Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 20
23 nioncrnvnT 4ni» Sunnudagur 3. april 1960 eins og þolinmæði hans hefði ver ið stórlega misboðið. „Faðirinn! — Faðirinn!" hreytti hann út úr sér. „Þekkir þú hann — föður- inn? Nei, auðvitað ekki? Jæja, hvað þá------“ Jeanne var einnig komin í mjög mikla geðshræringu: „Þú gætir ekki rekið stúlkuna burt á þann hátt. Það væri heiguls- háttur! Við reynum að komast eftir, hver maðurinn er, og síð- an tölum við við hann og látum hann standa fyrir máli sínu“. Julien var að róast, en hóf að ganga um gólf á ný. „Góða mín“, sagði hann, „hún vill ekki segja, hver maðurinn er — hún segir þér það ekki fremur en mér — og setjum nú svo, að hann vilji ekkert með hana hafa? .... Við getum, hvað sem öðru líður, ekki haft kvenmann með óskllgetið barn á heimili okkar — geturðu ekki skilið það?“ Jeanne sat fast við sinn keip. „Sá maður hlýtur þá að vera bannsettur óþokki. Við verðum samt að komast að því, hver hann er, og hann skal fá að kenna á okkur“. Julien roðnaði, og gremja hans vaknaði að nýju. „Já, en á hinn bóginn-------“ Hún var hikandi og á báðum áttum. „Hvað álítur þú, að við eigum að gera?“ „Ég? Það er ofur augljóst. Ég mundi vilja gefa henni einhverja peningaupphæð og segja henni síðan fara norður og niður með króann sinn“. Unga konan var mjög hneyksl uð á manni sínum, „Svo skal aldrei verða“, sagði hún. „Stúlk- an sú arna er dóttir fóstru minn- ar, og við ólumst upp saman. Hún hefur hrasað, og það er verst fyr ir hana sjálfa, en ég mun aldrei vísa henni á dyr þess vegna, og ef nauðsyn krefur mun ég ala upp barn hennar". Julien rauk enn einu sinni upp í bræði: „Við fengjum þokkalegt óorð á okkur af því. Það yrði alls staðar tekið til þess, að fólk í okkar stöðu ýtti undir ólifnað með því að skjóta skjólshúsi yfir svona ræfla! Engin heiðarleg manneskja mundi vilja stíga sín- um fæti inn á heimili okkar! — Hvað ertu eiginlega að hugsa? Þú hlýtur að vera gengin af göflunum!" Hún hvikaði ekki. „Ég mun aldrei bregðast Rosalie, og viljir þú ekki hafa hana, mun móðir mín taka hana að sér. Okkur mun áreiðanlega takast að komast að því, hver er faðir barnsins“. Hann rauk á dyr í vonzku og skellti hurðinni á eftir sér: „Kvenfólk hefur aldrei vit á neinu!“ sagði hann. Seinna um daginn fór Jeanne upp til sjúklingsins. Stúlkan lá hreyfingarlaus í rúminu og starði galopnum augum út í bláinn, en hjúkrunarkonan, Denta, hélt á hvítvoðungnum í fanginu. Um leið og Rosalie kom auga á húsmóður sína, fór hún að snökta. Hún fól andlitið undir ábreiðunni, titrandi af ekka. Je- anne ætlaði að kyssa hana, en hún kom í veg fyrir það með því að halda ábreiðunni fyrir and- litinu. Hjúkrunarkonan kom þá til hjálpar og togaði í ábreiðuna, og Jeanne náði þá til að kyssa Rosalie, sem grét enn, en þó held ur hljóðlegar en áður. Daufur logi var í arninum, kalt var í herberginu, og barnið grét. Jeanne þorði ekki að minnast á barnið, af ótta vi ðað stúlkan fengi annað grátkast. Hún tók var að búa um rúmið. Allt í einu heyrði Jeanne lága stunu að baki sér. „Hvað er að?“ spurði Jeanne, án þess að líta við. Stúlkan svaraði eins og venju- lega: „Ekki neitt, madame", en rödd hennar var lág og óstyrk. Jeanne var annars hugar, en allt í einu varð hún þess vör,’ að stúlkan var hætt að hreyfa sig um herbergið. Hún kallaði: „Rosalie!“ Enginn svaraði. Henni datt í hug, að hún kynni að hafa farið út úr herberginu og kall- aði enn hærra. Hún var í þann veginn að rétta út hendina eftir bjöllustrengnum, þegar hún heyrði djúpa stunu rétt hjá sér, Þjónustustúlkan sat á gólfinu, nábleik 1 andliti og með tryllings legt augnaráð, og hallaði bakinu upp að rúminu. Jeanne spratt upp og fór til hennar. „Hvað er að þér — hvað er að?“ Stúlkan svaraði ekki, hreyfði sig ekki heldur. Hún starði sljó- um augum á húsmóður sína og saup hveljur, eins og hún hefði hræðilegar kvalir. Allt í einu rann hún niður, unz hún lá endi- löng, og beit saman tönnunum til þess að æpa ekkí af kvölun- um. Allt í einu rann upp Ijós fyrir Jeanne. Hún hljóp fram á stiga- opið: „Julien, Julien!" hrópaði hún. „Hvað viltu mér?“ kallaði hann upp stigann. Hún vissi ekki, hvernig hún átti að koma orðum að því. „Það er Rosalie, hún —“ Julien stökk upp stigann og tók tvö þrep í hverju spori. Þegar hann kom inn í herbergið, var vesalings stúlkan að fæða barnið. Hann leit við, illúðlegur á svip, og ýtti skelfdri eiginkonu sinni út um dyrnar: „Þetta er mál, sem þig ekki varðar“, hrópaði hann. „Farðu og sæktu Ludivine og Símon gamla“. Jeanne flýtti sér, titrandi á beinunum, niður í eldhúsið, og þar sem hún þorði ekki upp aft- ur, fór hún inn í setustofuna, og beið þar frétta. Þar hafði ekki verið kveiktur eldur á arni, síð- an foreldrar hennar fóru. Hún sá brátt, að þjónninn hljóp frá húsinu. Fimm mínútum síð- ar kom hann aftur ásamt ekkju, Dentu að nafni, hjúkrunarkonu sveitarinnar. Síðan heyrðist þrusk og brölt í stiganum, eins og verið væri að bera særðan mann niður. Julien — Hér býr fræg kvikmyndastjarna undir dulnefni. kom inn og sagði Jeaifne, að hún mætti fara aftur til herbergis síns. Hún var óstyTk og titrandi, eins og hún hefði orðið sjónar- vottur að hræðilegu slysi. Hún settist aftur niður við arininn. „Hvernig líður henni?“ spurði hún. Julien gekk um gólf, órór og hugsi. Honum virtist vera að renna í skap, og hann svaraði ekki þegar í stað. Allt í einu nam hann staðar og sneri sér að Je- anne. „Hvað ætlarðu að gera við stúlkuna þá arna?“ sagði hann. Henni var í fyrstu ekki ljóst, hvað hann átti við, og leit undr- andi á hann. „Hvað áttu við? Ég skil ekki, hvað þú ert að fara?“ Hann rauk allt í einu upp í bræði. „Við getum ekki haft lausaleikskróa á heimilinu". Jeanne vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið, en sagði eftir nokkra umhugsun: „En, vinur minn, get- um við ekki komið því í fóstur í nágrenninu?“ Hann greip fram í fyrir henni: „Hver á að borga brúsann? Þú gerir það auðvitað?" Hún hugsaði sig um góða stund í von um að finna lausn á vandamálinu. Um síðir sagði hún: „Faðirinn hlýtur að annast um það —• um barnið, og ef hann kvænist Rosalie, er vandinn leyst ur“. Julien æsti sig æ meira upp, Þetta er það sem ég hafði I Auðvitað vil ég það. Láttu mig í huga frú Biitz, ef þú villt hjálpa um þetta Markús. xnér. Næsta dag. Anna Blitz! Blessunin. Það er landssfminn fyrir þig stúlka. indæl! pabbi. Það er frú Anna Blitz. Indæl um hendi hennar og endurtók nokkrum sinnum: „Þetta lagast allt, þetta breytir engu. „Vesal ings stúlkan leit flóttalega á hjúkrunarkonuna og kipptist við, þegar barnið fór að gráta. Um leið ýfðust sár hennar upp á ný o ghún grét með þungum ekkasogum. Jeanne kvaddi hana með kossi og hvíslaði að henni um leið: „Við munum sjá vel um það, þú SHÍItvarpiö Sunnudagur 3. apríl 8.30 Tónleikar úr ýmsum áttum. 9.00 Fréttir. — 9.10 Vikan framundan. 9.25 Morguntónleikar: — (10.00 Veð- urfregnir). a) Fiðlukonsert í D-dúr eftir Beethoven (Leonid Kogan og rússneska rík.shljómsveitin leika; Kyril Kondraschin stj.) b) Kathleen Ferrier syngur lög eftir Hugo Wolf. c) Sinfónía nr. 95 í c-moll eftir Haydn (Glyndeburne hátíðar- hljómsveitin leikur; Vittorio Gui stj.). 11.00 Fermingarmessa í Dómkirkjunni (Prestur: Séra Jón Auðuns dóm prófastur. Organleikari: Dr. Páll Isólfsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.15 Erindi: Stjórnmála- og vísinda- menn; — úr ævisögum forustu- manna kjarnorkumálanna (Vil- hjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstj.) 14.00 Miðdegistónleikar: Leikhústón- list. a) „Arstíðirnar" eftir Glazounov (Hljómsveit tónlistarskólans í París; Albert Wolff stj.). b) „Draumur á Jónsmessunótt" eftir Mendelssohn (Rita Streich, Diana Eustrati, RIAS kammerkórinn og fílharm- oníuhljómsveit Berlínar flytja Ferenc Fricasy stjórnar.) 15.30 Kaffitíminn: Lúðrasveit Reykja- víkur leikur. Stjórnandi: Jan Moravek. 16.00 Endurtekið leikrit: „Morð í Mesópótamíu" eftir Agötu Christ ie. Þýðandi: Inga Laxness. Leik- stjóri: Valur Gíslason (Aður útv, 1 des. 1957). 17.35 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur): a) Leikrit: „Síðasta sumarið" eft ir Líneyju Jóhannesdóttur, Leikstjóri: Helgi Skúlason. b) Sigríður og Birna Geirsdæt- ur syngja og leika undir á gítara. c) Framhaldssagan: „Eigum við að koma til Afríku?'4 eftir Lauritz Johnson; VI: Blökku- mannabærinn. 18.30 Þetta vil ég heyra (Guðm. Matt- híasson stjórnar þættinum.) 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: „Fats" Waller leikur á píanó. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 „Andarni rsyngja yfir vötnun- um“, tónverk eftir Schubert (Sin fóníuhljómsveit og ríkisóperukór Vínarborgar flytja; Clemens Krauss stjórnar). 20.35 Raddir skálda: Ur verkum Thors Vilhjálmssonar. (Flytjendur; Kristbjörg Kjeld, Þorsteinn O. Stephensen og höfundurinn). 21.20 „Nefndu lagið“, getraunir og skemmtiefni (Svavar Gests hefur umsjón á hendi). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. — 01.00 Dagskrárlok. Mánudagur 4. apríl. 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttii og tilkynningar). 13.15 Búnaðarþáttur. Umræður um landbúnaðarmál (Benedikt Gísla- son frá Hofteigi). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Tónlistartími barnanna (Fjölnir Stefánsson). 18.55 Framburðarkennsla í dönsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnif. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Illjómsveit Ríkisútvarpsins leik- ur. Stjórnandi: Hans Antolitscli, a) Ballettsvíta eftir Grétry. b) Ungverskir dansar nr. 5, 6 og 7 eftir Brahms. c) Norskar impróvísasjónir eftir Stravinsky. 21.00 Vettvangur raunvísindanna: Frá tilraunastöð háskólans á Keld- um; fyrri hluti (Halldór Þormar mag. scient). 21.25 Einsöngur: Hreinn Líndal syng- ur; Fritz Weisshappel leikur und ir á píanó. a) „Lofsöngur** eftir Bjarna Böðvarsson. b) „Sáuð þið hana systir mína?** eftir Pál ísólfsson. c) „Panis Angelicus" eftir jCésar Frank. 21.40 Um daginn og veginn (Benjamín Eiríksson bankastj óri), 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmur (42). 22.20 Islenzkt mál (Dr. Jakob Bene- diktsson). 22.35 Kammertónleikarí 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.