Morgunblaðið - 16.10.1960, Blaðsíða 2
<
2
MORGVNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 16. okt. 1960
(
I fáum oröum sagt
Framh af bls 1
upp á krít núna og BSR-menn
irnir eru góðir við mig, allt upp
á krít hjá þeim líka. Þetta eru
ný mótíf og ég þarf að gæta mín
vel, stendur í brekku brúsaskegg
ur og bíður mín þar . .
„Eggert Stefánsson og Jói á
Borg eru að spóla í okkur núna“,
hélt hann áfram. „Það er radíó-
tíft loftið og við verðum að
gæta okkar, því fólk talaði éitt-
hvað um það í gamla daga að
menn yrðu heimskari því fleiri
sem þeir kæmu saman. og svo er
Siggi Ben hérna líka, ég finn það
er eitthvað frá honum. Hann
vantar nefnilega ekki intelli-
gensíufrymið, hann er á móti
Njálu. Að hugsa sér hvernig þeir
fara með þetta efni og ósvífnina
að ala Höskuld upp hjá föður-
bönum til þess eins þeir geti drep
ið hann. Þetta er kallaður kúltúr.
Ég held ég sé bara nokkuð gáf-
aður í dag, eða hvað segir þú um
það? Ég hef verið með intelli-
gensíunni í morgun, Vilhjálmi
skipstjóra og Þórami Olgeirs-
syni. Siggi Ben talaði um Njálu.
Hugsaðu þér annað eins, að tala
um Njálu á Borginni þetta mega
menn ekki gera og Þjóðleifchús-
ið í nágrenninu. En heyrðu, held-
urðu að ég hefði átt að bjóða mig
fram í Bandaríkjunum, ja þetta
kom svona til tals, já gat komið
til mála. Ég var búinn að út-
spekúlera þetta mál, jú sjáðu til,
þeir hefðu spurt um stefnuskrána
og ég hefði svarað: „Good for
nothing, lofa engu, hef ekki upp
á neitt sérstakt að bjóða“. En svo
komst ég að raun um að ég þyrfti
ekki að bjóða mig fram í Banda-
ríkjunum, þvi ég er alltaf í ein-
hverjum bandalögum hér heima.
Við erum t.d. báðtr í Atlantshafs
bandalaginu, það gerir hafið.
Þess vegna er ólógískt að minna
á það, er það efcki ólógiskt,
Matthías? Atlantshafið hefur lok
að ofckur inni í landinu okkar.
Það eiga allir aðgang að okkur
núna, sem eiga skip. Og svo eru
það flugvélarnar. Það er erfitt
fyrir útilegumenn núna“.
Ég sagði:
„Ég ók um Kaldadal í sumar,
þar er hrikaleg fegurð. Ef stór-
veldafundir væru haldnir þar í
fallegu veðrí, féngi Island rós
í hnappagatið".
Kjarval svaraði:
,,Já, það er áhrifamikið, en þú
mátt ekki temja þér óskhyggju.
Það er svo mikill vandi að vera
manneskja, það hefur alltaf ver-
ið erfitt fyrir mig. Ég er alltaf
annars staðar en fólk heldur að
ég sé, en það er sjónin og nátt-
úran sem vilja að ég búi til
myndir. Hvað heldur þú um
það, vill náttúran láta auglýsa
sig?“
„Já, þegar hún er á grænrósótt
um kjól“, svaraði ég.
Hann sagði:
„En heldurðu ekki að hún hafi
gaman af að sýna sig í skraut-
legum vetrarskrúða í svartlist?"
„Hvaða áhrif hefur náttúran á
þig, Kjarval?"
„Af hverju spyrðu ekki heldur:
Færðu í magann af að drekka
kalt vatn? Náttúran töfrar mig
til að horfa á sig. Sjáðu þetta
málverk hér, það er úr Esjudal
af Mosfellsheiði. Af hverju er ég
að leggja alla þessa vinnu á mig?
til hvers er ég að þessu? Þetta
er vormynd af Esju og það er
eins og maður sjái fram í barka
á skipi. Sjáðu bara böndin?"
„Sjór og skipr það á vel við
þi2“
„Já, sjórinn er góður".
„Þótti þér gaman að vera á
skútum í gamla daga?“
>»Já“.
„Af hverju helzt?“
„Ég veit það ekki, maður veit
ekki svoleiðis“.
„Ætlarðu aftur á sjóinn?"
„Ég veit það ekki, ég hvíli bát-
inn minn í haust".
„Mig langar að vita eitthvað
um uppvaxtarár þín“.
„Já, það er nefnilega það,
kæri vinur, það er einmitt það.
| Náttúran hefur eftirlit með okk-
, ur, við eigum að vara okkur á
henni, mér hefur alltaf fundizt
ég hafa skyldur við listina.
Veiztu ekki hvað menn eru
hræddastir við nú á dögum? Að
lifa menningarlífi. Það sem við
listamennirnir eigum að gera er
aðeins þetta: að vera guði til
ánægju og reyna að sannfæra
fólk um að það sé einhver til-
gangur með þessu“.
„Hvaða tilgangur?"
„Við spyrjum ekki um það,
aðeins til tvær staðreyndir í Mf-
inu: skip og fiskur. En nu máttu
ekki trufla mig, því ég ætla að
laga himininn á þessari mynd
þarna, biddu við, þetta er inspír-
erandi augnablik, skip og eitt-
hvað að éta, ég held bara að
þú hafir komið með einhverja
liti með þér, tra-la-la-la-la-la.
Ég spurði um foreldra hans.
„Þeir voru ekkert minna en
yfirnáttúrulegt fólk, sem var að
koma einhverju á framfæri fyrir
almættið. Heldurðu að við séum
við tökum mann sem trúlofast
20 sinnum á mánuði, vitum við
að hann hefur ekki tíma til að
sinna þessari köl'.un siuni og lista
verkið verður ekkert annað en
breim í ketti. Svo endar það með
því, að vesalings maðurinn hef-
ur aðeins áhuga á að vera að-
dáandi sinna eigin aðdáenda og
sigur hans felst í því að hafa
uppgötvað aðdáun sína. Þeir sem
trúlofast tuttugu sinnum á mán-
uði, ætla að eignast forspring,
en það er alveg sama hvað þeir
nei við höldum alltaf að við sé-
um að finna þennan tilgang,
lengra megum við ekki komast
í bili. En náttúran sér fyrir því
að það verði ekki stopp þarna,
hugleiddu það góði, það er ærið
verkefni fyrir okkur ef nánar er
að gætt“.
„Ég var að spyrja um uppvöxt
þinn, Kjarval?"
„Jæja, það var fallegt af þér.
Það var sumt merkilegt sem gerð
ist fyrir. austan, þegar það rifj-
ast upp fyrir mér. Þegar ég var
drengur í Efriey í Meðallandi,
dró ég einn daginn á eftir mér
lítinn bát úti á túni. I bátnum
voru loðnur sem voru breiddar
' á túnið, ágætur matur. Þeir
komu með hestburð af þessum
fiski utan af söndunum".
„Og hvað er merkilegt við
það?“
„Ekkert, þetta er bara stað-
reynd, alls ekkert þetta er bara
ein af staðreyndunum í lífi minu.
Ég átti hana einu sinni fyrir mig,
svo týnd ég henni, en eignaðist
hana allt í einu aftur, þegar þú
fórst að spyrja mig út í þetta, en
nú á ég hana ekki lengur, því ég
er búinn að gefa þér hana. En
það er ekkert merkilegt við
þetta, það sagði ég ekki^: bátar
voru til áður en ég fæddist. Síð-
ar kynntist ég því, að það voru
ekki umboðsmenn almættisins,
kæri vinur, ójú ekkert minna.
Þetta ér svo augljóst mál, að
það þarf ekki að bródkasta því
út um allt land, ég treysti þér
til þess. Sumt eiga menfí ekki
að tala um. Vilhjálmur Þ. Gísla-
son, sem er af ræktaðri blaða-
menningu, sagði einu sinni að
það ætti ekki að setja allt í blöð.
Það voru orð í tíma töluð. Þetta
kalla ég ökonómí. Það eru fleiri
umboðsmenn almættisins en við.
Við höfum margs að gæta, nátt-
úran leikur við mannseðlið og
ef við gætum okkar ekki á leik
náttúrunnar verður engin list til.
Menn tala um að njóta lífsins.
Viðbjóður. En nú skulum við
fara varlega, þvi við erum komn-
ir út á hálan ís, það kemur margt
út með munnvatninu, góði, ef
maður hefur einhvern að tala
við“.
„Við minntumst á uppvöxtinn
áðan?“
„Já, en við vorum líka að tala
um þetta, að njóta lífsins. Ég
segi þér bara, að við eigum ekki
alltaf að grípa gæsina þegar hún
gefst. Menn hitta eina stúlku
og svo aðra og svo þá þriðju og
fara að tala um að njóta lifsins.
Nei, við eigum ekki að svíkja
eina list fyrir aðra list, þvi slí'k
svik enda alltaf með ólyst. Ef
leggja inn á bankabókina sina,
þeir eignast aldrei neina inn-
stæðu, fá aldrei neina vexti. Hér
máttu ekki nefna viss orð, nú
verður ökonómían að vera í lagi,
en hey er lag og lag er lag og
saman er það heylag og allt hold
er hey. Menn eiga að hafa marg-
ar listir en ekki ofbjóða neinni
þeirrra“.
„Þú minntist á forspring, segðu
mér eitthvað meira um það?“
„Nei, þú færð mig ekki til þess,
því þá erum við komnir út í
bankamannasálfræði og hún er
hættulegri en sálfræði vísitöl-
unnar. En hefurðu tekið eftir
því að það er öfugnautn við alla
mannlega lifsreynslu. Það verð-
um við að vita í leit okkar að
tilganginum. Til hvers heldurðu
að stjörnurnar skíni á himnin-
um? til hvers heldurðu að for-
feður okkar hafi séð þessar
sömu stjörnur og við? Þegar ég
hugsa um þetta atriði, finnst mér
ég líkjast mest Flammarion af
þeim, sem ég hef kynnzt. En ég
þarf að laga þennan himin dá-
lítið, bíddu góði á meðan. Það
var mikið þegar þeir sögðu í
gamla daga — að setja nýja bót
á gamalt fat. Þeir voru intelli-
gent í gamla daga og þetta er
sagt í góðum tón, hefurðu hug-
leitt það? Svona eigum við að
umgangast allífið. Við eigum að
safna mörgum góðviðrisdögurn £
einn. Steinarnir þekkja þetta,
þeir hugsa mikið um veðrið. Við
eigum að vera grjótspakir og
hugsa líka um veðrið. Ég er ný-
búinn að mála stóra steininn á
Jökuldal, en maður nær þessu
efcki alveg. Það er ekki alltaf
hægt að gleðja guð, þó viljinn
sé góður“.
„Hefurðu nokkurn tíma talað
við Jökuldalssteinana, Kjarval?**
„Hefurðu hitt mikið af stórum
intelligensum í bænum núna?
Stjörnurnar undan hófum hra-
apa, hratt og títt um ka-alda
nótt. Þetta var það sem Eggert
Stefánsson söng alltaf, þegar hon
um tókst bezt upp. Það lá nefni-
lega fyrir honum, það er nógu
dularfullt fyrir hann. Sleipnir
tungla tre-eður krapa, teygir
hann sig af meginþrótt ....
Grandör, það má nú segja. Það
er vandi að vera manneskja en
ég vil ekki skipta á mér og ein-
hverri skepnu, Sleipnir tre-eður
. . . ónei. Aðalatriðið er þetta:
Hvaða veðurfar presenterar þessi
maður“.
„Eggert hringdi í mig um dag-
inn“.
„Og hvað sagði hann?“
„Hann á stórafmæli 1. desem-
ber, þá verður hann sjötugur“.
„Var hann nokkuð geislavirk-
ur?“
„Já, þó nokkuð. Hann sagði að
ftalía hefði gert margt fyrir sig:
„Hún hefur haldið við hjá rnér
fjölnis-stemmingunni“, — sagði
hann. „Ég hef verið í útlegð í
fegurðinni".
„Jæja, sagði hann það, spurð-
irðu hann hvort það yrði veizla?“
„Hann sagði: „Það er ergelsi I
mér núna út af því að fólk er
alltaf að tala um að það ætli að
koma í kaffi, ég verð víst að
vera mættur niðri á Hótel Borg
klukkan 7 til að gefa því brek-
fast“. En hann var glaður og
ánægður og sagði að sér liði vel.
„Ég er eins og karlarnir í gamla
daga“, sagði hann, „þegar þeir
voru komnir í kör, stóðu þeir allt
í einu upp, gripu atgoirinn og
fóru að berjast".
Kjarval hlustaði þegjandi
Ég hélt áfram:
„Við vorum að tala um upp-
vaxtarár þín, hvernig hafðirðu
það í uppvextinum, Kjarval?"
„Ágætt, það var leikið við mig
í náttúrunni og það var flóð og
fjara á hverjum degi og svo var
manni útvegað eitt Heklugos i
samtíðinni, heldurðu ekki að það
sé ætlazt til að maður geri eitt-
hvað úr þessu? Það hefur verið
haldið upp á afmæli manns með
flóði og fjöru daglega, karl minn,
Hann Jón Þorsteinsson hefði ver-
ið ánægður að hitta þig, því hann
segir það sé til tradisjón í ís-
lenzkri málaralist. Hann hugsar
þetta nefnilega alveg eins og þú,
og hann mundi segja: „Þarna
sérðu, þetta er rétt hjá mér,
Morgunblaðið sér þetta líka
svona“. Bankabygg.
Ég hef einu sinni séð fallegan
regnboga hjá fóstra minum, svo
tradisjónin er til einhvers stað-
ar í alnáttúrunni. Og hún hlýt-
ur að vera í kringum regnbog-
ann. Það er móðgun við alnátt-
úruna, þegar fólk sér eitthvað
fallegt í henni og segir: „Þetta
er kjarvalskt“. Svoleiðis fólk
ætti að fá kárínu* fyrir. f stað-
inn fyrir að það ætti að segja
eins og þeir í Brazilíuförunum,
þegar þeir sáu eitthvað fallegt:
„Nú ætti bróðir minn að vera
kominn og sjá þetta með mér“.
Nei, ég er ekki nógu ómenntað-
ur til að geta leitt hjá mér gömlu
reyfarana sem voru á gangi
manna á milli á nýsköpunarár-
um menningarinnar. En segðu
mér eitthvað skemmtilegt, ertu
ekki . uppá kontó núna? Það
rétta viðhorf til náttúrunnar er
að menn hafi efcki upplifað svo
mikið á skólaárum sínum að þeir
geti ekki glöggvað sig á þvi
mannlega í fyrirbrigðinu, þegar
þeir eru orðnir einir með land-
inu og hafa eitthvað til saman-'
burðar. Þetta fólk verður að vita,
Framh. á bls. 4. 1