Morgunblaðið - 15.08.1959, Blaðsíða 8
8
MORCUTSHJ. 4ÐÍÐ
Laugardagur 15. ágúst 1959
Þetta er Þrengslavegur, þar sem hann liggur um sjáif Þrengslin og norður yfir Bruna. Myndin er tekin í gærdag ofan úr Meitli, en vestan við hann er
Lambafell og skarðið á milli fellanna heitir Þrengsli. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
' » «------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þrengslavegurinn er að teygja
sig fram úr sjálfum Þrengslunum
FRÁ því um miðjan júní hafa
jarðýtur verið að verki við
hinn nýja þjóðveg milli
Reykjavíkur og sveitanna
fyrir austan Fjall, Þrengsla-
veginn. Undanfarið hefur
lagningu vegarins miðað
mjög vel áfram og er vegur-
inn að komast út úr hinum
eiginlegu Þrengslum, sem
hann er jafnan kenndur við.
Þegar komið er út úr Þrengsl-
Grivas ekki
vioriðmn
CORFU, 13. ágúst. — Grivas
neitaði því í dag, að hann væri
viðriðinn stofnun nýrrar neðan-
jarðarhreyfingar á Kýpur, sem
mun berjast gegn Makariosi erki
biskupi — og fyrir algerri inn-
limun Kýpur í Grikkland. Gríska
stjórnin gerir nú allar ráðstafan-
ir til að koma í veg fyrir að
vopnum verði smyglað frá Grikk
landi til þessara nýju samtaka á
Kýpur, því að óttazt er, að vopn-
in verði nú aftur látin tala.
unum, lækkar hraunið þó nokk-
uð og tekur þá við miklu jafn-
ara hraun. Sagði Hjörleifur Sig-
urðsson, sem annast daglega
verkstjórn á Þrengslavegi, að
það væri álit manna að það
hrauri væri ekki eins mikið
brunnið. Það myndi vera fast-
ara fyrir og erfiðara viðfangs
fyrir jarðýturnar. Töluvert þarf
að jafna hæðarmuninn, sem er
á hrauninu í sjálfum Þrengslun-
um og hrauninu fyrir sunnan
þau.
Hér hefur verkinu miðað vel
áfram og hafa ýturnar lokið við
allt upp í 70 metra undirstöðu á
einum degi, sagði Hjörleifur. Síð-
an við byrjuðum hér um miðjan
júní hefur vegurinn lengst um
nær 4 km. Fyrst í stað voru ýt-
urnar fimm, en þegar vega-
skemmdirnar urðu austur á Mýr-
dalssandi, varð að senda þangað
tvær ýtur. Eru hér nú þrjár við
verkið. Stjórnendur þeirra eru
allir mjög duglegir og þaulæfðir
ýtumenn. - Þetta má marka af
því t. d. hve vel kantarnir eru
gerðir. Það er nærri því jafn-
slétt að aka eftir köntunum á
veginum og uppi á honum sjálf-
um. Þetta dregur eðlilega mjög
mikið úr slysahættunni á þess-
um mikla vegi. Hann verður 10
metra breiður og búast má við,
að menn freistist til þess að „slá
í“ þegar hann er fullgerður.
Þegar vegurinn verður kom-
inn fram úr Þrengslunum, kemur
á hann dálítil bugða. Síðan ligg-
ur hann rétt við mosavaxinn hól,
Enginn verðfaunagarð-
ur valinn í ár
FEGRUNARFÉLAG Reykjavík-
ur hefur undanfarin ár veitt við-
urkenningar og verðlaun fyrir
fagra garða í Reykjavík. Hefur
dómnefnd félagsins skoðað garð-
ana í fyrri hluta ágústmánaðar
og byggt úrskurð sinn á þeirri
skoðun. Það var ætlun félagsins
að þessum sið yrði einnig haldið
á þessu sumri. Sökum óhagstæðr-
ar veðráttu í vor og sumar hafa
garðeigendur hinsvegar átt við
mikla erfiðleika að etja, svo sem
garðar hér bera almennt vott um.
Hafa ráðunautar Fegrunárfélags-
ins að athuguðu máli komist að
þeirri niðurstöðu og eindregið
mælt með því, að verðlaunaveit-
ing fyrir fagra garða verði að
þessu sinni látin falla niður.
Stjórn félagsins hefur fallizt ú
rök þeirra og verða samkvæmt
því engin garðaverðlaun veitt í
sumar.
Félagið mun þó ekki láta slæmt
árferði þessa sumays hamla verð-
launaveitingum næsta ár, og hef-
ur í því sambandi verið um það
rætt, að garðaskoðun verði fram
vegis hagað svo, að fylgzt verði
með skrúðgörðunum og hirðingu
þeirra allt sumarið og verðlauna-
veiting miðuð við það tímabil,
en eigi aðeins ástand þeirra i
fyrri hluta ágústmánaðar.
Fegrunarfélagið flytur bæjar-
búum þakkir fyrir margvíslega
viðleitni þeirra að fegra bæinn
og prýða, enda á það svo að vera,
að hver íbúi hans leggi sitt fram
til þess að gera han sem fegurst-
an. En jafnframt vill félagið
beina þeirri ósk til allra, sem
eiga yfir lóðum að ráða, sem
ekki hefur verið gengið frá, að
þeir komi þeim sem fyrst í
snyrtilegt horf strax og bygginga-
framkvæmdum er lokið og láti
þá ekki heldur dragast lengur en
ítrasta nauðsyn krefur, að Ijúka
ytra búningi húsa sinna.
Minnumst þess, að fagur og
snyrtilegur höfuðstaður er sómi
borgaranna og prýði landsins.
sem blasir við þegar komið er
úr Þrengslunum, og í beina
stefnu austur yfir hraunið og
niður í byggð. Óvíst er hve langt
verður komist á þessu ári. Búist
er við að áfram verði haldið við
veginn fram á haust.
Hjörleifur Sigurðsson, verk-
stjóri, sem er um fertugt, á að
baki sér langan starfsferil hjá
vegagerðinni. Hann býr vestur í
Hrísdal í Miklaholtshreppi. Þeg-
ar hann var 10 ára gamall byrj-
aði hann sem kúskur með hest-
vagn er verið var að leggja
Stykkishólmsveg. Síðan hefur
hann unnið á hverju ári, meira
og minna, hjá vegagerðinni og
þetta er annað sumarið, sem hann
fer með verkstjórn. Hann tók við
á Þrengslavegi af Markúsi Guð-
níundssyni, verkstjóra, en hann
meiddist í fyrra við vinnu á
Þrengslavegi og hefur ekki geng-
ið heill til skógar síðan.
Hjörleifur verkstjóri við
Þrengslaveginn — byrjaði
sem „kúskur 10 ára.
Gamla íólkinu
boðið í skemmti-
ferð
AKRANESI, 13. ágúst — Nýlega
bauð Rotaryklúbbur Akraness
gömlu fólki í bænum, um 70
manns, í skemmtiferð. Ferðað-
ist þáð í nýju langferðabílunum
tveim, sem til eru á staðnum.
Lagt var af stað kl. 1 e.h.
Fyrst var ekið í Borgarnes og
drukkið kaffi á Hótel Borgar-
nesi. Þá var skoðaður skrúðgarð-
urinn í Skallagrímsdal og hin
fagra og myndarlega kirkja
Borgnesinga. Að því búnu var
ekið í indælu veðri um Hest-
háls, neðanverðan Skorradal,
fram hjá Andakílárvirkjun og
komið heim kl. 9 um kvöldið.
Fararstjórar voru Hálfdán Sveins
son og Jón Guðmundsson.
Gamla fólkið hafði mikla
skemmtun af og biður Morgun-
blaðið að færa Rotaryfélagi
Akraness beztu þakkir fyrir
hugulsemina. — Oddur.
VÍN, 13. ágúst. — Óveður og ofsa
leg flóð ullu manntjóni og mikl-
um skemmdum á mannvirkjumí
Austurríki og ’S-Þýzkalandi í dag.
A.m.k. tveir drukknuðu og tveir
biðu bana, er þeir urðu fyrir
eldingu, en mikið þrumuveður
gekk yfir á undan regninu, sem
um nær gervallt Austurrki var
líkast skýfalli. Hundruð manna
urðu að flýja heimili sín — og
hópur ferðamanna reyndu að
forða sér norður á bóginn En
undankomuleiðir voru ekki greið
ar, því að samgönguleiðir spillt-
ust mjög og talsímakerfi í sveit-
um eru víða í inolum.
Allt var á kafi í Vín og Salz-
burg og fólk reyndi alls staðar
að forða sér eftir beztu getu.
Brýr tók af ám og fljótum og
vegir grófust í sundur í vataas-
flauminum. Sums staðar eru
hálfir eða heilir bæir og þorp
undir vatni — og herlið og
Breiðadalsheiði
aftur fær bílum
ÍSAFIRÐI, 13. ágúst. — Síðast-
liðinn mánudagsmorgun vai hér
norðvestan-hvassviðri og snjóaði
talsvert í fjöll. í áhlaupi bessu
lokaðist vegurinn yfir Breiðadais
heiði, en slíkt mun einsdæmi um
þetta leyti árs.
Vegurinn yfir heiðina er nú
aftur fær orðinn og opinn til um
ferðar, og þegar þetta er ritað,
er komið gott veður hér á ísa-
firði. —G.K.
slökkvilið eru önnum kafin við
að bjarga þeim, sem hafast við
á húsaþökuin og hæðardrögum.
Björgunarstarfið er erfitt, því að
stormur er víða mikill og regnið
streymir úr loftinu eins og hellt
sé úr fötu. í mörgum héruðum
hefur vetrið lýst yfir neyðar-
ástandi — og gerðar hafa verið
ráðstafanir til að flyjta brott allt
fólk úr bæjum og sveitum, sem
mesta hættan vofir nú yfir.
í FRÁSÖGN blaðsins af frum-
varpi forsætisráðherra um sam-
komudag næsta reglulegs Al-
þingis í gær varð misræmi í frétt
og fyrirsögn, sem olli því, að
ekki var ljóst hver hin fyrirhug-
aði samkomudagur Alþingis er.
Þessi dagur er 20. nóvember
1 næstkomandi.
Fjórtán íslendingum
boðið til Crœnlands
GRÆNLANDSMÁLARÁÐU-
NEYTIÐ hefir boðið fjórtán Is-
lendingum í stutta kynnisför til
Grænlands. Fer hópurinn héðan
á þriðjudaginn kemur og hefir
tveggja daga viðdvöl í Græn-
landi. — íslendingamir, sem eru
hinir fyrstu, sem boðið er að
heimsækja Grænland, munu m.a.
fara til Bröttuhlíðar, þar sem
bær Eiríks rauða stóð.
Deildarstjóri Grænlandsmála-
ráðuneytisins, Finn Nielsen, verð
ur fararstjóri hópsins, og kemur
hann hingað ásamt sex Dönum.
Deildarstjórinn er systursonur
L. Storr, aðalræðismanns Dana
hér. —
I þessa Grænlandsreisu býður
ráðuneytið þeim einstaklingum
og embættismönnum, sem á einn
eða annan hátt hafa veitt aðstoð
á síðari árum vegna hinna stór-
Ofsaveður og rigning veldur mann-
tjóni og stórspjöllum
Samkoimidagur
þings 20. nóvemlter
auknu samgangna milli Græn-
lands og Islands. — Að því er
blaðið hefir fregnað verða m. a.
í förinni þrír læknar, nokkrir
starfsmenn stjórnarráðsins, full-
trúi frá Flugmálastjórninni og
annar frá Flugfélagi íslands, en
með íslendingunum fara héðan
auk þess sendiherra Dana, Knuth
greifi, og Storr, ræðismaður.
Héðan verður flogið til Narsar-
suak-flugvallar, en meðal staða,
sem komið verður við á, auk
Bröttuhlíðar, verður Juliane-
háb og Qagssiarssuk og Uperna-
varssuk, en þar getur einnig að
líta, eins og í Bröttuhlíð, rústir
frá hinni fornu byggð Islend-
inga í Grænlandi.
Þessi skyndiheimsókn mun
standa yfir tvo daga, og eru
ferðalangarnir væntanlegir heim
aftur að kvöldi þess 19.