Morgunblaðið - 16.10.1960, Page 9
Sunnudagur 16. okt. 1960
MORCVNBLAÐIb
9
Þeir tóku fyrir eyrun, því hávaðinn var ærandi.. . en nu sofa þeir vært
Tugmilljóna verðmæti kastað á glæ
!
iBtJARNIR í- næsta ná-
grenni Kastrup-flugvallar-
ins voru að ærast. „Annað
hvort kaupið þið af okkur
húsin og útvegið okkur
annað húsnæði, eða þið
farið með bölvaðar þoturn-
ar burt“, sögðu þeir við
stjórnarvöldin. — Og þot-
urnar fóru burt. Ekki
langt, en nóg til þess, að
verulegur hluti af endur-
bótum þeim, sem gerðar
voru á Kastrup-flugvellin-
um, eru nú til einskis.
Þotunum var afmarkaS
svæði. „Þið megið ekki nola
þessa braut — og ekki nema
helminginn af þessari“, var
sagt. Þar með er 600 metra
lenging einnar brautar einskis
virði. Þessi braut er 60 m
breið. Önnur jafnbreið braut
var Iengd um 1.300 metra. Nú
mega þotur ekki nota 1.000
■
Hvítu strikin afmarka bann-
metra lengingarinnar þegar
um flugtak er að ræða.
En ef vindstaða er þannig,
að lífsnauðsynlegt reynist að
nota brautina alla til flug-
taks mega stærstu þoturnar,
DC 8, Boeing 707 og TU-104
brjóta þessi lög og fara út á
brautarenda.
85 milljónir
Dönum finnst það hryggi-
legt, að öllum þessum verð-
mætum skyldi kastað á glæ.
í þetta var mokað 60,000 rúm-
metrum af steinsteypu og
asfalti til þess að taka á móti
þotunum. Ætlunin var að
gera Kastrup að niiðstöð flug-
samgangna í N-Evrópu. Flug-
völlurinn er fjórði stærsti í
álfunni. Til brautalenginga
og nauðsynlegra öryggis-
tækja vörðu Danir 85 milljón
um danskra króna. Auk þess
tugum milljóna í aksturs-
brautir og flatir við brautar-
endana þar sem þoturnar
áttu að standa meðan hreyfl-
arnir voru hitaðir upp.
Hver á sökina?
En íbúarnir sögðu: „Hingað
og ekki lengra“. Þoturnar
voru fjarlægðar. Qanir tapa
óhemju fé, tapa e. t. v. líka
töluverðum hluta farþega-
straumsins, sem þeir gerðu
ráð fyrir. En íbúar nágrennis-
ins sofa nú vært, áhyggjun-
um er af þeim létt.
Hver átti sökina? spyrja
menn. „Verkfræðingarnir“,
segja þeir, sem þoturnar
ærðu. „Af hverju beitið þið
ykkur ekki fyrir því að öll
bílaumferð verði stöðvuð.
Hún hefur líka hávaða í för
með sér“, svara verkfræðing-
arnir. „Þetta eru farartæki
okkar tíma. Kostir þeirra eru
miklir, við verðum að sætta
okkur við vankantana meðan
ekki er búið að bæta úr
þeim“, segja flugmálamenn-
irnir. Og svo borga allir brús-
ann í sameiningu og halda
áfram að tapa meiri pening-
um, því stóru flugfélögin
fara nú að líta aðra flugvelli
hýru auga.
Forvitið fólk er plága
. *C><**V *-
,Þarna er Kvíabryggja'
segir Ragnar.
á Kvíabryggju
„VIÐ þyrftum helzt að
láta loka veginum til Kvía-
bÞyggju14, sagði Ragnar
Guðjónsson, forstöðumað-
ur vistheimilisins þar.
„Það er svo mikið af for-
vitnum og ágengum ferða-
mönnum, sem angra okkur
ár og síð. Þeir vilja sjá
staðinn, tr-.ka myndir,
skoða allt í krók og kring.
En við höfum bægt öllum
flökkurum frá. Varðmenn-
irnir sjá svo um, að enginn
óboðinn fari inn fyrir girð-
inguna. Og vistmenn fara
heldur ekki út fyrir tún-
garðinn. Það er ekkert
samband þar í milli“.
Vistheimilið að Kvíabryggju
tekur nú aftur til starfa og
þangað verða sendir menn,
sem eiga vangoldin barnsmeð-
iög. Heimilið var starfrækt í
- Og riú vanfar
rúm tvö ár, en nú um skeið
hei'ur starfsemin legið niðri.
Engin strokutilraun
„Við getum tekið á móti 13
mönnum. Þeir búa í sérstöku
húsi þar á staðnum og fer vel
um þá“, hélt Ragnar áfram.
„Engir rimlar eru þar fyrir
gluggum, vistmenn eru ekki
læstir inni um nætur. En við
höfum reglu á hlutunum. —
Vinnum 8 stundir á dag að
jarðabótum og húsbyggingum,
vistmenn nota tómstundir að
eigin vild og klukkan 11 á
kvöldin eru öll ljós slökkt.
Þeir hafa ekkert ferðafrelsi,
mega ekki fara út af túninu,
en aldrei gerði neinn stroku-
tilraun. Andinn var jafnan
góður í hópnum, sennilega
fjfrst og fremst vegna þess, að
ekkert var þar, sem minnti á
fangelsi".
Gerði við klukkur og úr
„Vistmenn voru flestir á
aldrinum 30—40 ára. ‘Sumir
áttu aðeins eitt barn, aðrir
fleiri, mest níu börn að mig
minnir. Við höfum karlmann
í eldhúsinu og einn vistmanna
sér um að halda húsakynnum
hreinum. — í tómstundunum
spila þeir, tefla, lesa, eða
stunda iðn sína. Úrsmiður
einn, sem þar var, gerði við
úr og klukkur Snæfellinga.
Hann vann sér inn 10 þúsund
krónur í aukavinnu“, sagði
Ragnar.
Mýrarhyrna
„Við höfum þarna sauðfé,
engar kýr. Okkur vantar
mjólkurbú. En við erum í
stökustu vandræðum með féð.
Þarna er hátt fjall og þver-
hnýpt, Mýrarhyrna. — Síðan
1950 hafa um 300 fjár fallið
þar fyrir björg eða soltið í hel
í sjálfheldu. Við höfum oft-
sinnis gert tilraunir til að ná
Jbó Jbyrilvængju
því eða skjóta það, sem lent
hefur í sjálfheldunni. En
þetta er þverhnýpt, erfitt að
komast að. Þarna hefur fé
drepizt í stórum stíl síðan á
landnámsöld. Nú vil ég girða
Mýrarhyrnu. Það yrði 1800 m
löng girðing. En verst er, að
við kæmumst sennilega ekki
með girðingarefni upp nema
í þyrilvængju. Á Kvíabryggju
höfum við aldrei haft menn,
sem kunna að stjórna slíkum
tækjum", sagði Ragnar, „en
þeir koma kannski".
svæði þotanna á Kastrup.
★
KARL Guðmundsson, knatt-
spyrnumaður, er nýkominn
heim frá Noregi. Hann þjálf-
aði „Lilleström Sportsklubb“
sem fyrr — og með góðum
árangri. Norðmennirnir vilja
nú fá hann til að flytjast ut-
an. Hann á vísa fasta kenn-
arastöðu við menntaskóla
bæjarins og honum eru boðn-
ar 30,000 norskar krónur fyr-
ir að þjálfa „Lilleström
Sportsklubb" næsta Ieik-
tímabil. Hahn hefur ekki gert
það upp við sig enn, hvort
hann tekur tilboðinu. Hann
kennir við Gagnfræðaskóla
Austurbæjar — en tilboðið er
girnilegt.