Morgunblaðið - 06.11.1959, Síða 16

Morgunblaðið - 06.11.1959, Síða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Fðstudagur 6. nóv. 1959 ^J^rotL nin c^ecýn vilfct óinum En hún var svo ringluð og mið ur sín, að hún hrasaði. í því hún datt, gripu tveir sterkir arm ar um hana og Rupert þrýsti henni fast að sér. Hún sá frítt andlit hans, svo annarlega fölt í tunglskininu. Augun voru dökk og biðjandi, en hún ýtti honum frá sér með hendinni, áður en hann gæti kysst hana. Það mátti ekki ske, því að hún var viss um, að einn ’koss myndi segja honum hið sanna. Þess vegna streittist hún á móti. — Hver eruð þér? stundi hún. — Hvað eruð þér að gera hér? Hann linaði takið ofurlítið og starði á hana. — Gloría sagði hann í bænar- róm, en hún greip fram í. Hún strauk sér um ennið eins og hún væri utan við sig. Henni hafði komið ráð í hug — ráð, sem gæti gert henni fært að leyna því, hver hún var. — Þetta nafn segja allir, stamaði hún. — Þeir segja, að ég sé Gloría, svo ég hlýt víst að vera það. En ég get ekki mun- að — Hann stóð enn og starði á hana með vaxandi ugg í augum. Hann þrýsti henni fast að sér aftur, og hún veitti ekki viðnám. — Geturðu í raun og veru ekki munað eftir mér, ástin mín? hvíslaði hann. — Ég get ekki munað neitt, viðurkenndi hún sljórri röddu, og hún lék hlutverk sitt betur en hana hafði nokkru sinni grun að, að hún gæti. — Þau segja mér, að bráðlega muni ég — að ég sé að ná mér — og smám sam an skýrist ýmislegt fyrir mér, eins og þoku sé að létta. — En hvað hefur komið fyrir? — Ég hef verið veik, er mér sagt, ég get ekki munað það. Hún hörfaði aftur á bak og ýtti honum frá sér. — Nú verð ég að fara, sagði hún einbeitt. — Ég hefði alls ekki átt að fara út, en þetta er svo yndisleg nótt. Þegar mér batnar, getið þér komið og heim- sótt mig — hver sem þér annars eruð. Við þessi orð hrópaði hann upp og reyndi að taka utan um hana aftur, en Janet hörfaði frá. — Nú verð ég að fara inn, endurtók hún. — En Gloría, ég elska þig, þú elskar mig — — Þér verðið að afsaka, sagði hún stillilega. — Verið svo vænn að sýna mér þolinmæði — — Ég get það ekki — vil það ekki, byrjaði hann ákafur. — Þá neyðist ég til að kalla á hjálp, og það vil ég ógjarnan gera, sagði hún. En henni var ljóst, að svona framkoma dugði ekki við þennan mann. öll mót- staða gerði hann aðeins ennþá hættulegri, og hún minntist orða greifafrúarinnar, að hann léti ekkert hræða sig. — Verið góður! sagði hún blítt og biðjandi. — í svipinn eruð þér mér ókunnur maður. Það eru allir, jafnvel mitt eigið barn. En þau segja mér, að minnið muni koma aftur jafnskyndilega og það hvarf, en þá —, henni tókst að brosa ofurlítið. — Þá neyðist ég kannski ekki til að vísa yður burt. En hjálpið mér nú, látið mig fá ró, svo ég geti náð mér til fulls. Það gerir mig svo hrædda að vera svona. Ég óska bara, að ég hefði ekki hitt yður, því ég vil ekki, að fólk fái neitt að vita um þetta. Rödd hennar dó út, og hún beið hrædd og eftirvæntingar- full. Hún skildi, að það voru /\migimsiJíguR so\ N ý 11 HANDKLÆÐI mikið úrval SMABARNASKÓK KJÓLAPOPLIN BORÐDÓKAR SVARTIR KVENSOKKAR SNYRTIVÖRUR í miklu úrvali SKÓFATN AÐU R VINNUFÖT — RITFÖNG LEIKFÖNG VEFNAÐARVARA allskonar Ilækjarbiíði EFTIR RITA HARDINGE ekki aðeins hennar eigin örlög, sem hér var teflt um, heldur einnig Androvíu og allrar þjóð- arinnar. Ef henni aðeins tækist að fá Rupert til að þegja um þennan fund þeirra, og komast jafnframt hjá að ljósta upp við hann, að Gloría væri dáin og hún aðeins svikakvendi. Henni fannst langur tími líða. Svo greip hann allt í einu um hönd hennar og bar hana upp að vörum sér. — Vesalings litla elskan min, auðvitað geri ég allt, sem þú ferð fram á, lofaði hann. — En þú verður að flýta þér að verða frísk. Færðu sómasamlega lækn- ishjálp? — Já, auðvitað. — Ég efast nú um það, því ég treysti ekki Michael. Hann hugsar ekki um aðra en sjálfan sig, og hann hefur aldrei kunnað að meta þann drottningargim- stein, sem hann kom með frá Englandi. Þú verður að flýta þér að verða frísk aftur, Gloría, því ég þarfnast þín svo mjög. Og Androvía þarfnast þín! Aðeins við, ég og þú í sameiningu, get- um bjargað þessu ógæfusama landi frá Michael og fylgjend- um hans og sníkjudýrum. Hann þagnaði og ofstækis- glampinn hvarf úr augum hans. — Ó, elskan mín, þú skilur auðvitað ekki, um hvað ég tala, sagði hann blítt og ástúðlega. En nú skaltu ekki hrukka fallega ennið þitt. Farðu inn og hvíldu þig. Gleymdu öllu nema því, að þú verður að hressast vegna nýju Androvíu og —, það glamp- aði á tennur hans í brosi — og vegna þess hræðilega manns, Svarta Ruperts! Hann kyssti hana blitt á hönd ina, og eitt andartak sá hún hann uppi á múmum eins og svartan skugga, og svo var hún ein. Þegar hún var komin inn, starði hún sem snöggvast með angurværum svip á sjálfa sig i spegli. í fyrsta sinn á ævinni hat aðist hún við hina miklu líkingu þeirra systranna. Hefði það ekki verið þannig, myndi hún aldrei hafa verið neydd út í þetta und- arlega líf, sem ekki var annað en lygi og svik. — Ég á ekki heima I slíkri tilveru, hugsaði hún gröm. Ég vil að allt sé hreint og beint, án alls undirferlis. Þau verða að tilkynna fólkinu, að Gloría sé dáin, og leyfa mér svo að fara heim aftur. En svo komu henni í hug orð greifafrúarinnar: „Þegar þér hugsið til alls, sem systir yðar unni — einnig barnsins hennar, viljið þér þá ekki bjarga Andro- víu frá hörmungum borgarastyrj aldar?“ Hún truflaðist í hugleiðingum sínum, því að það var drepið létt á dyr, og svo kom greifafrú in inn. — Mét datt í hug, að yður myndi veitast örðugt að finna hvíld, sagði hún vingjarnlega. — Nú verðið þér að fara í rúmið.' Ég skal gefa yður dálítið, svo' þér sofnið vel. En Janet hristi höfuðið. — Ég get ekki lagzt til svefns. Ég verð að hugsa, sagð: hún og . fór að ganga fram og aftur um ' góifið. ; — Ég hefði aldrei átt að koma ’ hingað. Ég varð svo utan við mig, þegar ég frétti, að Gloría væri dáin, að ég vissi naumast, hvað ég gerði. En nú er mér orð- ið ljóst, hversu ómögulegt þetta er allt saman. Þér getið ekki breytt mér í systur mina. Greifafrúin brosti sefandi. — Lítið bara á sjálfa yður í spegli, og svo á þessa mynd, sagði hún. — Já, ég veit vel að ég er lík Gloríu. — Og þér talið eins og hún og hugsið eins og hún. Hafið þið ekki alltaf sagt, að þið væruð eins og ein manneskja í tveim líkömum? Janet andvarpaði. Þegar hún var í návist þessarar stoltu, gömlu og fölu konu, var sem allt viðnám hennar yrði að engu. En hún neitaði að hátta og full- yrti, að ekki kæmi til mála, að hún gæti sofnað. — Verið hérna og talið við mig, bað hún. — Segið mér — segið mér eitthvað um Rupert prins. Greifafr.ún varð undrandi á svip, en sagði elskulega: — Ég hef þegar sagt yður frá honum. Hann er hálfbróðir kon- ungs, og hann er eins dökkur og Michael er ljós, jafnvondur og konungurinn er góður. Hann hef ur alltaf öfundað Michael, og nú reynir hann næstum opinskátt að koma honum frá völdum. Hann á marga áhangendur, einkum meðal hinna yngri, sem hafa lát ið tælast af glæsilegu útliti hans og heillandi fasi. En hann er versta ógnun við framtíð Andro- víu. Hann lætur sig ekki fyrr en hásætinu hefur verið velt og hér er enginn konungur framar. Og hann er jafn samvizkulaus og hann er falskur. Ég veit, að hann myndi ekki hika við að láta ráða bróður sinn af dögum, og Pál litla prins líka. Fyrir skömmu stóð hann að samsæri til að ræna litla prinsinum. Það er ekki ein- asta háraliturinn, sem veldur því, að hann er kallaður Svarti Rupert. Það fór hrollur um Janet, er henni varð hugsað til, hversu blíður og ástúðlegur sá maður hafði verið, er hún hitti í garð- inum, og ástríðuþungans í rödd hans. Hún forðaðist að líta í augu gömlu konunnar, er hún spurði: — Kemur hann nofckurn tíma í höllina? — Já, auðvitað. Hann er hálf- bróðir konungs og út í frá verð- ur að líta svo út sem þeir séu mestu mátar. — Þá á ég líka eftir að hitta hann? — Já, vitanlega. — Hvað — hvað fannst Gloríu systur minni um hann? Greifafrúin leit á hana sting- andi augnaráði, og gamalt and- litið varð eins og köld gríma. — Ég skal vera alveg hrein- skilin við yður, sagði.hún loks. — í fyrstu var drottningin alveg heilluð af Rupert prins, slíkt vald hefur hann yfir konum. Hún hélt hann væri góður mað- ur, en við gátum opnað augu hennar. Opinberlega var hún til- neydd að umgangast hann af kurteisi, en hún hataði hann, eins og við gerum öll. Depill litli er hræddur við þrumugnýinn og reynir nú að ílnna Anda. Hann treður sér inn á milli I hánn inn fyrir. steinanna, sem hafa hlaðizt fyr- [ Þegar hann þykist nú öruggur ir hellismunnan — og loks kemst fyrir storminum, hringar hann sig á steinhellu til þess að hvíla lúin bein — en Andi heldur áfram að reyna að komast út. — Ó, ég skil, muldraði Janet, á meðan hún hugsaði beizklega til þess, hvernig systir hennar hafði gabbað þau öll. — Þetta er svo örðugt allt sam an, sagði Janet, og furðulegt áform tók að bæra á sér í huga hennar. — Það er svo margt, sem ég verð að vita — hvernig ég eigi að koma fram. Það getur tekið mánuði, eða jafnvel ár, að læra það allt! Og fólkið tekur að gruna hið sanna, ef drottning- in lætur ekki brátt sjá sig. Ég held þið reynið að framkvæma hið ómögulega. Greifafrúin hrukkaði ennið. — Við reynum ekki það ómögulega — við gerum það, ef nauðsyn krefur, sagði hún hörku lega, og Janet skildi, at Rupert prins var ekki sá eini, sem eins- kis sveifst. Hún var umkringd miskunnarlausum samsærismönn um, sem ekkert létu stöðva sig, og húr* gerði sér skyndilega ljóst, að það var eittlhvað í fari greifafrúarinnar, sem henni féll ekki. Henni fannst, að þessi gamla, slóttuga kona væri alger- lega tilfinningalaus. Hún hugs- að einungis um völd og áhrif. .......áparió yðuj hia.up á miili margr a vcrzlana1- óöRUdOL iM MWM! Austurstrseti aiíltvarpiö Föstudagur 6. nóvember 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttlr og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — 16.00 Fréttir og veðurfr.). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Mannkynssaga barnanna: ..Oli skyggnist aftur í aldir“, eftir Com elius Moe. í þýðingu Margrétar Jónsdóttur skáldkonu; I. kafli (Stefán Sigurðsson kennari). 18.55 Framburðarkennsla í spænsku. 19.00 Tónleikar. — 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Gísla saga Súrssonar; I. (Oskar Halldórsson cand. mag). b) Utvarpshljómsveitin leikur syrpu af alþýðulögum undir stjórn I>órarins Guðmundssonar. Einsöngvari: Kristinn Hallsson. c) Vísnaþáttur (Sigurður. Jónsson frá Haukagili) d) Sjóhrakningar á Isafjarðardjúpi (Bjarni Sigurðs* son bóndi í Vigur og Ragnar Jó« hannesson ræðast við.) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Ferðasögubrot frá Perú (Bolll Gústavsson stud. theol.). 22.35 Islenzkar danshljómsveitir: KK- sextettinn leikur. Söngvarar: Ellý Vilhjálms og Oðinn Valdimarsson. 23.05 Dagskrárlok. Laugardagur 7. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik- ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. 12.00—13.15 Hádegisútvarp. — (16.25 Ffréttir og tilkynningar). 13.00 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-_ urjónsdóttir). 14.00 Raddir frá Norðurlöndum: Ingolf Rogde les kvæði eftir Ivar Aasen og Johan Herman Wessel. 14.20 Laugardagslögin. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins- son). 17.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 18.00 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó á flækingi“ eftir Estrid Ott; III. lestur (Pétur Sumarliðason kenn- ari). 19.55 Frægir söngvarar: John Mc Cor- mack syngur. 19.00 Tónleikar. — 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Rakari greifans“, eftir Gúnther Eich, samið með hlið- sjón af sögu eftir Nikolaj Ljes- kov. Þýðandi: Bjarni Benedikts- son frá Hofteigi. — Leikstjóri: Þorsteinn O. Stephensen. Leik- endur: Haraldur Björnsson, Ró- bert Arnfinnsson, Valdemar Helga son, Gestur Pálsson, Ami Tryggva son, Baldvin Halldórsson, Klem- ens Jónsson, Valur Gíslason, Stein dór Hjörleifsson, Lárus Ingólfsson Brynjólfur Jóhannesson, Jón Að- ils, Lárus Pálsson, Gísli Halldórs son, Þorgrímur Einarsson, Mar- grét Guðmundsdóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Inga Þórðardótt ir, Nína Sveinsdóttir, Anna Guð- mundsdóttir og Arndís Björns- dóttir. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.