Morgunblaðið - 16.10.1960, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.10.1960, Qupperneq 13
I '• »> i-.r T Sunnudagur 16. okt. 1960 ■i ’. '• ’ ' ' -• . '*■ ■' *.<i MORGVNKLAÐtÐ 13 c Nútíma kona vill nýtízku saumavél Aldrei áður hefir verið svo ánægjulegt og auðvelt að sauma. Allan daglegan saumaskap gerið þér með Husqvarna Automatic. Hún saumar beinan saum, teygjanlegan saum, .hnappagöt, zig-zag, sjálfvirkt mynstur, rykkir, bætir, stoppar, varpar saum blindfaldar, festir tölur o. fl. o. fl. Husqvarna er auðveld í meðförum, fjölbreytt notagildi, sænsk framlciðsla. Kynnist vélinni og reynið hana og ef þér veljið Husqvarna hafið þér tekið ákvörðun, sem þér munuð aldrei iðrast. HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKlLMÁLAR Husqvarna kostir 0 Hringskytta, sem gefur fullkomið öryggi að tvinninn flækist ekki, skyttuna þarf aldrei að smyrja. 0 Vélin er steypt í heilu lagi, sem tryggir námkvæmni í notkun. ^ Innbyggður hraðastillir í vélina gerir mögulegt við mynstursaum og hnappagöt að sauma mjög hægt, spor fyrir spor. 0 Þér stjórnið vélinni með hraðastilli a, gólfinu, sem vinnur mjög mjúkt. 0 Kennsla fylgir ' kaupunum. Það er leikur að snuma á Musqvarna Einkaumboð: GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F Suðurlandsbraut 16 Sími 35200. M — Snilligáfan Framhald af bls 7. einn einasta vin á sínum eigin aldri fyrr en hann var orðinn sautján ára. Hann var tilfinn- inganæmur og ófélagslyndur í skóla og eftir heimkomuna var ihann annað hvort einn eða með sér eldri mönnum. Xorquato Tasso (1544—1595) Þegar Tasso fæddist, var faðir hans kominn á efri ár, og var atvinnu sinnar vegna oft lang- dvölum að heiman. Tasso var þvi til tíu ára aldurs í umsjá móð- ur sinnar og systur, en þá fór hann alfarinn frá þeim til föð- ur síns. Hann hafði þá þegar hlot- ið víðtæka menntun. Um bernsku hans segir í ævisögu hans: ,,L*ang ar fjarvistir föður hans að heim- an, tár móður hans, ónóg efni og skyndilegur dauðdagi móður hans höfðu óholl áhrif á svo til- finninganæman dreng, og það voru gerðar of strangar kröfur til hans með nám. Faðir Torqua- tos var hreykinn af gáfum hans og metnaðargjarn fyrir hans hönd“. Nokkru síðar kom einn frændi hans til Rómar sem náms- félagi hans. Þessi frændi hans var enginn bókaormur, en glað- lyndur fjörkálfur. Þetta var þvi hin heppilegasta ráðstöfun". Að öðru leyti virðist hann aðallega hafa umgengizt eldri og virðu- lega menn. Alexander Pope (1688—1744) Hann var einbirni móður sinn- ar (en átti hálfsystur, sem var níu árum eldri) og var frá því fyrsta miðdepill heimilisins. For- eldrar hans, sem voru bæði orð- in fjörutíu og sex ára, þegar hann fæddist, umvöfðu hann ástúð, sem hlýtur að hafa aukizt að mun, þegar hann veiktist og varð krypplingur eins og faðir hans. Menntun sína hlaut hann að mestu heima og tilsögn með fyrstu kvæðin sín fékk hann hjá föður sínum. Frá tólf ára aldri stundaði hann nám sitt af svo miklu kappi, að hinni veikbyggðu heilsu hans var alvarlega hætt. William Pitt (1795—1806) Faðir hans var á hátindi frægð ar sinnar sem forsætisráðherra Englands, þegar hann fæddist. Sakir tæprar heilsu kenndi faðir hans honum heima með aðstoð eins heimiliskennara. Faðir hans lagði mikla áherzlu á að kenna drengnum ræðusnilld. Fjórtán ára gamall var hann sendur til Cambridge, þar sem hann var 5 umsjá mikils menntamanns og var hann í rauninni eini félagi hans í meira en tvö ár. Hann tók engan, þátt í félagslífi skólans. Heimildir sýna, að öll menntun hans miðaðist við, að hann tæki sæti í neðri málstofu brezka þings ins. Alfred de Musset (1810—1857) Samvistirnar við Paul, hinn gáfaða bróður hans, sem var sex árum eldri, höfðu mjög þrosk- andi áhrif á hann. Snemma komu Spansk uppsatstavling Den av Uppsalastudenternas Kursverksamhet arrangeradeí távlingen i spansk uppsatsskrivning „Till minnet av kontinenten Amerikas dag“ har fátt följande ándringar ifrága om távlings- bestámmerlserna. Tiden för ingivande av bidrag har utstráckts till den 30 nov. 1960. Beráttigade att deltaga ár távlande frán Island, Finland, Norge, Danmark och Sverige. ÖVRIGA REGLER: Uppg.ften ár att pá spanska författa en uppsats över ámnet: Iill minnet av kontinenten Amerikas dag. Ámnet kan behandlas historiskt, kullurellt eller socialt. Omfattning: Max. 10 maskin- skrivna A4 — ark. Deltagarna fár ej vara anstállda vid spansk- sprákig ambassad, legation eller konsulat. Bidragen fár ej tidigare ha publicerats. Uppsatserna förses med pseudonym (ej Namn) och insándes till Kursverksamheten, Drottninggatan 13, Uppsala. Vinnande pseudonymer annonseras den 12 dec. 1960 i Uppsala Nya Tidning och Dagens Nyheter. Priser: I. Romulo-Gallegos — priset (skánkt av Venezuelas ambassadör i Sverige, dr. José Gonzáles) 1000:— s. kr. och guldmedalj. II. Centraluniversitetets i Venezuela pris: 500:— s. kr. ocb guldmedalj. III. Caracas bibliotekets pris: Tio volymer av framstáende Ibero- Amerikanska författare. KURSVERKSAMHETEN DROTTNINGGATAN 13 UPPSALA SVERIGE Húsmæður: ROYAL ávaxtahlaup (Gelatin) er ljúf- fengt og nærandi, inniheldur C bæti- efni. Kinnig mjög fallegt til skreytingar á tcrtuin. Margar bragðtegundir, auðvelt í notkun. í Ijós hjá honum tilfinningasemi viðkvæmni og leikrænar gáfur. Hann var aðlaðandi og hafði næmt auga fyrir kvenlegri feg- urð. Á mjög unga aldri varð hann fyrir fyrstu ástarsorginni. Skóla- ganga þeirra bræðra varð skamm vinn. Þeir undu sér ekki og var því kennt að mestu heima. Melanchthon (1497—1560) Hann var í bernsku undir ströngum skólaaga og var það samkvæmt ósk föður hans. Síðar komst hann undir áhrif hins mikla lærdómsmanns, Reuchlins, sem var frændi hans. Sagt er um hann, að hann hafi, er hann var mjög ungur, haft fyrir sið að safna skólafélögum sínum i kringum sig, til þess að rökræða um það, sem þeir höfðu lært og lesið og afi hans hafði gaman af að koma honum í kappræður við lærða menn og fóru þeir oftast hallloka. Þessi dæmi styðja, að ég held, þá meginályktun, að undrabörn hljóti mikla andlega uppörvun fullorðinna, og samvistum þeirra við jafnaldra sína séu mikil tak- mörk sett. Eigi skulum við held- j ur gleyma því, að þær bækur, sem þessi börn sóttust svo mjög eftir, tilheyrðu heimi hinna full- orðnu. Þær voru skrifaðar fyrir fulltíða fólk af fulltíða fólki. Ekki er ósennilegt, að þessi nánu kynni á heimi hinna full- orðnu, leysi úr læðingi öfl, sem ýta undir þróun snilligáfunnar. Þau hafa ekki einungis í för með sér aukna þekkingu. í mörgum tilfellum örva þau ímyndunar- aflið. Jafnvel John Stuart Mill viðurkennir, að hafa ekki skilið til fulls ÖU verk grízku heim- spekinganna, þegar hann las þau sjö ára gamall. Hvernig vinnur þá barnshugurinn úr þessu tor- skilda verkefni? Mill fer ekki nánar út í þetta atriði, en af hinum ýmsu ævisögum má ráða, að ímyndunaraflið hefur tekið við' og mótað efnið eftir sínu höfði. Mín skoðun er sú, að ímynd unaraflið sé sterkur þáttur snilii- gáfunnar, ekki einungis hjá þeim, sem eiga frægð sína beinlínis ímyndunaraflinu að þakka, eins og t. d. Goethe og Musset, heldur einnig hjá öðrum. Undrabíamið, sem hefur ekki tækifæri til að kynnast iífinu af samneyti við jafnaldra sína, verður að leita á vit síns eigin ímyndunarafls. Við það þróast sjálfsmeðvitund þess og andlegt sjálfstæði. Öflugt ímyndunarafl getur þó orðið eyðilegging sjálfs lífsins, ©f ekki tekst að finna því réttan farveg og beina því inn á brautir venjulegs, daglegs lífs. Nærtæk- asta dæmið er Chatterton, sem framdi sjálfsmorð tæplega átján ára gamall. Persónuleiki hans virtist klofinn í tvennt — hið innra var hann hið alvörugefna og tilfinningaríka *káld, Rowley, ‘sem hann kannaðist aldrei við opinberlega. Sem Rowléy gat hann því aldrei komizt í sam- band við veruleikann, en birtist samtíðamönnum sínum sem ofsa- fenginn og hrjúfur maður. Líf Chattertons sýnir glögglega hverjar hættur eru samfara snilligáfunni. Hann átti hvorki föður né aðra velunnara, til þess að leiða hann venjulegar brautir og ímyndunaraflið tærði liann því bókstaflega upp. Við megum ekki gleyma því, að snilligáfan er oft dýru verði keypt. Hún krefst gífurlegrar vinnu og starfs orku. Oft verður snillingurinn að fórna heilsu sinni. Hann ein- engrast æ meira frá meðbræðrum sínum, því lengur sem líður á ævma. Af rannsóknum mínum á ævi- atriðum þessarra tuttugu afburða manna má draga þá ályktun, að áhrifamiklir þættir í mótun snilli- gáfunnur séu: 1) mikil afskipti foreldra eða annarra af andleg- um jðkunum þeirra, oftast sam- fara milcilli ástúð, 2) einangrun frá öðrum börnum, sérstaklega utan fjölskyldunnar, 3) frjótt ímyndunarafl sem mótvægi. Ekki sakar að geta þess, að skólafyrir komulag okkar í dag er að vissu leyti stórtæk tilraun til að konu í veg fyrir þetta þrennt og þá um leið þróun snilligáfunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.