Morgunblaðið - 24.12.1959, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 24.12.1959, Qupperneq 5
Fimmtudagur 24. des. 1959 MORGUNBLAÐIÐ 53 Baksvipur mannsins ÞAÐ var einn af þessum kyrru, spyrjandi vordögum, þegar flug- urnar fljúga af eintómum kunn- irigsskap beint upp í opin aug- un á manni, svo menn grípa í flýti upp vasaklútana sína, það er sko ólukkans rykmýið. Ég kom við í mjólkurbúð all- fjarri heimili mínu, einungis af þyi, að ég átti leið þar um, og inrikaupin voru ekki svo mikil. Eri þar var þá ös, svo ég varð að bíða. Ég stóð fast upp við séxkantaða súlu og reyndi að létta ögn á fótunum, en það tókst ekki. Og ég fór að hugsa um hánn föður minn, sem stundum lagðist á gólfið með gæruskinn uridir herðunum og hafði fæt- urna uppi á borðstofuborðinu okkar heima. „Þið eigið að ganga hljótt um og trufla ekki hann föður ykk- ar, börn,“ var móðir mín vön að segja, þegar þannig stóð á. „Hann er að yrkja“. Én við Sigga systir stóðum méð puttana uppi í okkur og harfðum stóreygar á pabba og iriömmu til skiptis. „Já, hann íaðir ykkar er að yrkja,‘: endurtók móðir mín með alvöru og hægð og lagði lotningarfulla merkingu í orðið. Eri Lauga gamla húskona saug upp í nefið, leit á ská upp í végginn með skrýtna kvisthlaup- iriu, sem gestaflugurnar komu ævinlega út úr, og þeytti rokk- inn sirin örlítið hraðar en vandi hennar var. Ég hætti að sjá hvíta sloppa afgreiðslustúlknanna og gleymdi jafnvel fótunum á sjálfri mér, þar sem ég beið upp við sex- köntuðu súluna og hélt áfram að hugsa um hann föður minn og hversu loftið var blátt yfir heiðinni heima. „Hvað var það fyrir yður, frú?“ Afgreiðslustúlkan horfði á mig óþolinmóð og var í þann veg- inn að taka næsta viðskiptavin til afgreiðslu, þegar ég til allrar hamingju rankaði við mér, datt eins og gervitungl niður í veru- leikann og flýtti mér að segja: „Einn lítri mjólk, hálft kíló af skyri, takk“. Jafnframt fann ég aftur til fófanna með þeim ósköpum, að ég var öldungis viss um að blóðið hefði nú gersamlega gleymt að renna. Rétt við búðardyrnar lá við árekstri og einhver fínn maður iyfti hattinum og sagði mjög hæversklega: „Fyrirgefið". Litlu síðar rann gljástrokinn bíll hans fram hjá mér, og ég sá snöggklipptan hnakka manns- ins gegnum bakrúðuna og hvern- ig grár hattur hans vaggaði lítið eitt meðan bíllinn rann nær því hljóðlaust upp öldótta götuna. Ég var stödd á auða svæðinu milli bæjarhlutanna tveggja, þar sem tunglskinið og rökkrið elsk- ast í skammdeginu og ónýtum blikkdósum og bréfrusli er stund- um hent ýman um njólann, sem vex meðfram götunni. Ég hafði fylgt með augunum hóp fugla, sem flugu óskipulega yfir bæ- inn í austurátt, og reynt eftir megni að gleyma fótunum á mér, þegar allt í einu var kallað: „Halló“. Eg leit rétt snöggvast til hlið- ar og sá bílinn, sem hafði nær því numið staðar á götunni og bílstjórann, sem hélt áfram að skrúfa niður rúðuna, og halla sér út í opinn gluggann. Hafði mér ekki misheyrzt? Var maðurinn í raun og veru að kalla halló? Ég herti ósjálfrátt gönguna og lét sem allri minnst á því bera, hve áfátt mér er í görigulagi. Hja, það er kannske hégómi af konu á mínum aldri og einkum þó, ef hjartslátturinn eykst — en — ja, svo ég segi alveg eins og er, þá er ég alls ekki vön því að ókunnir karlmenn stöðvi bíla sína á götu og kalli til mín halló. Auk þess var þetta á þeirri götu, sem útlendu hermennirnir óku daglega og ýmislegt hafði gerzt. Auðvitað hefur mér misheyrzt, hugsaði ég ,og lét eins og ekk- ert væri, eða þá að maðurinn hefur verið að kallá til ejnhvers annars. Kannski eirihver krakk- inn hans hafi verið að leika sér í njólanum austanvert við veg- inn og hann viljað taka grisling- inn með. Ég var auk heldur far- in að svipast um eftir skítug- um óþekktarormi, þegar aftur var kallað: „Halló“. Ég hrökk við, því að í þetta sinn fannst mér eitthvað kunn- uglegt við röddina. Og nú nam ég staðar. Maðurinn hafði stöðv- að bílinn við hlið mér, kallaði sér út í opinn gluggann og kink- aði kolli í áttina til mín. „Afsakið frú. En ef þér væruð á leið upp í bæ, gætuð þér ekið með. Ég er einmitt á leið þang- að“. „Ó, þakka yður fyrir. — Það er svo fallegt af yður“, stam- aði ég og brá ósjálfrátt litum. „Ég er einmitt á leið upp í bæ, og ég þakka yður afskaplega vel fyrir. En, — ja, svo ég segi yður alveg eins og er, þá þarf ég að koma við í búð hérna rétt hinu megin á horninu, — en þetta var samt reglulega vel boðið“, bætti ég við og sendi manninum brot úr gervibrosi, „og ég þakka yður vel fyrir“. Að því búnu hneigði ég mig lítið eitt, og ætlaði þegar að halda mína leið, og — já, ham- ingjan veit, að það varð mér öldungis ósjálfrátt og ég meinti því síður nokkuð með því. En það er bezt að segja eins og er. Ég reyndi að verða dálítið ung- legri í fasi og hreyfingum en ég átti að mér. „Augnablik, frú. Mér liggur ekkert á — ekki lifandi vitund. Þér akið bara með. Það er und- arlega þreytandi fyrir fólk að ganga sífellt á sömu skóm eftir sömu götum“. Hann hafði stigið út og opnað fyrir mig hurðina og komið dót- inu mínu fyrir í bílnum, að kalla má án þess að ég vissi af. Ég stamaði enn út úr mér í einu bæði mótmælum og þakklæti og settist lítið eitt feimin og litið eitt hikandi við hlið bílstjórans frammí. „Já, það er undarlega þreyt- andi“, endurtók bílstjórinn, með þessari sömu kunnuglegu rödd, „að ganga sífellt á útsýnislaus- um skóm innan um útsýnislaus hús á útsýnislausum götum“. „Ó, það er auðvitað satt“, sagði ég, og dró ósjálfi’átt að mér fæt- urna og hló við smálega, eins og konur gera, þegar einhver læt- ur út úr sér móðgunarkennda vitleysu, en ekki á samt við að móðgast. „Hum, ja, það er að segja göturnar eru þreytandi og útsýnislausar, það er satt. En skórnir — jú, maður nýtir nátt- úrlega út sína skó, en sjáið þér til....“ GUÐMUNDUR L. Friðfinns- son er bóndi að Egilsá í Skaga firði. Hann hefir samið nokkr- ar barnabækur og skáldsög- ur, en, fyrsta bók hans, sem vakti verulega athygli var „Hinumegin við heiminn“, sem kom út á s.l. ári. — Smá- sagan, sem hér birtist er ný af nálinni. _ Ég hnykkti höfði og var að hugsa mig um, hvernig ég ætti að botna setninguna, þegar hann greip fram í: „Ég vona að ég hafi ekki móðgað yður, frú. Auðvitað skiprtir fólk um skó. Skór eru tæknilegt fyrirbæri, hver öðr- um ólíkir og þó í sjálfu sér allir eins. Þeir sjá ekki annað en ryk vegarins, sem við göngum". Ég tók hvítan vasaklút upp úr veskinu mínu, ræskti mig frúarlega, og ákvað að slá botn- inn í þetta undarlega tal. Sagði því stutt og laggott: „Mér er ókunnugt um álit yð- ar á skóm. En ég fyrir mi’tt leyti hef skó til þess að ganga á og ef skórnir eru snotrir og þægi- legir fyrir fótinn, þá er ég ánægð. Aftur á móti hata ég skó sem særa mann og meiða. Skór eru mér aðeins skór og ekkert þar fram yfir“. „Já, það er að visu satt,“ sagði maðurinn, og var auðsjáanlega ekki á því að fella talið. „Skór, sem særa mann t. d. í hælinn, eru alls ekki þægilegir. Ég skal fúslega játa það. Hins vegar verð- ur því þó ekki neitað, að þeir minna mann alla götu á fæturna. Og í sannleika sagt, þá er það alls ekki svo lítils virði.“ Ég gerði eins lítið úr fótun- um á mér og ég mögulega gat. „Nú, já,“ sagði ég aðeins og saug upp í nefið með ódulinni vanþóknun. En þetta var eins og stökkva vatni á gæs. Maðurinn hélt á- fram: „Já, frú. Ég vona að ég hneyksli yður ekki. Ég bið yður að reiðast mér ekki frú. En bezt væri að hafa alls enga skó, þá finna menn þó alla götu til fót- anna og álpast síður út á eggja- grjót eða poll utan við veginn. Og í sjálfu sér er ábyrgðarminna að ganga án skóa en á skóm. Sé maður til dæmis á dýrum og fínum skóm, þorir maður hvergi að stíga niður fæti af eintómum ótta við að óhreinka þessa fínu skó. Á uppháum stígvélum veður maður aftur á móti út á hvað sem er og situr síðan fastur í botnlausri leðju. Og þó að þykk- sólaðir skór séu á ýmsan hátt þægilegir fyrir fótinn, já, það eru þeir. Þeir eru mjög þægilegir, ef gengið er á misjöfnu. En sjáið þér til, á þess konar skóm geng- ur maður bara of langt, eða stíg- ur kannski ofan á skottið á kett- inum sínum, en finnur ekki einu sinni fyrir því vegna sólanna. Sko, þeir eru svo þykkir. Jahá“. Hann hló og leit í áttina til mín, eins og hann vildi tjá eitthvað mikið. „Hja ... á þér trúið því auðvitað ekki, frú. En einu sinni þekkti ég mann, sem vissi aldrei, hvern- ig skórnir hans áttu að snúa. Hafið þér nokkurn tímann "heyrt annað eins. Hann vissi ekki, hvernig skórnir hans áttu að snúa. Menn setjá oft á sig skóna öfuga cg auðvitað verður göngu- lagið eftir því.“ Meðan þessu fór fram hafði ég í laumi athugáð manninn af gaumgæfni. Á hægri vanga hans var ör og allt var andlitið mjög torkennilegt, ekki ólíkt því að hann hefði einhvern tíma lent í bílslysi eða þá bruna. Og enda þótt röddin væri vingjarn- leg og eitthvað kunnuglegt við hana, var tal hans svo undar- legt, að mér fannst, að ég var í fullri alvöru farin að hugsa um að krefjast að bíllinn næmi staðar, svo ég gæti stigið út. Annað hvort var maðurinn ekki með öllum mjalla, eða þá að hann var á svona andstyggilega lúalegan hátt að draga dár að fótunum á mér. Hann ætti bara að vita, óþokkinn sá arna, hvern- ig það er, að þurfa að dragnast með blóð, sem stendur kyrrt í stað þess að renna, hugsaði ég, og kenndi svo sárt í brjósti um sjálfa mig, að mér lá við gráti. Vegna kökksins, sem kominn var í hálsinn á mér, dróst, að ég framkvæmdi fyrirætlan mína. Og þegar ég aðgætti nánar, sá ég að bíllinn var að nema stað- ar á götuhorninu hjá búðinni. Og fyrr en ég fengi risið úr sæti, hafði bílstjórinn opnað fyrir mig hurðina og sagði mjög kurteis- lega: „Gerið þér svo vel, frú“. „Takk,“ svaraði ég aðeins mjög kuldalega og án þess að endur- gjalda bros mannsins. Að svo mæltu rigsaði ég inn í búðina og hafði dótið mitt meðferðis. Ég vildi með þessu láta mann- inn skilja, að ég hefði alls ekki í hyggju að stíga aftur inn í þennan bíl. Búðarþjónninn stóð grafkyrr innan við borðið og horfði á mig hlutlaust, meðan ég gekk mjög hægt inn gólfið og reyndi að koma sjálfri mér í jafnvægi. „Hvað er fyrir yður?“ Hann hreyfði höfuðið lítið eitt og lagði granna hönd sína fram á borðið. „Sex vínarpylsur, takk“, sagði ég, og fann að rödd mín var ekki sem styrkust. Það komu rétt snöggvast ör- lítil leynd svipbrigði í andlit mannsins, svo sem eins og þegar vart greinanleg vindþota fer yfir kyrrt vatn að kvöldlagi. „Önnur deild til hægri, gerið þér svo vel“. Það kom fát á mig og ég hafði rétt rekið mig á rafmagnssúlu, sem stóð á gólfinu, og gljáfægð og glampandi rafmagnsáhöld blöstu mér hvarvetna við auga. Ég hafði í uppnámi minu villzt inn um skakkar dyr. Þetta var rafmagnsdeildin. „Hérna til hægri, önnur deild“, endurtók maðurinn, „gerið þér svo vel“. Hann gekk með mér í áttina, hneigði sig að lokum, og ég fann, hvernig augu hans fylgdu mér eftir. Ég vissi að vindþotan fór aftur yfir hinn yfirborðskyrra sæ. Ég gekk gegnum vefnaðar- vörudeildina og heyrði glamur í skærum og að silkistrangi var rifinn í sundur. Einn búðarþjónn sagði: „Fleira?“, og viðskiptavin- urinn svaraði: „Nei, takk“. Síðan hélt ég áfram — gegn- um breiða, bjarta ganginn, þar sem pálminn stendur og hurðirnar falla sjálfkrafa þétt á hæla manni til að fyrirbyggja alla lykt, loks inn í kjötbúðina og heyrði lágt nuddið í viftunni, sem sér um loftræstinguna og laukurinn blasti við auga í lítilli skál upp í hillu, alveg eins og í fyrra og hitteðfyrra, og tómat- arnir rauðir við hliðina á hrokknu grænkálinu út við gluggann. Ég hafði farið mér hægt að öllu, beinlínis eytt tímanum og stungið vínarpylsunum ofan í innkaupátöskuna mína, þegar mér varð litið út og sá að bíl- stjórinn hafði fært bílinn sinn að dyrum kjötbúðarinnar, beið þar óbifanlega rólegur og horfði fram fyrir sig alvarlegur í bragði. Rétt í þessu leit hann upp í gluggann til mín og ég sá ekki betur en hann brosti. Ég flýtti mér að líta undan og færa mig til, en ekki fannst mér augna- ráð mannsiná vitfirringslegt og ekki laust við að eitthvað væri við það gamalkunnugt. Ég gekk í hægðum mínum til baka, nam staðar undir speglin- um við pálmann og þareð þarna var enginn nærstaddur tók ég eins og í meiningarleysi púður- kodda upp úr dós í veskinu mínu og dró rétt aðeins um andlitið á mér. Ég naut ilmsins, en fann að ég varð tóm og snauð kring- um hjartað, þegar ég leit í speg- ilinn. Ég gerði mér eitt og annað til dundurs í vefnaðarvörudeild- inni, spurði eftir verði á kjólum og brjóstahaldara, sem ég sá, snerti á nokkrum kápum og fitl- aði loks við úrið mitt og sá að klukkan var hálf tólf. Ég hafði verið um fjörutíu mínútur í öllu þessu slangri. Loks gekk ég út, en hamingjan góða ,stendur ekki bílstjórinn þar við galopnar bíl- dyrnar og tekur dótið úr hönd- um mér mjög hæversklega. „Gerið þér svo vel, frú“ og nær því hjálpar mér inn í bíl- inn. Guð komi til, hugsaði ég í uppgjöf og ráðaleysi. Flest getur nú komið fyrir. „Já — en sjáið þér til — eig- inlega,‘ stamaði ég, og var enn ekki setzt. „Sjáið þér til, eigin- lega.... “ En bílstjórinn kom mér til hjálpar og rödd hans var með notalegum vináttuhreimi. „Ekkert að afsaka, frú, en þér þurfið ef til vill að koma víðar við á leiðinni. Skiljanlega, inn- kaup eins og gengur og mér ligg- ur ekkert á, ekki lifandi vitund. Gerið aðeins svo vel, og segið mér, hvar ég að að nema stað- ar“. „Nei, nei,“ flýtti ég mér að segja, „en....“ „Það hefur ef til vill sett að yður, þegar þér komuð út úr búðinni. Hann er byrjaður að kula“, sagði maðurinn um- hyggjusamlega. „Leyfið mér að setja miðstöðina á“. Hann seildist fram í borðið og setti miðstöðina á. Ég heyrði lágt vinalegt suðið, þegar viftan tók að snúast. „Óhó, þetta er öldungis óþarfi“, mótmælti ég í meiningarleysi. „Það er þó alla götu komið vor“. Ég hagræddi mér í sætinu, leit þó um leið útundan mér á manninn með nokkurri tor- tryggni. „Já, það er satt, það er vor- ið“, samsinnti maðurinn, „og ekkert orð í málinu á önnur eins fyrirheit. Það er beinlínis hörpu- hljómur í því orði, rétt eins og ósýnilegir silfui’þræðir vefjist um allt og himnabjöllum væri hringt víðs vegar um loftið. Það er dýrlegt að eiga vor en þó enn dýrlegra að eiga von á vori.“ „Æjá, óskandi að hann færi bara ekki að kólna“, sagði ég og kunni ekki við mig í þessari hæð, en vildi halda mig við veruleikann eins og títt er um fólk á mínum aldri. Framh. á bls. 54. Smásaga eftir Guðm. Lo Friðfirmsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.