Morgunblaðið - 16.10.1960, Síða 4

Morgunblaðið - 16.10.1960, Síða 4
M ORClllS TiT.ÁFnt) Sunnudagur 16. okt. 196(1 / fáum orbum sagt Frh. af bls. 2 að landið hefur ýmislegt til síns máls. Og mundu það sem ég sagði þér áðan, að náttúran hef- ur eftirlit með okkur“. „En hvernig stendur á því, Kjarval, að sumum málurum finnst ljót málverk sem öðrum þykja stórfalleg?“ „Jú, sérðu það ekki? Það er vegna þess að þeir eru fæddir til mismunandi upplags, þeir eru fæddir inn í annað veðurlag; upp streymi er hjá einum þegar lægð er hjá öðrum. Svo hafa þeir ekki eignazt sömu litaskynjun“. „En getur þettá ekki stafað af afbrýðissemi?“ „Við förum ekki út í praktíska hluti, þeir eru mannlegir og koma listinni ekkert við. Við höf um ekki tíma til að taka annað en það alnáttúrulega. Afbrýðis- semi læra menn í skólum, en þeir eiga bara ekki að fara í skóla til að læra meinsæri. í hæsta máta að maður bæði kaupendur afsökunar á því að vanta pen- inga, lengra getur enginn lista- maður gengið“. „Þetta var gott hjá þér, Kjarval, ég held þú sért snilling- ur. En ertu ekki að ljúka við himininn?" „Eg er oft búinn að vera bú- inn með himininn. Maður verð- ur að viðurkenna sín takmörk og sína glópsku. Snjóar á tind- um hefðu roðna mátt . . ., það er eitthvað af þéssu sem menn eiga að hafa í sinni list, eitthvað af þessu“. „Ertu meistari Kjarval?" spurði ég. „Nei“, svaraði hann, „en ég er alltaf að leitazt við að sanna mér að meistarinn hafi rétt fyrir sér. Eg er ekki meistari sjálfur, ég er fjósamaðurinn hans. En þeir sem vinna að einhverju öðru eru meistarar í engu sérstöku, það er ákaflega merkilegt ef þú hefur kynnzt því. Ég hef eðli til að vinna og það hef ég alltaf haft, en ég er ekki meistari. En sjáðu þessar grænu myndir, ég held þær séu nokkuð góðar. Það er eitthvað í þessu fullyrðir Ragn- ar, en þú mátt ekki segja það neinum, menn taka nefnilega mark á Ragnari og þá getur hús- ið fyllzt af kaupendum. Þú skalt segja: „Heldurðu ekki þú hafiir orðið fyrir áhrifum af að fara til Noregs?" ,,Jú“, svara ég þá, „eflaust, sennilegt, mjög senni- legt“. En komdu hérna út að glugganum og sjáðu þessa út- skornu hrúta sem góður vinur minn gaf mér fyrir mörgum ár- um, annar er hvítur, hinn er svartur. Sjáðu hvað þetta er skemmtilegt". „Þú hefðir átt að sjá bolann sem við keyrðum fram á í Kjós- inni í sumar“, sagði ég. „Að mennirnir skuli ekki gull- plúmbera svona skepnur", svar- aði Kjarval. Ég minnti hann á ferðina til Noregs. Hann svaraði: - r 1 ' „Þú segir ekkert um hana, ©kkert. Ragnar gerir grein fyrir henni. Ég var aðeins farangur, það er allt sem ég get sagt þér, og þeir fóru vel með farangur- uin • „Seldirðu mikið í Noregi?“ „Nei, því miður. Það hefði átt að vera. Ég hefði átt að selja meira, en Ragnar var ekki búinn að átta sig á að þarna voru pen- ingar, nú veit hann þetta og ég er ekki viss um að það verði mik ið eftir af peningum í Noregi, þeg ar hann er búinn að selja þeim hönkina sína þangað. Annars hefði ég ekki þorað að selja fleiri myndir en ég gerði. Mér fannst svo margir eiga axíur í þeim hér heima, en það hefði nú kannski breytzt, ef ég hefði verið búinn að átta mig á kauphöllinni í Ósló. Menn eiga að selja það sem þeir geia, og þeir sem eiga peninga eiga að kaupa, og Ragnar er sér- fræðingur í að kaupa hönkina okkar hinna. Ég hef heyrt Ragn- ar hvísla þessu að mönnum: „Heyrðu góði, er ekki allt í ó- lestri hjá þér núna?" Það er eng inn svo vitlaus að hann svari ekki spurningunni • játandi og þá segir Ragnar: „Það gerir ekkert, ég skal kaupa af þér hönkina“. Á þessu lifum við ög við verð- um að gæta ökkar og tala ekki af okkur, því það eru hættulegir og lævísir tímar núna og loftið radíótift. Það eru márgir merk- ismenn í bænum og bezt að fara gætilega og taka á hlutunum af alvöru“. „Er það satt, að litlu mótífin þín i Gálgahrauni hafi orðið af- brýðissöm út af því hvað þú varst lengi í Noregi?“ „Áður en ég fór frá Noregi, gerði ég það upp við mig að við ættum að vera hamingjusamir yfir því að Norðmenn skuli eiga svona fallegt land og stór tré og elskulegt viðmót við farangur- inn. „Þið skulið ekki vera af- brýðissöm yfir því“, sagði ég við mótífin mín, „þið skuiuð vera hamingjusöm“. „Af hverju?" spurðu þau. Þá sagði ég: „Af því ísland er ungt land og af- brýðissemin á ekki hér heima. Hún klæðir ykkur ekki“. Hér á ástúðin heima, en fólk gengur fram hjá henni, ég segi þér það satt. Menn sjá þetta ekki, því við erum undir áhrifum svo margra þjóða gamallar menning- ar. Það sagði við mig enskur mál ari sem var hér staddur fynr nokkrum árum, yndislegur og góður maður: „Af hverju held- urðu ekki málverkasýningu hjá okkur?“ Ég svaraði: „Af því ég hef ekki tíma til þess, af því ég er að rannsaka mitt land“. Og þetta köntrí hér er alltaf að verða mér meira og meira út- land. Fyrirmyndirnar í landinu geta svo kannski orðið internas- jónal list, ef aðrar þjóðir skilja þær, sjá í þeim eitthvað sem hef- ur gildi, einhverja andlega hönk sem þær vilja endilega borga út með fallegum orðum, sem fara vel og þægilega í eyrum þeirra sem eru vanir að hlusta á mór- alska saurlifnaðinn og allt þetta grófa í sjómannamálinu okkar. Þú fyrirgefur að ég skuli ekki nota ökonómíuna á þessi útlendu orð, en það þarf stór orð núna, orð sem þeir skilja á fundum hjá Sameinuðu þjóðunum. Ég er ekki að tala til íslenzka útlands- ins heldur miklu lengra. Nú er ég að hugsa um París, London, New York, og það er ekkert upp á 12 mílurnar hjá mér þessa stundina. En þó þetta sé nokkuð gott hjá okkur og hafi alþjóð- legt gildi, vantar í það eitthvert skáldlegt orð, en við verðum að fara varlega í sakirnar". „Hvaða orð er það sem vantar hjá okkur?“ „Ég veit það ekki, en listin má ekki vera móðgun. Ég hefði átt að nota þarna dálítið póetískt orð til að forfína þessa hugsun. Bezt ég gefi þér einn danskan bjór, á meðan þú ert að hugsa um þetta og skilja það“. Svo tók hann upp eina dós af Túborg, opnaði hana, en helm- ingurinn af bjórnum sprautaðist yfir hann: „Bunulækur blár og tær“, sagði hann og brosti. „Hefurðu hitt nokkur ofur- menni nýlega sem skilja listina?“ hélt hann áfram. „Guðbrandur Magnússon skrifaði um mig krít- ik í gamla daga, það þótti mik- ill viðburður í Þingeyjarsýslu. Fjósamaðurinn á einum bænum var nýbúinn að lesa dóminn, þeg- ar presturinn kom í heimsókn: „Hvernig líkaði þér listin?“, spurði presturinn. Fjósamaður- inn svaraði: „Ég geri svo vel og skil ekki“. Það var tekið gilt í þá daga“. „Heyrðu Kjarval, þú ert eins og blaðamaður í listinni, þú ert alltaf þar sem eitth að er að ger- ast?“ Kjarval tók ofan hattinn eins og séra Bjarni og sagði stólræðu- lega: „Þetta var gott, framúrskar- andi. En þtfe mátt engum segja frá þessu, þá hef ég ekki frið fyrir mönnum sem vilja kaupa málverk. Einar Benediktsson sagði við mig: „Lífið er ö'konó- Nýjar húsgagnagerðir Sófasett Sófaborð Svefnsófar Svefnbekkir lnnskotsborð Kommóður, 6 skúffu Borðstofuhúsgögn Svefnherbergishús^ögn Skrifborð Smáborð Stakir stólar — 10% afsláttur gegn staðgreiðslu- Axel Eyjólfsson Skipholti 7 — Sími 10117 mia“. Það er sama og þeir sögðu í helgum fræðum — að fara vel með sitt pund. Þau segja þetta vel skáldin, finnst þér ekki Stein grímur undursamlegur? En held- urðu ekki að Ólafi Sveinssyni só hugsað til mín núna?“ „Ólafi Sveinssyni?11 „Jú, sjáðu til, út af Njálu. Ég held það sé geislavirkt loftið á milli ykkar, getur það ekki ver- ið? Menn mega ákaflega oft gæta sín á því þegnskaparlega hjá hin um, það stórvitur staðfærir stór- lítill vinnumaður . . .“. „Hvort heldurðu að þú sért meira Ijóðskáld eða rnálari?" „Þetta Htla sem ég ýrki er inspírerað frá málverkinu. Þegar ég kem heim finn ég að ég á afganga, og svo á ég eitthvað gaman í mér líka, þó það sé klaki í náttúrunni og fólk láti hann ráða. Hugsaðu þér bara íþrótta- mennina. Maður eins og ég er undanþeginn þessu, því ég get ekki synt áð hvalvöðu ög sett á þá beizli eða utanborðsmótor. Þeir leika sér ékki nóg að hvöl- unum, en þetta er í íistinhi. Þetta er alltof billegt hjá þeim, alltof alvarlegt. Þeir eiga að komast í samband við aðrar verur. Hugs- aðu þér hvað lifið yrði miklú skemmtilegra, ef þeir settu beizli á grindhvalina, þetta er til í list- inni. Þégar þeir þurftu að ferð- ast í gamla daga, fóru þeir upp í hvalina, það var leikur í þessu hjá þeim, einhver trúnaður þarna. Hvers vegna er öll þessi grimmd gegn smáhvölum sem af einhverri fýsiskri nauðsyn þurfa að komast á grynnra vatn? Þeir koma að heimsækja okkur og við tökum á móti þeim, eins og það 'hafi aldrei verið til nein menn- ing. Það kalla ég að tapa skóla, þegar menn sjá ekki í gegnum fingur við aðrar tegundir í dýra- ríkinu. Það ætti að vera sport hjá jumum íþróttamönnum að setja á hvalina beizli og flotholt, og svo gætu þeir fengið sér í soðið. Hvers vegna alltaf að flýja til frummannsins í sjálfum sér, óskaplegt. Þeir mega vara sig á þessu, klakinn getur bráðnað og hvar standa þeir þá? Nú segja þeir að kornið vaxi bezt við hljómlist. Jóhann Sigurjónsson sagði við mig: „Lífið er músik“. Þetta var rétt hjá honum. Við erum tónar á orkestri, það meinti hann við værum. Hvalirn ir eiga sinn streng líka. En hef- urðu lesið greinina eftir mig um óðalsbóndann, sem ég skrifaði í Tímann um daginn? Hann er skáld af því hann býr til svo Umboðs og heildverzlun Fyrirtæki í kaupstað utan Reykjavíkur óskar eftir umboðum íyrir innlendar og erlendar verzlunar- vörur. Þeir heildsalar og framleiðendur er áhuga hefðu á slíku sendi tilboð á afgr. Mbl. í Reykjavík merkt: „Heildverzlun — 1518“. mörg börn og er snillingur að yrkja falleg tún. Það er fleira skáldskapur en pólitík, og ég vona hann sé ekki móðgaður við mig út af því sem ég skrjfaði. Ég hef ekki orðið var við neitt kal hjá þeim manni. Veiztu hvernig mér liður stundum, þeg- ar ég er að mála þessar myndir. Ég er að líkja tilfinningum mín- um við kal í túni, já kal í túni. Tilfinningar minar eru kal í túni. Þetta er alltof radíótíft hjá mér, en það er einkamál. Ég ætl- aði að vera gáfaður núna, en ég hugsa að fiskurinn haldi áfram að vera á miðunum, jafnt fyrir þessu samtali okkar. Ég vona að við höfum ekki fælt hann af miðunum. Líðan manns er stund- um eins og kal í túni, en nú ætla ég að þvo mér, við gerum ekki meira í dag, hvort eð er. En heyrðu, hefurðu tekið eftir því, hvað steinar eru spakir í lands- lagi? Hefurðu prófað að klappa þeim? Hefurðu séð hvað þeim líður misjafnlega vel eftir því hverjir ganga framhjá? Nei, öllu þessu hef ég tekið eftir. Maður á að nota tækifærin sem gefast til að sjá eitthvað annað en hin- ir. Listin er að ganga fram hjá tækifærum hinna; eins og t.d. þegar ég hitti ritstjóra Dagrenn- ingar niðri á Austurvelli um dag- inn og sagði við hann: „Hvernig líður þér?“ „O, það er gott veð- ur“, svaraði hann, „við megum ekki skyggja á aðra“. „Þetta var gott hjá honum, við megum ekki skyggja á aðra, þeir verða að hafa góða afkomu. Og við verðum að hugsa um stein- ana. Við megum ekki alltaf láta þá liggja undir skugganum okk- ar, við eigum stundum að klappa þeim og hlusta á þá og heyra hvað þeir hugsa. Það er eins og Páll Ólafsson sagði: „Það er svo margt sem í huga mínum felst, og hvernig ég þreytist að lifa . . .“ Hugsaðu þér þessa snill inga fyrir austan. Eða var það kannski Þorsteinn, það getur vel verið, en hann var líka fyrir austan. Þegar ég var 11 eða 12 ára langaði mig að yrkja um eina skútuna og ég gerði það, en það var trúnaður milli mín og hennar og ég get ekki sagt þér það núna. Maður k að gæta sin, þegar loftið er svona viðkvæmt. Þú ættir að heyra hvað hann Sigurður Benedikts- son sagði um Njálu, en nú er hann hættur að tala um hana síð- an ég sagði honum að ég væri hræddur um að Einar Ólafur Sveinsson heyrði hvað hann. segði og þá gæti svo farið að hann héldi uppboð á Sigurði. Það yrði skemmtilegt! Svona líður mér í dag, og nú er .ég farinn að versna, því mér er iiit'í öxlinni. Það stendur eitthvað í sambandi við þennan andlega rúmantísma sem Danir kalla, En ég segi þér satt, steinar eru spakir í lands- lagi, steinar brosa í landslagi. En það fer auðvitað eftir þvi hver gengur framhjá, ég sé þá alit- af brosandi jafnvel í rigningu: Nú er komið bros á steininn, síð- an sá hann manninn sveininn, gekk hann þar á grund ófeiminn, blómguðust þar bros við stein- inn, blómguðust þar bros við steininn . . . __i-i-i_ Við sátum úti á tröppum og biðum eftir *stöðvarbíl. Kjarval stóð upp og sagði: „Ég uni á flughröðu fleyi . . Að hugsa sér þennan léttleika Hannesar, hann var meistari. Ég held að allir dægurlagasöngvarar landsins gætu verið barnabörn þessa ljóðs. En viltu ekki fá þér kaffi með mér? Nei, þú vilt það ekki, nú-já þú vilt ekki kaffi, jæja góði, þú heldur ég eigi ekk- ert eftir í pokahorninu, þú mein- ar sem sagt að það eyðist sem af sé tekið. Gott, ágætt. Þá er bezt ég fái mér kaffi, fari svo til rakara og láti hann taka það sem eftir er“. • Svo strauk hann á sér kollinn og bætti við: - „Þér skuluð vara yður, herra1 minn, þér skuluð vara yður. Það er radíótíft loftið núna“. M.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.