Morgunblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 1
EII
ur0uiíil>lal»il> 24',M9
Með Valtý
Stefánssyni
á Möðruvöllum
VALTÝR Stefánsson tók
við ritstjórn Morgunblaðsins
1924 og hefur því verið rit-
stjóri þess um 35 ára skeið,
eða lengur en nokkur annar.
Morgunblaðið hefur verið lífs-
starf Valtýs og hann átt meiri
þátt í þróun þess en nokkur
annar og má raunar segja, að
hann sé höfundur þess.
Störf Vaitýs við Morgun-
blaðið eru alþjóð kunn, en
ekki vita allir deili á þroska
og mótunarárum hans og þótti
mér rétt að bregða upp mynd
af þessum árum fyrir lesend-
ur í hans eigin blaði. Ég hef
rætt við hann um ýmislegt
sem á daga hans dreif, einkum
fyrst framan af, þegar hann
var ungur, íhugull drengur
norður á Möðruvöllum, ein-
hverju mesta menntasetri
landsins á sínum tíma. Þaðan
er margs að minnast og þang-
að hvarflar hugurinn oft.
I.
íslendingur
Valtýr byrjaði rabb okkar
með því að segja mér frá
fyrstu bernskuminningunni:
Hún er síður en svo merki-
leg, sagði hann. Ég lék mér á
skrifstofugólfinu í íbúðarhús-
inu á Möðruvöllum og skreið
á prjónateppinu, sem var
með gisnum, rauðum rönd-
um. í stofunni sátu þeir
Halldór Briem, kennari við
Möðruvallaskóla, og Stefán,
faðir minn, og ég held þeir
hafi verið að ræða um mann-
fjölda á íslandi. Þá heyri ég
að Halldór segir og bendir á
mig: „Þarna er einn íslend-
ingurinn!“ Ég rak upp stór
augu: íslendingur, hvað var
nú það? — Ég hafði aldrei
heyrt það fyrr, en varð glaður
og fannst ég alltaf mundu
muna eftir þessu merkilega
heiti, sem Halldór gaf mér.
Mér þótti ég standa í mikilli
þakkarskuld við hann fyrir
að hafa bent mér á þetta
svo stoltur var ég af því
að vera íslendingur. Ekki
man ég, hve gamall ég var,
þegar þetta gerðist, en senni-
lega hef ég verið á þriðja eða
fjórða ári.
„Harmleikur“
Öðrum atburði man ég eftir
sem gerðist um svipað leyti.
Það var þegar Einar á Hraun-
um Guðmundsson gekk að
eiga Dagbjörtu Magnúsdóttur
frá Isafirði, eða Döggu eins og
við kölluðum hana. Hún var
stallsystir móður minnar og
hafði um skeið dvalizt á
Möðruvöllum. Hún tók ást-
fóstri við mig ungan dreng og
er mér brúðkaup hennar af
þeim sökum einkarminnis-
stætt. Þau voru gefin saman
heima í stofunni á Möðruvöll-
um 7. maí 1897, og hef ég þá
verið á fjórða ári. Dagbjört
sagði mér að hún mundi fara
af heimilinu með manni sín-
um og var ég ákaflega hrygg-
ur yfir því: „Ég skal reka
hann Einar í burtu, þegar
hann kemur“, sagði ég. Var
mér síðar sagt, að hann hefði
brosað að digurmælum þessa
„skeinuhætta“ keppinautar
síns og þótzt hafa í öllum
höndum við hann, enda nokkr
um áratugum eldri. Ekki
treysti ég mér til að lýsa brúð
kaupi þeirra, en þó rámar mig
í, hvernig það fór fram. Ég
held ástæðan sé sú, að þetta
var í fyrsta skipti sem ég sá
Einar og hafði auðvitað á hon-
um nánar gætur. Þótti mér
hann til lýta gamall, enda
gráhærður orðinn og kominn
á sextugsaldur og gat ég
enga skýringu fundið á dá-
læti fóstru minnar á þessum
framandlega og óaðlaðandi
manni, að mér fannst. Lengi
síðar hryllti mig við öllum
hjónavígslum og var ákveð-
inn- í að verða aldrei önnur
aðalpersónan í þeim harmleik!
Skömmu fyrir brúðkaupið
Valtýr Stefánsson
var mér í fyrsta skipti á æv-
inni sýndur trúnaður. Dag-
björt kallaði mig á eintal, tók
mig á hné sér og sýndi mér
mynd af unnusta sínum: „En
þú mátt engum segja frá
þessu“, bætti hún við undir
róm. Um þetta leyti var leik-
systir mín á Möðruvöllum lítil
telpa, sem Rúna var kölluð.
dóttir Sigurðar Björnssonar
brunamálastjóra. Hún var
heldur yngri en ég. Sunnu-
daginn næsta á eftir var
ég nærri því búinn að
glopra leyndarmálinu út úr
mér við Rúnu, en áttaði mig
í tíma og gætti tungu minnar.
Var ég ákaflega feginn að
hafa ekki gerzt sekur um
trúnaðarbrot.
Þegar ég renni huganum
aftur til þessa tíma, varpar
einn atburðurinn ljósi á ann-
an eins og oft vill verða. Ég
man eftir því að á brúðkaups-
degi þeirra Einars og Dag-
bjartar var haldin tombóla í
„leikhúsinu". Steindór Jónas-
son frá Þrastarhóli gekk með
mér um húsið. Hann var,
ásamt Ólafi Davíðssyni, bezti
æskuvinur minn, hafði verið
nemandi föður míns á fyrstu
árum hans við skólann 1887
eða ’88 og voru með þeim
miklir kærleikar sem gengu í
erfðir til mín, enda var Stein-
dór verzlunarmaður hjá Þor-
valdi Davíðssyni, mági sínum,
og gaf mér stundum barna-
gull. Hvergi voru freistingarn-
ar jafntælandi og í hans hús-
um. Einu sinni man ég eftir
að hann gaf mér forláta apa-
kött, sem klifraði upp snúru
og þótti mér það ganga krafta-
verki næst. Steindór varð síð-
ar kennari minn og upp-
fræddi mig í landafræði, sem
ég hafði einna mest yndi af.
Kennsla fór þannig fram, að
hann þýddi fyrir mig lexíuna
úr dönsku. Hann var eldfljót-
ur og hafði ég þess full not.
Ég byrjaði námið snemma og
var mér síðar sagt, að ég
hefði verið fluglæs 4ra ára.
En ég skal segja þér dálítið
nánar frá náminu á eftir, því
mig langar að staldra lengur
við minninguna um Steindór.
Mér finnst oft, þegar ég
hugsa um hann, að hann hefði
verið ámóta manngerð og
„kavalerarnir" í Gösta Ber-
lings-sögu, sem voru í nánum
tengslum við húsráðendur á
heimilinu, boðnir og búnir til
að vera þeim til aðstoðar í
hverju einu. Hann var alltaf
glaður og reifur, alúðlegur í
viðmóti við gesti heimilisins
og góður félagi.
Danski Bakkus
Þegar Stefán faðir minn tók
sig upp veturinn 1900 og fór
til Kaupmannahafnar með
einu af Wathnes-skipunum,
bauðst Steindór til að fara
með honum og vera' honum til
aðstoðar á leiðinni. Faðir
minn hafði einhverja mein-
semd í hálsi og fékk alltaf
svæsna hálsbólgu einu sinni á
ári og það svo heiftuga, að
honum lá við köfnun. Þegar
Steindór fór með föður mín-
um til Kaupmannahafnar
voru hálskirtlarnir brenndir
úr honum, en síðar fór allt í
sama farið aftur. Faðir minn
sagði mér stundum að undrum
sætti, að hann skyldi ekki
hafa orðið morfínisti, eins oft
hvað Steindór féll fyrir
danska Bakkusi og týndist
nokkra daga í Kaupmanna-
höfn, komst í kynni við rón-
ana eða „basserallerne", eins
og þeir voru kallaðir þar í
borg. Hann var lipur kennd-
erísmaður í stíl við Möðru-
vallaheimili,. Vín var oft á
vegi mínum í þá daga, því fað
ir minn var mikill gleðskapar-
maður og hafði gaman af að
umgangast vín, en notaði það
alltaf í hófi og ég gæti talið
þau skipti á fingrum annarrar
handar, sem ég sá á honum
vín. Þegar ég var síðar í
Menntaskólanum í Reykjavík
og hann á þingi hafði hann
oft vín um hönd, því hann
hafði kynni af mörgum gleð-
skaparmönnum. Ef vín var á
borðum, þegar ég kom til
hans, veitti hann mér alltaf,
eins og ég væri fullorðinn
maður. Ég held því fram, að
hann hafi kennt mér „að
drekka" þegar við vorum
saman í Reykjavík. Hann
vildi að ég vendist á að um-
gangast vín réttilega, þá væri
ég hólpinn alla ævi.
Ólafur Davíðsson var mikið
gefinn fyrir vin, en á allt
annan máta heldur en Stein-
dór. Hann „datt aldrei i það“
eins og sagt er, en drakk sig
fullan eftir fyrirfram gerðu
plani. Eitt sinn um páskaleyt-
ið sagði móðir mín við Ólaf:
„Ertu ekki orðinn leiður á
fylliríinu, ólafur minn?“ —
en þá hafði hann verið all-
marga daga undir áhrifum
víns, svo áberandi var. Ólafur
tók því ekki fjarri. Hann átti
4ra potta kút sem hann kall-
aði „Drink“ og hafði miklar
mætur á. Eftir samtalið við
móður mína fór hann með
„Drink“ út á hlað að Fiska-
steini, sem var á bak við hús-
ið og mölbraut hann þar.
Annað var einnig til sann-
indamerkis um góðan ásetning
Ólafs: hann fór niður í „Leyn-
ing“, sem er laut niður undan
hlaðinu, tók flöskustrá, vætti í
olíu og kveikti í, setti síðan
roðhatt sem hann átti og gekk
oft með á bálið og fargaði hon
um þar, því hann taldi að hatt-
inn væri þeirrar náttúru að
kveikja áfengisþorsta í þeim
sem hann bæri. Annars var
það venja Ólafs að senda
„Drink“ til Akureyrar, þegar
ferð féll, og láta fylla á hann
þar. Var kúturinn einkar-
handhægur og fór vel í hnakk-
tösku.
SJXS i atv,fSStan.Hrossi>te3 »g grasateSi
um. Að öðru leyti var ferð Ólafur Ðavíðsson kenndi
þeirra ekki söguleg, nema mér margt. Einu sinni fór
MYNDIN er tekin á Akureyri
þegar Valtýr Stefánsson fór
fyrstu kaupstaðarferð sína.
Hann situr á hestbaki með
Pétri Jóhannssyni, sem reiddi
hann (lengst til vinstri).
Lengst til hægri er Stefán
Stefánsson, faðir Valtýs. á
hesti sínum, en á miðri mynd-
inni eru Steinunn Frímans-
dóttir, móðir Valtýs, og
Klemenz Jónsson, þáverandi
sýslumaður með yngri dóttur
sína.
hann með mér upp í grösuga
hlíðina á Möðruvallafjalli til
að safna plöntum. Við urðum
báðir mjög þyrstir á göngu
okkar um hlíðina, en þá kom
ég að litlum polli með tæru
vatni. Samt datt mér ekki í
hug að ég gæti fengið mér að
drekka úr þessum polli, því í
honum miðjum var nýleg
hrossataðshrúga og þótti mér
hún heldur ókrjáleg. En Ólaf-
ur greip þá tækifærið og
sagði mér að við gætum
drukkið úr pollinum þeim
arna, því hrúgan væri ó-
hreyfð. Það gerðum við og
gætti ég þess vandlega að
koma ekki við hrossataðið
eins og nærri má geta, og var
þetta mikill lærdómur fyrir
mig.
Þegar ég var orðinn allæs,
las ég þjóðsögur Jóns Árna-
sonar af kappi, sennilega fyrir
áeggjan Ólafs: „Lestu þjóð-
sögurnar", sagði hann, „það
er bezti skólinn11. Ólöf Guð-
mundsdóttir, uppeldissystir
móður minnar, kenndi mér
lestur. Hún giftist síðar Þor-
steini Jónssyni, ráðsmanni á
Möðruvöllum og reistu þau
bú, fyrst í Arnarnesi og síðar
á Bakka í Öxnadal. Ólöf var
greind kona og mér góð. Hún
kenndi mér að lesa á stafrófs-
kver Jóns Ólafssonar. En ég
var að tala um Ólaf Davíðs-
son. Þegar hann kom heim
frá Kaupmannahöfn og var
seztur að á Hofi, fékkst hann
sjálfur mjög við þjóðsagna-
•ritun, eins og kunnugt er.
Hann skrifaði skýra hönd og
gat ég lesið hana strax og ég
varð læs. Af þeim sökum
fékk ég sérstakan áhuga á
þjóðsögum hans, en bækur
Jóns Árnasonar voru til í
bókasafni föður míns. Af
þeim lærði ég réttritun og hef
hvorki fyrr né síðar hlotið
aðra kennslu í þeirri grein.
Þegar ég var í vafa um staf-
setningu, reyndi ég að gera
mér grein fyrir, hvernig orð-
in væru rituð hjá Jóni og
hegðaði mér eftir því. Þegar
Framh. á bls. 50