Morgunblaðið - 02.04.1959, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.04.1959, Qupperneq 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 2. apríl 1959 Utg.: H.t. Arvakur ReykjavílL Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. UTAN UR HEIMI Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá V><"ir. Einar Asmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Símí 22480. Ask.riftargald kr. 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. GERNINGAÞOKUNNI MUN LÉTTA RAMSÓKNARMENN vekja nú sérstaka at- athygli á þeirri fullyrð- ingu í stjórnmálayfirlýsingu flokksþings þeirra, að nú eigi að gera „skyndibreytingu á stjórn- arskránni“ til að koma á nýrri kjördæmaskipan. Fjarri fer, að þetta sé rétt. Framsóknarflokkurinn stöðv- aði störf stjórnarskrárnefndar um áramót 1952—53 vegna þess, að hann vildi þar með hindra að fundin yrði lausn þessa vanda- máls. Þá höfðu Sjálfstæðismenn 'l tjáð sig fúsa til að samþykkja hvort heldur einmenningskjör- dæmi á öllu landinu og þá auð- vitað einnig í Reykjavík, enda fengi hún næga fjölgun þing- manna, eða skiptingu landsins í nokkur stór kjördæmi. Þetta til- boð Sjálfstæðismanna var stað- fest með samþykkt landsfundar þeirra vorið 1953. Framsókn hafði þá það helzt áhugamál að koma í veg fyrir samkomulag og tókst það um sinn. í samningunum um myndun V-stjórnarinnar í júlí 1956 var málið þó tekið upp að nýju og um þetta samið: „Ríkisstjórnin mun vinna að því að lokið verði á. starfstíma stjórnarinnar endurskoðun stjórnarskrár' lýðveldisms og kosningalaga og munu stjórnar- flokkarnir vinna að samkomu- lagi sín á milli um lausn þess- ara mála.“ Með þessu var tilkynnt, að í þessu máli sem öðrum skyldi Sjálfstæðismönnum „vikið til hliðar" og málið leyst án þeirra atbeina. Raunin varð þó sú, að þetta loforð um framgang máls- ins var svikið eins og flest önn- ur, er V-stjórnin gaf. Yfirlýs- ingar Framsóknar nú um, að hún miði tillögur sínar við það, að samstarfsflokkarnir fyrrverandi skuli lagðir niður utan hinna stærstu kaupstaða, skýra til fullnustu af hverju ekkert sam- komulag náðist innan V-fylking- arinnar. Frá því að V-stjórnin rofnaði snemma í desember hefur kjör- dæmamálið verið til umræðu á mHli flokka þingsins. Varð þó skjótt ljóst, að fyrir Framsókn vakti það eitt að hindra fram- gang þess og einangraði hún sig þar með. Hinir flokkarnir þrír hafa hins vegar haldið áfram við- ræðum sín á milli um málið. Þær eru nú komnar á lokastig. Búizt er við þvi, að frumvarp um nýja kjördæmaskipun verði lagt fyrir Alþingi einhvern allra næstu daga. ★ Þetta yfirlit sýnir, að því fer fjarri að um „skyndibreytingu" á kjördæmaskipuninni sé að ræða. Þvert á móti. Ekkert mál hefur verið rækilegar íhugað né fleiri tilraunir gerðar til að ná um það víðtæku samkomulagi. Samkomulag hefur fyrst og fremst strandað á Framsókn og má hún því sjálfri sér um kenna, ef hún nú ræður engu um lausn þess. Hitt er einnig alrangt, sem segir í stjórnmálayfirlýsingu flokksþings Framsóknar, að stofna eigi til „aukakosninga um þær einar" (kjördæmabreyting- arnar). Þegar minnihlutastjórn Alþýðuflokksins var mynduð, lýsti Emil Jónsson, forsætisráð- herra, þvert á móti yfir þessu: „Hvað, sem afgreiðslu kjör- dæmamálsins líður, verða kosn- ingar látnar fara fram í vor til þess að þjóðinni gefist kostur á að segja skoðun sína á því máli og öðrum vandamálum, sem fyr- ir liggja.“ Með uppgjöf Hermanns Jón- assonar 4. des. sl., þegar hann lýsti því, að ný verðbólgualda væri skollin yfir og stjórn hans kæmi sér ekki saman um nein úrræði henni til stöðvunar, urðu kosningar óumflýjanlegar. Eina ráðið, sem Framsókn hefur bent á til að forðast þær, var, að Sjálfstæðisflokkurinn gengi í samstjórn með V-stjórnarflokk- unum! ★ Lengi frameftir stjórnartímá V-stjórnarinnar vitnuðu mál- gögn hennar til orða Bjarna Benediktssonar í Húsafellsskógi hmn 22. júlí 1956 sem hinnar mestu fjarstæðu. Morgunblaðið skýrði á sínum tíma svo frá þess- um orðum Bjarna: „Kvað hann þess engin dæmi á íslandi, að nokkur stjórn hefði farið eins ógiftusamlega á stað, eins og sú, sem nú væri að taka við. Fyrst og fremst styddist hún við þingfylgi, er fengið væri með brögðum, og i öðru lagi hefði það verið Hræðslubandalagsins fyrsta verk að svíkja kosningaloforð sín. Seinustu hróp þess til kjós- enda fyrir kosningarnar hefðu verið þau, að aldrei skyldi það ganga til samstarfs við komm- únista. Mánuði seinna væri sam- , starfið hafið, og með því hefði kjósendum verið sýnd meiri lít- ilsvirðing, en nokkur dæmi væru til. — Þessir nýju menn hótuðu því nú aftur á móti að ofsækja Sjálfstæðismenn á alla lund. Nú mundu þeir, til þess að vera inn- ræti sínu trúir, koma á alls konar höftum og skerða frelsi einstaklinganna. En ef þeir hygðust koma Sjálfstæðismönn- um á kné með því, skjöplaðist þeim hraparlega. Þeir ættu ekki flokknum einum að mæta, heldur helming þjóðarinnar og það afl gæti þeir ekki brotið á bak aft- ur. — Hann kvað þetta ferðalag Varðarfélagsins vera táknrænt fyrir komandi tíma. Förin hefði verið hafin í dimmviðri og í- skyggilegu útliti en eftir stutta stund ljómaði sól um land og sæ“. Nú er komið á daginn, að allt, sem í þessum orðum var sagt um feril V-stjórnarinnar hefur rætzt. Jafnvel þeir, sem stærst orð höfðu um, að Sjálfstæðismenn ættu ekki afturkvæmt, fárast nú yfir því, að Sjálfstæðismenn skyldu ekki fáanlegir til að gera bandalag við sjálfa þá til að hindra kosningar. En öil frammi- staða V-stjórnarinnar og viðskiln aður var með þeim hætti, að kosningar voru lýðræðisleg nauð- syn. Og úr því að þær fara fram, er sjálfsagt að nota tækifærið til þess að koma fram kjördæma- breytingu, sem létti gerninga- þoku Framsóknar af þjóðlífinu. „Trapezulínan" tekin upp í Prinsessan og banka starfsmaðurinn AÐALUMRÆÐUEFNI Japana undanfarið hefur verið brúðkaup krónprinsins, sem halda á 10. apríl n.k. En fyrir nokkrum dög- um kom frá keisarahöllinni til- kynning, sem ekki vakti minni athygli en tilkynningin um trú- lofun krónprinsins: Yngsta dótt- ir keisarahjónanna, Suga, opin- beraði trúlofun sína með manni að nafni Hisanaga Shimazu. Unn- ustinn er venjulegur bankastarfs maður. Að vísu er hann kominn að langfeðgatali af gamalli aðals ætt, sem á sínum tíma réð fyrir Satsuma á Kyushu. Faðir Shi- mazus er greifi. Shimazu er ekki hátt launaður í sínu starfi, og hann hyggst ekki skipta um stöðu, eftir að hann er kvæntur. Suga prinsessa kvað hafa lýst yfir því, að hún geti vel sætt sig við að hafa lítið fé handa á milli. Það er þó nokkur bót í máli, að prinsessan fær — sem fyrrver- andi meðlimur keisaraættarinnar — í heimanmund upphæð, sem nemur tæplega 1 millj. ísl. kr. Prinsessan er tvítug og unn- ustinn 25 ára. Þau hafa þekkzt um alllangt skeið, en trúlcfunin fór fram að hefðbundnum jap- önskum sið. Sl. haust fór nefnd skipuð embættismönnum við hirðina á fund bankastarfsmanns ins og bauð honum hönd prins- essunnar. í desember tók unn- ustinn þessi girnilega boði, og nú hefir trúlofunin verið ge; ð opin- ber. Raab — góður árangur óljósar hugmyndir um, hvers kon ar staður það er — halda jafnvel, að það sé borg í Noregi eða Sví- þjóð. Þess vegna getum við vel skilið, að austurríski forsætisráð herrann Raab sé ánægður með þá kynningu á landi sínu, sem hann hefir komið til leiðar með för sinni til Japan fyrir nokkru. Austurríska blaðið Winer Zeit ung segir frá því, að Japönum hafi mjög hætt við því að rugla saman Austurríki og Ástralíu, en þetta hafi mjög breytzt til batn- aðar eftir heimsókn forsætisráð- herrans. Áður var það svo, að póstur, sem átti að fara í austur- ríska sendiráðið, var mjög gjarna sendur í ástralska sendiráðið. Nú er mikil breyting orðin á og heita má, að austurríska sendiráð ínu berist nú daglega bréf, sem eiga að fara í ástralska sendiráð- ið. herratízkunni v/ Lundúnaklædskerar „geta tóninn fyrir vortizkuna: Hátt, glöggt markað mitti. — Friskleg, Hthverf efni ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja, að tízkan er yfirleitt sí- breytileg, ekki sázt kvenfata- tízkan..Aftur á móti er það einnig koma öðru hverju fram dálitlar nýjungar á þessu sviði. ★ Fyrir nokkru sýndu vSður- fyrst og fremst það, að nú skulu karlmenn eftirleiðis — um sinn — ganga í „trapezufötum". — Sumir létu þá skoðun í ljós, að hér hefðu hinir ágætu „skradd- arar“ sýnt heldur lítið hugmynda flug og bentu á það, að „trapezu- línan“ væri nú þegar mosagróið fyrirbæri í tízkuheimi konunnar — sannkallaðar fornleifar, minnst tveggja ára gamlar! — Menn veittu því einnig eftirtekt, að mittið er nú greinilega markað og situr hátt. Og það verður víst að segjast, að einnig hér virðist vera um að ræða eftir- öpun gamallar kventízku. ★ Nú er ekki svo að skilja, a8 hinir víðfrægu Lundúnaklæð- skerar hafi „stolið“ öllum hug- myndum sínum í sambandi við herratízkuna í vor. — Það, sem hvað mesta athygli vakti á um- ræddri sýningu, voru efnin sjálf. Þar bar mest á svokölluðum „sansjeruðum“ eða lithverfum efnum — þ. e. a. s. efnum, sem breyta litblæ, eftir því hvernig ljós fellur á þau. Það er fram- hald þeirrar þróunar, sem uppi hefur verið undanfarið, að gera klæðnað karlmanna litríkari og „fjörlegri“ en áður, ef svo mætti segja. Vestið heldur áfram sigur- göngu sinni, og það er sama um það að segja, að þau eru ofin úr lithverfiu garni, yfirleitt í björtum litum. — Það er ef til vill óþarft a'ð geta þess, að bux- urnar skulu vera án uppbrota — það er víst ekkert nýtt eða ein- kennandi fyrir þessa „línu“. En nú skuluð þið, góðir hálsar, líta á myndirnar, sem fylgja hér með, og athuga, hvernig yður geðjast að þessari nýju Lundúna- tízku. Herratízka „a la trapez“. Þessi föt eru úr smárönd- óttu, blá-gráu efni. Vestið er í daufum, gráum lit, líkum gráa litnum t fötun- um sjálfum. — Takið eftir hinu háa mitti. kunnugt, að karlmannafatatízk- an er „íhaldssöm", ef svo mætti segja. Er ekki fjarri lagi að segja, að hún hafi verið óbreytt um margra áratuga skeið. — Þó kenndustu klæðskerar West End í Lundúnum það nýjasta, sem þeir hafa upp á að bjóða í karl- mannafatatízkunni — vortízk- una 1959. Sýningin fór fram á Sawoy Hotel fyrir miklum fjölda forvitinna augna. Og það, sem hinir eftirvænt- ingarfullu áhorfendur sáu, var Samkvœmisklœðnaður. — Kjólfötin eru úr dökkbláu efni, með hnöppum, sem eru klaeddir vínrauðu silki. Kraginn er úr svörtu flau- eli. — Þá er eftirtektar- tektarvert, að hornin á jakkanum eru látin ná all- miklu lengra niður en venja er. — Góð landkynning Við íslendingar verðum oft gramir yfir því, þegar við verð- um þess vör, að útlendingar vita ekkert um ísland eða hafa mjög

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.