Morgunblaðið - 24.12.1959, Síða 3
Fimmtudagur 24. des. 1959
MORGUNJ1LAÐIÐ
51
lagður gáfumaður. Hann var
samt skemmtilegur og skraf-
hreifinn karl og þeir mál-
kunnugir. Faðir minn hafði
ákaflega gaman af að segja
sögur, helzt skjfítnar sögur.
Uppáhaldssaga hans held ég
hafi verið sú, að eggin á
Siglufjarðarskarði vseri svo
beitt, að Siglfirðingar gætu
farið á sunnudagsmorgnum og
rakað sig á henni. Guðmund-
ur á Þúfnavöllum var mjög
skeggjaður og einkennilegir
hólar og dældir i skeggi-nu á
honum. Faðir minn sagði, að
það væri nægt að hita kaffi
í skegginu. Og svo fór hann
oft með þessa vísu Jóns á
Krossastöðum:
Þjófur og hrokagikkur
ertu nú, vinur minn,
kjaftur er á þér enginn
aumingja drengurinn,
Fornhaga þér ég byggi
þú býrð á minni lóð,
haltu nú kjafti skata,
skammastu í þína slóð.
Jón þessi var drykkfelldur
mjög og hafði einhverju sinni
mælt erindið af munni fram.
En þú varst að spyrja um
heimilisiífið á Möðruvöllum.
Þar var oft glatt á hjalla og
alltaf til á stokkunum brenni-
vínskvartil og var gestum oft
gefið staup, þegar þá bar að
garði. Einar Hjörleifsson
'varan kom oft í heim-
s^kn, þegar hann var á
Akureyri. — Hann var
ágætur maður og faðir minn
hafði miklar mætur á honum
og töluðu þeir oft lengi sam-
an. Ég kynntist honum einnig
vel og þótti mikið til hans
koma. Síðar kynntist ég Ein-
ari, syni hans, í menntaskól-
anum og lásum við saman
undir stúdentspróf. Bændurn-
ir í sveitinni komu oft í heim-
sókn, þeir Halldór á Hlöðum
og Jón í Dunhaga, Jón gamli
á Arnarnesi og Þorsteinn á
Lóni — og settust þá inn í
skrifstofu föður míns og fengu
snafs. Yfirieitt höfðu þeir
stutta viðdvöl og aldrei minn-
ist ég þess, að þeir neyttu svo
mikils áfengis að það sæi á
þeim vin. Á Möðruvöllum
skyldi allt vera í hófi.
fff.
Barnaglingur
Valtýr Stefánsson hélt á-
fram frásögn sinni á þessa
leið:
— Móðurafa minn, Frímann
Ólafsson, þekkti ég ekki, því
hann dó, þegar móðir min var
aðeins 9 ára gömul. Kona hans
og amma mín hét Jórunn
Magnúsdóttir og þekkti ég
hana mætavel, því hún bjó á
Möðruvöllum öll bernsku- og
æskuár mín og lézt þar 1905
Hún var Sunniendingur, ólst
upp í Pálsbæ í Þingholtunum
í Reykjavík. Ég hændist aldrei
að henni, en það var mér að
kenna, því hún féll mér ekki
almennilega í geð. Mér fannst
hún of tilgerðarleg, þó hún
hefði verið sveitakona. Hún
hafði mjög gaman af flugeld-
um, en þótti lítið til „norð-
lenzkra'* flugelda koma og
sagði: „Hvers konar barna-
glingur er þetta eiginlega?“
Faðir minn kom einu sinni
heim að Möðruvöllum með
flugelda, sem hann hafði
keypt á Akureyri og þótti mér
það ákaflega merkilegur við-
burður, en amma vildi ekki sjá
flugeldana: „Ég hef séð þetta
allt miklu betra syðra í æsku
minni", sagði hún og sneri upp
á sig. Mér geðjaðist ekki að
slíkri framkomu og gat ekki
komizt í samband Við hana, þó
ég hefði flugeldana mín meg-
in! Aldrei minnist ég þess, að
hún segði mér frá Reykjavík
og enn í dag er ég ekki viss
um, hvar Pálsbær var. Jórunn
amma bjó allan sinn búskap
á Helgavatni í Vatnsdal. Hún
var efnuð kona og lagði meira
í bú foreldra minna en Stefán
afi á Heiði. Yfir þessu var hún
stolt. En mér fannst þetta ekki
umtalsvert og bar ekki fyrir
henni þá virðingu, sem ástæða
hefði verið til, þó ég vissi að
hún hefði verið óvenjumikil
og góð búkona. Hún var mjög
skartgjörn og eitt þótti mér
undarlegt og það var að hún
skyldi alltaf eiga sherry og
varð faðir minn að sjá henni
fyrir þessu búsílagi. Samt
veitti hún aldrei vín, heldur
drakk það sjálf í einrúmi.
Hún geymdi Sherryflöskuna
með drasli í kistu sinni og
fór varlega með hana. Ekki
veit ég, hvar hún hefur vanizt
á þessa víndrykkju, en hitt er
víst, að hún gætti þess vand-
lega að þessi ástríða hennar
kæmist ekki í hámæli.
Stefán afi og Grettir
Stefán afi í Gönguskörðum
setti einnig mikinn svip á
Möðruvallaheimilið í æsku
minni. Ég held hann hafi verið
einn þeirra, sem spornuðu á-
kafast við áhrifum Ameríku-
agenta á sínum tíma. Honum
fannst það ganga landráðum
næst að fara til Ameríku og
hafði enga samúð með því
fólki, sem hugðist leita sér
betri lífskjara með því að
flytjast burt af landinu, gef-
ast upp og slíta tengslin við
uppruna sinn. Stefán hafði eld
legan áhuga á því, sem hann
lagði stund á, en var þó ekki
áhrifaríkur í sveitinni nema
þegar Ameríkuferðirnar stóðu
sem hæst. Sem dæmi um á-
huga hans má nefna baráttuna
gegn „brunbris“-tindum á hríf
ur. Hann hafði það verk með
höndum á Möðruvöllum að
tinda hrífur kaupakvenna og
notaði auðvitað ekki annað en
jámtinda. Þá barðist hann af
áhuga fyrir þvi, að sund-
kennslu ýrði komið á. Hann
hafði rúman fjárhag, því
hann stundaði hrossaprang
og gat sjálfur kostað sund-
kennslu víða um sveitir. —
Ekki festust þó við hann efni,
því hann var stórgjöfull mað-
ur og meðan hann bjó á Heiði
í Gönguskörðum, þurfti heim-
ili hans að annast fjölda gesta
sem að garði bar, því bærinn
var í verzlunarleið til Skaga-
strandar, sem þá var aðal-
verzlunarplássið á þeim slóð-
um. Var mér sagt, að aldrei
hefði verið gestlaust á Heiði,
hvorki sumar né vetur og
var margt af þessu fólki
flækingar ýmiss konar og
aðrir gallagripir. — En þau
hjón, Guðrún amma mín, og
Stefán gamli, voru ákaflega
gestrisin og góð við þetta um-
komulausa fólk. Og faðir minn
hafði alla tíð mikla samúð með
því. Þó Stefán afi hefði ekki
ýkja mikið fé handa á milli,
var hann óspar á það, ef á-
hugamál hans var annars
vegar. Þegar sund barst í tal,
sagðist hann hafa verið ungur
formaður á báti, sem gerður
var út á Drangeyjarfjöru og
hafði Drangeyjarsund Grettis
snemma grópast í hugskot
hans og fáa afreksmenn þekkti
hann honum meiri. Hann
komst bókstaflega ekki undan
þessum veruleika sínum, ef
svo mætti segja, og sýnir það,
hversu mikil ítök fornsögurn-
ar áttu í þjóðinni fyrr á tím-
um. Stefán sagði mér sögu
eina, sem átti að hvetja mig
til að læra sund: Á búskapar-
árum hans í Gönguskörðum
varð það slys á Eystri-Héraðs-
vötnum að ferjubát hvolfdi,
þegar fé var ferjað yfir. Ástæð
an mun hafa verið sú að
styggð kom að fénu á miðri
leið, svo það hljóp allt út i
annað borðið með fyrrnefnd-
um afleiðingum. Ungur bóndi
úr Hjaltadal komst af, með því
að hanga í ull á tvævetrum
sauði, sem hann ætlaði með til
slátrunar. Upp frá því tók
bóndinn ástfóstri við þennan
lífgjafa sinn og ól hann meðan
honum entist aldur. Þegar ég
var sýslubúfræðingur í Skaga-
firði 1914—15 hitti ég þennan
bónda. Hann hét Pétur Páls-
son á Kjarvalsstöðum, hi.nn
snyrtilegasti maður.
Aldrei bros
Ég hef minnzt á hrossaprang
Stefáns afa míns, hélt Val-
týr Stefánsson áfram. Meðan
Stefán var vinnandi maður og
gat hýst skepnur, átti hann
alltaf stóð í Skagafirði og kom
með það að Möðruvöllum, þeg
ar hestarnir voru stálpaðir og
seldi skólapiltum. Ég ólst upp
með honum fram að stúdents-
prófi, en samt held ég að hann
hafi ekki haft ýkjamikil áhrif
á mig, enda yfirleitt ekki af-
skiptasamur um annarra hagi,
nema þegar hann barðist fyrir
sérstökum hugðarefnum sin-
um. Hann hafði alla tíð verið
vel heilsuhraustur, en af ein-
hverjum ástæðum borðaði
hann ekkert annað en smjör
síðustu missirin sem hann
lifði. Kona 'Stefáns og amma
mín, Guðrún Sigurðardóttir,
sem einnig bjó á Möðruvöllum
var í skaplyndi andstæða
hans. Hún var hlédræg kona
og vildi sem minnst láta sér
bera. Stefán hafði yndi af að
blanda geði við menn og var
að eðlisfari skrafhreifinn, en
móðir mín sagði mér, þegar
hún var gömul kona orðin, að
hún hefði aldrei séð tengda-
móður sinni stökkva bros.
Fannst mér alltaf einhver
tragiskur blær yfir lífi hennar.
Hún lézt úr lungnabólgu
snemma árs 1903. Um sama
leyti dó Þorbjörg, dóttir henn-
ar, sem gift var Birni Jónssyni
á Veðramóti, einnig úr
lungnabólgu. Ekki varð ég
þess var að gamla manninum
brygði þegar Guðrún amma dó
Gamla kynslóðin á Möðruvöll-
um var ekki vön að flíka til-
finningum sínum og bera
sorgir sínar á torg út. Mér
kemur í hug ferðabók Mac
Kenzie, „Travel in the Island
of Iceland", því hann segist
aldrei á ferðum sínum um
landið hafa séð íslending
hlæja. Þetta var kúguð þjóð,
sundurkramin og uppburðar-
lítil, og tilfinningar hennar
voru eins og bælt gras undir
steini, eða ætti ég heldur að
segja eins og falin eldur, það
getur verið. Þeir sáu séra Da-
víð lítt bregða, þegar lík Ólaís
sonar hans var borið heim úr
Hörgá, og þó. Já Ólafur Da-
víðsson, við minntumst á hann
áðan, og samband þeirra
feðga. í mínum augum var það
mjög dularfullt, þetta voru al-
gerar andstæður, séra Davíð
bókstafstrúarmaður, Ólafur
realisti. Þegar Ólafur kom
heim eftir 15 ára útivist 1896,
próflaus og vínhneigður í
meira lagi, tók séra Davíð á
móti honum tveim höndum og
hafði ekki fyrr leitt hann í
stofu heima á Hofi, en hann
mælti við þennan „glataða"
son sinn þessum orðum:
„Fyrst þú nú ert kominn heim,
Ólafur minn, heldurðu við ætt
um ekki að fá okkur „einn grá
an“?“ Ólafur svaraði: „Aldrei
skyldi það skemma" — en það
var orðtak hans. Séra Geir
Sæmundsson, síðar vigslu-
biskup, sem fermdi mig, sagði
mér það löngu seinna, að þessi
móttaka á Hofi væri eitthvert
stórkostlegasta dæmið um
fyrirgefningu, sem hann
þekkti. Mér skilst að Ólafur'
hafi komið heim frá Höfn,
brynjaður trúleysi og tízku-
raunsæi. Auðvitað fór þetta í
taugamar á séra Davíð, og eng
inn vafi á því, að þessi afstaða
sonarins varpaði skugga á allt
samband þeirra, gerði það
ópersónulegt og kalt með köfl-
um. Ég kenndi oft í brjósti um
séra Davíð, því ég vissi mæta
vel, hvílíkt dálæti hann hafði
á þessum gáfaða syni sínurn.
Dæmi þess hve mikill bók-
stafstrúarmaður séra Davíð
var, er það sem faðir minn
sagði móður minni eitt sinn:
„Þeir' sem í eðli sínu eru vond-
ir menn“, hafði hann eftir séra
Davíð, „fá sigg utan um hjart-
að“. Þessi setning varð mér
svo minnisstæð og grófst svo
djúpt í vitund mína, að ég
gerði mér lengi vel sérstakt
far um að afla mér upp-
lýsinga um merkingu orðsins
„sigg“. En þó séra Davíð hafi
vitað um trúarskoðanir sonar
síns, hefur honum áreiðanlega
aldrei dottið í hug að hjarta
hans væri sigggróið. Annars
var ótrúlegt, hve trúin hafði
sterk áhrif á hugsunarhátt
fólks í mínu ungdæmi. Einn
sunnudag kom ég til dæmis að
föður mínum, þar sem hann
stóð uppi við handriðið fram-
an við húsdyrnar á Möðruvöll-
um og grét. Þetta var svo ó-
venjuleg sjón fyrir mig, að ég
mátti til með að inna hann
eftir, hvers vegna hann gréti
Hann sagði, að Stefáh afi hefði
komið til sín og sagt, að hann
vissi ekki, hvað við lægi, þeg-
ar börn óhlýðnuðust foreldr-
um sínum — og bætti við, að
það væri trú manna, að slík
börn yrðu ofurseld þeim örlög-
um, að hrafnar kroppuðu úr
þeim augun, en það merkti
auðvitað ekki annað en þau
yrðu úti. Ég var orðinn nógu
stálpaður til að vita upp á hár,
hvað afi meinti með þessum
orðum um son sinn. Hann
hafði af litlum efnum kostað
föður minn í skóla með það
fyrir augum að hann lærði tii
prests, en það var fjarri eðli
hans. Þó hann yrði kirkjuræk-
inn, eftir að við fluttumst Ul
Akureyrar var hann ekki
mjög trúrækinn eða trúhneigð
ur maður og hafði aldrei his-
lestra um hönd nema á jólum,
þá voru allir nemendur Möðru
vallaskóla sem heima voru
látnir hlýða á húslestur.
UU og átök
Á Möðruvöllum var sjald-
an eða aldrei rifizt og sam-
búðin var afskaplega góð, þó
svo margt fólk og ólíkt væri
á staðnum. Faðir minn bar
djúpa virðingu fyrir Stefáni
föður sínum og voru þeir sam-
rýmdir í bezta lagi og aldrei
annað en hlýja þar á milli. Þó
man ég eftir því, að þeir rifust
í eitt skipti og fannst mér það
raunar stór viðburður í þá
daga: Það var út af ullarþvotti
og hvort breiða ætti ullina á
Öskuhólinn eða ekki.
Ég varð hræddur, hélt að rifr-
ildið mundi enda með áflog-
um og gekk því á milli þeirra
og tókst að sætta þá. Var svo
aldrei minnzt á þetta, en afi
lét stundum í ljós við mig
þakklæti yfir því, að ég skyldi
hafa sætt þá feðga út af „átök-
unum" um Öskuhól.
Steinunn Frímannsdóttir,
móðir mín, var fædd á Helga-
vatni í Vatnsdal. Fyrsta við-
kynning foreldra minna var
með dálítið einkennilegum
hætti: Það var siður skólapilta
fyrr á tímum að nátta sig með
tjöld sín á svokölluðum Skútu
eyrum. Eitt sinn þegar stór
hópur ungs fólks var á leið +il
Reykjavíkur í skóla og fór
suður Grímstunguheiði og var
kominn í náttstað í Skútueyr-
um hafði drengurinn frá Heiði
í Gönguskörðum komið auga á
stúlku, sem að hans áliti var
svo fögur, að hann gat ekki
hugsað sér hana mennska og
hélt í fyrstu, að hún hefði
gengið út úr einhverjum álf-
hólnum þar í nágrenninu.
Þessi stúlka varð síðar kona
hans, en á þeirri stund sem
hann sá hana fyrst, hét hann
því með sjálfum sér að hann
skyldi, ef hann einhverntim-
an eignaðist dóttur, íáta hana
heita Huldu, og svo varð. Móð-
ir mín var mikil búkona og
stjórnsöm á heimili með af-
brigðum. Hún hlífði sér ekki
við verk og þess vegna kröfu-
hörð við aðra. Eitt sinn þegar
byrjað var að slá túnið á
Möðruvöllum man ég að
það hljóp í mig galsi og
ég fór að hamast í heyinu.
Móðir mín tók mig þá tali og
sýndi mér fram á að þessi ærsl
mín væru ekki að hennar
skapi, slík framkoma væii
merki um alvöruleysi, sem
hún ekki gæti þolað, og ávít-
aði mig svo kröftuglega
að ég gleymi því aldrei: „Ég
vil ekki hafa að þú sért nem
brúða hér á heimilinu", sagði
hún, og síðan hef ég aldrei
getað þolað þetta óhugnanlega
orð, brúða. Eftir þetta átti ég
erfitt með að vera í fínum
fötum innan um gesti og af
tvennu illu vildi ég heldur
vera úti og óhreinka mig við
eitthvert dútl en sitja inni í
stofu, eins og sýningarbrúða
og hlusta á gestina þakka fyx-
ir sig með svofeldum orðum:
„Þetta er myndarpiltur, sem
þið eigið, og þægur eins og
brúða." Samt komst ég ekki
alltaf hjá því að hitta gestina,
því á messudögum sendu for-
eldrar mínir mig út á hlað
að bjóða þeim að ganga í bæ-
inn og fá sér kaffisopa. Mér
var heldur illa við þetta
„skyldustarf" mitt, því ég var
einkennilega ómannglöggurog
þekkti fæsta, sem á hlaðinu
voru. Það var mér því oft mik-
il raun að ganga út meðal
fólksins og bjóða því kaffi.
Oftast nær hélt móðir mín
að mér ákveðnum störfum, lét
mig finna hentuga staði fyrir
mjólkurkýrnar eða eitthvað
annað, sem var við mitt hæfi.
Hún var mjög hagsýn kona og
vildi að ég vendist öllum
sveitastörfum, enda stóð til að
ég yrði bóndi, annað kom ekki
til greina, hvorki af minni
hálfu né hennar. Má segja
að ráðleggingar hennar hafi
fallið í góðan jarðveg hjá
mér, því ég var mjög hneigður
til búskapar á þessum árum og
hef raunar alltaf verið, eins
og þú veizt. En þó móðir min
væri mikill vinnuþjarkur, var
hún ekki morgunmanneskja
og þegar pabbi var ekki
heima, kom Steini ráðsmaður
inn í svefnherbergið til hennar
og fékk lista hjá henni yfir
það, sem gera átti um daginn:
„Þú sérð um þetta, Þorsteinn
rninn", sagði hún,“ ég ætla að
hvíla mig og sofa fram úr 1
dag“.
(Framhald)
M.