Morgunblaðið - 24.12.1959, Side 6

Morgunblaðið - 24.12.1959, Side 6
V 54 MORCTJNRLAÐIÐ Fimmtudagur 24. des. 1959 — Baksvipur mannsins Framh. af bls. 53. „Gerir ekkert, gerir ekkert, frú“, sagði maðurinn ákafur, „að- eins ef miðstöðin er í lagi. Mið- stöðin er það sem allt veltur á. Að miðstöðin sé rétt stillt og að rétt sé stillt inn á miðstöðina, þá er ævinlega allt í lagi“. „Eitthvað kelur nú samt“, sagði ég varfærnisleg, því enda þótt mér þætti nú fullvíst að maðurinn væri ekki hættulega brjálaður, var hann þó áreiðan- lega eitthvað skrítinn. „Ójá, það kelur og brennur á víxl“, sagði maðurinn. „En ég segi yður satt, það þarf svo að vera. Ég þekki t. d. mann, sem einu sinni skaðbrenndist í and- litinu, það olli óþægindum í bili, en núna gerir það honum ekkert til. Andlit er einungis andlit og ekkert þar fram yfir. Og þótt menn til dæmis hættu að nota þessi andlit og tækju annað upp í staðinn, mundi það innan skamms þykja jafn gott, ef til vili með tímanum bara betra.“ Ég sagði ekkert, en geispaði í klútinn minn, og sárkenndi í brjósti um manninn fyrir þessa einkennilegu tegund brjálsemi. Loks rétti lögreglan handlegg- inn beint fram til merkis um, að nú mætti halda áfram. „í>að er að byrja hádegisösin á götunni", sagði ég, eins og út í bláinn og tók um leið eftir stúlku, sem ekið var í hjólastól og feitum manni með afarstór gleraugu. Hann sat í kyrrum bíl sínum upp við gangstéttina og virtist niðursokkinn að lesa í blaði. „Já, fólk er farið að langa í steikina, sem von er til“, sagði maðurinn og skipti í hærri gír. Við vorum um það bil að kom- ast út úr mestu bílaþvögunni og á fáfarna götu meðfram sjón- um, þar sem börnin leika sér berfætt í sandinum og leita að skeljum og kufungum á vorin. „Öllum þykir vænt um sína steik, sinn bíl og sitt hús, sem von er til,“ hélt hann áfram og sté örlítið meira á benzínið. — „Bara að húsin séu ekki glugga- laus og of lítil“. Ég svaraði þessu heldur engu — lét sem ég heyrði það ekki, en fann mér til gleði, hvern- ig umburðarlyndið hlaut að slétta úr hrukkunum í andliti mínu. Já, umburðarlyndið, hugs- aði ég, það er það sem við á gagnvart svona vesalingum. Þegja er einmitt það rétta, þegja gagnvart vitleysunni og þegja vitleysuna í hel, ekkert meðal er eins góðkynjað en jafnframt áhrifaríkt gegn hvers konar nýju illgresi á akri hugans, virða það aldrei viðlits eða máls, en láta þögnina sífellt troða ofan á því, þungum og stórum fótum. Þetta er það sem kristnum og siðfág- uðum manni ber að gera. Þá kemst þessi aðskotagróður aldrei langt og gömlu plönturnar fá að vaxa í friði. Við ókum með talsverðum hraða framhjá slökkvistöðinni, skrifstofum gufuskipafélagsins og gamla herkastalanum, þar sem hávaxna reynitréð breiddi ný- laufgað limið fram yfir gang- stéttina og ungt grængresið gægðist þegar út milli hálffúinna rimlanna í gömlu girðingunni, beygðum síðan til hægri inn í Vogastræti þar sem húsunum er stráð niður af einskærri tilvilj- un eins og rúsínum í lummu. Þarna var þó nokkur umferð og bílstjórinn skipti niður og ók hægt. Mér var farið að líða vel. Ég var hætt að kenna til í fót- unum og jafnvel horfin frá að tilkynna lögreglunni nokkuð um þennan undarlega mann. Ef til vill væri þó viðkunnanlegra að spyrjast fyrir undir rós, hvort orðið hefði vart við nokkurn vafasaman náunga á ferli, eða hringja á hælið og vita, hvort nokkur sjúklingur hefði verið út- skrifaður til reynslu. Jú, líklega var það borgaraleg skylda, svo að hægt væri að fylgjast með vesalings manninum og honum vafalaust bezt sjálfum. Á horninu hjá Sunnutorgi stóð lítil ljóshærð blaðsölustúlka. Hún var falleg í ívið stuttu, rauð- I H.f. Eimskipafélag fslands ienair uiciíkiptatnötinutn ámum nm land aíít Leztu ifuóóL köflóttu kápunni sinni og setti stút á munninn, þegar hún kall- aði: „Stéttin og Geimferðablaðið. Grein um hagsmunasamtök og stéttabaráttu hinu megin í tunglinu." Hún hafði þegar selt upp flest blöðin sín og fengið sér gott í nestið heim, því nú stakk hún upp í sig tyggigúmmítöflu og rölti af stað eftir gangstéttinni ánægjuleg í bragði. Bílstjórinn hafði rétt áður skrúfað niður hliðarrúðuna, og renndi nú með hægð upp að gangstéttinni. „Stéttin og Geimferðablaðið", endurtók telpan, lítið eitt völu- mælt vegna tuggunnar og kom þegar að bílnum. „Grein um stéttasamtök hinu megin á .....“ „tunglinu", botnaði bíl- stjórinn brosandi og rétti hönd- ina út eftir blaði. — Geimferða- blaðið, rauðir stórir stafir, þrykktir í blátt. Ég þekkti þetta vel og vissi að það mátti lesa titilinn í myrkri. Hann lét blaðið falla í sætið við hlið sér og rétti höndina aftur út, meðan telpan fór ofan í tösku sína og kom með „Stéttina". „Fjórar krónur, takk“, en bíl- stjórinn smeygði í lófa hennar hundrað króna seðli og sagði brosandi: „Það fer inn á samábyrgðar- skírteinið. Þú gefur einhverjum öðrum til baka og mundu nú upp frá þessu, að það er aðeins ein stétt til — stétt mannlegs samfélags.“ Samstundis hafði hann sett í gírinn og var ekinn af stað. En telpan stóð eftir með galopinn munninn og hundrað- kallinn í lófanum. Hún hafði nær því misst út úr sér tyggjóið sitt. Við ókum þegjandi austur á Höfðann, þar sem húsin verða aftur strjál. Bílstjórinn sat í- bygginn við stýrið og virtist jafn- vel hafa gleymt mér. Andlit hans var undarlegt sambland af göml- um, fallegum draumi og óþægi- legum veruleika, sem kom mér að nýju úr jafnvægi. „Það er þessi gata til vinstri, ef þér vilduð gera svo vel. Húsið mitt er við þrönga stíginn hjá kirkjugarðinum", sagði ég fljót- mælt. Þegar allt kom til alls hafði ég samúð með þessum und- arlega brjálæðingi og vissi aldrei þessu vant ekkert hvað ég átti að ímynda mér eða gera. „A, já, já, öldungis rétt“, sagði maðurinn og hemlaði óþarflega sterkt, rétt áður en bíllinn tók beygjuna. „Já, já, afsakið, frú. En ja, mér datt svona rétt að- eins í hug, þér búið vafalaust í stóru húsi?“ „Hum, eftir því hvernig á það er litið,“ sagði ég. „Það er nógu stórt fyrir mig. Fólk á mínum aldri gerir yfirleitt ekki kröfu til stærra húsnæðis". „A, nei, nei, náttúrlega ekki. Þér megið ómögulega misskilja mig. Fyrir alla muni misskiljið mig ekki frú. Ég átti eiginlega við að húsið væri ekki glugga- laust og stofurnar það stórar, að hægt væri að snúa sér við. Það er ákaflega áríðandi að geta snú- ið sér frjálslega við, enda alla tíð óvlðkunnanlegt að þurfa að ganga aftur á bak inn úr dyrum á húsi og geta síðan með engu móti snúið sé'r við“. „Gerið svo vel að nema stað- ari“, sagði ég snöggt, og fann til lítilsháttar hita efst við gagnaug- un af þessari nýju móðgun. Hann hemlaði rólega, sagði ekkert, en bíllinn nam staðar rétt við stigáþrepin heima hjá mér. Hann tók ekki af neistann en setti aðeins á handbremsuna áður en við stigum út. Síðan seildist hann inn í bílinn eftir innkaupatöskunni minni, þar sem gyllt pappírshettan á mjólkur- flöskúnni stóð upp úr og vaggaði eins og Parísarhattur á hefðar- mey. Hann rétti mér töskuna mjög hæversklega án þess þó að þessu sinni að segja, gerið þér svo vel, frú. í stað þess horfði hann alvarlega í augu mér eitt andartak, rétti mér því næst höndina og — ja, það er kannski kjánalegt að skynja raddir í lit- um, en vonandi þó í blæbrigð- um. Og í röddinni var þessi und- arlegi samruni hausts og vors, sem aldrei sést eða heyrist nema þegar sumarið er annað hvort að heilsa eða kveðja. „Vertu nú sæl, Huld, og þakka þér fyrir samfylgdina. Vertu nú sæl“. Hann sleppir hönd hennar snöggt, er kominn upp í bílinn og á svipstundu ekinn af stað. Hún stendur ein eftir, grafkyrr og sér baksvip hans gegnum lítið eitt þámaða bakrúðuna, hnakk- ann, herðarnar og hálsinn og hvernig bíllinn fjarlægist hratt og hverfur fyrir horn. Kannski stendur hugsun hennar einnig kyrr eitt andartak eins og sam- þjcppuð undir þungu fargi. En sjónsvið hennar víkkar og verð- ur þó á þessari stund aðeins einu bundið, manninum, sem hún þekkir þá fyrst, er baksvipur hans birtist. Núna þekkir hún hann svo vel og finnst jafnvel, að hún hafi aldrei þekkt hann að neinu ráði fyrr en einmitt á þess- ari stundu. Eétt í þessu tekur stóra sigurverkið á turni eilífðar- hússins að slá tólf slög, lang- dregin og þung eins og örlögin. Það síðasta endar í löngum, fall- andi tóni — liggur eiginlega í loft inu, eftir að það er þagnað, og minnir helzt á orð, sem einhvern tíma voru töluð, kannski við ungt, fagnandi morgunljós eða þá um kvöld í myrkri. Og ef til vill var ekkert uppfrá því — ekkert nema þessi eini fallandi tónn, sem minnir á síhverfan möndul augnabliksins í rúmi óþekktrar stærðar. Og konan með bólgnu fæturna er farin að hlaupa eftir götunni. Hún hleypur álút á eftir bílnum, sem hefur að geyma baksvip mannsins, sem hvarf. Hún sýn- ist alls ekkert stór, og pilsin hennar kippast upp að aftan á hlaupunum. Hún nemur staðar á hæðinni við kirkjugarðshornð, þar sem sáluhliðið er. En ekki er bíllinn þar. Hann hefur víst ekið mjög hratt og er gjörsamlega horfinn. Hún nýr saman höndun- um í örvæntingu og dettur af ráðleysi í hug að fara inn í kirkjugarðinn, en sér þó sam- stundis, að þangað þýðir ekki að leita. Villist einhver þar inn, kemur hann alrei aftur. Og þar sem hún stendur nú þarna á hæð- inni og horfir eftir löngum, ryk- ugum veginum dettur henni allt í einu í hug, hve undarlegir vegir eru í rauninni — mórautt, óreglu legt strik, og enginn getur nokk- urntíma vitað hvert vegir liggja, hvar þeir enda né hvort þeir enda yfirleitt. , Og konan snýr við. Hún geng- ur niðurlút hægum, þyngslaleg- um skrefum og er srðin móð. Kannski eru lungun of stór eða hjartað farið að bila. Utan við húsið sitt nemur hún allt í einu staðar og golan leikur hlutlaust að fötum hennar sem alls ekki eru ný. Og þarna stendur nú þessi kona og andblærinn heldur áfram að leika um hana, svo að hún fær vatn í augun, þar sem hún horfir í fyrsta sinn á húsið sitt með tilliti til stærðar og hlut- falla, hvort gluggarnir séu í raun inni nógu margir og stórir eða snúi rétt við áttum, og hvort glerið sé nægilega gagnsætt og tært. En börnin halda áfram að leika sér í fjörunni. Þau ösla berfætt , svölum sjónum og kitlandi, snörpum sandinum, ærslast og hlæja — finna kannski perluskel og kuðung en týna mörgu jafn- ótt. Þau ganga með vorið í blóð- inu, og meinhæg innfjarðabáran fellur blágræn og glitrandi upp að ströndinni. Kannski er hún langt að komin og skrifar dular- fullt letur í sandinn, er máist jafnharðan út. LAUSNIR á þrautum á bls. 62 Vandræði í baðherberginu Svar: 5 mínútur. DÆMI I. 927 Svar:-= 3 309 DÆMI II. Svar: 1938. Hvernig flytzt krafturinn? Svar: Sé togað í spottann lyft- ist öxin. Bróðir Jóns Svar: Sé talið til feægri og byrjað á Jóni er röðin þannig: Jón, Pétur, Daníel, Halldór, Frið- rik, bróðir Jóns. Svör við gátum 1. Sköllótt höfuð. 2. í fyrradag, í gær, í dag, á morgun. 3. Stúlkur hafa ekkert betra að kyssa. 4. Strikið st af orðinu steinn, þá er einn eftir. 5. Nafnið þitt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.