Morgunblaðið - 16.10.1960, Síða 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 16. okt. 1960
íslendingur er með í spilinu hijd Northrop í Bandaríkjunum
Nýjung-veldur byltingu i
IjfáSi
Lækkar fargjöldin
Ef þotur, sem nú eru í fram
leiðslu, væru smíðaðar á þenn
an hátt hefði það samt ekki í
för með sér að flughraðinn
ykist. Hér er aðeins um flug-
þolsaukningu að ræða, en
það hefur ekki svo iítið að
segja. Ef loftgangar þessir
eða sogkerfi yrði ekki ein-
ungis sett í vængina, heldur
allan búkinn, ykist flugþolið
um helming. Það hefði svo í
för með sér, að rekstrarkostn-
aður stórlækkaði, því viðhald
ykist aðeins um 15%. Þá yrði
hægt að lækka fargjöldin
verulega. Vísindamennirnir
fullyrða, að smíði flugvéla
með þessu nýja kerfi yrði að-
eins 10% dýrari en hún er
núna.
Eftir 2—3 ár
Sogkerfið hefur verið sett
í vængi orustuþotu og auk
fjölmargra tilrauna á jörðu
niðri hefur þotan flogið 300
stundir — með góðum ár-
angri. Nú er verið að smíða
tvær stórar þotur með þess-
um útbúnaði. í annarri verð-
ur hann aðeins í vængjunum,
en bæði í vængjum, stéli og
búk á hinni. Enn líða 2—3 ár
þar til fyrri þotan verður
fullbúin, en það er ekki lang-
ur tími miðað við þau mörgu
ár, sem fremstu vísindamenn
á þessu sviði hafa velt vöng
um yfir þessari kenningu um
hvernig hægt er að minnkal
mótstöðu loftsins.
Gerbreytir viðhorfum
Það, sem talið er einna
mikilvægast í sambandi við
tilraunirnar, eru þau breyttu
viðhorf, er góður árangur á
þessu sviði mundi skapa
kjarnorkuflugvélinni. — Eitt
helzta vandamálið við smíði
kjarnorkuflugvéla er hve
stóra, þunga og fyrirferðar-
mikla aflvél hún þyrfti. Þar
af leiðandi hefði hún tiltölu-
lega lítið burðarþol og yrði
ekki hagkvæm í rekstri.
En með sogkerfi í vængjum
og á búk telja vísindamenn
að minnka mætti aflvélina
mikið. Þar með væri hægt að
draga úr einangrun vélarinn-
ar, en einangrun til varnar
skaðlegum geislum, er bróður
partur alls þungans.
Maðurinn, sem getið var í
upphafi, Jóhannes Newton,
er fæddur og uppalinn hér.
Lauk stúdentsprófi frá MR
og nam verkfræði við John
Hopkins háskólann vestra.
Hann hefur um langt skeið
starfað í flugvélaiðnaðinum
og er nú einn þeirra vísinda-
manna á þessu sviði, sem fal-
ið hefur verið að sannprófa
nýja kerfið, sem talið er, að
valdið geti byltingu í fluginu.
Andrés Önd er
alltaf með
EINN ER SÁ, sem alitaf kemur með Gull-
fossi. Hann kemur með hverri ferð og er
alltaf fagnað jafnvel. Vinir og vandamenn
þreytast sjálfsagt að taka á móti fólki, sem
alltaf er á flakki. En börnin þreytast ekki
á að taka á móti Andrési Önd.
Þau fara ekki fram á hafnarbakka til að
veifa, því Andrés er sjóveikur og lætur ekki sjá
sig á þilfari. En þau taka því betur á móti hon-
um í bókabúffunum. Og fyrstu dagana eftir aff
Gullfoss er kominn í höfn sitja margir pabbar
fram á kvöld og segja sögur af Andrési Önd.
MIKKI MÚS FYRSTUR
Hann Andrés er ein af fyrstu
,Persónunum‘ er Walt Disney
skapaði. Mikki Mús var fyrst-
ur í röðinni. Andrés kom litlu
seinna. Það er því ekki að
ástæðulausu, að Walt Disney
hefur öðlazt heimsfrægð. Hin
barnslega saklausu ævintýri
hans um dýrin hafa orðið
mörgum til ánægju, bæði
börnum og fullorðnum.
SIGURÐUR Jónsson, flug-
maður, var einn þeirra, sem
voru í fyrstu flugvélinni, er
settist á nýja flugvöllinn á
ísafirði. Sigurður er fyrsti ís-
lenzki flugmaðurinn, jafn-
framt fyrsti íslendingurinn,
sem lenti flugvél sinni á Isa-
firði, fyrir 30 árum.
Ekkert út-
varp á sum-
um bœjum
Á ÍSLANDI er mikið hlustað
á útvarp. Þetta árið innheimt-
ir Ríkisútvarpið afnotagjöld
af liðlega 49 þúsund notend-
um og eru þá bæði talin heim
ilistæki, bílaviðtæki og tæki í
skipum og á vinnustöðum. Þó
munu viðtækin vera fleiri en
49 þúsund, því á mörgum
heimilum eru fleiri en eitt,
enda þótt aðeins sé greitt af
einu. — Hlutfalllslega eru
flestir hlustendur í Reykja-
vík, en víða á Austurlandi eru
heimili, sem engin útvarps-
Aff ofan: Börnin fagna
Andrési Önd í bókabúð í
Reykjavík. Aff neðan: Mikki
Mús og dönsku konungshjón
in í Disneyland.
Stór lesendahópur
Enda þótt sumir gera lítið
úr myndablöðum Disneys og
telji þau til „hasar-blaða“,
hafa flestir ánægju af kvik-
myndum hans, Fantasiu,
Bamba, Mjallhvít og Dverg-
unum sjö — svo fáeinar séu
nefndar.
Myndasögurnar um Andrés
Önd, Mikka Mús og Jumbo
tæki hafa. Sérstaklega á þetta
við um N-Múlasýslu og A-
Skaftafellssýslu. Fjölmargir
bæir þar munu ekki hafa út-
varp, enda/hafa hlustunarskil
yrði ekki verið upp á það
bezta eystra. Nú hefur verið
bætt úr þessu með fjölda
endurvarpsstöðva og væntan-
lega fjölgar þá hlustendum í
þeim landshluta.
eru þýddar og gefnar út í fjöl-
mörgum löndum, m. a. Dan-
mörku — og það eru einmitt
danska útgáfan, sem hingað
kemur með Gullfossi. Um
skeið var „Andrés Önd“ víð-
lesnasta erlenda blaðið, sem
hingað var flutt. Nú um stund
arsakir er það í þriðja sæti og
koma hingað að jafnaði nær
þrjú þúsund eintök.
Disney í ríki sínu
Vestur í Bandaríkjunum
hefur Disney reist mikla æv-
intýraborg, þar sem „persón-
ur“ hans gegna miklu hlut-
verki. „Disneyland" heitir
staðurinn. Hann er mjög fjöl-
sóttur af ferðamönnum — og
hafi menn komið á Kyrra-
hafsströnd Bandaríkjanna ei
jafnan spurt: „Sástu Disney-
land?“
í fluginu
ÍSLENZKUR verkfræðingur, Jóhannes
Newton, er meðál þeirra starfsmanna
Northrop-flugvélaverksmiðjanna banda-
rísku, sem vinna nú að tilraunum, sem
e. t. v. eiga eftir að valda byltingu í flug-
inu. Bandaríkjastjórn hefur nýlega veitt
Northrop 20 milljón dollara styrk til verks-
ins svo að greinilegt er, að þarna er ekkert
smáræði á ferðinni.
í stuttu máli er hér um að ræða nýtt
kerfi til að draga úr mótstöðuafli loftsins
í fluginu. Ókyrra loftið í strauminum aft-
ur með flugvélinni er sogað inn í hana og
blásið út úr búknum að aftanverðu. Loftið
er sogað inn um vængi og búk í gegn um
örmjóar rifur. Þær eru með stuttu milli-
bili eftir endilöngum vængjum, á stéli og
öllum búknum.
Á þennan hátt er dregið úr loftmótstöðunni
sem nemur því, að flugvélarnar þurfa aðeins að
nota lítinn hluta af hreyfilorkunni, þegar kom-
ið er upp í flughæð. Þota, sem núna hefur 6,400
km flugþol, gæti, samkvæmt útreikningum
vísindamanna, flogið 11,300 km með sama elds-
neyti, ef hún yrði búin nýja kerfinu á vængjum.