Morgunblaðið - 24.12.1959, Side 12
60
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 24. des. 1959
— Bréf
Framh. af bls. 59.
téknum þeim sem berjast fyrir
hugsjón, nefnilega þetta: Ég álít
Inig vera til foringja fallinn. Ég
Éið ykkur að hefja mig til mann-
Virðinga og veita mér umboð til
að ráðskast með málefni ykkar. í
staðinn skal ég berjast eins og
ljón fyrir því að þið getið matað
krókinn á kostnað annarra hópa,
nota bene: að svo miklu leyti sem
ég fæ því við komið fyrir flokks-
forystunni. — Ég hef oft dáðst
áð hugrekki frambjóðenda. En
pólitíkin er í eðli sínu þannig, að
ég held að það hljóti að koma
að því, að smáþjóðirnar a. m. k.,
kveðji beztu menn sína til að
fara með umboð sín eftir ein-
hverju þar til hæfu kerfi, en
framboð leggist niður. Fulltrúar
þjóðarinnar yrðu jafnbetri með
þeim hætti, og lýðskrumið, sem
þeir eru nauðbeygðir til að beita
fyrir sig, yrði úr sögunni.
Hvort ég hafi hitt nokkurn fs-
lending í London? Já, einn, Har-
ald Sigurðsson, bókavörð á Lands
bókasafninu, þumbara við fyrstu
sýn, en mikinn heiðursmann þeg-
ar maður kynnist honum. Hann
var að rýna í gömul kort þarna
í British Museum. Mér kemur
í hug smáatvik þarna í safninu.
Merkilegur maður Haraldur.
Það er mjög strangt þarna
með aðgang að handrita- og bóka
safninu, þarf skírteini, og útveg-
un þess fylgir vafstur og forms-
atriði. Við Haraldur höfum báð-
ir skírteini, sem heimilaði að-
gang að handritasafninu, en ekki
bákasafninu. En ég veitti því at-
hygli að Haraldur óð þarna um
allt eins og hann ætti safnið. Svo
ég segi við hann:
Hvernig er það með þig, Har-
aldur. Þú veður hér háreistur um
allar deildir eins og þú eigir
British Museum, og verðirnir
blaka ekki við þér. Ég veit ekki
til að þú hafir aðgang að bóka-
IVSeðlimir
Félags íslenzkra stórkaupmanna
Oska viðskipfavinum sínum
um land allt
CjfeÁifec^rci jófc
* *
ct ocý nýciró
og þakka viðskiptin a hinu
liðna ári
safninu. Þú hlýtur að komast
þetta út á hökutoppinn og stærð-
ina.
Bara setja upp grimmdarsvip,
segir Haraldur, strunsa fram hjá
þeim og láta sem maður sjái þá
ekki.
Daginn eftir þurfti ég að kom-
ast í bóksafnið til að glugg* í
bók eftir Jörund um kristindóm
á Tahiti.
Fylgdu bara mér, segir Har-
aldur.
Svo þrömmum við hraðstígir
inn hvelfinguna, að dyrum bóka-
safnsins, lítum hvorki til hægri
né vinstri, menn í áríðandi er-
indagerðum sem þolir enga bið.
En vörðurinn stóð á fætur: Herra
minn. Hafið þér skírteini?
Vissulega. Og ég seildist í brjóst
vasann effcir veskinu, hugðist,
ef bragðið mistækist, taka upp
skírteinið að handritasafninu og
bera við misskilningi.
Hemm, segir Haraídur þá.
Vörðurinn lítur á hann spyrj-
andi, leitar með augnaráðinu eft-
ir staðfestingu. Haraldur, setn
sjálfur er kortlaus, hefur sett upp
herforingjasvip og varirnar
sveigjast í grimmdarlega skeifu,
Yes, segir .hann á hroðalegri
ensku og var svo fastmæltur, að
það voru ein sex „s“ í yes-inu.
Það dugði, ég lét veskið, síga
og við gengum inn í bókasafnið.
Jæja, sagði ég. Þarna sérðu.
Haraldur horfði á mig hneyksl-
aður: Þú ert líka órakaður, mað-
ur. Þú hlýtur að þekkja Bretann;
flibbinn má vera skítugur, en
kjammarnir á þér verða að vera
eins og bárnsrass.
Veiztu nokkuð nema ég sé að
láta mér vaxa skegg.
Haraldur horfði á mig háreist-
ur: Skegg? Þetta er bölvaður
hýungur á þér, maður. Það, þarf
meira til. Svo þarf líka að snyrta
þetta. — Og safnvörðurinn reyk-
vízki stráuk hökutoppinn máli
sínu til áréttingar . . . Einhvern
tíma seinna skal ég segja þér frá
æskulýðshöllinni, sem ég skoðaði
í London, þar sem tuttugu and-
legar íþróttir og jafnmargar lík-
amlegar stóðu æskufólkinu til
boða gegn gjaldi sem nam einum
shilling á viku; það er þannig
hús sem æskulýðnum og þjóð-
inni er lífsnauðsyn að koma upp
hér heima. Hér einkennast við-
brögð foreldra gagnvart æksunni
í óhuganlegum mæli af þeim
hugsunarhætti sem felst í þess-
ari setningu: Ekkert múður, pilt-
ur minn. Mig varðar ekkert um:
þjóðerni. Mín menning er bíll-
inn minn og ísskápurinn. Ef þú
getur ekki gert þig ánægðan með
þessar kvenafars- og glæpasög-
ur þarna á borðinu, þá geturðU
hypjað þig þig út og slæpzt, og
fjandinn má ráða því, hvort þú
verður, fífi, fantur eða alkóhólisti
Ég þarf að bóna sérvann . . . Já,
ég fór víðar, Dauðþreyttur á
brezkuin anda, brezkri smásmygli
og þjónustulipurð, sem á sér það
eina markmið að krækja í nokkra
'skildinga umfram lögákveðið
þjórfé, staulaðist ég um borð í
Dettifoss í Grimsby og flæktist
með skipinu heilan mánuð aust-
ur á bóginn. Það var eins og að
koma úr kæfandi mollu í ferskt
loft. Það er ekki til betri hress-.
ing fyrir sálina en slíkt flakk
í. félagsskap íslenzkra sjómanna.
Að koiúa um borð í þessi skip og
sjá skorsteinsmerkið, sem eitt
allra slíkra merkja megnar að
vekja svipaðar kenndir og ísland
sjálft, það er eins og að koma
heim. Ég var svo heppinn að vera
eini farþeginn og umgekkst því
skipshöfnina í farþega stað, aðai-
lega loftskeytamanninn, það voru
góð býtti. En sjókonum hef ég
ekki kynnst fyrr.
Sjókonum?
— Ég meina skipsfreyj-
urnar þarna um borð, þær
ógleymanlegu sómakonur, Höllu
og Hrafnhildi, sem umbáru með
góðlátlegri kímni þann forherta
sérvitring, sem birtist kvöld eitt
í Grimsby, eins og þjófur á nóttu
á dekkinu á Dettifossi og bað um
far, en það er önnur saga. Svo
óska ég þér, og þeim lesendum
sem enzt hafa til að lesa þetta
sundurlausa rabb, friðsælla jóla.
SEMENTSVERKSIMIÐJA RÍKISIIMS
f ramleiðir
PORTLAIMDSEMEIMT
H R AÐSEMEIMT
Sementssala og afgreiðsla fer fram á Akranesi og Reykjavík
virka daga kl. 8 f.h. til kl. 5 e.h. nema laugardaga kl. 8—12 f.h.
Sementsafgreiðsla
i Reykjavík
við Kalkofnsveg, — Sími 22-200
SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS
Skrifstofa Hafnarhvoli, Reykjavík — Sími 22-200
Verksmiðja Akranesi
Sími 555
PliZZOLAIMSEIVIEIMT
ABIIRÐARKALK