Morgunblaðið - 20.10.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.10.1959, Blaðsíða 3
ÞriðjudagUr 20. okt. 1959 UOPCriVnT AÐ1Ð 3 Höfuðstolt okkar er UNGUR þjóðverji Hermann Schlenker_ sem hefur dvalið hér undanfraið á vegum Helgafells og tekið mynd- ir af listaverkum Ásmundar Sveinssonar, kom fyrir skömmu á ritstjórnarskrif- stofu Morgunblaðsins og hafði með sér myndina, sem hér er birt. Ritstjóri Morgun- blaðsins var ánægður með myndina og hrakti einn af blaðamönnunum út í rigning- una til að hafa upp á mann- inum, sem myndin er af og setja hana hér á síðuna með stuttu rabbi. Maðurinn reynd- ist vera Ragnar Kjartansson, leirkerasmiður, Óðinsgötu 13, og fyrirtæki hans heitir Glit h.f. — Þegar blaðamaðurinn hafði bölvað rigningunni hressilega og hlotið samúð Ragnars, hófst samtalið. — Hvenær fékkst þú áhuga fyrir keramik, Ragnar? — Það var nú snemma. Ég var sveitastrákur vestur á Snæfellsnesi fyrir um það bil 20 árum, og þangað bárust keramikmunir frá Guðmundi í Miðdal, en hann var þá og lengi eini maðurinn, sem fékkst við slíkt hér á landi. Pabbi og Guðmundur voru kunningjar og það varð að ráði að ég færi til Guðmundar, eft- ir að ég lauk héraðsskólanámi. Ég var alltaf að teikna, þegar ég var strákur. Ég byrjaði hjá Guðmundi 1939 og var hjá honum öll stríðsárin. En á sumrin fór ég heim í heyskap- inn, eða brá mér á síldveiðar til að afla mér peninga. Jafnframt hóf ég nám í teikningu hjá Kurt Zier í Handíðaskólanum á veturna, en hann hóf þá einmitt starf- semi sína vestur í Stýrimanna- skóla. Þetta nám var eingöngu á kvöldin, og svo hefur næst- um allt mitt nám verið. Þegar stríðinu lauk hafði ég lokið námi mína hjá Guð- mundi, og þá komst ég að í Slöjtforeningens skole í Gauta borg við keramiknám og teikningu. Þar var ég tvö náms tímabil, kom þá heim og byrj- aði hjá Funa, sem var þá ný- stofnaður 1948, og hóf jaín- framt nám hjá Ásmundi Sveinssyni í myndhöggvun og var þar um 5 ára skeið. — Hverjir stofnuðu Funa? Stofnendur Funa voru Ragna í Flóru, Ingimar. Sig- urðsson í Fagrahvammi og Pétur Gunnarsson, tilrauna- stjóri. Ég gekk svo í fyrir- tækið, þegar ég kom heim, en það hafði þá starfað í nokkra mánuði. Þetta var nokkuð stórt verk- stæði, margt fólk í vinnu. Svo liðu árin. — Yarð ekki einhver breyt- ing á íslenzkri keramik á þessum árum? — Nei, keramik hafði stað- ið í stað frá því Guðmundur byrjaði. En eftir að ég kom heim, fórum við að gera til- raunir með nýtízku tækni í keramik. Það gekk mjög seint og erfiðlega, enda ekki nógu margir sem höfðu lifandi á- huga fyrir framförum á þessu sviði. Islenzki leirinn er miklu grófari en leirinn í Skandí- navíu. Hér á íslandi er ekki til plastískur leir, nema leir, sem hefur myndazt við hver- ina. Það eru í honum óhrein- indi, brennisteinn og kísili, sem hefur slæm áhrif á gler- unginn. Bæði leir og glerung- ur verður ða eiga ná- kvæmlega saman til þess að fá slétta áferð á glerunginn. Okkur tókst þó að finna upp leirblöndu, sem hægt var að steypa úr, en áður þurfti að þrýsta með höndunum í mót- in. Þetta skapaði marga nvja möguleika. Það tók mjög lang- an tíma að fá litina hreina í glerungnum. Árið 1953 keypti ég Funa, ásamt bræðr- unum Hauki og Björgvin Kristóferssonum. Skömmu seinna fór ég aftur til Sví- þjóðar — til Uppsala, Egeby. Þar er geysistór verksmiðja í keramik. Vinna í henni um 700 manns. — Þar hefur þú auðvitað séð ýmislegt nýtt? — Já, mér varð þessi tími að miklu gagni. Ég fékk yfir- sýn yfir það, sem var að ger- ast í nútíma keramík. Eftir að ég kom heim hélt ég sýningu í sýningarsal Regnbogans, sem var tíma- mótasýning í leirmunagerð minni. Ég stofnaði Glit ásamt Pétri Sæmundsen, formanni Fél. ísl. iðnrekenda og Einari Elíassyni, framkvæmdastjóra Regnbogans. Og nú tel ég mig vera kominn það langt, að ég geti unnið. veggskreytingar eftir listamenn og einnig utan- húss veggfleti, því plöturnar stkeramik þola hvers konar veður, og litirnir halda sér algjörlega. Þetta er orðið mjög eftirsótt. — Fyrirtækið gengur þá vel? — Já, þetta gengur allt vel. Engin stórgróði. Þetta er að nokkru leyti á tilraunastigi. Maður fer alltaf út í nýja ag erfiðari hluti til að staðna ekki. Og hér er þolanlegt oln- bogarúm. •— Nokkrar nýjungar á ferð- inni? — Ja, alit slíkt er atvinnu- leyndarmál. Þó get ég sagt, að ég mun leggja áherzlu á form á næstunni. Svo er það draum- ur minn að fá fallega, einlita glerunga, en fram að þessu hef ég lagt áherzlu á munstur- skreytingar. Við notum aldrei sama munstrið aftur, breytum alltaf til. Minjagripir eru stór liður í framleiðslu okkar, íslenzkir fuglar og litlir disk- ar, sem eru málaðir með ís- lenzkum fyrirmyndum. Þeir eru mjög eftirsóttir af ferða- mönnum. En okkar höfuðstolt er listkeramik, eingöngu mód- elhlutir, einn af hverri gerð. Og nú eru jólaannirnar byrj- aðar, eins og þú sérð. — Þá er bezt að ég sé ekki að trufla þig lengur. Sjóður stofnaður til þess að stuðla að aukinni menntun og þjálfun iðnverkafólks F. í. I. færir lðju afmælisgjöf MBL. hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Félagi ísl. iðnrekenda: „Fjölmennur fundur í Félagi íslenzkra iðnrekenda var haldinn í Leikhúskjallaranum sl. laugar- dag. Formaður félagsins, Sveinn B. Valfells, setti fundinn og bauð gesti velkomna. Sérstaklega bauð hann dr. Jón Vestdal forstjóra Sementsverksmiðju ríkisins vel- kominn til fundarins, en Sements verksmiðjan er nú orðin meðlim- ur í FII. Fundarstjóri var kjör- inn Kristján Friðriksson. Söluskattur iðnfyrirtækja Sveinn B. Valfells flutti fram- söguræðu um störf FÍI undan- farna mánuði og þau mál, sem nú eru efst á baugi í félaginu. Ræddi hann m.a. um söluskattinn og hve erfiðlega hefði gengið að fá tví- greiddan söluskatt hjá iðnfyrir- tækjum endurgreiddan þrátt fyr- ir skýlaus ákvæði þar um. Þá skýrði formaður frá því, að við- skiptamálaráðherra hefði skipað nefnd til að athuga lánamál iðn- fyrirtækja og sérstaklega endur- kaup Seðlabankans á víxium með tryggingu í iðnaðarvörum. í nefndinni, sem þegar er tekin til starfa, eiga sæti þeir dr. Jóhannes Nordal, bankastjóri, Gunnar Vagnsson stjórnarráðsfulltrúi, og Sveinn B. Valfells. Einnig ræddi formaður um undirbúning að byggingu fjöliðjuversins við Grensásveg, en viðræður hafa staðið yfir á milli fulltrúa frá'FÍI og Landssambands iðnaðarmanna annars vegar og fulltrúa frá Reykjavíkurbæ hins vegar um samstarf við að hrinda verkinu af stað. Þessu næst skýrði for- maður frá ferð sinni og fjögurra annarra fulltrúa frá FÍI á ráð- stefnu iðnaðarsamtaka Norður- landa, sem haldin var í Bergen dagana 9—12 september sl. Buðu íslenzku fulltrúarnir, að ráð- stefnan yrði haldin í Reykjavík að ári og var það boð þegið. Loks ræddi formaður nauðsyn þess að efla menntun og þjálf- un iðnverkafólks í landinu og lagði svohljóðandi tillögu fyrir fundinn: „Almennur fundur í Félagi ísl. iðnrekenda haldinn laugardaginn 17. október 1959 í Leikhúskjall- aranum samþykkir að stofna sjóð í tilefni af 25 ára afmæli Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykja- vík, með 100.000 króna stofnfram- lagi. Sjóðurinn hafi það að mark- miði að stuðla að aukinni mennt- un og þjálfun iðnverkafólks og verði stjórn hans skipuð fulltrú- um beggja félaganna“." Var tillagan samþykkt sam- hljóða. Samtalsnefndir launþega og vinnuveitenda Þessu næst flutti Helgi Ólafs- son hagfræðingur erindi um sam- starfsnefndir launþega og vinnu- veitenda í Danmörku og Noregi, en fulltrúar nokkurra samtaka höfðu kynnt sér þau mál fyrr á árinu. Sagði Helgi m.a., að sam- starfið væri til þess ætlað að efla framleiðsluna, skipuleggja vinn- una, auka framleiðsluafköst og lækka framleiðslukostnað auk þess sem fjallað væri um öryggi, heilbrigði og þrifnað á vinnustöð- um o. fl. Hefur samstarfið yfir- leitt reynzt ágætlega og er út- breitt í stórum iðnfyrirtækjum. Loks flutti Barði Friðriksson lögmaður og skrifstofustjón Vinnuveitendasambandsins erindi um fræðslu launþega og vinnu- veitenda í Danmörku. Ræddi Barði aðallega um skóla verka- lýðssamtakanna í Esbjerg og skóla Vinnuveitendasambandsins á Egelund. Skýrði hann frá þeirri athyglisverðu starfsemi, sem rek- in er í skólum þessum, en þar eru þátttakendur m. a. fræddir um samstarf launþega og vmnu- veitenda, efnahagsmál, félags- mál, o. fl. Loks ræddi Barði þörf- ina fyrir slíka fræðslu hér á landi og var þess mjög hvetjandi, að skólar með svipuðu sniði yrðu stofnsettir í framtíðinni“. „Við erum öll á sama báti“ Mbl. sneri sér til Sveins Val- fells í gærkvöldi og spurði hann nánar um hina 100 þús. kr. gjöf Félags ísl. iðnrekenda til Iðju, réiags verksmiðjufólks. — Það er nú lítið um þetta að segja, sagði Sveinn. Allir sem að iðnaði starfa, jafnt þeir setn starfa að hlutunum og þeir sem verkinu stjóxna, eru á sama báti y’ið keppum öll félagslega að vei- farnaði islenzks iðnaðar og að hann geti gefið sem Dezta þjón- Framh. á bls. 22. mKmiNAR „Algert purkunarleysi Framsóknar“ Vegna margháttaðra sambanda hafa kommúnistar náin kunnug- leika á starfsháttum Framsóknar og segir um þá í Þjóðviljanum sl. sunnudag: Framsókn er nú aftur tekin til við sömu iðju og fyrir kosning- arnar í sumar, að gefa út sér- stakt kosningablað, sem borið er í hverja íbúð í Reykjavík. í sum- ar var það „Kjördæmablaðið" alræmda, nú heitir það „25. októ- ber“. Enn hafa að vísu ekki feng- izt neinar upplýsingar á bvi hvaðan fjármagn kom til að gefa út „Kjördæmablaðið“ í 40.00# eintökum fyrir sumarkosningirn- ar, og láta dreifa því ókeypis i hvert hús í bænum. Framsóknarflokkurinn hefur að vísu notið „ríflegs styrks" frá samvinnuhreyfingunni, en samt hefur flokkurinn löngum þótt hafa grunsamlega mikil fjárráð, fjárausturinn í „Kjördæmablað- ið“ er lítið dæmi. Fyrir nokkru kom fram sú ásökun á Alþingl að beint samband hefði verið i áratugi milli brennivínsgróðans af Hótel Borg og f járhirzlu Fram- sóknarflokksins. Hvað sem því líður hefur það raunar aldrei verið skýrt, hvers vegna Fram- sóknarflokkurinn setti á sínum tíma einn mikilhæfasta flokks- foringja sinn yfir Áfengisverzlun ríkisins, og annan úr innsta hring flokksforustunnar í sæti hans er það losnaði. Náin tengsl Fram- sóknarflokksins við Hótel Borg hafa ekki farið fram hjá Reyk- víkingum og svörin við fyrr- nefndri ásökun voru vandræða- leg og loðin. Algert purkunar- leysi Framsóknarforustunnar í meðferð opinbers fjár er einnig á alþjóðavitorði og fjármálaráð- herra hefur hann átt lengst af frá 1927. Enda virðist þetta ekki fátækur flokkur". Þessi er skýring Þjóðviljans á ríkidæmi Framsóknar. „Er betta vinstri barátta?“ Annars staðar í Þjóðviljanum er sama dag komizt svo að orði: „Það tekur í hnúkana að flokk- ur sem uppvís er að þvílíkri sið- spillingu skuli leyfa sér að koma nú fram fyrir kjósendur og bjóð- ast til að hafa forystu fyrir vinstri baráttu! Er vinstri barátta þá í því fólgin að stunda smygl og lögbrot? Er það einkenni henn ar að stofna gróðafélög til þess að okra á almenningi? Er vaxtar- brodd hennar ef til vill að finna í íssjoppunum sem tengdar eru sjálfum formanni Framsóknar- flokksins og hafa sprottið upp eins og gorkúlur fyrir tilstilli hans á undanförnum árum?“ Og svo eru kommúnistar ekkl í rónni af því að þeir eru ekki í ríkisstjórn með þessu fólki! „Hann finnur til sín hann Fúsi vert“ Svo var sagt á sínum tíma og virðist eiga við enn. í gær send- ir Vigfús Sjálfstæðismönnum kveðju í Tímanum og segir: „En kjarna hans skipa um 250 heildsalar og nálægt þúsund aðr- ir einkakaupsýslumenn, sem hafá það að aðaltakmarki að græða fé á samferðamönnum sjnum. Og því miður of margir þeirra setja sál sína í eigin buddu, þótt á ýmsan hátt hafi þeir verið góðir og efnilegir menn, sem langaði til að láta eitthvað gott af sér Ieiða. Þannig verður Mammon of oft þeirra ofjarl. ----Svo er fjöldi vesalinga og margt góðra manna, sem hangir aftan við þennan kaupmannalýð, án þess að ráða nokkuð, nema að vera kosniugamatur gróðamann-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.