Morgunblaðið - 06.11.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.11.1959, Blaðsíða 9
Föstudagur 6. nóv. 1959 MORGVNBLAÐ1Ð 9 Guðjón Jónsson írésmiður — Minning í DAG er gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum útför Guðjóns Jónssonar trésmiðs og bónda á Oddsstöðum. Með honum er geng inn til moldar einn elzti íbúi Vesimannaeyja og einn hinna fáu, sem með réttu má telja til „innfæddra" eyjaskeggja. Guðjón var fæddur 27. des. 1874 í Túni í Vestmannaeyjum. Voru foreldrar hans Guðrún Þórðardóttir og Jón Vigfússon búendur þar. Átti Guðjón fjögur systkini, sem öll urðu kunnir borgarar þar í Eyjum, en voru löngu látin, þegar hann féll í vai- inn. menn hafi þar í sveit og víðar | um Suðurland dáðst mjög að þeirri smíð. Er því vel, að nú hefur Guðlaugur sonur hans, sem segja má, að hafi tekið við iðn- inni, búið honum hvílurúm með sama handbragði. Guðjón á Oddsstöðum er einn af aldamótakynslóðinni, sem svo hefur verið kþlluð. Er það sú kynslóð, sem stóð öðrum fæti í íslandi fornaldarinnar í flest- um greinum, en hinum fæti í ís- landi því, er risið hefur upp á þessari öld eftir margra alda ó- frelsi og örbirgð. Er sú þróun öllum kunn, en hana lifði Guð- i jón allar götur inn í öld atóma J og geimferða. Guðjón mátti líka j vissulega muna tvenna tíma eins, og aðrir af hans kynslóð. Oft minntist hann á þann mun, sem , orðinn er frá því, er hann varð að bera allt smíðaefni j sjálfum sér neðan úr kaupstað og upp að Oddsstöðum. Síðan varð hann að saga efnið niður og hefla það allt í höndunum. Ég býst við, að menn trúi tæplega þeim mun, J sem orðinn er frá frumbýlisárum Guðjóns á Oddsstöðum. Því miður kynntist é'g Guð- jóni svo seint, að samferðaár okk ar urðu ekki mörg. En mér er bæði ljúft og skylt að þakka þau , ár, þegar samfylgdinni er lokið. I Hef ég fáum skemmtilegri mönn I um kynnzt en Guðjóni á Odds- stöðum, enda eru margar sögur sagðar af fyndni hans og glað- J I værð. Um það geta þeir aðrir bet- ' Þegar Guðjón var átta ára gam s'l, var hann tekinn í fóstur að næsta bæ við Tún, Oddsstöðum. Þar átti hann svo heima til hinstu stundar — eða í 77 ár. Eins og þá tíðkaðist og raunar var nauðsynlegt á hinum hörðu árum í lok síðustu aldar, var Guð jóni mjög haldið til vinnu. Sjó sótti hann, undireins og hann hafði aldur til, og ekki var hann nema tíu ára, þegar hann fékk að fara til lunda í Elliðaey. Síðan stundaði hann þá veiði á hverju sumri í tæp 70 ár. Hættur var hann veiðum þessum, er ég kynntist honum, en hann lifnaði allur við og gneistaði af fjöri, þeg ar hann sagði frá veiðiferðum sínum og 'félögum. Mátti af því marka, hversu snar þáttur þess- ar veiðiferðir höfðu verið í lífi hans. Hann fylgdist líka til síð- asta sumars lífs síns með veiði- fréttum úr úteyjunum. Formaður var Guðjón nokkrar vertíðir á opnum skipum um og fyrir síðustu aldamót, og tvö sumur var hann við róðra aust- ur á Mjóafirði á þeim árum. Árið 1899 hóf Guðjón búskap á Oddsstöðum, þá nýkvæntur Guðlaugu Pétursdóttur frá Þór- laugargerði þar í Eyjum. Eign- uðust þau 12 börn, og komust 8 þeirra til fullorðinsára. Guðlaugu missti hann 1921. Ári síðar kvæntist Guðjón eft irlifandi konu sinni, Guðrúnu Grímsdóttur, ættaðri af Austur- landi. Var honum það mikið happ að eignast jafnmikilhæfa og ágaeta konu, sem Guðrún er, til þess að taka við stóru heimili, þar sem börn flest voru enn í æsku. Og enn stækkaði fjölskyld- an, því að Guðrún ól manni sín- um fjögur börn, sem öll lifa. Auk þess ólu þau upp tvö fósturbörn. Aldrei taldi Guðjón sig hafa verið mikinn búmann, enda mun búskapurinn hafa lent að miklu leyti á konu hans og börnum, þegar þau uxu upp. Var hug- ur Guðjóns bundin við smíðar, en þær hafði hann numið af föður sínum, er var hinn mesti þjóð- hagi á tré og járn. Fékkst Jón í Túni m. a. við líkkistusmíðar, en Guðjón sonur hans hélt því svo áfram alla tíð, meðan heilsa ent- ist. Fór mikið orð af kistum hans, og þóttu þær bera af öðrum lík- kistum um frágang allan og út- lit. Hef ég heyrt það eftir grein- argóðum manni uppi á landi, að ur borið, er lengur þekktu hann J en ég. Guðjón var gæddur þeim eig- inleika að geta blandað geði við ; aðra á þann hátt, að ég ætla, að hann hafi verið vellátinn af öll- 1 um, er honum kynntust. Kom ( það greinilega í ljós á merkum tímamótum í ævi hans, síðast, þegar hann varð áttræður. Veit ég, að allar þær hlýju kveðjur, sem honum bárust, yljuðu honum mjög um hjartarætur. Er gott að geta kvatt þennan heim með vissu um vináttu samferðamann- anna og vera umvafinn ástríki eiginkonu og barna, sem stóðu alla tíð við hlið hans og slepptu ekki af honum hendi, fyrr en j hann lagði á djúpið mikla að jöfnubáðu nóns og miðaftans sunnudaginn 25. október síðast- ^ liðinn. Er ánægjulegt að hafa slíkt veganesti í hinztu för héð- an úr heimi. , Blessuð veri minning Guðjóns . á Oddsstöðum. Jón Aðalsteinn Jónsson Málf 1 n niingsskrif stof a Jón N. Sigurðsson hæsta-éttarlögmaður. Laugavegi 10. — Sími: 14934 ' Jóhannes Lárusson héraðsdómslögmaður lögfræðiskrifstofa- fasteignasala Kirkjuhvoli. Sími 13842. Magnús Thorlacius hæstarettailösmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 11875. SÓFABORÐ - SÍMABORÐ BLÓMABORÐ - O. FL. HVERFISGATA 16 a Verzlunarmær Rösk og kurteis, helzt ekki undir tvítugt, getur fengið at- vinnu við afgreiðslústörf. — Upplýsingar ekki í síma. Bilasalinn Barónsstíg 3. Ford Taunus ’58 og ’59 Opel Caravan ’55 og ’58 Opel Record ’55, ’56 ’.VolksWagen ’58 Moskwitch ’59 Ford ’55 einkabíll Skipti á 4ra manna æski leg. Austin ’47 Skoda ’47 B i / a s a I a n Barons.ii.ig 3, sími 13038 Renault Dauphine '60 mjög fallegur lítill 5 manna bíll, nýr. Volkswagen '60 Nýr og ónotaður. — Verð kr. 120 þúsund. Aðal bílasalan Aðalstræti. — Sími 15-0-14. BÍIAS ALIAIAI við Vitatorg. Simi 12-500 Volkswagen ’60, óekinn Moskwitch ’59 Nash ’47 Austin ’40, ’49 Opel Record ’53 Moskwitch ’57 Austin 12 ’46 Fiat 1100 fólksbifreið ’56 Austin 10 ’47 sendiferða- bíll. — Fordson ’46 sendiferðabíll Bílarnir eru hjá okkur. — Kaupin gerast hjá okkur. BÍUSUINN við Vitatorg. Sími 12-500. Bíla- og búvélasalan Selur Mótorhjól, Harley Davidson, 2ja cyl. — Verð 16 þu§und. Bila- og búvélasalan Baldursgötu 8. — Sími 23136 Opel Caravan '55 í mjög góðu ásigkomulagi. Vel með farinn. Fæst í skiptum fyrir Moskwitch ’57. Bifreiðíis^lan Njálsgótu 40, simi 11420 Bíia- og búvélasalan Selur Chevrolet ’59, Impala Ford ’59 Galaxie Chevrolet ’55 Bel-Air Opel Capitan ’55 Vauxhall ’54, iirvals híll Willy’s Station ’53, ’55 Jeppar af öllum gerðum. liíla- og búvélasalan Baldursgötu 8. — Sími 23136. Mercedes Benz árg. ’54, gerð 220, njjög góður og fallegur bíll. Tækifæris- verð, í dag. Mai msm Aðalstr., 16, sími 15-0-14 Jeppi '47 til sölu og sýnis í dag. Skipti á 4ra manna bíl æskileg. Bifreiðasalan Njálsgötu 40, sími 11420 Tjarnargötu 5. — Sími 11144. Plymouth ’42, ’47, ’51, ’53, ’55, ’56, ’57 Ford ’42, ’47, ’50, ’53, ’55 Volkswagen ’55, ’56, ’58, ’59 Moskwitch ’55, ’57, ’58, ’59 Skoda 440 ’56 Morris ’46, ’47, ’49, ’55 Opel Caravan ’55, ’59 Volvo Station ’55 Ford Station ’53 Kaiser ’54 mjög fallegur. Má greiðast með ríkistryggðum skulda bréfum. — Tjarnargötu 5. — Sími 11144. Haust- marka&num likur um helgi. — SELJUM m. a.: Plymouth ’57 ýms skipti koma til greina. Má greiða að hluta með skuldabréfi. Oldsmobile ’57 Má greiða að hluta með skuldabréfi. Moskwitch ’55 Má greiða með skuldabréfi P-70 ’57 Má greiða með skuldabréfí Vauxhall ’50 á góðu verði. — Opel Record ’58 sem nýjan. — Opel Caravan ’58 mjög góður bíll. Fiat 1100 Station ’58 og ’59 — Fiat 1800 Station, nýr Volkswagen 1960, nýr Verð aðeins 120 þúsund. — Austin 8 og 10 ’47 Standard 14 ’47 Willy’s jeppi ’47 í úrvals lagi. — Rússa-jeppi ’56 Mjög góður bíll. — Athugið, að það borgar sig að tala við okkur. — Bílamiðstöðin Vagn Amtmannsstig 2C. Símar 16289 og 23757 B í L L I IM IM SÍMI 18833. Til sölu og sýnis i dag lítið keyrður Fiat 1100 1955 Mjög vel með farinn. Ford 1955 Keyrður 40 þús. km. Mjög vel með farinn. Austin 1955 sendiferðabíll Lítið keyrður og allur í mjög góðu lagi. Dodge 1955, minni gerð Alls konar skipti koma til greina. Kaiser 1952 Greiðsla samkomulag. — Skoda, sendiferðar 1956 Lítur mjög vel út. Góðir greiðsluskilmálar. Ford 1958 Alls konar skipti koma til greina. Stór vörubíll Skipti á góðri trillu. B í L L I IM N SIMI 18833. 7 arðarhúsinu við Kalkofnsveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.