Morgunblaðið - 06.11.1959, Síða 19

Morgunblaðið - 06.11.1959, Síða 19
Föstudagur 6. nóv. 1959 MORGUNBLAÐIÐ 19 — Friðarverðlaun Framh. af bls. 1. réttmæti og gildi þess málstaðar, sem hann berðist fyrir, en per- sónuleg verðlaun til sín. Vopnin ægileg í viðtali við fréttamenn sagði Noel-Baker m.a., að hann vænti þess, að afvopnunarnefnd tíu þjóða ,sem bráðlega kæmi saman í Genf til þess að ræða afvopnun- armálin, „hraðaði störfum sínum“ og kæmi sér saman um uppkast að afvopnunarsamningi, sem síð- an yrði lagt fyrir sérstakan ráð- herrafund til samþykktar. — „Vígbúnaðarkapphlaupið er orðið svo gegndarlaust og vopnin svo ægileg, að við megum ekki eyða fleiri mánuðum og árum í árang- urslaust hjal“, sagði hann. Eir hann var spurður, hvað 1 honum kæmi fyrst í hug í sam- bandi við veitingu verðlaunanna, sem nema 42.600 dollurum, sagði hann m.a.: — „Fyrsta hugsun min er sú, að ég hafi að sumu leyti verið óhamingjusamur mað ur — að því leyti, að ég hefi þurft að lifa tvær heimsstyrjaldir. Að öðru leyti get ég hins vegar tal- izt hamingjusamur maður. Ég er t.d. stoltur af því að vera sonur manns, sem barðist ötullega fyrir friði í heiminum, þegar hann var þingmaður Frjálslynda flokksins um margra ára skeið fyrir hálfri öld. — Ég minnist þess einnig með ánægju og stolti, að ég fékk tækifæri til þess á árunum eftir heimsstríðið fyrra að starfa all- náið með þremur eldheitum bar- áttumönnum afvopnunar og frið- ar — þeim Cecil lávarði, Fridtjof Nansen og Arthur Henderson. En ef stefnu þeirra hefði verið fylgt, hygg ég, að mátt hefði afstýra seinni heimsstyrjöldinni. -fc Ritað um friðarmál frá 1925 — Philip Noel-Baker er mjög kunnur maður, bæði sem rithöf- undur og eins fyrir afskipti sín af stjórnmálum. Hann er enn þing- maður fyrir Verkamannaflokkinn brezka, en fyrst var hann kosinn á þing árið 1929. — Hann hefir lengi verið í forustuliði verka- mannaflokksins, um skeið for- maður, og á enn sæti í miðstjórn hans. Hann hefir gegnt ráðherra embættum fyrir flokk sinn— síð ast orkumálaráðherra 1950—51. Hann hefir margt ritað í bókar- formi um afvopnunar- og friðar- mál, allt síðan 1925. Síðasta bók hans, „The Arms Race“ (Vopna- kapphlaupið) kom út í fyrra og vakti mikla athygli. — Hann er sonur auðugs kvekara, sem fædd- ist í Kanada, en settist að í Eng- landi og varð þar m.a. þingmaður Frjálslyndra, eins og fyrr segir. ic Féll viS kosningu. Fað vakti mikla athygli í Lund únum í dag, er það kom í ljós við birtingu úrslita úr kosning- um, sem fram höfðu farið innan Verkamannaflokksins um nefnd ir og formælendur flokksins á þingi, að Noel-Baker hafði ekki náð kosningu, sem formælandi flokksins i afvopnunarmálum. Úrslitin voru birt um tveim stund um eftir að tilkynnt var um veitingu friðarverðlaunanna — en kosningin hafði farið fram nokkru áður. Er talið, að þessi kosning hefði farið á annan veg, ef kunnugt hefði verið um sæmd Noel-Bakers — áður en gengið var tU atkvæða. Rafeindalunga 44 // CAMBRIDGE, framfaraspori í og jafnvel landa á Engl. 5. nóv. — Hér læknavísindum“. — milli í flugvélum. borg var í dag Tæki þetta verður — Raunar er sjúkl- mun ódýrara en ingurinn ekki í tæk stállungað — eða inu, eins og tíðkast í kynnt nýtt tæki, sem kann að leysa af hólmi „stállung- að“ svonefnda, sem notað hefur verið við þá, sem verða fyrir lömun í lung- um og öndunarfær- um. Hið nýja tæki er nefnt „rafeinda- lungað". — Fram- leiðendurnir Iýsa því sem „miklu tæp 400 pund, á móti 900 pundum. „Rafeindalungað“ er margfalt léttara en „fyrirrennari“ þess; vegur aðeins 27—28 kíló. Verður því tiltölulega auð- velt að flytja sjúkl- um stállungað — heldur aðeins „tengdur" við það. — Fjöldaframleið- sla á tæki þessu mun hefjast í jan- úar n.k. — í>að hef- ir þegar verið reynt við marga lömunar Netið Jbrengist i Kjærböls-málinu Kaupmannahöfn, 5. nóv. — framburður hans þá mun ekki ing í sliku „lunga'* sjúklinga og gefizt milli sjúkrahúsa — vel. Murphy fylgir Eisenhower Herter önnum kafinn LONDON og Washington, 5. nóv. (NTB/Reuter). — Ákvörðun Eis- enhowers Bandaríkjaforseta, að heimsækja níu lönd í Evrópu og Asíu, áður en hann heldur til Parísarfundarins hinn 19. des., hefir verið mjög vel tekið í höf- uðborgum viðkomandi ríkja. — Athyglin beinist ekki sízt að Ind landi í þessu sambandi, þar sem búizt er við, að þeir Eisenhower og Nehru ræði landamæra- árekstra þá, sem orðið hafa með Indverjum og Kínverjum að und anförnu. Stjórnmálafréttaritarar benda og á, að þess megi vænta, að Eisenhower reyni að bæta sam- — Skotið — Kjör stúdenta Framh. af bls. 11 unarhætti og lífsviðhorfum heill ar þjóðar. — Hvað um frjálsræði? — Maður verður ekki var við mikið ófrelsi. Lögregluliðið er auðvitað fjölmennt, en lögreglu- þjónarnir virtust ágætismenn og ekki mjög strangir. — Hvað hyggstu nú fyrir, Þórður? — Nú hef ég hugsað mér að græða fyrst um sinn og leita síð- an til einhvers góðs Iands til náms, kannski til Sviss. J. H. A. Framh. af bls. 1. afla sínum í Hull í dag, eftir að verkamenn höfðu haldið með sér tvo fundi, áður en þeir féllust á að afgreiða togarann. — Enn er von á tveim íslenzkum skip- um, sem ir.unu landa afla sín- um í höfnunum hér við Humber- fljót næstu daga. — Á meðan þessu fer fram, hefir íslenzkur togarasjómaður legið í sjúkra- húsi hér þessa viku, sjúkur af hettusótt. Dennis Welch sagði í þessu sambandi: — Við teljum það ekki eftir að veita íslenzkum fiski- mönnum ókeypis læknishjálp, en við vildum þá gjarna, að sjúkir og slasaðir fiskimenn okkar við ísland nytu þar sömu hlunninda. — ★ — Var innan 4 mílna Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar sagði Mbl. í símtali í gærkvöldi, að hann kannaðist við þetta mál togar- ans Northern Chief. Hefði María Júlía komið að togaranum inn- an hinna gömlu 4 mílna tak- marka. Varðskipið hafi orðið að láta í minnipokann, sem svo oft áður, vegna afskipta brezku her- skipanna. Landhelgisgæzlunni hafði ekki borizt nánari atvika- Iýsing í gær. - Utan úr heimi Framh. af bls. 10 frægu til Berlínar. Hann vann mikið starf í sambandi við samn ingaumleitanir við lok Kóreu- stríðsins. Þannig mætti lengi telja. Robert Murphy er trúmaður mikill — aðhyllist kaþólska trú. — Hann hefir lengst af verið mjög störfum hlaðinn, enda ham hleypa hin mesta, ef því er að skipta — en hinum strjálu frí- stundum sínum hefir hann helzt kosið að verja til þess að leika golf, eða spila póker. — En nú er þessi „pókerspilari" heims- málanna að hverfa af sjónar- sviðinu eftir 42 ára starf í utan- ríkisþjónustu lands síns — og fær þá sennilega betri tíma en áður til að iðka tómstundaiðju sína , . . búð Indlands og Pakistans í för sinni, en hann heimsækir bæði ríkin. — Nokkuð hefir borið á óánægjuröddum í nágrannalönd- um þeirra, sem Eisenhower heim sækir — yfir því, að han skuii ekki einnig koma þangað. Gildir þetta ekki sízt um Mið-Austur- lönd. Það var tilkynnt í Washington í dag, að Herter utanríkisráð- herra mundi ekki geta verið í föruneyti Eisenhowers, nema síðasta spölinn, þar sem hann væri önnum kafinn við að undir búa ráðherrafund Atlantshafs bandalagsins, sem á að hefjast í París 15. des. — í han stað verð- ur Robert Murphy, varautanrík- isráðherra (sem nýlega tilkynnti, að hann mundi brátt láta af störf um), fylgdarmaður forsetans alla ferðina. — í fylgdarliðinu verða auk þess m.a. John Eisenhower, sonur forsetans, James Hagerty, blaðafulltrúi og Howard Snyder, líflæknir forsetans. Einkaskeyti til Mbl. BLAÐIÐ Information segir, að netið þrengist nú æ meir í Kjær- böls-málinu. — Svo virðist sem ýmislegt nýtt og athyglisvert hafi komið í ljós við þær yfirheyrshir, sem dómaranefndin hefir haldið yfir nýjum vitnum í málinu þessa dagana. — Eftir því sem bezt er vitað, hafa flest vitnin stutt fram- burð Christensens forstjóra. Reynt er nú að fá SAS-flugvél, sem kemur frá New York, til þess að koma við í Syðra-Straumfirði á Grænlandi til þess að sækja mikilvægt vitni í málinu, Nor- gaard, sem var einkaritari Kjær- böis i ráðherratíð hans, en starf- ar nú hjá landshöfðingjanum í Grænlandi. — Einnig getur verið, að Norgaard komi heim um Ang- magsalik og Reykjavík. — Norgaard hefir áður verið leiddur, sem vitni í málinu, en vera í samræmi það, sem fram hefir komið við hinar nýju vitna- Ieiðslur. VlDi/tKJAVUNÍMliSlOfA QC VlOt/tlUASALA Laufásvegi 41. — Sími 13673. Sigurður Olason Hæstarétlarlögmaður Þorvaldur Lúðvíksson Héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa Austurstræti lt. Sínti 1-55-35 Maður lærbrotnar AKUREYRI, 5. nóv. — Það slys vildi til á þriðjudagskvöldð, á bifreiðaverkstæðinu Þórshamri hér í bæ, að máður að nafni Grét- ar Melsteð, varð á milli hurða og lærbrotnaði. — Nánari atvik eru þau að verið var að stilla vélina í bíl Grétars, sem er Ford ’54 ár- gerð, með sjállfskiptingu. Viðgerð armaðurinn bað Grétar að ræsa bílinn. Beygði Grétar hendina inn fyrir stýrið, en fór ekki inn í bíl- inn. Þannig ræsti hann vélina i bílnum. Um leið og vélin fór i gang, rann bifreiðin afturábak, en hún stóð í dyrum verkstæðis- ins. Varð Grétar á milli hurðar bílsins og verkstæðishurðarinnar með þeim afleiðingum, sem fyrr getur, að lærleggurinn brotnaði. Var Grétar þegar fluttur í sjúkra hús. —vig. — Fiskafurðir Framh. af bls. 1. beint á breytingu á fiskveiðilög- sögu í þessu sambandi ,en Norð- menn telja, að þeir hafi haft í huga mögulega útfærslu fisk- veiðitakmarkanna við Noreg — og því viljað slá þennan var- nagla. .c Dagana 19. og 20. þ.m. verður haldinn ráðherrafundur í Stokk- hólmi um fyrrgreint uppkast, og þar reynt að ná algjöru samkomu lagi. — Ríki þau, sem taka munu þátt í þessu fyrirhugaða fríverzl- unarsamstarfi eru þessi: Noreg- ur, Svíþjóð, Danmörk, Bretland, Portúgal, Austurríki og Sviss. MALFLUTNINGSSTOFA Einar B. Guffmundsson GuSlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III. hæð. Simar 12002 — 13202 — 13602. Guð blessi ykkur, sem hafið sýnt mér órofa tryggð og vinarhug í tilefni sjötíu ára afmælis míns og æfinlega Sigurjón Ingvarsson, Sogni Innilegar þakkir færi ég öllum er glöddu mig á 70 ára afmæh mínu þ. 25. okt. s.l. Sérstaklega venzlafólki mínu. Guð blessi ykkur öll. Jón Heiðberg. Þakka hjartanlega öllum ,sem sýndu mér vinsemd og glöddu mig með gjöfum og skeytum á 75 ára afmæli mínu 30. sept. sJ. Steingrímur Steingrímsson, Álfaskeiði 26, Hafnarfirði. Eiginkona mín og móðir, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG KRISTJANSDÓTTIR Laugaveg 58 B andaðist á Hvítabandinu 5. nóv. 1959. Kjartan Sigurðsson, Ingjaldur Kjartansson, Kathe Kjartansson, Svanhvít Ingjaldsdóttir, Lilja Ingjaldsdóttir. Útför fósturmóður minnar GUDFINNU JÓNSDÓTTIR fer fram frá, Fríkirkjunni í dag föstudaginn 6. þ.m. kl. 1,30. Fyrir mína hönd og aðstandenda Sigríður Magnúsdóttir Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð við fráfall móður okkar og systur DAGMAR SIGGEIRSDÓTTUR Fischersundi 1, er lézt 30 fyrra mánaðar. Börn hinnar látnu, Axeí Siggeirsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar JÓNS KRISTGEIRSSONAR kennara Kristín Tómasdóttir, Guðný Jónsdóttir, Ágúst Þór Jónsson. Hjartanlegar þakkir til allra nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, JÖHANNS J. EYFIRÐINGS Isafirði Fyrir mína hönd, barna, tengdabama og barnabarna Sigríður Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.