Morgunblaðið - 07.01.1960, Blaðsíða 19
Fimmfudagur 7. Jan. 1960
M O RCU1VB L 4 ÐIÐ
19
mcnnmgar
Þýzkt
kvöld á morgnn
í desember var haldið fyrsta
þýzka menningarkvöldið í þýzka
bókasafninu að Háteigsvegi 38, á
heimili þýzka sendikennarans.
Var fjallað um Thomas Mann og
leikinn á plötu kafli úr síðasta
verki hans, sem skáldið sjálft las
upp.
Thomas Mann má kallast
mesti Skáldsagnahöfundur og
stílsnillingur, sem Þjóðverjar
hafa átt í þessari öld. Áhrifa-
mesta ijóðskáld hefur hins veg-
ar verið Gottfried Benn, sem er
fæddur 1886 og dó 1956, og þekkt
asta leikritaskáld var Bertolt
Brecht (1898—1956). Þessi tvö
skáld verða kynnt á næstu þýzku
menningarkvöldum, sem verða
fyrsta fimmtudag í hverjum
mánuði.
Næsta kynningarkvöld er á
fimmtudaginn, 7. janúar, kl. 9
stundvíslega. Mun þýzki sendi-
kennarinh fyrst skýra skáldskap
Gottfried Benns , nokkrum orð
um, en síðan les skáldið úr verk-
um sínum af plötu. öllum er
heimill aðgangur.
331 vistmaður
á Elliheimilitiu
A ÁRINU 1959 komu 98 konur
og 45 karlar, en 57 konur og 15
karlar fóru.
Dánartalan var 44 konur og 32
karlar eða samtals 76.
I árslok voru vistmenn 331,
244 konur og 87 karlar.
Vistmenn á Elli- og dvalarheim
ilinu Ási í Hveragerði voru í árs-
lok 26, 15 konur og 11 karlar.
MOSKVU, 6. janúar. — Jörðin er
perulaga og ílöng á Norðurhvel-
inu, segja rússneskir vísinda-
menn.
Lovísn Siguriós Einursdóttir
— Kveðju —
Sævor Kjortons-
son — Kveðju
Kveðja til Sævars frá foreldr-
um og systir.
Fæddur 24 marz 1940
Dáinn 28. desember 1959.
Fallinn er sveinninn og falla •
tárin
friður var vanginn og fá voru
árin.
Þung er sorg.
Farinn er morgunn, sem faðm
sinn opnar
fyrir æsku með fjaðrir brotnar.
Þung er sorg.
Ö veittu honum drottinn af
vizku þinni.
Verndaðu oss öll í fátæktinni.
Þung er sorg.
(Lára Skúladóttir)
Peningum
stolið
f FYRRAKVÖLD kl. rúmlega 6,
var stolið peningakassa úr Ali-
fuglábúi bakarameistara við
Herskálakamp. Kassinn, sem var
læstur var geymdur í afgreiðslu
herbergi og í honum voru um sjö
hundruð krónur. Rétt áður en
tekið var eftir hvarfinu, sást til
tveggja strákhnokka, sem voru
að laumast burt frá húsinu. í
morgtrn fannst kassinn, skammt
frá húsinu. Hafði hann verið
brotinn upp og voru í honum
133 kr. — Ef einliverjir gætu
gefið upplýsingar um þetta mál,
eru þeir vinsamlega beðnir »8
láta rannsóknarlögregiuna vila.
Fædd 16. des. 1911
Dáin 28. des. 1959
HÚN var fædd í Kjósinni og sleit
þar barnsskónum, æskuárin
dvaldi hún í Viðey, þegar þar var
blómlegt atvinnulíf og fjölmenni,
en þroskaárin liðu hér í Reykja-
vík, þar sem hún bjó með manni
sínum, ól upp börn sín og háði
sjúkdómsstríð sitt, þar til yfir
lauk. Hún giftist eftirlifandi
manni sínum Gústaf Guðjónssyrd
brunaverði og fæddi honum 4
börn, tvo syni og tvær dætur, cg
er yngri dóttirin aðeins 7 ára.
Nýr útibússtjóri
Utvegsbankans
á Akurevri
A FUNDI bankaráðs Útvegs-
banka íslands, þann 29. desember
sl., var samþykkt að ráða Júlíus
Jónsson útibússtjóra við útibú
bankans á Akureyri frá áramót-
um að telja.
Júlíus Jónsson hefur starfað i
útibúinu frá 1. janúar 1939 og
verið gjaldkeri frá 1. janúar 1943.
Hann hefur sl. ár verið settur
útibússtjóri.
Júlíus Jónsson er fæddur á
Akureyri 31. maí 1915, sonur
Jóns Guðmundssonar byggingar-
meistara og Maríu Hafliðadóttur.
— Iðnaðarmálin
Framh. af bls. 12.
langtum minna lánsfé og með
óhagstæðari kjörum en þeir.
Mörg eru dæmi þess að hráefni
til iðnaðar sé tollað hærra en
innflutt, fullunnin vara.
Þegar þessar staðreyndir eru
hafðar í huga, getur ekki hjá því
farið, að iðnaðurinn verði þess
vanmegnugur í næstu framtíð að
bæta við sig vinnuafli og þurfi
jafnvel að draga saman seglin og
fækka starfsfólki, nema hér verði
ráðin bót á.
Aðalmál iðnaðarins er því um
þessi áramót, að ráðamenn þjóð-
arinnar viðurkenni í verki gildi
hans fyrir þjóðarbúið, og láti
hann njóta sömu starfsaðstöðu
og landbúnað og sjávarútveg.
Sérhver þjóð sem leitast við að
bæta lífskjör sín eflir hjá sér iðn-
að. íslendingar hljóta einnig að
ganga sömu braut, vilji þeir bæta
afkomu sína og tryggja niðjum
sínum efnahagslegt öryggi.
Gleðilegt nýár!
Ólafur Jóhanii
hlaut rilhöfunda-
styrkinn
SÍÐDEGIS á Gamlaársdag var
Ólafi Jóhanni Sigurðssyni, rit-
höfundi afhentur styrkur rit-
höfundasjóðs útvarpsins. Kristján
Eldjárn Þjóðminjavörður, for-
maður sjóðsins, afhenti styrkinn.
Skýrði hann frá því að fjögur ár
væru nú liðin frá stofnun sjóðs-
ins og styrk úr honum nú út-
hlutað í fjórða sinn. Tilgangur
sjóðsins er sá að styrkja íslenzka
rithöfunda, einkum þó til ferða-
laga erlendis. Áður hefur styrkn-
um verið skipt milli tveggja rit-
höfunda, en nú hlaut Ólafur alla
upphæðina, 17 þús. kr.
— Nazistar
Framhald af bls. 1.
sekir um að hafa fellt zínoniska
áróðurssöngva inn í efni, sem
þeir fluttu opinberlega.
Ennfremur segir, að kommún-
istastjórnin í Rúmeníu hafi feng-
ið allmarga gyðingapresta til
þess að lýsa fyrirlitningu sinni
á zíonismanum og fréttastofan
hafði eftir þeim, að „ríki komm-
únismans væri svarinn andstæð-
ingur ísraels, sem væri bæli
hinnar zíonisku heimsveldis-
stefnu“.
* Þýzkaland
Frá Berlín berast þær fregnir,
að hakakrossinn hafi verið mál-
aður á allmarga jámbrautar-
vagna borgarinnar, sem lúta
stjórn austur-þýzku borgaryfir-
valdanna. Vagnarnir voru teknir
úr umferð og er málið í rann-
sókn.
Lögreglan í Mílanó á Ítalíu
handtók í dag 20 unga meðlimi
hægrisinnaðs öfgaflokks og gerði
húsleit á heimilum þeirra. Gripið
var til þessara ráða eftir að bera
tók á gyðingaofsækjendum i
borginni.
I húsleitinni fannst mikið af
áróðursbæklingum nazista, meira
að segja vopn og skotfæri. Ung-
verskur flóttamaður var meðal
þeirra handteknu. t fórum hans
fannst einna mest af áróðursrit-
um, einkennisbúningar nazista og
táknfánar öxulveldanna: Róm-
Berlín-Tokyó.
Rósa átti gott heimili og fórn-
aði því og fjölskyldu sinni, því er
hún mátti, til hinztu stundar.
Hún átti létta lund, sem gerði
öllum glatt í geði er nutu sam-
vista við hana. Allt víl var henni
fjarri skapi og hún heyrðist aldrei
kvarta, þótt eigi gengi hún heil
til skógar, mörg síðustu árin.
Við hjónin bjuggum í 15 ár í
nágrenni við Rósu og mann henn-
ar á Bjamarstíg 11 og höfum
margt að þakka frá þeim árum,
og skal þess minnzt nú, er leiðir
skilja.
Við sendum samúðar-kveðjur
manni hennar, börnum, tengda-
dóttur og dótturdóttur og biðjum
þess, að sól hins nýja árs, er rann
upp yfir sorg þeirra, megi strá
geislum huggunarinnar á zeg
þeirra og láta skammdegismyrk-
ur saknaðar og trega víkja fyrir
birtu hugljúfra minninga um ást-
kæra eiginkonu og móður.
Valdemar Helgason.
— Vetrarvertið
Frh. af bls. 3.
reitingsafli og veiðar stunduðu
þá héðan 5 bátar. — Jón.
★
BOLUNGARVÍK, 6. jan. — Héð-
an eru gerðir út í vetur 4 stórir
línubátar og einn minni. Auk
þess er hér einn togari, en hann
er nú á leiðinni til Þýzkalands
með síld. Á heimleið er ráðgert
að hann komi við í Færeyjum og
taki þar nokkra Færeyinga, sem
á skipið eru ráðnir.
Undanfarið hefur verið hér
reitingsafli og fer hann að venju
til frystingar eða er verkaður í
salt.
I desember var aflahæsti bátur-
inn hér Þorlákur með 120 lestir.
— Fréttaritari.
— Færeyingar
Framh. af bls. 1.
viil fá fram breytingiu á samn
ingum og að þessar kröfur
eru ætlaðar sem viðræðu-
grundvöllur.
Stjórn félagsins er nú kom-
in saman hér í Þórshöfn. Skoð
anir eru skiptar meðal sjó-
manna um þessar kröfur.
Margir viija fara strax til ís-
lands á grundvelli gamla
samningsins, en meirihlutinn
virðist vilja fá tryggingu gegn
gengislækkun.
Togarinn ísborg liggur í
Þórshöfn og bíður eftir Ieyfi
til íslandsfarar fyrir 40
manns. Gullfoss er væntan-
legur hingað á laugardaginn
eftir 200 mönnum. Vel getur
verið að nokkrir fari, en með-
Iimir Fiskimannafélagsins
hafa alltaf hlýtt boði stjórnar-
tnnar.
Mönnum þykir hálf ískyggi
legt hve íslendingar vilja fá
marga sjómenn frá Færeyjum,
en aldrei hafa jafnmargir sjó
menn verið ákveðnir í því að
fara til íslands. Ástæðan er
léleg afkoma þeirra, sem
stundað hafa veiðar við Græn-
Iand — og hér á heimamiðum.
Innilega þakka ég öllum frændum mínum og vinum,
er færðu mér gjafir ,sendu mér skeyti, eða sýndu mér
vinsemd á annan hátt á áttræðisafmæli mínu 4. þ.m.
Guð og gæfan sé með ykkur öllum.
Hreiðar E. Geirdal.
Höfum flutt verksmiðju og skrifstofur
vorar að Bolholti 6.
Belgjagerðin
Skjólfatagerðin h.f.
Faðir okkar og tengdafaðir
JÓN bergsteinsson
andaðist að Elli- og hjúkrunarheimilinu
Hafnarfirði, 6. janúar.
Sigurður Jónsson, Margrét Þorleifsdóttir,
Kolbeinn Jónsson, María Halldórsdóttir,
Sólvangi,
Tengdamóðir mín og amma okkar
SIGRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR
Haðarstíg 12,
er lézt í Landsspítalanum 21. desember verður jarð-
sungin frá Fríkirkjunni föstudaginn 8. janúar kl. 1,30.
Kristbjörg Gunnarsdóttir, Örn Ingólfsson,
Guðbjörg Ingólfsdóttir, Sólveig Ingólfsdóttir.
Minningarathöfn um son okkar og bróðir
SÆVAR MÁR
sem fórst af B/v Þormóði Goða 28. desember fer fram
í Fríkirkjunni 7. þ.m. kl. 2.
Guðrún Elliðadóttir, Kjartan Eiríksson,
Guðríður Birna Kjartansdóttir.
Fósturfaðir minn
BJÖRN GUÐMUNDSSON
verður jarðsunginn frá Ólafsvallakirkju laugard. 9. jan.
kl. 2. Húskveðja verður að heimili hans. Hafnarg. 77,
Keflavík föstud. 8. jan. kl. 1,15 s.d. og síðan minningar-
athöfn í Keflavíkurkirkju. Bílferð verður austur á
laugard. frá Keflavík og Eskihlíð 12 Rvk.
Guðríður Eiríksdóttir og vandamenn.
Elsku bróðir okkar
UNNSTEINN LÁRUSSON
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8.
þ.m. kl. 10,30 fyrir hádegi. Athöfninni verður útvarpað.
Fyrir hönd okkar systkinana.
Ásta Lárusdóttir.
Jarðarför
SVEINS JÓNSSONAR
frá Þykkvabæjarklaustri,
fer fram frá Fossvogskirkju 9. þ.m. kl. 10,30 f.h. At-
höfninni verður útvarpað. Jarðsett verður að Lágafelli.
Hildur Jónsdóttir, böm og tengdabörn.