Morgunblaðið - 16.10.1960, Side 3

Morgunblaðið - 16.10.1960, Side 3
Sunnudaguí 16. okt. 196® MORCVNBL AÐIÐ 3 ENGEY I>EGAR ekið er með strætis- vagni niður Skúlagötuna blas ir Engey við rétt utan við innsiglinguna til Reykjavík- ur. Virðist manni það ein- kennilegt, að á þessari fögru eyju, sem er ^taðsett svo vel rétt hjá hcwðborginni, skuli ekki vera nema tvö hús. En Engey er ekki öll þar sem hún er séð úr fjarska út um glugga á strætisvagni. Þetta fengum við staðfest áþreifan- lega fyrir nokkrum dögum, er blaðamaður Mbl. og ljós- myndari brugðu sér til Eng- eyar með Lárusi Sigurbjörns- eyni og fleirum, sem þangað fóru til að hirða fáséða muni fyrir Minjasafn Reykjavíkur. Brotinn hafnargarður. Það var glampandi sólskin, pr við stigum um borð í bátinn við Loftsbrýggju og léttar öldur freyddu skemmtilega við kinn- unginn þegar siglt var út úr hafnarmynninu. Þegar nær dró Engey var rætt um hvar lenda ekyldi. Var það að ráði, að leggja kænunni við gamla hafnargarð- við, þegar gengið er upp trað- irnar í Engey og upp að húsun- um. Traðirnar bera þess merki, að þær eru nú sjaldfarnar og heima á hlaðinu ligur grasið í legum, teygir sig upp með hús- veggjunum og lokar útsýn úr kjallaragluggnum. Húsin eru auðveld inngögnu. í fyista lagi eru dyrnar ekki læstar, en auk þess er hver einasta íuða brot- in í hverjum glugga á báðum húsunum. — Það er einkennileg árátta á þessum pörupiltum, að geta hvergi séð gluggarúðu í friði, sagði Lárus um Jeið og við geng- um heim hlaðið. Leiðangursmenn á leið til sjávar með' feng sinn. vanhirt eyftibýii við inn- siglinguna til Reykjavíkur Með Eyjarlaginu. Við gengum fyrst inn í yngra húsið, sem er ófúið timburhús og hefur á sínum tíma verið Lárus staðnæmdist hjá naustinu og dró upp mynd af bæjarhúsunum. inn í Engey. Þaran hefur ein hvern tíma verið myndarlegur hafnargarður úr hlöðnu grjóti og steyptur. Á stríðsárunum hafa verið lagðir þarna teinar eftir garðinum svo hægt hefur verið að renna vögnum fram í sjó. Nú er hafnargarðurinn brotinn og skörðóttur, en teinarnir dingla lausir við hlið hans og slást um fjörugrjótið í sjógangi. Hver rúða brotin. „Þar sem grasið grær að dyr- um, gestrisnin á ekki heima“, sagði skáldið. Þessi orð eiga vei smekklegur íverustaður. í her- bergi til hliðar við innganginn stóð foinfáleg kista. Lárus opn- aði hana og virti fyrir sér smið- ina. „Hún er með Engeyjarlag- laginu“, sagði hann svo. „Jafn vel lamirnar eru gerðar hér“. Þessi kista er bað eina mark- verða sem við sjáum á þesari hæð hússins, en þar eru rúm- flet með dýnum og fleiri bús- hlutir, sem síðustu íbúar húss- ins hafa ekki hirt um að taka með sér er þeir fluttu. Uppi á loftinu eru nokkur svefnher- bergi. Þar er saumamaskína, nokkuð forn að vísu, en þó ekki með Engeyjarlaginu. Nú beinist athyglin að háalofti, sem hægt er að komast upp á með því að reisa upp lausan stiga. Þar uppi er dimmt og fyrst var drengur sendur upp til að vita hvers hann yrði vísari. Hann sagði að þar væri ýmisiegt dót og fór Lárus sjálfur upp í stigann að skyggnast um. Hækkaði hann sig í stiganum eftir því sem augu hans vöndust mvrkrinu þar uppi og síðast sáum við í iljar honum er hann hvarf upp á loftið. Brátt fóru fáséðir hlutir að birtast í loftsgatinu, skatlholsskúffa, gam all borðfótur, borðplata o. fl. og um það er lauk, var komið þarna fornt skatthol, sem ekki vantaði nema einn fót á, eitt gamalt borð og fótur af öðru, auk ómerkilegri hluta. Kistur, sem voru þarna uppi á loftinu, þóttu hins .vegar ekki svo merki legar, að ástæða væri til að hrófla við þeim, því þær voru ekki gerðar i Engey. Rokkur og páll. Nú var farið í hitt húsið, sem er eldra, en byggt úr betri viði og algerlega ófúið. Mun það hafa verið notað sem geymsla 'íð- ustu árin, sem búið var í Eng- ey. Þarna fannst ýmislegt fornra muna, sem þóttu þess verðir'að komast á Minjasafn Reykjavík- ur. Mesta athygli vakti gamall rokkur og tvö dúnsigti stór og mikil, sem grafin voru upp úr rykuðu rusli í einu herbergi. Úti undir vegg fannst sérkennilegur, páll, með E'ngeyjarlagi, eins op j flestir hlutir þarna. Var hann að j gerð eins konar sambland af I ristispaða og páli, beinn niður með hæl aftur úr, en ristuspaða- blað fest neðan á til að pjakka með. Þótti páll þessi hið mesta gersemi. í fjósi og áhaldageymslu. Meðan Lárus og fylgdarmenn hans grófu eftir gömlum mun- Lárus hafði við orð, að þessum hlutum hefði verjð bjargað á síð ustu stundu, því ferðamönnum, sem koma á eyðibýli, væri mjög í nöp við allt sem hægt væri að mölva. Sem dæmi má nefna, að rokkurinn, sem nú var tek- inn og færður á MinjasafniS, var nokkuð brotinn, en er menn komu til Engeyjar á sl. vori, var hann heill. • W' v St ■ ^ n&r m ; ... Lárus athugar rykugan og brotinn rokkinn. Munum Minjasafnsins skipað ura bortf um þarna í húsinu gengum við umhverfis og Utum inn í úti- húsin. Vinstra megin á hlaðinu stendur áhaldageymsla. Þar inni var margt þeirra verkfæra, sem notuð eru við landbúnað og virt ust þau hafa verið skilin eftir í hirðuleysi, er býlið var yfir- gefið. Nýtízku traktor stóð þar á stalli og snúnmgsvél við hlið- ina á honum, nokkuð farin að ryðga auk annarra fyrirferðar- minni landbúnaðartækja. — í fjósinu var allt til reiðu til að hleypa inn kúnum og drykkjar- ílát þeirra full af vatni. Ekki var þó að sjá að kýr hefðu kom ið þar lengi, því það eina sem var í flórnum var einn tóm.u.r brennivínsfleygur, minnisvarði skemmtiferðamanna. Fjárhúsið er með nýtízkusniði og ærnar hafa verið á grindum. Hafði ekki verið mokað undan þeim eftir síðasta veturinn. Einu verksummerki um mannaferðir í fjárhúsið var danskt tímarit, sem lá í einni Kr&nni . Haldið til sjávar. Minjasafnsmennirnii? voru nú búnir til brottferðar og lögðu af stað til sjávar með feng sinn. Ekki var hann stórkostlegur, en Órækt og hirðuleysi. Niðri við sjó athuguðum viJB gömul naust, sem enn standa uppi að mestu. Þar staðnæmdist Lárus, horfði heim að bænum og dró upp mynd af húsaskipan, en það er hann vanur að gera áður en hann yfirgefur eyðibýli. Á hann í fórum sínum mikið safn slíkra uppdrátta. Við geng_ um um fjöruna og virtum fyrir okkur öll þau kynstur af viöi og öðru drasli, sem sjórinn hef- ur skolað þarna á land. Þar fær það síðan að liggja í fjöruborð- inu, vegfarendum til leiðinda. Einhver hafði við orð, að rétt væri að leyfa skátum að safna þessu rusli saman og gera brennu í Engey og er það ekki óskyn- samleg hugmynd. Væri hið mesta þrifaverk að hreinsa þetta, en þarna í fjöiunni, eins og raunar alls staðar í Engey, er allt í þeirri óhirðu að ekki er vanzalaust fyrir þá, sem eiga eyna. Þá er það Reykvíkingum til stórrar skammar að láta þessa fögru evju við innsiglinguna grotna niður í orækt og hirðu- leysi. j.h.a.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.