Morgunblaðið - 02.04.1959, Page 6
e
MORcr/yrtLAÐiÐ
Fimmtudagur 2. apríl 1959
Kjördæmamálið:
Sjálfstœðismenn á Austurlandi munú
einhuga fylgja tillög-
unum í kjördœmamálinu
Rætt við ungan bónda af Héraði
♦*
BRIDCr
♦+
BLAÐXÐ átti tal við Þráin Jóns-
son, Gunnhildargerði Hróars-
tungu í N-Múlasýslu, en harin er
hér staddur á Landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins. Samtalið snerist
einvörðungu um kjördæmamálið
og það hvernig austfirzkum Sjálf
Stæðismönnum litist á fyrirhug-
aðar breytingar á kjördæmaskip
uninni. Þráni mæltist á þessa
leið:
Sjálfstæðismenn á Austurlandl
eru áreiðanlega ánægðir með fyr-
irhugaða kjördæmabreytingu.
Ég hef engan þeirra heyrt mæla
gegn þeim tillögum sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefir látið frá
sér fara í því efni.
Við teljum að með þessu sé
verið að færa kjördæmaskipun-
ina í átt til lýðræðislegs jafn-
réttis þegnanna í þjóðfélaginu.
Þetta skipulag tryggir rétt minni
hlutans, en í mörgum tilfellum
getur verið mjótt á milli heild-
anna, sem fá fulltrúa kjörinn á
þing og þeirra. sem þar eiga eng
an forsvarsmann.
Misrétti kjósenda
Eins og nú háttar til stjórn-
málaskoðunum Austfirðinga þá
eru nokkuð á annað þúsund Sjálf
stæðiskjósendur í Múlasýslum,
Seyðisfirði og Austur-Skaftafells
sýslu. Þessi hópur manna á engan
fulltrúa á Alþingi. Framsóknar-
flokkurinn mun hins vegar eiga
talsvert innan við 3000 kjósend-
ur á sama svæði, en hann hefir
aftur á móti 5 þingmenn.
Kommúnistar eru liðfærri á
Austurlandi en Sjálfstæðismenn,
en þeir eiga samt fulltrúa sinn á
löggjafarsamkomu þjóðarinnar.
Það er því augljóst að með
sanngjarnari kjördæmaskipan en
nú ríkir náum við austfirzkir
Sjálfstæðismenn rétti okkar í
þessu efni.
Fleira kemur til £ sambandi við
breytta kjördæmaskipun, sem
við erum- vissir um að verður til
hagsbóta fyrir Austurland, eink-
lun þó er kjördæmin verða færð
saman í stærri heildir.
Við Norð-Mýlinggr höfum
greinilega orðið þess varir að
okkar kjördæmi hefir verið mjög
mismunað hvað fjárveitingar til
opinberra framkvæmda snertir.
Það er staðreynd að fénu hefir
verið veitt í mun stærri stíl til
framkvæmda í Suður-Múlasýslu.
Þar hefir stjórnmálabaráttan
líka verið harðari enda frambjóð
endur Framsóknarflokksins oft
Uggandi um sinn hag og hafa ótt
azt fylgistap yfir til kommúnista.
Fréttir i stuttu máV
+ LONDON, 31. marz. NTB-
Reuter. — Tryggingafélag í
London hét í kvöld 900 sterlings-
punda verðlaunum hverjum þeim
sem gefið gæti upplýsingar er
leiddu til þéss að hægt væri að
finna aftur dýrgripina sem rænt
var síðastliðna nótt á heimili sir
Winstons Churchill nálægt Hyde
Park, en hann er sjálfur á Rivi-
era-ströndinni. Innbrotsþjófarnir
hafa haft á burt með sér verð-
mæti sem nema um 20.000 doll-
urum. Undanfarið hefur gengið
innbrotsalda yfir London. f fyrra
var brotizt inn í um 1750.000 hús
I borginni, eða 40% fleiri hús en
árið áður. Þýfið 1958 nam yfir
30 milljón dollurum. Tveir af ná-
búum Churchills hafa verið rænd
ir 14 sinnum á tveim árum. Glæp
urinn sem vakti mest andstyggð
í London um páskana var morð á
< ára dreng, sem hafði verið sví-
virtur af kynóravitfirringi. Nak-
ið lík drengsins fannst i útikamri
við gamalt hús, sem nú er notað
sem samkomustaður hverfisins.
Eitt gleggsta dæmið Um þá rangs
leítni og vitleysu sem ríkt hefir í
fjárveitingum þar eystra er
Grímsárvirkjunin. Fleiri dæmi
mætti að sjálfsögðu nefna er
sanna þetta mál frekar, en þetta
fjármálaa^vintýri ætti að nægja.
Við gerum okkur vonir um og
teljum fullvíst- að kjördæma-
breytingin léiði til aukinna hags
bóta fyrir Austurland í heild.
Framsóknarmenn halda því
mjög á loft að hið nána sam-
barid milli kjósenda og þing-
manns rofni með því að kjördæm
in verði stækkuð. Þetta tel ég
regin vitleysu. Með nútíinatækni
°g þægindam, svo sem bættum
samgöngum, síma og útvarpi svo
eitthvað sé talið, má í rauninni
segja að allt Austurland sé nú í
rauninni ekkert stærra en Norð-
ur-Múlasýsla var ein fyrir um 20
árum síðan.
Ég lít ekki svo á að þingmenn
eigi að reka „tvinnakefla og saum
nálapóiitík‘• fyrir kjósendur sína,
heldur eigi þeir að gæta hags-
muna alls almennings og kjör-
dæmisins í heild og vera fyrir
það leiðandi menn í opinberum
málum.
Þrálnn Jónssan
Alþingi á að vera rétt mynd af
þjóðarviljanum, en ekki skrípa-
mynd eins og nú er. Ríkisstjórnin
á að vera skipuð í sem mestu
samræmi við skoðanir
hluta þjóðarinnar.
Þannig tel ég hugsjón lýðræð
isins bezt fullnægt.
vig.
Organistamót í Hollandi
DAGANA 6.—25. júlí verður í
borginni Haarlem í Hollandi
efnt til samkeppni í orgelimpró-
vísatíón og námskeiða í orgel-
spili.
Hinn 6. 9. og 10. júíí verða
haldnir þrír konsertar, þar sem
opinberlega verður keppt um
beztu afrek í impróvísatíón við
undirbúin eigin stef og við ókunn
stef, sem dómnefndin gefur upp.
Verðlaun verða veitt fyrir þrjár
beztar lausnir.
Er hér um nýstárlega hljóm-
leikatilhögun að ræða, þar sem
organistum allra landa gefst
kostuf á að sýria leikni sína og
hugvitssemi í því að leika á
orgel undirbúningslaust af fingr-
um fram.
Jafnhliða þessari keppni fer
fram kennsla í meðferð og flutn-
ingi orgelverka. Kennarar verða
Anton Heiller í Vín, próf.
Gustav Leonhardt í Amsterdam
og próf. Michel Chapuis í París.
Ennfremur veita tilsögn í impró-
vísatíón próf. Luigi Ferdinando
Tagliavini í Bologna og próf.
Cor Kee í Zaandam í Hollandi.
Þar að auki verða fluttir fyrir-
lestrar um orgelsmíði, tíðarstíl
orgelverka og lítúrgískt orgel-
spil.
Þátttökugjald í námskeiðun-
um er aðeins 100 hollenzk gyll-
ini. Organistar tilkynni þátttöku
sína, stílaða til „Zomeracademie,
Stadhuis, Haarlem, Holland"
ekki síðar en 1. júlí. Veitir skrif-
stofan þar allar nánari upplýs-
ingar.
2. Hörður Þórðarson
3. Ólafur Þorsteinsson
mel11 ■ 4. Asbjörn Jónsson .
5. Stefán Guðjohnsen
6. Hjajti Elíasson ...
7. Hilmar Guðmundsson
8. Vigdís Guðjónsdóttir
♦ V ♦ *
Úrslit í einmenningskeppni
Tafl- og Bridgeklúbbsins urðu
þau, að Bernharður Guðmunds-
son bar sigur úr býtum, hlaut
407 stig. Röð 6 efstu keppenda
varð þessi:
í 3. UMFERÐ Reykjavíkur-
meistaramótsins fóru leikar
þannig:
Hilmar Guðmundsson jafnt
Hörð Þórðarson......... 48:46
Ásbjörn Jónsson jafnt
Ólaf Þorsteinsson ..... 41:43
Sigurhj. Pétursson jafnt
Hjalta Elíasson ....... 45:44
Stefán Guðjohnsen vann
Vigdísi Guðjónsdóttur,
sem ekki mætti til leiks.
Úrslit í 4. umferð urðu:
Hilmar Guðmundsson vann
Stefán Guðjohnsen...... 51:38
Ásbjörn Jónsson jafnt
Hörð Þórðarson......... 39:38
Sigurhj. Pétursson vann
Vigdísi Guðjónsdóttur 62:56
Hjalti Elíasson vann
Ólaí Þorsteinsson .... 35:28
5. umferð var spiluð í gær-
kvöldi. 6. umferð verður spiluð
n. k. laugardag í Breiðfirðinga-
búð og hefst kl. 2. 7. umferð og
sú síðasta verður spiluð n. k.
sunnudag í Breiðfirðingabúð og
hefst kl. 2.
Að loknum 4 umferðum er röð
sveitanna þessi:
1. Sigurhjörtur Pétursson 7 stig
5 —
4 —
4 —
4 —
3 —
3 —
2 —
1. Bernh. Guðmundsson 407 stig
2. Ingi Jónsson...... 406 —
3. Jón Magnússon .... 405 —
4. Björn Benediktsson 401 —
5. Einar Arnason..... 397 —
6. Pétur Einarsson .... 392 —
í kvöld hefst hjá Tafl- og
Bridgeklúbbnum tvímennings-
keppni og verður spilað í Sjó-
mannaskólanum.
♦ V ♦ *
Það er regla meðal ýmissa
bridgespilara, að drottning er
aldrei notuð sem eiginlegt kall-
spil. Ef varnarspilari lætur
drottningu í útspil, sem er annað
hvort ás eða kóngur, þá er ein-
göngu um tvennt að ræða, ann-
að hvort er um að ræða einspil
eða spilarinn á einnig gosann.
Þá hafa þeir sömu einnig þá
reglu, að láti varnarspilari út
kóng og félagi hans lætur drottn-
inguna í, þá á skilyrðislaust að
spila út lágspili næst, en ekki
ásnum. í framkvæmd er regla
þessi mjög góð eins og eftirfar-
andi dæmi sýnir:
♦ 10 6 3
V A D 2
♦ A.D G 9 4
* 10 5
A K 7 5 ♦ D G 9 2
9 4 3 N V 7 6
7 3 V A ♦ 10 6 5
A 7 4 3 S ♦ D G 8 8
♦ 84
V K G 10 8 5
♦ K 8 2
* K 9 2
Suður er sagnhafi og spilar 4
hjörtu. Ve^ur lætur út spaða
kóng. Austur sér strax að eina
leiðin til að setja spilið niður er
sú, að Vestur eigi laufaás. (Vest-
ur sagði einu sinni spaða). Þess
vegna lætur Austur spaðadrottn-
inguna í kónginn. Vestur lætur
þvínæst lágspaða, sem Austur
drepur með gosa. Þvínæst er
laufadrottning látin út og spilið
er tapað.
Það eru einmitt þessi smá-
atriði, sem góðir bridgespilarar
þekkja og kunna að notfæra sér
og eru þau í raun og veru ein-
föld, en þarf þó stundum hug-
kvæmni til að koma auga á þau.
Alþjóðlegur ferðamanna-
hópur í Örcefum
UM PÁSKANA fór alþjóðlegur
ferðamannahópur austur í öræfi
á vegum Páls Arasonar. Voru í
hópnum 121 farþegi fyrir utan
skrifar úr
dagiega iifinu
i
Ahátíð eins og páskunum koma
að sjálfsögðu upp ýmis minni
háttar vandamál. Einkum er hálf
heilagur dagur, eins og laugar-
dagurinn fyrir páska, erfiður.
Hvað á t. d. að leika í danslaga-
tímanum í útvarpinu það kvöld?
Hvers konar tónlist er nægilega
göfug fyrir eyru hlustenda í veit-
ingahúsum á slíku laugardags.
kvöldi? Hvort þarf að veita lækn
ishjálp á slíkum degi o. s. frv?
Margt af þessu virðist hafa verið
leyst í þetta sinn svo allir megi
vel við una. Útvarpið sleppti
nýju danslögunum og lék í stað-
inn norr.en lög, svo fólk gat t.
d. raulað undir ,Og ég vil fá mér
kærustu, sem allra, allra fyrst“
og fleira af því tagi. Þjónustu-
stúlkan á veitingahúsinu, þar sem
Velvakandi borðaði á laugardags
kvöldið, kvað þar aðeins leikin
„klassisk lög“, af því að páska-
dagur færi í hönd, og píanóleik-
arinn lék svo alls kyns létta tón-
list og gömul danslög — alls ekkj
ný, af því, að það var „þessi
dagur“. Fólk var sem sagt „hæfi-
lega“ hátíðlegt".
He' -idagsvakt lækna:
Húsmóðir ein hér í bænum
skrifaði Velvakanda um það.
hvernig læknishjálparvandamálið
var leyst þenna nhaií-heilaga dag.
Hún segir:
„Ég þurfti á lækni að halda fyr
„ ir hádegi á laugardag fyrir
páska. Ég hringdi í heimilislækni
minn og fleiri lækna, en þeir
svöruðu allir: „Við eigum frí í
dag“.Slysavarðstofan hefir lækni
á vgkt. Ég hringdi á Slysavarð-
stofuna og þar var mér sagt, að
enginn læknir yrði þar á vakt
fyrr en kl. 6 um kvöldið. „Lækn-
ar bæjarins eiga að gegna þenn-
an dag eins og aðra daga á stof-
um sínum", var svarið, sem ég
fékk. Þarna sat ég með veikt
barn heima og fékk ekki lækni
í allri Reykjavík.
Ég skil að læknar þurfi ekki
síður en aðrir að fá frí frá störf-
um, en þeir geta ekki allir verið
í frii í einu. Fólk verður veikt
jafnt helgidaga sem aðra. Er
hægt að bjóða fólki upp á svona
þjónustu? Við borgum í sjúkra-
samlag, og þykjumst eiga heimt-
ingu á að geta náð í lækni, ef við
þurfum á að halda. Ég skora á
viðkomandi aðila að kippa þessu
í lag fyrir næstu stórhátíð“.
Þannig hljóðaði bréf konunnar.
Rétt er að bæta því við, úr því
málið er til umræðu, að mér ev
tjáð, að erfitt géti verið að ná í
lækni milli kl. 1 og 6 aðra laug-
ardaga en þennan eina. Læknar
taki flestir á móti sjúklingum á
morgnana á laugardögum og ekki
sé læknir á helgidagsvakt fyrr en
kl. 6 síðdegis.
Reiðhjólageymslur í skól-
FYRIR skömmu kom faðir að
máli við Velvakanda. Hann
kvaðst eiga dreng á 12. ári, sem
hann láti fara á hjóli í skó ann.
Snemma í vetur var stolið af hjól 1
inu luktinni meðan drengurinn
sat í kennslustund og nú er bú:ð
að stela hjólinu sjálfu, þó það
væri læst og geymt inni á skóla-
lóðinni.
Þetta þykir föðurnum að sjálf-
sögðu slæmt. Reiðhjól eru dýr,
og eins er slæmt að geta ekki
látið krakkana hjóla, þegar langt
er í skólann. Kveðst hann fúslega
vilja borga eitthvert gjald fyrir
örugga geymslu á hjóli drengsins,
og vill koma því á framfæri hvort
ekki sé hægt að hafa einhvers
staðar hjólhestageymslur í skól-
unum, þar sem umsjónarmenn líti
eftir hjólum barnanna og afhendi
þau í lok kennslust unda.
bílstjórana og fararstjórann, og
voru þar auk íslendinga, Banda-
ríkjamenn, Kanadamenn, Norð-
menn, Danir, Finnar, Pólverjar,
Þjóðverjar, Svisslendingar og
Austurríkismenn.
Ferðin gekk að óskum, og
komst ferðafólkið á leiðarenda,
að Kvískerjum, þrátt fyrir rign-
ingu á Skeiðarársandi, sem ætti
vatnavexti. Af sjö bílum voru
tveir venjulegir áætlunarbilar,
einungis með afturhjóladrifi.
Þetta var þriðja páskaferð Páls
Arasonar í Öræfin og fer þátt-
taka í þessum ferðum vaxandi
með hverju árinu sem líður. I
fyrra fóru 64 og árið áður 44
farþegar.
Ferðalangar úr Reykjavík, sem
fóru með langferðabílum um
páskana, alla leið austur að
Svínafelli í Öræfum, urðu held-
ur en ekki hissa, er þeir fundu
litla útsprungna sóley. Stóð hún
fullum brumskrúða í brekku
ofan til við bæinn. Græn slikja
var tekin -ð færast yfir heima-
túnið á nokkrum stöðum, sögðu
ferðalangarnir.
ÍSAFIRÐI, 3Í. marz. — Guðmund
ur Einarsson frá Miðdal hélt hér
málverkasýningu um páskana.
Var sýningin opnuð miðvikudag-
inn fyrir páska og henni lauk 2.
páskadag.
Á sýningunni voru 50 málverk
og nokkuð af svartlistarmynd-
um. Aðsókn var ágæt eða hátt
á 8. hundrað manns, aðallega héð
an úr bænum. Einnig nokkuð frá
Hnífsdal og Bolungarvík. 9 mál
verk seldust og 3 svartlistar-
myndir.