Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 15
Sunnudaerur 3. anríl 1960 MORGUNRLAÐ1Ð 15 Ákveðið hefur verið að skíra Andrew litla Bretaprins 8. apríl og stendur mikið til. Skírnarat- höfnin á að fara fram í tónlistar- salnum í Buckinghamhöll og erki biskupinn af Kantaraborg, Geof frey Fisher, að annast skírnarat höfnina. Gyllti silfurfonturinn, sem öll konungleg börn hafa ver- ið skírð upp úr síðan 1840, verð ur notaður. Nú er sem sagt kom in hefð á að skíra konungsbörnin í tónlistarsalnum en ekki í kap- ellunni, því bæði Anne og Charl- es voru skírð þar, eftir að kapell an var skemmd á stríðsárunum. Ekki hefur verið tilkynnt hverj- ir verða guðfeður eða guðmæður barnsins, en fólk lætur sér detta í hug að Armstrong-Jones, unn- usti Margrétar verði þess heiðurs aðnjótandi. Andrew litli er ann- ÍTALSKI kvikmyndastjórinn i eiginkona hans, Guilietta Masina, frægi, Fellini, sem gerði „La sú sem lék aðalhlutverkið í „La Strada“, hefur nú vakið mikið Strata“. ar ríkisarfi Bretaveldis. Gengur næst Charles bróður sínum, en kemur á undan Anne systur sinni til ríkiserfða. ★ í fréttunum Paul Newman og Joanne Wood ward leika aðalhlutverkin í kvik myndinni „Ástríður í sumarhita" sem sýnd er í Nýja Bíó um þess- ar mundir, en myndin er gerð eftir skáldsögu Williams Faulkn ers „The long hot summer". Þess ir frægu leikarar eru hjón, en sjaldan svo heppin að leika í sömu myndinni og geta verið samvistum marga mánuði í einu. Þessi mynd var tekin af þeim á Lundúnaflugvelli fyrir skömmu, er þau voru þar á ferð með Nell litlu dóttur sína. Paul Newman var á leið til ísrael, þar sem hann á að leika í kvikmynd- inni, sem Otto Preminger er að gera eftir sögunni Exotus eftir Henry Miller. Af kvikmyndastjóranum Otto Preminger er það að segja að hann brá sér í hjónabandið, í þriðja sinn, suður , Haifa, áður en kvikmyndatakan hófst, kvænt ist 29 ára gamalli enskri sýning- arstúlku Hope Bryce. umtal og gremju í Rómaborg. Nýjasta mynd hans „Dolce Vita“ þykir segja fullmikinn sannleika. Hneykslin í henni minna nefni- lega óþægilega mikið á atburði, sem gerzt hafa á ítalíu á undan- förnum árum, eins og þegar Anita Ekberg dansaði berfætt í nætur- klúbb og lögreglan hirti hana, og Montesi-hneykslismálið, svo eitt- hvað sé nefnt. Ræðst Fellini ótrauður með kvikmynd sinni gegn spillingunni, sem á sér stað hjá fyrirfólkinu í Rómaborg. Hér sést Fellini koma af frumsýningu myndarinnar, þar sem einn áihorf anainn var svo reiður að hann brækti á hann. Með honum er Þessi stúlka, Irene Jordan, missti unnusta sinn í flóðunum i Frejus, en brúðkaupið hafði verið ákveðið um miðjan desem ber s.l. Hún sótti um að fá að giftast unnustan, þó dáinn væri, og var búin að fá leyfi de Gaulles Frakklandsforseta til þess. En unnusti hennar hafði verið sonur heldur auðugra foreldra og syst- hans tvær vlija ekki gefa leyfi sitt til þess að látinn bróðir þeirra gangi í hjónaband, því þá ætur hann eftir sig erfingja. Jafnvel þó hægt sé að ganga frá því að Irene verði arflaus, gengur hún með barn hins látna unnusta síns, og það hlýtur að erfa hann. Og íbúar Frejus skiptast alger- lega í tvo hópa, með. og móti „Jordan-málinu". Irene er fátæk, og þykjast sumir sjá „hvað hún ætlar sér“, en aðrir hafa samúð með þessará 19 ára gömlu stúlku. Op/ð ðréf til yðar! Þa5 er vor í lofti og rétt að gefa gaum ú sumar- ferðalögunum. Nú er hægur vandi að finna ferð við hvers manns hæfi! Við bjóðum yður 452 ferðir frá Jþrgensens Rejsebureau í Kaupmannahöfn: Langar og stuttar — ódýrar og dýrar -— fyrir unga fólkið — fyrir eldra fólkið — með flug- vélum, járnbrautum, langferðabifreiðum, lystisnekkjum og hafskipum. Með öðrum orðum — ertthvað fyrir alla! Auk vel skipulagðs og þægilegs ferðalags, gefst yður ein- stakt tækifæri til þess að kynnast skemmtilegu sam- ferðafólki frá hinum Norðurlöndunum í ferðum þessum. Þvi miður höfum við tæplega efni á að taka margar heil- síðuauglýsingar til þess að telja upp og lýsa öllum ferð- unum nákvæmlega, en hér er nokkur forsmekkur að því sem um er að ræða: Páskaferðir 12/4 Mallorca, flugferð 15 dagar frá kr. 4862.00 14/4 Paris 8 — — 2753.00 10/4 Róm 10 2753.00 104 Lugano 10 — 4340 00 Nokk'rar aðrar f e r ð i i r: Helgileikarnir í Oberammergau . . frá kr. 35.66.00 Hringferð um Italíu, 15 dagar .. — — 7497.00 Mallorca, flugferðir 15 dagar .. — — 4862.00 Parísarferðir, 8 dágar — — 2753.00 Rínarferðir, 8 dagar — — 2571.00 Júgóslavia, flugferð 15 dagar .. •— —* 6524.00 Grikkland, flugferð 16 dagaf .... — — 7162.00 Spánn og Portugal, flugferð 22 dagar Egyptaland með langferðaskipi _—. __i_ 13545.00 23 dagar . . 15425.00 Olympíuleikarnir í Róm ........ Oberammergau-Tíról- 3320.00 Norður ítalia 12 dagar .. — — 4690.00 Harzen-Hamburg, 7 dagar — — 2311.00 — og margt fleira. • (Öll verð eru reiknuð frá Kaupmannaihöfn og aftur til Kaupmannahafnar — allt innifalið umreiknað úr dönskum krónum á sölugengi). Komið og lítið á heildaráætlunina — Það kostar ekkert —■ Dragið ekki að panta, því færri munu komast með en vilja. Beztu kveðjur Ferðaskrifstoían SAGA (Ingóllsstræti — gegnt Gamla Bíó — simi 17600). P.S. Við svörum símanum í allan dag, nema í hádeginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.