Morgunblaðið - 17.06.1959, Blaðsíða 6
6
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 17. jöní 1959
Nómskeið í íslenzku móli 09
bókmenntum hnldið hér í honst
Æskilegt að þátttakendur geti búið á
íslenzkum heimilum um 2ja mánaða skeið
NÁMSKJEIÐ í íslenzku máli og
bókmenntum fyrir norræna
stúdenta verður haldið hér næsta
haust á vegum Stúdentaráðs Há-
skóla fslands og verða þátttakend
ur væntanlega um 15 að tölu.
Ætlað fyrir norræna stúdenta
Hliðstæð námskeið þessu hafa
áður verið haldin í Danmörku
(1955 og ’58), Noregi (1956) og
Svíþjóð (1957), þar sem fjall-
að hefur verið um tungu og bók-
menntir viðkomandi þjóðar, en
landssambönd háskólastúdenta á
Norðurlöndum gerðu fyrir nokkr
um árum samkomulag sín á milli
um að efna til slíkra námskeiða
til skiptis. Að þessu sinni er
röðin komin að ís’endingum og
verður næsta náinskeið, hið 5.
í röðinni, því haldið við Háskóla
fslands frá 11. september til 6.
nóvember á þessu ári.
Þrir prófessorar
annast kennslnna
Kennsla á námskeiðinu verð-
17. jímí liátíða-
höldin í Keflavík
KEFLAVÍK, 16. júní: — Hér í
Keflavík hefjast 17. júní hátíða-
höldin kl. 1,15 með því að lúðra-
sveit leikur við kirkjuna og það-
an verður síðan gengið í skrúð-
garðinn. Þar verða ræðuhöld og
skemmtiatriði.
Síðar um daginn verða kapp-
leikir í handknattleik og knatt-
spyrnu, en um kvöldið verður
dansað á Hafnargötunni og undir
dansinum verða einnig ýmis
skemmtiatriði. — Helgi S.
Gróðurselning og
girðingar
VALDASTÖÐUM, Kjós, 15. júní.
— Fyrir skömmu var lokið við
að gróðursetja um 3000 trjáplönt-
ur í Vindáslandi og ganga frá
girðingu kringum þær. Landið,
sem gróðursett var i, er á mörk-
um landsvæðis, sem K.F.U.M.
hefur eignazt í Vindáshlíð. Er
það 4—5 ha að stærð. Að gróður-
setningunni hafa staðið Skóg-
ræktarfélag Kjósarmanna og Átt
hagafélag Kjósverja, en auk þess
hafa nokkrir einstaklingar í sveit
inni sett niður nokkuð á annað
þúsund plöntur. —St. G.
ur hagað þannig, að til að byrja
með verður eingöngu kennt ís-
lenzkt mál og verða kennslu-
stundir í því væntanlega 80 að
tölu; þá kennslu mun próf.
Hreinn Benediktsson annast og
verður hann jafnframt forstöðu-
maður námskeiðsins. Þegar þátt-
takendur hafa öðlazt nokkra und
irstöðumenntun í tungumálinu er
ráðgert að bókmenntakennslan
hefjist og mun próf. Einar Ól.
Sveinsson flytja fyrirlestra um
eldri bókmenntir íslendinga, en
próf. Steingrímur J. Þorsteinsson
fjalla um það, sem ritað hefur
verið á síðari árum. Fyrirlestrar
um bókmenntirnar munu vænt-
anlega verða 20 alls. Þar að auki
er svo ráðgert að fá fróðleiks-
menn á ýmsum sviðum til þess
að flytja einstaka fyrirlestra um
Þetta ent hinir nýbökuðu stúd-
entar frá Menntaskólanum í
Reykjavík. — Ef að líkum lætur
setja hvítu kollarnir svip sinn á
bæinn við hátiðahöldin í dag. —
Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.
17. júní hátíða-
höldin í Kópavogi
í KÓPAVOGI verður tilhögun
17. júní hátíðahaldanna með
þeim hætti, að kl. 1,30 verður
safnazt saman við félagsheimiliði.
Þaðan verður svo gengið í skrúð-
göngu um götur bæjarins með
hljómsveit í fararbroddi. Þriggja
metra langt líkan af svani verð
ur á vagni í skrúðgöngunni til
augnayndis fyrir börnin.
Skúðgangan nemur staðar við
íþróttavöllinn og þar setur
Magnús Kristinsson, yfirkennari,
skemmtnuina og Hulda Jakobs-
dóttir, bæjarstjóri, flytur ávarp.
Þá verður almennur söngur og
lúðrasveit leikur. Næst. flytur
fjallkonan, Ilólmfríður Þórhalls-
dóttir, ávarp. Að síðustu verða
skemmtiatriði fyrir yngstu kyn-
slóðina og koma þá fram m. a.
snillingarnir Baldur og Konni,
Skuggasveinn, Ketill skrækur
og fleiri.
almenn málefni íslenzk. Og loks
verður reynt að sýna gestunum
landið eftir föngum.
Það er álit þeirra, sem að nám-
skeiðinu standa, að mjög sé æski-
legt að væntanlegir þátttakend-
ur eigi þess kost að dveljast á
íslenzkum heimilum meðan nám-
skeiðið stendur yfir, þannig að
þeir hafi sem nánust kynni af
þjóðinni og læri sem fljótast og
bezt að skilja og tala íslenzka
tungu. Því beinir Stúdentaráð
þeim tilmælum til allra þeirra,
sem áhuga hefðu á því að veita
stúdentunum húsnæði eða fæði,
að hafa samband við skrifstofu
ráðsins, sími 15959, þriðjudaga
og fimmtudaga kl. 10—12 f.h.
eða laugardaga kl. 2—4 e.h. Þar
má einnig fá allar náriari upplýs-
ingar varðandi námskeiðið, en
eins og áður var vikið að hefur
Stúdentaráð háskólans haft for-
göngu um að námskeiðið verður
haldið og annast undirbúning
þess.
75. stúdentaárgangurinn
trá Verzlunarskólanum
28 stúdentar brautskráðir í gœr
SKÓLAUPPSÖGN í lærdóms-
deild Verzlunarskóla fslands fór
fram við hátíðlega athöfn í gær,
að viðstöddum nemendum, kenn-
urum og allmörgum gestum m.a.
stúdentum brautskráðum fyrir
10 árum. Brautskráðir voru að
þessu sinni 28 stúdentar, þar af
einn utanskóla. Er þetta fjöl-
mennasti stúdentahópurinn, sem
brautskráður hefur verið til
þessa. Gat skólastjóri þess sér-
staklega, að þetta væri 15. sinn
sem stúdentar væru brautskráðir
frá Verzlunarskóla íslands.
Skólastjóri skýrði frá skóla-
starfinu á síðastliðnum vetri. f
lærdómsdeild voru nemendur
samtals 50, 27 í 6. bekk og 23 í
5. bekk. í ársprófi 5. bekkjar
varð Ragnheiður H. Briem efst,
hlaut 1. ág. einkunn, 7,64. (Notað
úr
skrifar
daglegq hfinu
Fimmtán ára afmælishátíð
ÞENNAN dag fyrir 15 árum
héldu tugir þúsunda fslend-
inga til Þingvalla, til að hylla hið
nýstofnaða lýðveldi. Talið var að
um 30 þús. manns hefðu verið
þar, þrátt fyrir ausandi rigningu
næstum allan daginn. Og aðrir
landsmenn dvöldu þar í hugan-
um. Það fór vel á því að fæðing-
ardagur Jóns SigUTðssonar skyldi
valinn til stofnunar lýðveldis á
íslandi, og í dag minnumst við
lýðveldisstofnunarinnar í 15.
sinn. — vonandi ekki í rigningu.
Nýstúdentarnir setja
svip á bæinn
HÉR í Reykjavík setja nýstúd-
entarnir með hvítu kollana
sína ætíð svip á bæinn. — 17.
júní. Sá siður var lagður niður
fyrir allmörgum árum að stúd-
entar frá Menntaskólanum í
Reykjavík útskrifuðust þann dag.
Þá er of mikið um að vera í
bænum, svo að athöfnin þótti
drukkna í öðrum hátíðahöldum.
Lengi fengu stúdentar skírteini
sín 16. júní og sátu svo hóf Nem-
endasambands Menntaskólans
um kvöldið. Þrátt fyrir það reynd
ist tíminn of naumur, foreldrarn-
ir fengu varla að sjá börn sín
á þessum hátíðisdegi í lífi þeirra,
iOg nú hefur verið tekið það ráð
að segja upp Menntaskólanum 15.
júní. — Þeim degi geta nýstúd-
entarnir þá eytt fjölskyldu sinni,
daginn eftir fagna þeir áfangan-
um í hópi eldri stúdenta og 17.
júní taka þeir svo þátt í hátíða-
höldum í bænum og setja svip á
þau, ásamt Verzlunarskóla-
stúdentum og nýstúdentum utan
af landi, sem margir hverjir
Ieggja kapp á að koma hingað.
Það fer vel á því að ungu stúd-
entarnir séu áberandi á götunum
einmitt á þessum degi. „Úr hópi
þessara manna hafa á hverjum
tíma risið fjölmargir forystu-
manna þjóðarinnar á flestum
sviðum menningar og fram-
kvæmda", sagði Kristinn Ár-
mannsson, rektor er hann af-
henti nærri 100 stúdentsprófs-
vottorð í fyrradag. Og einnig:
,,Hér á landi virðast ærin verk-
efni fyrir unga menn og konur,
starfið er margþætt og öll ættum
við að vera fús að vinna fóstur-
jörðinni — eða með orðum Hann-
esar Hafsteins:
Starfið er margt, en eitt er
bræðrabandið
boðorðið, hvar sem þér í fylking
ing standið.
Hvernig sem stríðið þá og þá er
blandið,
það er: Að elska, hyggja og
treysta á landið“.
Tækni- og vísinda-
menntun eykst
ÞEGAR framtíðarstarf ungu
stúdentanna er til umræðu,
vekur það athygli hve mikill
hluti þeirra hefur meiri áhuga
fyrir eða telur heppilegast að
stunda nám í stærðfræðideild.
Þróunin gengur í þá átt, að nem-
endum fækkar í máladeild en
fjölgar í stærðfræðideild. Þar af
leiðandi hefur orðið að fjölga
kennurum í eðlisfræði og stærð-
fræði í M. R., og hörgull er orð-
inn á mönnum í þær stöður.
Þetta er í samræmi við það sem
annars staðar er að gerast í heim-
inum. Humanistisk fræði eru á
undanhaldi, en tækni og vísindi
skipa sífellt stærra rúm í hugum
ungs fólks. Það er tíðarandinn.
er einkunnarkerfi Örsteds). Er
það jafnframt hæsta einkunn í
skólanum að þessu sinni. Þetta
er ennfremur hæsta einkunn,
sem nokkur nemandi hefur hlot-
ið á ársprófi 5. bekkjar síðan lær-
dómsdeildin tók til starfa fyrir
16 árum. Annar í ársprófi 5.
bekkjar var Árni B. Sveinsson
með 1. eink., 7,36 og þriðji Vil-
hjálmur Lúðvíksson, 1. eink.
7,28.
Á stúdentsprófi hlutu 13 fyrstu
einkunn en 15 aðra einkunn. —.
Efstur varð að þessu sinni
Óttar Yngvason, hlaut 1. eink.,
7,40, annar varð Sigvaldi
Sigurgeirsson ,með 1. eink.,
7,28 og þriðji Birgir Þorm-
ar með 1. eink., 7,27. Bókaverð-
laun frá skólanum hlutu þessir
nemendur fyrir ágætan námsár-
angur: Óttar Yngvason, Sigvaldi
Sigurgeirsson, Birgir Þormar og
Guðmundur Jónmundsson. Enn-
fremur var Stefán Gunnársson
sæmdur bókaverðlaunm fyrir
vel unnin umsjónarstörf í 6.
bekk og Ragnheiður H. Briem
fyrir glæsilegan árangur í árs-
prófi 5. bekkjar. Félagið Ger-
mania veitti eftirtöldum nemend-
um bókaverðlaun fyrir ágætis-
einkunn í þýzku á stúdentsprófi:
Birgi Þormar, Birni Matthías-
syni og Ferdinand Alfreðssyni.
Dansk-íslenzka félagið sæmdi þá
Birgi Þormar og Sigvalda Sigur-
geirsson bókaverðlaunum fyrir
ágæta frammistöðu í dönsku og
British Council veitti þeim Jóni
Andréssyni, Sigvalda Sigurgeirs-
syni og Birgi Þormar bókaverð-
laun fyrir prýðilegan námsárang-
ur í ensku.
Er skólastjóri hafði afhent ný-
stúdentum prófskirteini sín og
sæmt þá verðlaunum, sem fram
úr höfðu skarað, ávarpaði hann
hina nýju stúdenta, árnaði þeim
heilla og hvatti þá til dáða. Lauk
hann máli sínu með þessum orð-
um: „Ef þér ungu stúdentar reyn
ið eftir megni að sækja fram til
vaxandi þekkingar, leitið sann-
leikans og viðurkennið hann, tel
ég yður hafa lagt traustan grund
völl að framtíð yðar með námi
yðar hérna í skólanum".
Að lokum tók til máls fulltrúi
10 ára stúdenta, Þórður B. Sig-
urðsson. Flutti hann skólanum
kveðjur og árnaðaróskir þeirra
félaga og færði skólanum ágæta
bókagjöf. Þakkaði skólastjóri
gjöfina og árnaði þeim félögum
heilla.
Athöfninni lauk með því að
hinir ungu stúdentar sungu
skólasöng Verzlunarskóla ís-
lands.