Morgunblaðið - 21.01.1960, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.01.1960, Qupperneq 6
6 MORCUNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 21. jan. 1960 \ förnum vegi með lausamanninum Jönasi Jönassyni Blindur, trúlaus. HANN á heima hjá Boggu og Ragnari. Hann heitir Jónas og er áttræður, hefir verið blindur í nokkur ár. Og þau Ragnar og Bogga eru góð við hann. Hann er hamingjusamt gamalmenni. Ekkert elliheimili. Litlu dætur þeirra hjóna koma inn til hans og eru með á myndinni, sem hann vill ekki að sé tekin fyrr en þær eru komnar í fang hon- um. Börn eru yndi þessa gamla manns, þótt aldrei hafi hann átt neitt sjálfur .... nema. Síðar meira um það. Ég kom til hans í heimsókn ásamt tveimur kunningjum hans, sem færðu honum ofurlitla glaðn ingu fyrir jólin. Hann fálmar eftir könnunni með kaffiblönd- uðu brennivíni. Þessar hendur, sem áður héldu um hlunna, orf og færi, mjöltuðu kýr og drógu fé. Hann var vinnumaður í sveit, hákarlamaður og færaskakari, eins og svo margir trúir þjónar á síðari hluta fyrri aldar og fyrri hluta þessarar. — Hvað heitirðu fullu nafni og hvar ertu fæddur og hvar upp alinn? — Ég heiti bara Jónas og er Jónasson. Fæddur er ég á Svínár- nesi á Látraströnd, en ólst upp í Höfðahverfi. —• Hvernig voru æskuárin? — Æ, við skulum ekkert minn- ast á þau. Maður ólst upp í vinnumennsku. Um aldamótin fór ég svo að fara á sjó, það mun hafa verið ’99, á handfæra- fiskirí. Síðan fór ég í hákarla- legur á vorin. Hákarlaveiðarnar stóðu frá því fyrst í apríl og fram í júní. Trúlaus djöfull — Gaman væri nú að fá að fieyra eitthvað frá fyrstu há- karlaferðinni þinni, Jónas. — Ég fór fyrst með seglskip- inu Felix og það var eiginlega sögulegt ferðalag, því við lent- um í strandi í Sigluvík á Strönd- um. Formaðurinn okkar var Friðrik Antonsson. Hann var trú- maður og mátti aldrei heyra bölvað. Við komumst að is- bryggju við landið. Sagði nú Friðrik að við skyldum heita á Grímseyjarkirkju okkur til bjarg ar. Ég hélt maður gæti drepizt þótt maður héti ekki á Grímseyj- arkirkju. — Þú ert trúlaus djöf- ull, Jónas, sagði Friðrik og var nú svo reiður, að hann tók sér ljótt í munn, þótt hann bölvaði annars aldrei. En ég var svo. vitlaus, að ég skeytti engu um hættuna og þótt sjóimir gengju yfir skipið, fór aftur í og sótti pjönkur mínar og var sá eini, sem nokkru bjarg- aði. Hinir sluppu allslausir í land. — Og ertu þá trúlaus? — Já, alveg hreint. — Þú hefir þá ekki verið mik- ið fyrir lesturinn. — Nei, ég vildi heldur sitja undir á meðan. Ég man það var einu sinni á hyítasunnudags- morgun, þá var ég með Sæmundi Sæmundssyni, þeim kunna há- karlaformanni, á Voninni. Vildi Sæmundur þá láta lesa og gerði það niðri í lúgar. Ég var uppi og gætti færanna. Þegar lestur- inn var búinn var komið á allar sóknir. Þá átti að fara að syngja. Ég mun þá hafa kallað nokkuð höstuglega niður í lúgarinn til þeirra: — Það er nú óþarfi að vera að syngja núna. — Var en barngdður þetta haft að orðtaki í spaugi síðan. Enginn rakstur eða þvottur í þrjár vikur — Þótt eitthvað hafi nú verið skrifað um hákarlalegur, væri gaman að fá ofurlitla frásögn um veiðiferðimar, eins og þær gengu fyrir sig. Það mætti lýsa einni ferð. — Ég man eftir að við lögðum einu sinni af stað út Eyjafjörð á annan í páskum. Vaninn var sá, að við fórum í hákarlaleg- urnar á vegum húsbóndans, þar sem við vorum vinnumenn. — Hlaut hann því hlutinn okkar, en við aftur á móti umsamið árskaup. Hann lagði okkur svo til skinnklæði og skrínukost, en þá þekktist ekki heitur matur á skipunum, aðeins heitt kaffi. — Jafnaðarlega stóð veiðiferðin að minnsta kosti þrjár vikur til mánuð. Ekki voru vatnsbirgðir svo miklar, að hægt væri að þvo sér eða raka, nema ef einhvers staðar var komið að landi, sem fyrir gat komið, en var þó ekki að jafnaði. Öll snyrting var því afskrifuð. Fyrst var haldið 40— 60 mílur á haf út og var þá dýpið þetta 150—180 faðmar, en síðar, er leið fram á sumar, var haldið út á 200 faðma dýpi. A skipinu voru 5 færi í sjó en 8 menn á dekki. Ef eitthvað fékkst og erfitt var að draga, voru aukamenn- irnir á dekkinu látnir hjálpa hin- um við það. 114 lifrartunnur á þremur dögum Skipið var látið liggja við stjóra og færunum rennt í botn. Beitt var með söltuðu hrossa- kjöti eða úldnu og selspiki, en það mátti ekki þrána. Var því vandi að gæta beitunnar, og var til þess hafður maður, er for- maður treysti til. Var það oft mitt verk. Góð veiði, eða jafnvel gráðugur hákarl, þótti ef maður fékk 8 á vaktinni (5 klst.) eða tvær tunnur af lifur á hverja sókn. Einu sinni man ég, að við fengum 114 tunnur af lifur frá því á hvítasunnudag og fram á þriðjudag, en 3—4 hákarlar fara í hverja lifrartunnu. Aldrei var minna en 10 tíma staða á vakt í senn þar sem 12 voru á skip- inu og jafnan 8 uppi og 5 tíma vaktir. Ef einn veiktist varð svo einhver þeirra, er frívakt átti, að standa fyrír hann óg gat þá staðan orðið 15 tímar. Nokkuð var misjafnt hvað skipin báru mikið en að jafnaði voru það 190—200 tunnur í veiði- för. Haldið var úti þar til full- fermi var fengið. — Og hvað var svo hlutur- inn? — Hann gat orðið 400—500 kr. yfir vertíðina, 2 Vá mánuð. Það fengust þetta 22—28 krónur fyrir tunnuna. Hlutirnir voru 20. — Hvað var þá árskaup vinnu- mannsins? — Það var þetta 100—150 kr. og nokkur hlunnindi í klæðn- aði. — Nú, bændurnir hafa þá bein- línis grætt á því að senda ykk- ur á hákarlaveiðar og haft vinnu ykkar meira en fría í 9—10 mán- uði ársins. Lausamannsbréf 1907 — Já, blessaður vertu, þeir í Jónas Jónasson með tveim- ) i ur litlum vinum sínum: — ^ | Hvað eiga svona gamlir \ S skröggar eins og ég að gera J i með að lifa lengur? ^ • Ljósm.: vig. S stórgræddu á okkur. En ég sá ofurlítið við þeim, því þegar fram liðu stundir keypti ég mér lausamannsbréf. Það mun hafa verið árið 1907. Það kostaði 17 krónur og ég held að 15 hafi gengið til ríkisins en 2 til hrepps- ins. — Hvað stundaðirðu hákarla- veiðarnar lengi? — Það munu hafa verið 6 ár. — Og hélztu svo áfram við róðra? — Já, allt fram til 1920. Ég var við færafiskirí og síðar á mótorbátunum, er þeir komu. En ég kunni aldrei vel við mig þar, leiddist bölvaðir mótorskellirnir. — Hvað gerðirðu svo? — Ég var hér og þar í vinnu- mennsku. — Eru ekki einhverjar góðar minningar frá þessum dögum? — Jú, jú. Það er nú víst, ef maður gæti rifjað þær upp. Ég man eftir mörgum skemmtileg- um stundum á Höfða á Kljá- strönd. Þar á heimilinu ríkti mik- il gleði. Ég man að við spiluð- um mikið lomber og stundum fram á ljósan dag. En ekki var það látið ganga út yfir vinnuna, því að alls staðar var vel unnið. — Ég hef heyrt að þú hafir þótt afburða sláttumaður. — Ja, eitthvað nuddaði mað- ur við það. Nú grípur annar kunningja Jónasar fram í og segir: Migum í stampana .— En segðu honum frá því hvemig þið fóruð að þíða línuna fyrir stúlkurnar, þegar hún var frosin. — Ja, það er nú víst ekki blaða matur, en aðferðin var ósköp einföld. Við bara migum í stamp- ana— og vorum ekki í neinum feluleik við það. — Og þú kunnir líka til kven- verka, prjónaðir talsvert ? — Já. Maður greip svona 1 þetta stundum. Einu sinni sagðist húsmóðir mín skyldi gefa mér band í það, sem ég gæti prjón- að á einum degi. Eg byrjaði nátt- úrlega snemma, og um kvöldið átti ég eftir 3 þumla á þrenna vettlinga. Ég var þá á Kljáströnd hjá Birni Gunnarssyni og Þóru Espólín. Björn hafði gaman af þessu uppátæki. — En hvað um samband þitt við konur? Giftirðu þig aldrei? — Nei, enda enginn maður til þess. Þó átti ég kost á því. Ég var einu sinni nærri því orðinn hjónadjöfull, en slapp frá því til allrar hamingju. Eignaðist hálfan króa — En áttirðu þá engin börn? — Nei, — ekki get ég sagt það. Það má vera, að ég hafi einu sinni eignazt hálfan króa. — En gleðimaður hefirðu alla tíð verið? — Já, já. Ég hafði gaman af að smakka það og svo spilaði ég mikið. Sæmundur á Látrum var strangur með það, að hásetar hans drykkju ekki. Aldrei skammaði hann mig þó fyrir drykkjuskap. — Og hingað til Akureyrar fluttirðu 1940 og hefir verið hér síðan. — Já, hér hef ég unnið alls konar störf, en nú er ég orðinn blindur og get ekkert lengur. Framh. á bls. 19. skrifar tir daglegq lifiriu ] * Laus hlekkur í kerfinu Kona nokkur átti tal við Velvakanda fyrir skömmu. — Kvaðst hún vilja vekja athygli símaþjónustunnar á atriði, er gæti komið sér illa fyrir fleiri en sig. Þannig er mál með vexti, að kona þessi hefur talið nauð synlegt að hafa leyninúmer á síma sínum, þar eð mikil brögð eru að ónæði sem hún verður fyrir úr ákveðinni átt, ef númer hennar er skráð í símaskrána. En það atriði er einkamál og kemur ekki þessu máli við. Nú hefur síminn slíka þjónustu og gefur ekki upp númer, ef sérstaklega er óskað eftir því. Er því strang lega fylgt, að ekki séu gefnar upplýsingar á símanum um slík númer. En það er einn laus hlekkur í kerfinu. Símareikningar með númerinu skráðu á, eru bornir út og hent í stigana á stórum fjölbýlishúsum, án þess að umslög séu utan um þá. Einnig getur hver sem er, komið inn í símstöðina og feng ið númerið með því að segjast aetla að borga reikning fyrir ákveðna manneskju.Gildir þar alveg wma, þó um leyninúm- er sé að ræða, sem sérstaklega hefur verið óskað eftir að símnotandinn einn fái að vita um. Þetta hefur sem sé komið sér afar illa fyrir konu þessa, og vill hún benda þeim sem hér ráða málum á þessa glufu í annars þægilegu kerfi, svo hægt sé að setja undir lekann. • Kynningardagur landbúnaðarins >á er hér bréf frá „Áhug«- sömum“. Hann segir tn. au: „Undanfarin ár hafa verið haldnir hér í Reykjavík sér- stakir Iðnfræðsludagar til upp lýsinga fyrir unglinga. Einnig hafa verið haldin hér sjóvinnu námskeið, en hvergi bólar á að ungmenni séu hvött til land- búnaðarstarfa, þótt forráða- menn þjóðarbúskaparins fyrr og síðar tali um það í ræðu og riti að fólk flýi sveitir landsins í stórum stíl, svo til vandræða horfi. En ekkert hefur verið gert til að laða ungmenni kaupstaðanna að sveitabúskapnum. Að vísu vita allir ,að meira þarf til þess að byrja búskap en hvatningarorð. En væri nú ekki hægt að taka upp kynningardag landbúnaðarins (sbr. Iðnfræðsludaginn), þar sem fyrir lægju upplýsingar um stofnkostnað, lánsfjár- möguleika, lausar jarðir til ábúðar og aðrar þær upplýs- ingair, er að gagni mættu koma, svo að menn gætu a. m. k. kynnt sér kjör bóndans.- Gæti landbúnaðarráðuneytið t. d. ekki haft forgöngu um þetta. Ég er þess fullviss að marga unga menn hér í Reykjavík fýsir að eignast jörð og hefja búskápl Því . ættu þeir, sem hér ráða málum að ákveða „Landbúnaðardag ’ hið fyrsta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.