Morgunblaðið - 06.11.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.1959, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐ1Ð Föstudagur 6. nóv. 1959 < Lántaka Sogsvirkjunarinnar og Seðlabankinn valda deil- um á bæjarstjórnarfundi A BJÆARSTJÓRNARFUNDI í gær var tekin til umræðu fund- argerð bæjarráðs frá 3. nóvem- ber, en 12. liður þeirrar fundar- gerðar er á þessa leið: Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sogsvirkjunarinnar frá 29. f.m. eg 3. þ.m., með ályktun um skuldabréfalán hjá Seðla- bankanum. Vísað til bæjarstjórn- ar Seðlabankinn tók að sér að bjóða út lánið Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, tók þennan lið fundargerð arinnar sérstaklega til umræðu. Rakti hann aðdraganda þess er bæjarstjórn og ríkisstjórnin höfðu samráð við að útvega 30 milljón kr. lán til Sogsvirkjunar- innar. Hefði niðurstaðan orðið sú, sem kunnugt væri, að Seðlabank- inn hefði tekið að sér að bjóða út lán þetta og hefðu verið sam- þykkt á Alþingi lög s.l. vor í því sambandi. Seðlabankinn hefði talið nauð- synlegt að verðtryggja skulda- bréfin eftir nýjum leiðum. Væri trygging þeirra því ekki miðuð við vísitölu heldur væri miðað við meðaltaxta á rafmagni í Reykjavík. Bréfin væru gefin út frá einu til fimm ára og vextir fimm og hálft til sjö prósent. Hefði orðið samkomulag um þetta við ríkisstjórnina og Seðla- bankann. Þá skýrði borgarstjóri svo frá, að er mál þetta hefði verið tekið til meðferðar í stjórn Sogsvirkj- unarinnar, hefði einn stjórnar- meðlimur, Einar Olgeirsson, talið lánsskilyrðin óaðgengileg og hefði hann borið fram tillögu á þá leið, að vextir bréfanna yrðu lækkaðir 14%, lántökugjaldið, sem er 1% yrði lækkað í hálft prósent og þess yrði krafizt, að fullskipaður stjórnarfundur í Seðíabankanum tæki afstöðu til málsins. Þessi tillaga hefði verið felld í stjórn Sogsvirkjunarinnar með 3 atkv. gegn 1. , Skuldabréfin yrðu gerð seljanleg c. unnar Thoroddsen sagði frá því, að Seðlabankinn hefði lagt á það sérstaka áherzlu, að skulda bréfin væru úr garði gerð eins og þau eru, með tilliti til þess, að þau yrðu seljanleg. Fleiri en Ein- ar Olgeirsson mundu gjarnan vilja að vextir af bréfunum hefðu ekki þurft að vera nema 4%, en þá væri enginn möguleiki á að selja bréfin. Um lántökugjaldið lét borgar- stjóri þess gétið, að það væri jafn hátt og gjald það, er Fram- kvæmdabankinn hefði tekið fyrir lánsútvegun. Um þriðja atriðið í tillögu Einars Olgeirssonar, að leggja bæri málið fyrir fullskip- aðan stjórnarfund í Seðlabankan- um, væri það að segja, að um málið hefði einkum verið rætt við bankastjóra Seðlabankans, þá Vilhjálm Þór og Jón Maríusson, en hitt væri svo mál bankans, hvort þeir tækju málið fyrir á fullskipuðum stjórnarfundi eða ekki, og hefði stjórn Sogsvirkj unarinnar ekki talið ástæðu til að segja þeim fyrir verkum um það atríði. Borgarstjóri kvaðst að lokum vilja leggja til, að mál þetta yrði samþykkt óbreytt í bæ j arst j órninni. Fullskipaður stjórnarfundur Guðmundur Vigfússon talaði næstur. Kvaðst hann vilja minna á, að er lántaka til Sogsvirkjun- arinnar hefði verið í undirbún- ingi, hefði Einar Olgeirsson hald- ið því fram, að hægt mundi að fá lán í Sovétríkjunum eða Tékkó slóvakíu með lágum vöxtum. Niðurstaðan hefði þó orðið sú, að | lánið hefði verið tekið í Banda- ríkjunum með miklu óhagstæðari kjörum. Seðlabankinn krefðist 7% vaxta og 1% lántökugjalds, en mundi þó lána þetta fé sjálfur en ekki selja skuldabréfin. í lok ræðu sinnar bar Guðmundur fram tillögu frá fulltrúum Ai- þýðubandalagsins í bæjarstjórm inni á þá leið, að bæjarstjórnin legði til að skuldabréfin yrðu með 4% vöxtum, lántökugjaldið Vz% og fullskipaður stjórnar- fundur í Seðlabankanum tæki af stöðu í málinu. Ekki lán frá Seðlabankanum Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, kvað það á misskilningi byggt hjá Guðmundi Vigfússym, er hann talaði um beint lán frá Seðlabankanum. Skuldabréfin væru þannig úr garði gerð, að von væri um að selja þau á al- mennum markaði, enda byggð- ist lánútvegunin fyrst og fremst á sölu skuldabréfómna. Þá vék borgarstjóri að tillögu Einars Olgeirssonar um lántöku í Sovétríkjunum, er Guðmundur Vigfússon hefði minnzt á. Kvaðst hann í því sambandi vilja taka fram, að ekki hefði legið endan- lega fyrir, hvort lán væri fáan- legt, né heldur, hvort sú lántaka yrði bundin þeim skilyrðum, að vélar og annar útbúnaður yrði keyptur í 'Sovétríkjunum eða ann arsstaðar austan jámtjalds. Kvaðst borgarstjóri hafa snúið sér til forsætisráðherra vinstri stjórnarinnar, Hermanns Jónas- sonar, og fengið þær upplýsing- ar, að ekkert lægi fyrir um slíkt lán og ríkisstjórnin mundi ekki hafa milligöngu um það. Guðmundur Vigfússon kvað reynsluna eiga eftir að skera úr því, hvort um beint lán yrði að ræða frá Seðlabankanum eða ekki. Hann sagði einnig, að það hefði aldrei legið endanlega fyrir. hvort hægt væri að fá umrætt lán í Sovétríkjunum eða ekki, því aldrei hefði verið leitað eftir því, hvorki af ríkisstjórninní né af stjórn Sogsvirkjunarinnar. hljóðs. Kvað hann sorglegt hve sjónarmið peningabraskarans mætti sín mikils í þessu landi. Hefði verið leitað til Alþingis um málið í fyrravetur og þeirri mála leitan fyrst hafnað, en svo hefði verið leitað aftur til Aþingis og þá hefði málið verið samþykkt og sjónarmið peningabraskarans þar með orðið ofan á. Alfreð kvað Seðlabankann engan áhuga hafa á að selja bréfin. Það væri ekki verið að gera þau aðgengileg til sölu, heldur aðgengileg fyrir Seðlabankann. Taldi hann mjög illa gengið frá þessu öllu. Almenningur legði til lánsféð Geir Hallgrímsson minnti á að hér væri um almennt lánsútboð að ræða og lánskjörin miðuðust við það, að almenningur keypti skuldabréfin og legði þannig fram það lánsfé, sem Sogsvirkj- uninni vanhagaði um. Þegar Alfreð Gíslason héldi því fram að lánskjörin væru ákveðin með til- liti til hagsmuna peningabrask- ara, þá væri hann um leið að stimpla almenning, væntanlega kaupendur bréfanna, sem pen- ingabraskara. Bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins dragi í öðru orðinu í efa að almenningur mundi kaupa bréfin og veita lánið til Sogs- virkjunarinnar gegn hinurn ákveðnu vöxtum og væri það út af fyrir sig vísbending um að lánskjörin væru ekki of hag- kvæm fyrir lánveitanda. Það væri gersamlega óraun- hæft hjá kommúnistum að tala um 4% vexti, þegar bankar og spari- sjóðir greiddu hærri vexti fyrir kvaðalaust innlánsfé. Það væri nauðsynlegt fyrir fjárhagskerfi landsins að jafnhliða þessari 30 milljón kr. lántöku yrði samsvar andi ný sparifjármyndim. Þess vegna þyrfti almenningur að finna hvöt hjá sér og hafa hag af að kaupa bréfin, en Seðlabank- inn sem allra minnst að veita umbeðið lán sjálfur þar sem út- lán væri þegar meiri en sparifjár myndun þjóðarinnar gæfi tilefni til. Seðlabankinn hefði væntan- „Sjónarmið peningabraskarans“ Alfreð Gíslason kvaddi sér ' lega engin ráð önnur, ef hann !***00***t* 000*0*0000 *.,0 .0 J* 0 0 s Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins LANDSHAPPDRÆTTI Sjálfstæðisflokksins hefur staðið yfir frá því í apríl sl. Var miðum þá þegar dreift til um- boðsmanna um allt land, og hefur sala þeirra víðast hvar gengið allgreiðlega og sums staðar vel. Við síðasta yfirlit um sölu var staðan þessi: Mýrarsýsla ....................... 47.05% Keflavík og Gullbringusýsla ...... 45.45% Siglufjörður ..................... 38.92% Suður-Þingeyjarsýsla ............. 35.00% ísafjörður og N-ísafjarðarsýsla .. 33.75% Kópavogur ........................ 33.33% Borgarfjarðarsýsla .............. 31.48% Árnessýsla ....................... 31.00% Yfirlit þetta er tekið fyrir kosningamar 25. okt. sl., og er því óhætt að fulyrða, að salan hafi aukizt að mun frá þeim tíma. — Dregið er í Landshappdrættinu 1. desember n. k. Þessi mánuður er því lokaspretturinn í sölunni. Happdrættis- nefndin hvetur umboðsmenn sína um land allt til þess að gera síðasta átakið árangursríkt og stefna að 100% sölu um gjörvallt land. Jafnframt skorar happdrættisnefndin á alla þá, sem hafa fengið senda miða heim og ekki enn hafa gert skil, að gera það nú þegar. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Kaupið miða í Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins. ætti að veita lánið sjálfur, en að draga úr öðrum lánveitingum eða láta prenta fleiri peningaseðla. Með prentun fleiri seðla væri gildi peninganna rýrt, en það mundi aftur leiða af sér hækk- að vöruverð og aukningu verð- bólgunnar. Sá mundi verða árang urinn, ef stefnu kommúnista væri fylgt. Því lét hann málið ekki til sín taka? Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri kvaðst fáu hafa við það að bæta, er Geir Hallgrímsson hefði sagt. En þar sem Alþýðu- bandalagsmönnum væri svo um- hugað að öll stjórn Seðlabankans mætti á fundi til að taka afstöðu í þessu máli, vildi hann varpa fram þeirri spurningu, hvers vegna fulltrúi Alþýðubandalags- ins í bankaráði Seðlabankans, sem einnig væri varabæjarfull- trúi, hefði ekki látið til sín taka til að bjarga Reykjavíkurbæ frá // Barnfóstran 44 ÞAÐ er oft talsvert er nefnilega bezta vin heimilisvandamál, þeg kona hennar — og ar hjón vilja skjótast gætir barnanna með að heiman á kvöldin glöðu geði, þegar til þess að lyfta sér Daisy er önnum kafin ofurlítið upp — hvar við vinnu sína. Og á að fá barnfóstru. — litlu hvolparnir kunna En hún Daisy, mynd- hið bezta við „barn- arleg bolabítstík í fóstruna" sína. Willy Hagenback-sirk Það er ekki létt usinum í Þýzkalandi, verk fyrir unga móð- þarf ekki að hafa nein ur að annast um fimm ar áhyggjur af slíku — börn — þegar faðir- þótt hún sé einstæð iim sýnir það ábyrgð- móðir með mörg börn. arleysi að hlaupast á — Ljónaynjan Negus brott frá öllu saman. — Negus skilur, að við saman. Og þær eru hjartanlega sammáia um það vinkonurnar, að þessum „karlmönn- slíkar aðstæður verða um“ sé alls ekki treyst „konurnar“ að halda andi.......... þessum ósköpum, sem „peninga- braskarar" ætluðu að leiða yfir hann, að sögn Alfreðs Gíslason- ar. Tillaga bæjarfulltrúa Al- þýðubandalagsins var felld, en málið samþykkt með 12 atkvæð- um gegn þremur. „Allt á sama stað44 - minnist afmælis með sérstökum hætti EIN stærsta og kunnasta bíla- verzlun landsins, sem nýlega átti 30 ára starfsafmæli, hefur minnst þessa merka áfanga m.a. á þann hátt, að veita ríflegan styrk til náms hér og erlendis, í fjögur ár. Er hér um að ræða fyrirtækið „Allt á sama stað“, — bílaverzlun Egils Vilhjálmssonar h.f. að Laugavegi 118. í gær barst Mbl. svohljóðandi fréttatilkynning frá Háskóla ís- skóla íslands um þessa höfðing- legu gjöf fyrirtækisins og for- ráðamanns þess Egils Vilhjálms- sonar forstjóra: H.f. Egill Vilhjálmsson hefur í tilefni 30 ára afmælis fyrirtæk- isins ákveðið að veita námsstyrk einum efnalitlum og efnilegum stúdent í viðskiptafræðum hér í háskólanum. Styrkurinn verður veittur til þess að ljúka prófi 1 viðskiptafræðum hér innan eins árs og til þess að Ijúka prófi í erlendum háskóla i sömu fræði- grein á næstu þremur árum. Styrkurinn er alls 70.000 krón- ur og greiðist með 10.000 kr. 1959/60 og síðan árlega 20.000 kr. næstu þrjú ár. (Frá Háskóla Islands). Breytingar á Ing- ólfi Arnarsyni A BÆJARSTJ ÓRNARFUNDI í gær var tekin til afgreiðslu til- laga útgerðarráðs um breytingar á togaranum Ingólfi Arnarsyni, sem skýrt var frá hér í blaðinu í gær. Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, gerði grein fyrir málinu, en því næst var tillagan sam- þykkt með samhljóða atkvæð- um. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.