkur og það- an heim til Bretlands. í bréfi sinu þakkar skip- stjórinn lækninum fyrir mikla og góða hjálp og biður hann jafnframt að flytja öllum þeim, er hann hafði afskipti af hér á landi sínar beztu þakkir fyrir góða viðkynn- ingu. Þá lætur hann einnig í Ijós þá einlægu von sína að betri skilningur megi komast á milli stjórnar lands síns og stjórnar íslands, vegna þess að hann kveðst ekki geta séð hvað sé unnið með því ástandi sem nú ríki. „BÓNDI er bústólpi, bú er land- stólpi", segir fornt og þekkt spak- mæli. Þessi sannindi hafa ekki misst gildi sitt hér á fslandi á þeim öldum, sem liðnar eru síðan þau voru sett fram. Það sést glöggt þegar bændur eru margir samankomnir í einn stað, að þar fer þróttmikil og sterk fylking. Það sem er kannske athyglisverð ast við slíkar bændafylkingar, er að þar hefur hver einstaklingur sitt eigið persónulega mót og sínar skoðanir. fslenzkir bændur yrðu ekki auðveldlega hrifnir með í múgæsingum, því hver ein stakur yrði að leggja málið niður fyrir sér áður en hann léti til skarar skríða. Þessi skapgerð er þeirra skemmtilegi og stóri kost- ur, og hefur framar öðru stuðlað að því, að enn er rekinn landbú- skapur á íslandi til ómetanlegs gagns fyrir þjóðina alla. Ofanrituð sannindi stóðu tíð- indamanni Mbl. einkar skýrt fyrir hugskotssjónum á aðalfundi Mjólkurbús Flóamanna á Flúðum í Hrunamannahreppi í fyrradag þar sem samankomnir voru um fimm hundruð bændur hvaðan- æva að úr sveitum Suðurlands. Það kom glöggt fram í umræðum þeim, er urðu um reikninga mjólkurbúsins og fleiri mál á fundinum, að þar setti hver ræðu maður fram eigin skoðanir skýrt og afdráttarlaust, óháð viðhorfi til landsmála að öðru leyti. Ung- ir og vörpulegir bændur fluttu þar skörulegar ræður og gáfu ekkert eftir hinum eldri og reynd ari. Var hressandi og fjörlegur blær yfir fundinum öllum og var það mál bænda þar fyrir austan, að það væri miklu ánægjulegra að halda fundinn inni i hreppum en niðri á Selfossi því þar innfrá myndaði blómleg sveitin hið rétta Vorlegt BEZTA veður var hér í bænum um páskana og notuðu margir veðrið til skemmri ökuferða um nærsveitir, en aðrir létu sér nægja gönguferðir í bænum. — Bezti dagurinn um páskahelgina var á páskadaginn. Mjög víða í görðum standa blómlaukar, krókusar og vetrargosar í fullum blóma og í Einarsgarði, almenn- ingsgarðinum við Kennaraskól- ann er bletturinn mjög tekinn að grænka. Lauftré eru víða um það bil að springa út. Á laugardaginn fyrir páska heyrði maður nokkur og sá heið- lóur suður á Álftanesi í nánd við Eyvindarstaði. Voru lóurnar aðeins í um 30—40 metra fjar- lægð frá manninum, þar sem hann var að vinnu í garði. Viljo skila íslandi handritunum Frd norræna blaðamannask'ólanum KENNSLAN um Island á norræna blaðamennskunámskeiðinu við Árósaháskóla, sem nú stendur yfir, fór fram með svipuðum hætti og á fyrsta námskeiðinu í fyrravetur. Ivar Guðmundsson, ritstjóri, sem að ósk Blaðamannafélags fslands, tók að sér kennsluna aftur í ár, flutti alls 12 fyrirlestra í jafnmörgum kennslustundum. Fjöll- uðu fyrirlestrarnir allir um „fsland í dag“. baksvið, sem samk'omunni hæfði. f blaðinu í gær var nokkuð rak ið það sem á fundinum gerðist fram til klukkan hálfátta um kvöldið. Var tekinn fyrir dag- skrárliðurinn önnur mál og urðu þá hressilegar umræður um hags munamál bænda almennt. Þessir tóku til máls m.a.: Pétur Guð- mundsson, Þórustöðum, Gunnar Sigurðsson, Seljatungu, Lárus Gíslason, hreppstjóri, Miðhúsum, Einar Ólafsson, Lækjarhvammi, Þorsteinn Sigurðsson, Vatnsleysu, Eggert Ólafsson, Þorvaldseyri, Stefán Jasonarson, Vorsabæ, Brynjólfur Melsteð, verkstjóri og séra Sigurður Haukdal, Berg- þórshvoli. Að umræðum loknum voru samþykktar nokkrar tillög- ur. Stóð fundurinn til kl. 10 á þriðj udagskvöldið. Eins og áður hefur verið sagt frá var mikill myndarbragur yfir fundi þessum í hvívetna. Má geta þess hér að lokum, að konur Treg aflabrögð HAFNARFIRÐI. — Fremur rýr aflaibrögð hafa verið síðasta hálf- an mánuðinn hjá togurunum, sem ýmist hafa verið á veiðum út af Vestfjörðum, á Selvogsbanka og einstaka á Grænlands miðum. Röð ull var hér í fyrradag og komu upp úr honum 80 tonn af saltfiski og 160 tonn af nýjum fiski. Hann fór aftur á veiðar í gær. Surprise og Ágúst voru hér í gær, og mun sá fyrrnefndi hafa verið með um 140 tonn af ísvörðum fi jki og hinn með um 120 tonn. Þeir skruppu báðir á Jóns-mið í túrnum, en hrepptu vonzkuveður og þar var tregt fiskirí. — G. E. * 14 þátttakendur Þátttakendur í námskeiðinu voru að þessu sinni 14, 4 frá Dan- mörku, 1 frá Finnlandi, 5 frá Noregi og 4 frá Svíþjóð. Engin umsókn hafði borizt um þátttöku frá íslandi. Allir voru þátttakend ur reyndir blaðamenn með frá 5 til 20 ára blaðamennskuferil að baki. Engin kona tók að þessu sinni þátt í námskeiðinu. — Ef gera ætti upp á milli þess hóps, sem sótti námskeiðið í ár og hins er var í fyrra, mætti e. t. v. segja, að hópurinn í ár hafi yfirleitt verið skipaður reyndari blaða- mönnum. Fyrirlestrunum um Island var einkar vel tekið. Þeim var hagað svo, að fyrirlesarinn talaði um efnið meiri hluta tímans, sem jafnan lauk með spurningum og svörum, eða samtölum um það efni sem fyrir lá. Oft nægði tím- inn ekki og var þá haldið áfram samtölum utan tíma. Tvær kvikmyndir frá íslandi voru sýndar utan tíma. Voru það kvikmynd Hal Linkers og NATO kvikmyndin. Sendráð Islands í Kaupmannahöfn lánaði myndirn- ar. Sendiráðið var nú sem fyrr reiðubúið til að aðstoða fyrirles- arann með ráðum og dáð. — Meðal annars var útbýtt á nám- skeiðinu bæklingnum „Fakta om Island", sem sendiráðið hafði lagt til og fjölrituð greinargerð um landhelgismálið, samin af ut- anríkisráðuneytinu, gekk meðal þátttakenda. Bjarni Guðmunds- son, blaðafulltrúi, var fyrirlesar- anum til aðstoðar sem fyrr með upplýsingar og hollráð. Segja má, að mikill áhugi hafi ríkt hjá þátttakendum fyrir öll- um málefnum er rædd voru, en það voru einkum handritamálið og landhelgismálið, sem mestar umræður og spurningar spunn- ust af. Þátttakendur gerðu, að eigin framtaki og án samráðs við fyrirlesara, eftirfarandi sam- þykkt, sem send var forsætisráð- herra Dana, H. C. Hansen: „Þátttakendur í norræna blaða mennskunámskeiðinu við Árósar háskóla skora á dönsku stjórnina og danska þjóðþingið að finna sem skjótast lausn á deilunni um íslenzku handritin, þannig að þessum íslenzku þjóðargersem- um verði skilað aftur í hendur íslenzku þjóðinni. Alls staðar á Norðurlöndum yrði slík breytni álitin raunhæfur vottur um samúð milli Norðurlandaþjóð- anna“. Þessi mynd er af fulltrúum Vestfirðinga á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um daginn. Sóttu hann milli fimmtíu og sextíu manns, konur og karlar, úr öllum sýslum Vestfjarða. Nokkra fulltrúanna vantar á myndina. STAKSTEIIVAR Tvö fyrstu framboðin Tvö fyrstu framboðin, sem til* kynnt hafa verið í alþingiskosn- ingunum á komandi sumri eru bæði á vegum Sjálfstæðisflokks- ins. Það eru framboð þeirra Ás- geirs Péturssonar í Mýrasýslu og Matthíasar Mathiesen í Hafnar- firði. Báðir eru þessir frambjóð- endur ungir eg glæsilegir menn, sem miklar vonir eru tengdar við af því fólki, sem valið hefur þá til forystu í byggðarlögum sínum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt því láni að fagna að margir ungir hæfileikamenn hafa tekið upp merkið i baráttunni fyrir stefnu hans. Hefur honum orðið að því ómetanlegur styrkur. Framboð þeirra Ásgeirs Péturs- sonar og Matthíasar Mathiesen era enn ein sönnun þess, að flokkurinn er ekki aðeins i nán- um tengslum við æsku landsins heldur kann hann og að meta krafta hennar og þátt hennar í baráttunni fyrir uppbyggingu hins nýja íslands. Einstæð hentistefna Aldrei hefur nokkur flokkur fylgt eins greinilegri hentistefnu og Framsóknarflokkurinn undan farin ár. Hann lét foringja sína lýsa því yfir veturinn 1956 að öll vandkvæði þjóðarinnar í efna hagsmálnim væru kommúnistum að kenna. Þeir hefðu brotið jafn vægisstefnu ríkisstjórnar Ólafs Thors niður á árinu 1955 með pólitískum verkföllum og ofbeld- isverkum. En örfáum vikum eftir að Ey* steinn Jónsson lýsti þessum skoð- unum yfir frammi fyrir alþjóð ákvað Framsóknarflokkurinn að hefja samstarf við kommúnista. Nú lýstu leiðtogar Framsóknar því yfir að ekki væri hægt að leysa vanda íslenzkra efnahags- mála með neinum nema komm- únistum. Þannig sneri hin gamla madd- ama gersamlega við blaðinu á örfáum vikum. Á þessari einstæðu hentistefnu og svikum Framsóknar var svo vinstri stjórnin reist. Má segja að grundvöllur hennar hafi hvorki verið traustur né fagur. Svikin við Alþýðuflokkinn Þegar Framsókn myndaði Hræðslubandalagið með Alþýðu flokknum lofaði hún honum að berjast eins og ljón gegn komm- únisium, ekki hvað sízt innan verkalýðsfélaganna. Efndirnar urðu eins og kunnugt er þær að Framsókn tók kommúnista í rík- isstjórn og þáverandi formaður Alþýðuflokksins fór úr landi. Næsta skref Framsóknar var svo að hefja nána samvinnu og samstarf við kommúnista innan verkalýðshreyfingarinnar, þar sem hún hafði lofað upp á æru sína að styðja og styrkja Alþýðu- flokkinn. En þar gerði hún hon- um nú allt til miska. Þannig starfar flokkurinn, sem segist vera „milIiflokkur“ í ís- lenzkum stjórnmálum!! Það er sannarlega engin Purða þótt fáir verði til þess að treysta honum um þessar mundir, enda er nú svo komið að alger ein-' angrun vofir yfir honum. En Framsókn á í dag a. m. k. eina „hugsjón": Að hindra nýja og réttláta kjördæmaskipun. Hún reynir í lengstu lög að halda í gömul og úrelt forréttindi sín og völd. Hún heldur áfram að fylgja hentistefnu, reyna að braska og semja í allar áttir, lofa og svikja á víxl. Það eru ær og kýr hinnar gömlu maddömu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.