Morgunblaðið - 10.09.1959, Síða 16
16
MORCZJNRT/AÐIÐ
Fimmtudagur 10. sept. 1959
áherzlu, sem hann lagði á mann-
úðina duldist útsmoginn athafna
maður. Ef fallizt var áhræsni
hans, þá var úti um allt. Það varð
að taka á honum, þar sem hann
var viðkvæmastur fyrir.
„Hafið þér lesið blöðin frá
Leopoldville?1' spurði Hermann.
„Vissulega. Annars hafa heims
blöðin lika farið að ræða málið.
Vinur okkar Delaporte er að
leika hættulegan leik“.
„Ég skil yður ekki, herra for-
etjóri".
Martin brosti ennþá sinu föð-
urlegasta brosi.
„Vinur okkar, Delaporte",
sagði hann, „hefur blöðin í Leo-
poldville í vasanum. En almenn-
ingsálitið í heiminum getur hann
ekki haft áhrif á. Verði mál höfð
að gegn Sewe, þá mun almenn-
ingsálitið í heiminum rísa upp
sem einn maður. Þér megið ekki
halda það, kæri herra verkfræð-
ingur, að við munum horfa þegj
andi á það, að við verðum svipt-
ir landsvæðum okkar. Við mun-
um benda á það, að fáeinir úran-
braskarar ætla að leggja undir
sig háborg mannúðarinnar“. —
Hann leit út um gluggann. Það
var auðséð, að hann var að gá
að kúlunum á Atomium, þar sem
gluggarnir glitruðu eins og hundr
að smástjörnur. „Úran merkir
atóm handa heiminum. Atóm
merkir atómsprengju. Við þurf-
um ekki annað en að skipa
„ergli Kongó“ gegn atóm-
sprengjubröskurunum og þá höf
um við allt mannkynið okkar
megin".
Hermann átti erfitt með að
■tilla sig. Þessi maður, sem hafði
munnþurrkuna bundna á sér og
var að gæða sér á lifrarbollum
með súrkáli, talaði eins og hann
sjálfur væri jólasveinninn sjálf-
ur. — Hermann mælti:
„Ég skil, að Séwe muni tala
þannig, herra forstjóri. En þér
eruð kaupmaður. Mér hefur ver-
ið falið það af Delaporte,
að------“
Martin bandaði frá sér með
hendinni.
„Segið þér ekki meira! Dela-
porte ætlar að bjóða mér hlut-
deild“.
„Ekki í vinnslu Sewe-svæðis-
ins, heldur í námum hans sjálfs".
„Það væri ódýrt bragð, herra
verkfræðingur. Ég kæri mig ekk-
ert um það“.
Hermann hugsaði málið. Hann
varð að hætta á, að gera síðustu
árásina.
„Yður skjátlast, herra Martin",
sagði hann, „ef þér haldið að
Delaporte hafi komið af stað
fréttunum um Sewe. Það væri
heimskulegt að gera það, meðan
á samningum okkar stendur •—
og þér þekkið Delaporte of vel
til þess að álíta hann heimskan.
Segjum svo, að Sewe sé sá eng-
ill, sem vafasamt „almennings-
álit“ vill vera láta. Þér eruð sjálf
ur, herra forstjóri, meðal stærstu
námueigenda í Kongó. Þér fram- <
leiðið einmitt þetta úran, sem
þér segið, að heimurinn álíti hrá-
efni djöfulsins". Hann saup á
glasi sínu. „Við höfum fullkomna
skrá yfir þá, sem styðja Sewe
fjárhagslega. Það hljóta allir að
reka augun í það, að stuðnings-
menn hans eru einmitt þeir, sem
hafa mestra úranhagsmuna að
gæta. Þar að auki höfum við óvé
fengjanlegar sagnir af því, að vel
gerðafélag yðar“ — hann lagði
dálitla áherzlu á „velgerða“ —
Sfúlka eða piltur
óskast strax til afgreiðslustarfa
Sunnubúðin
Laugateig 24
ATVINNA
Saumastúlkur óskast
Verksmibjan DÚKUR HJF.
Brautarholti 22
hefur vitað það, löngu áður en
innfæddraþorpin voru stofnuð, að
það var úran í jörðu á svæði
Sewes“.
André Martin tæmdi úr glasi
sínu. Það kom glampi í hin litlu
augu hans og kinnar hans roðn-
uðu enn meir.
„Ég ætla að spyrja yður einn-
ar spurningar í r.llri vinsemd,
herra verkfræðingur", sagði
hann. „Eruð þér kominn til
Brússel til þess að kúga mig?“
Og áður en Hermann gat tekið
fram í fyrir honum, hélt hann
áfram: „Það er fremur vonlaus
bvrjun. Við bíðum málaferlanna
með rósemi. Svar okkar er og
verður: Nei. Skál, herra verkfræð
ingur“.
Hermann var ekki viss um,
hvort hann ætti að lyfta glasi
sínu. Hann snerti það ekki.
Hálftíma síðar fóru þeir báð-
ir út úr veitingasalnum í þýzka
húsinu. Martin hafði kveikt sér í
gildum, dökkum vindli. — Þeir
gengu saman til Atomium.
Allt í einu nam Martin staðar.
Hann lagði hönd sína vingjarn-
lega á 'handlegg Hermanns.
„Annars vil ég segja yður,
herra verkfræðingur", sagði
hann, „að ef þér ætlið fyrir hvern
mun að hefja málaferli gegn
Sewe og félagi okkar, þá skuluð
þér að minnsta kosti ekki skara
kastaníunum út úr eldinum fyr-
ir Delaporte".
„Hvað eigið þér við með því?“
„Ég hef frétt, að bróðir yðar
eigi að koma fram sem aðalvitni.
Þið bræðurnir eruð báðir þýzkir.
Við Delaporte erum Belgíumenn.
Við erum heima hjá okkur í
Belgiska-Kongó. Það gæti farið
svo, að við Delaporte sættumst
einn góðan veðurdag". Hann
þagnaði. „Og að þið báðir útlend
ingarnir greidduð reikninginn“
Hann hélt áfram göngunni. „Þér
skuluð ekki taka það illa. Það var
aðeins vingjarnleg ráðlegging,
herra verkfræðingur".
Þeir skildu fyrir neðan hinar
gljáandi kúlur á Atomium.
Hermanni fannst hann hafa
beðið algeran ósigur, þegar hann
sat aftur í leigubílnum, sem ók
með hann um Boulavard Max til
„Hótel Metropole".
„Ég er með skilaboð til yðar“,
sagði dyravörðurinn, þegar Her-
mann nefndi herbergisnúmerið
sitt.
Silvía! hugsaði Hermann.
Því næst las hann miðann, sem
dyravörðurinn rétti honum yfir
borðið. Á hann var ritað með
fjólubláu bleki og stórum, bein-
um bókstöfum:
„Ég verð að tala við þig. Ég
er í Celeste. — Zenta“.
Hljóðfæraleikarinn spilaði 1
„Perroquet“-vínstofunni í Leo-
poldville, en hafði enga ánægju
af því. Vínstofan var hálf-tóm.
Margir hinna stöðugu gesta höfðu
litið inn, en þeir fóru aftur þeg-
ar þeir fréttu, að Zenta væri þar
ekki. Án hinnar rauðhærðu söng
konu var þessi vínkrá, með upp-
lýsta páfagauknum yfir útidyr-
unum, lík mörg hundruð öðrum
vinkrám í þessari borg, þar sem
voru flestar vínkrár af öllum
borgum Afríku.
Anton var búinn að sitja tvær
klukkustundir við afgreiðsluborð
ið. Hann var fyrir löngu hættur
að hafa tölu á viskýglösunum,
sem hann var búinn að láta renna
ofan í sinn þurra háls. Honum
þótti ekki varið í að drekka einn.
Á þessum tveimur klukkustund-
um var hann búinn að bjóða all
mörgum með sér. Það voru menn,
sem hann þekkti og menn, sem
hann þekkti ekki. Hann hafði
fulla vasa af peningum. Dela-
porte hafði greitt honum nokk-
uð fyrirfram. Hann hafði líka
fengið peninga hjá Luvin. — En
honum hélzt ekki á peningunum.
Það var eins og peningarnir vildu
ekki una sér hjá „Monsieur An-
tóníó“.
Hann hugsaði um Veru. Hann
hugsaði um Lúlúu. Hann hugsaði
um hvora fyrir sig og um báðar
í senn. Andlit þeirra runnu út í
eitt fyrir hinum rauðu augum
hans. Stundum rak hann upp hlát
ur, eins og honum hefði dottið
eitthvað verulega skritið í hug.
Það var skrítið, að Vera hafði
svart hörund. Það var skrítið að
Lúlúa var ljóshærð. Hann nudd
aði augun og hallaði sér á báða
olnbogana fram á borðið. Hann
hafði hringt til Veru hvað eftir
annað í marga daga. Hann mundi
ekki lengur, hve oft það var. —
Honum hafði verið sagt frá slysi
Silvíu á Delaporte-skrifstofunni.
Hann hafði sent barninu brúðu-
leikhús. Það var dýrasta leigfang
ið, sem hann gat fundið í leik-
fangaverzlunum á Boulevard
Albert I. Hann frétti það líka á
skrifstofu Delaporte, að Hermann
var í Brússel. Samt sem áður kom
Vera ekki í símann. Þjónustu-
fólkið var með ýmsar vífilengjur
þangað til síðdegis í dag, að
þjónninn sagði: „Frú Wehr kær-
ir sig ekki um að tala við yður,
herra Antóníó". Það var skirt og
greinilegt. Hann þurfti ekki að
ómaka sig oftar.
Og Lúlúa? Hann hafði gefið
henni fjörutíu og átta stCnda
frest, þegar þau hittust hjá
Sewe. Hann hafði \erið þess full-
viss, að hún myndi allt í einu
standa fyrir framan dyrnar hjá
honum áður en þessir tveir dag-
ar væru liðnir. Hamingjan mátti
vita, hve oft hún hafði hlaupið
frá honum, og hamingjan mátti
vita, hve oft hún hafði komið
aftur, dinglað skottinu og beygt
höfuðið niður eins og hundur,
sem hefur stolið sér einhverju til
Ungur reglumaður óskar eftir
AT VIININIJ
Til greina kemur: Sölumennska eða önnur vinna við
heildsölufyrirtæki. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir
13. þ.m. merkt: Reglusemi—4946
Við skulum dvelja hér yfir
nóttina, Ríkharður. Það er orðið
of áliðið núna til að leggja al
stað til baka. Vertu ekki svona
niðurdreginn, Markús, þú hefur
enn 12 tíma fxelsi, áður en þú
ferð fyrir réttinn. Þurrkaðu af
og hreinsaðu þennan gamla ofn,
Ríkharður, ég ætla að fara út og
höggva við í eldinn. Já, en
gleymdu bara ekki að koxna aft-
ur.
: að éta. Hann hafði í hvert skipti
barið hana og kysst hana, kysst
hana og barið hana. Og í hvert
sinn varð hann vissari um sinn
karlmannlega styrkleik. Hvað
hafði komið fyrir? Var nú hinni
ómótstæðilegu karlmennsku hans
lokið? Var Adam Sewe búinn að
gera Lúlúu að nunnu?
Allt gek!' öfugt. Hann rak upp
hlátur. Það var ekki annað en
hlæja að því, hve allt gekk öfugt.
„Það litur út fyrir, að þér haf-
ið ákaflega gaman að sjálfum yð-
ur“, sagði Georg Luvin.
Anton sá hinn uppstrokna,
unga mann með kanínu-tennurn-
ar eins" og gegnum þykka þoku.
Luvin var sá, sem hann nú vildi
sízt af öllum sjá.
„Hvað eruð þér að gera hérna,
Luvin?“ spurði hann.
„Ég verð að tala við yður".
„Ég tek ekki á móti nú sem
stendur. Engar fyrirskipanir".
„Verið þér ekki með neina út-
úrdúra, Antóníó".
Luvin leit í kringum sig. Þeir
sátu einir við vínstúkuna. — Af-
greiðslustúlkan fór burt, þegar
Luvin gaf henni bendingu.
„Engar fyrirskipanir", sagði
Anton aftur. Honum fannst
fyndni sín ágæt.
„Ég er búinn að leita að yður
í tvo daga“, sagði Luvin, án þess
að hirða um andmæli Antons. —
„Farið þér aldrei heim til yðar
nú orðið?“
„Hvers vegna ætti ég að fara
heim. Hreiðrið er tómt og flösk-
urnar líka“. Hann veifaði hend-
inni í hring í áttina að vínstúk-
unni. „Hérna eru flöskurnar þó
fullar“.
„Nú er ég loksins búinn að ná
í yður. Ég þarf að tala við yður
um áríðandi mál“.
„Ekkert er áríðandi". Anton
lagði hinar breiðu hendur sínar
á hinar mjóu herðar Luvins. —
Takið þér eftir því, Luvin. Ekk-
ert er áríðandi. Ég hef nú verið
þrettán ár í Leó, og ekkert hefur
gerzt ennþá. Af því sjáið þér, að
ekkert er áríðandi".
„Þér eigið að drekka sterkt
kaffi og hlusta á mig“.
Anton tæmdi viskýglasið, sem
stóð fyrir framan hann.
„Ég drekk viskýglas og hlusta
á yður, en því aðeins, að ég hafi
skemmtun af yður. Vitið þér, að
þér eruð eins og kanína á svip-
inn, Luvin?“
Luvin hrökk saman og losaði
sig undan höndunum, sem hvíldu
á öxlum hans, með því að hann
eins og skreið út á milli þeirra.
„Vitið þér, hvar Zenta er?“
spurði hann.
„Hef ekki húgmynd um það
og mér er líka sama“. Hann leit
á Luvin. „Vitið þér, hvar Lúlúa
er? Eða Vera?“
„Zenta er í Briissel", sagði Lu-
vin. „Hún hefur farið á eftir bróð
ur yðar“.
„Bróður mínum?"
Anton leit á hinn litla Belglu-
mann með augum, sem voru eins
og í freðinni ýsu. Því næst fór
hann allt í einu að hlæja, Hann
hristist af hlátrinum, eins og
harkalegar hendur væru að
hrista hann innan frá.
SHtttvarpiö
Fimmtudagur 10. september
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
12.50—14.00 ,,Á frívaktinni“, sjómanna
þáttur (Guðrún Erlendsdóttir).
15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fiéttir
og tilk.). — 16.30 VeðurCregnir.
19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðuifr ).
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 ,,Á stjómpallinum*4, kafli úr ævi
sögu Eiríks Kristóferssonar skip*
herra Skrásett hefur Ingólfur
Kristjánsson (Gils Guðmundsson
rithölundur les).
21.00 íslenzk tónlist: Tónverk eftir Sig
urð Þórðarson.
21.30 Útvarpssagan: Garman og Worse
eftir Alexander Kielland. VIII.
lestur (Séra Sigurður Einarsson),
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: Úr „Vetrarævintýr*
um“ eftir Karen Blixen II. lestur
(Arnheiður Sigurðardóttir).
22.30 Sinfónískar tónleikar:
Sinfónía nr. 2 eftir Leevi Made-
toja. Hljómsveitin Finlandia leik«
ur. Martti Similá stjórnar.
23.10 Dagskrárlok.