Morgunblaðið - 16.12.1960, Page 6
6
MORGVNBLAÐ1 ©
Föstudagur 16. des. 1960
Bjarní Helgason:
Landþurrkun
í GREIN, sem ég skrifaði hér
í blaðið 27. júlí s.l. benti ég
á ákveðið og sérstakt dæmi
um misheppnaðan framræslu-
J skurð, hinn sama og meðfylgj
\ andi mynd sýnir. M. a. sagði
svo: „Gallarnir eru of miklir
og árangurinn oft og tíðum
vafasamur, svo að i sannleika
sagt er löngu kominn tími til
að gera einhverjar raunhæfar
og skipulegar athuganir á,
hve mikil framræsla og hvaða
framræsluaðferðir eigi við
íslenzka staðhætti. Fyrr getur
framræslan ekki orðið til
þeirrar blessunar, sem henni
er í upphafi ætlað“.
Svo líður tíminn og 3. des-
ember s.l. ritar Ásgeir L. Jóns
son ráðunautur hjá Búnaðar-
félagi íslands grein I Morgun
blaðið og nefnir hana: „Nokk
ur orð í tilefni skrifa dr.
Bjarna Helgasonar“. Grein
ráðunautsins er fyrir margra
hluta sakir athyglisverð, að
mínu áliti ekki hvað sízt
vegna þess, að þar koma fram
viðhorf eins af trúnaðarmönn
um íslenzks landbúnaðar þess
eðlis, að ekkí eru líkleg til að
þoka landþurrkun og fram-
ræslu mikið inn á rétta braut.
Þess vegna mun ég víkja
að nokkrum atriðum úr grein
ráðunautsins, en þar segir
m. a. um mig: „Telur hann
“ rannsóknir á þessu sviði (þ.e.
eðlisástandi jarðvegsins) vera
frumskilyrði fyrir allri land-
þurrkun og gefur jafnframt í
- skyn, að þetta hafi verið með
öllu vanrækt".
Hér gefst því tækifæri til
að ítreka enn atriði, sem öll-
um, er lesið hafa greinarflokk
minn hér í blaðinu, má vel
vera ljóst: Það er vissa mín
og sannfæring, að frumskil-
yrði þess, að fullkominn ár-
angur fáist af umbótastarfi
í íslenzkum landbúnaði er, að
vísindalegar rannsóknir liggi
starfinu til grundvallar. Full-
komnar framræsluaðferðir
þurfa að byggjast m. a. á
rannsóknum á eðliseiginleik-
um og eðlisástandi jarðvegs-
ins.
Að gefnu tilefni þykir mér
full ástæða til að spyrja Ás-
geir L. Jónsson, svo að allir,
sem með þessum málum fylgj
ast geti vel heyrt svörin:
Hvaða vísindalegar rannsókn
ir varðandi landþurrkun hafa
verið gerðar hér á landi? Hver
er skoðun Ásgeirs L. Jónsson
ar á þörfinni fyrir slíkar rann
sóknir?
Til skýringar á þessum
spurningum vil ég geta þess,
að mér er ekki kunnugt um,
að neinar vísindalegar niður-
stöður um hérlendar rannsókn
ir á þessu sviði hafi birzt. Er
það vegna þess, að rannsókn
irnar hafi þótt tímaeyðsla og
óþarfi? Eða hafa einhverjar
tilraunir verið gerðar, sem
ekki hefur verið greint frá
eða sem ekki þola vísindalega
gagnrýni?
Annars er það talsverður
galli á umræddri grein ráðu-
nautsins, að hann skuli að-
eins vitna óbeint til greina
minna. Afleiðingin verður sú,
að mér eru gerðar upp al-
mennar skoðanir, þótt ég hafi
aðeins vitnað til ákveðinna
dæma. Slíkt er ætíð vafasamt.
Ráðunauturinn skrifar, að
ég „ræði þó einnig um, að
skurðir ættu að vera grynnri
og þá um leið þéttari, en hér
tíðkast. Þetta eru sömu sjón-
armiðin og ég (þ.e. ráðunaut
ur) hafði og lærði fyrir 40 ár-
um, en hefi nú fleygt fyrir
borð“. Hvers vegna fleygði
Ásgeir L. Jónsson þessum
sjónarmiðum fyrir borð? Hér
vantar alveg rökstuðning. En
hins vegar kemur mótsögn
fram siðar, þar sem stendur:
.Doktorinn víkur að því, að
skurðir ættu að vera grynnri
og þéttari. Þetta er eitt af því
fáa í skrifum hans, sem ég
(þ. e. ráðun.) er honum sam-
mála um . , . “
Eftir þessu að dæma hefur
tímínn, sem það hefur tekið
ráðunautinn að semja tvo
Morgunblaðsdálka, dugað til
að korna honum aftur á þá
skoðun, sem hann hafði, með-
an hann var enn ólærður í
hinum kennaralausa skóla
reynslunnar, en 38 ára nám í
þeim skóla hafði þó afsannað,
að því er manni skilst
Hitt er svo annað mál, að
hér eru mér gerðar upp al-
mennar skoðanir að nokkru
leyti.
í grein minni frá 27. júlí
segir svo: „í þessu sérstaka
tilfelli hefðu fleiri, en þéttari
skurðir nægt til árangurs. Það
hefði þó aðeins getað orðið,
ef flái skurðanna hefði ekki
verið meiri en svo, að gras
gæti auðveldlega fest rætur
í hallanum og bundið þannig
moldina fasta, sem ella mundi
falla með tímanum ofan x
skurðinn og smáfylla hann.
Grasið mundi sem sé draga
mikið úr þeirri hættu, að
frost losuðu og sprengdu úr
skurðbökkunum á vetrum og
rigningar skoluðu mold úr
þeim niður á skurðbotninn".
Vafasöm vinnubrögð ráðu-
nautsins koma enn betur í
ljós, þegar hann ber fyrir okk
ur getgátur um eiginleika
jarðvegsins, sem þessum til-
tekna skurði var ætlað að
þurrka, og skrifar hann langt
mál um þessa ímyndun sína.
Samt segir hann: „Ég veit
ekki hvar þessir skurðir eru
.......Mér þætti nú vísinda-
legra að kynna sér staðhætt-
ina ögn betur, t. d. að fá að
vita, að skurðirnir þessir eru
skammt ofan við Hafnarfjörð
eða voru það á síðastliðnu
sumri Fyrr er ekki hægt að
bollaleggja um, hvað valdið
hafi mistökunum eða hvers
konar jarðveg er um að ræða.
Til fróðleiks skal sagt frá
því, að jarðvegurinn, sem hér
um ræðir, inniheldur mikið af
þvi, sem kallað er ,silt“ á
ensku (gott íslenzkt orð veit
ég ekki um), nokkuð af leir
talsvert af mjög fínum sandi
og loks eru um 20—30 pró-
sent lífrænna leifa í efsta 20
cm laginu. Þetta virðist sem
sé vera allmikið öðru vísi
Vé1<rr!>finn «UnrA»*-
jarðvegur en ráðunauturinn
gerði ráð fyrir, en vel má
vera, að jarðvegshugtök hans
séu eitthvað víðfeðmari en
mín og jafnvel óljós sam-
kvæmt nútímaskilningi.
Rétt er að benda á, að ráðu
nauturinn eyðir talsverðu
rúmi í að rita um fláa skurð-
anna og er mér þar ósammála
um flest. Mín skoðun er sú,
að á allmörgum stöðum hér á
landi, m. a. þeim, sem myndin
sýnir, sé betra að hafa meiri
fláa, þ. e. skurðbreidd að ofan
heldur en nú tíðkast. Jafn-
framt á að binda skurðbakk-
ana með grasi. Á þann hátt
yrði dregið úr hættunni, að
skurðir féllu saman og yrðu
gagnslausir. Hins vegar sýnist
mér Ásgeir L. Jónsson telja
grasið duga óvíða, „oftar mis-
tekizt“ og jafnframt, að það
sé óskynsamlegt kostnaðar-
ins vegna að grafa skurði með
miklum fláa.
Auðvitað eru fjármálin allt-
af erfið viðfangs og þá er mats
atriði um leið, hvort muni
meira virði: gagnlegur en dýr
skurður eða ónýtur og ódýr
skurður.
Loks var í senn gagnlegt og
fróðlegt að sjá skrifað, að
ráðunauturinn skuli „nota yfir
leitt skurðfláann 1:% en í
fáum tilfellum 1:1“. Rök-
semd hans fyrir siðari fláan-
um finnst engin á einni og
hálfri Morgunblaðssíðu. En
hins vegar er röksemd hans
númer eitt fyrir fláanum
1:|4 vægast sagt furðuleg.
Orðrétt svo: „Skurðir með
þessum fláa og méð um 2 m
dýpt eða meira eru yfirleitt
ekki hættulegir búfénaði því
að þeir eru það breiðir að
ofan, að skepnur gera ekki til
raun til þess að stökkva yfir
þá. Þeir eru um leið fullkom-
in vöm fyrir stórgripum og
stór liður í vöm fyrir sauð-
fénaði, þar sem 2—3 gaddavírs
strengir á skurðbakkanum
veita fullkomna vörn“. —
Þetta var röksemd númer eitt
hjá Ásgeiri L. Jónssyni. Kann
vel að vera, að þetta þyki full
gott sjónarmið, en samt er
það áreiðanlega óvíða, sem
framræsluskurðirnir eru fyrst
og fremst ætlaðir til að spara
girðingar.
Eigum við þá að halda, að
hitt sé þýðingarminna, hvort
framræsluskurðirnir þurrki
landið og hvort þeir endist
eitthvað? Þess vegna þykir
mér seinni röksemdin þó
nokkuð skynsamlegri og hefði
ég kosið hana heldur sem aðal
atriði, hitt sem algjört auka-
atriði.
Satt er það sem Ásgeir L.
Jónsson segir í lok greinar
sinnar: „Náttúran hefur æf-
ingu f að brýna skörðin", en
hún virðist líka geta sorfið
burtu allt bit.
Félag bóka- og
skjalavarð*
stofnað
SÍÐASTLIÐINN sunnudag (4.
des.) komu nokkrir bóka- og
skjalaverðir úr Reykjavík og ná-
grenni saman í Bókasafni Hafn-
arfjarðar til að ganga frá stofnun
félagsskapar þeirra manna, sem
haa á hendi bókavörzlu í bóka-
og skjalasöfnum, sem eru kostuð
af almannafé.
Var félagið stofnað með um
þrjátíu félagsmönnum og stjórn
kosin: Formaður var kjörinn Her
borg Gestsdóttir, varaformaður
Anna Guðmundsdóttir, ritari Har
eldur Sigurðsson, féhirðir Ólaf-
ur Hjartar og meðstjórnandi
Hilmar Jónsson. í varastjóm
voru kosin Hulda Sigfúsdóttir og
Páll Jónsson. Endurskoðendur:
Bjarni Vilhjálmsson og Björn Sig
• Mýsla undir borðinu
Mýsla litla, vinkona Vel-
vakanda, var á ferðinni í
bænum fyrir nokkru. Eftir
að hún var búin að fá nægju
sína af að horfa á jólastelp-
una, sem snýst, jólakarlinn
sem nikkar, og jólasveinana
sem aka um á sleða í búðar-
gluggunum og horfa á stóra
jólatréð með fallegu ljósun-
um og ljósum prýddu sveig-
ana yfir verzlunargötunum,
þá fór hún að leita að skjóli
til að hvíla lúin bein.
Staðurinn sem hún lenti á
var hlýr og notalegur, senni-
lega samkomusalur. Þetta
virtist upplagður staður fj'rir
litla mús, sem vildi hvíla sig
í öryggi, því hvítir síðir dúk-
ar voru á borðum. Mýsia
litla skreið inn undir stóra
borðið fyrir enda salarins.
Þar var notalegt og hún féll
í væran svefn.
Hún vaknaði við að eitt-
hvað kom við hana. Útsýnið
undir borðinu hafði talsvert
breytzt. Það var eins og hún
væri komin ú-t í skóg með
háa trjástofna allt í kring um
sig. Sá næsti, svartur klæðis-
leggur, skagaði upp úr svört-
um reimuðum lakkskó og við
hliðina á honum var nælon-
klæddur grannur leggur á
gylltum hælaháum skóstaili.
* Herrar rnínir og frúr
Mýsla litla gægðist út und-
an hvíta dúknum og horfði
upp eftir svarta leggnum,
sem allur var á iði og hafði
vakið hana. Á efri endanum
sá hún mikilúðlegt andl:t.
Maðurinn hleypti brúnum,
strauk hökuna, bærði ofurlít-
ið varirnar og iðaði í sætinu.
Hvað var eiginlega að mann-
inum? Allir hinir kringum
borðið hlógu og töluðu hver
í kapp við annan. Aumingja
maðurinn var líklega búinn
að fá í magann. Eða með
botnlangakast. Sko, nú seig
önnur augabrúnin, og fing-
FERDIIMAIMB
☆
irij/
-rfi Tí“r 1^™-
urnir hömruðu á hnéskelinr.i.
En konan í gyllta skónum
virtist einskis vör, hló cg
skemmti sér.
Jæja, nú mundi eitthvað
gerast, þar reis hann á fætur
og .... Herrar mínir og frúr,
ég ætla ekki að þreyta ykkur
á langri ræðu. En ég get ekki
látið hjá líða ....
Fóturinn í gyllta skónum
tók allur að iða. Mýsla gægð-
ist út undan borðinu. Fjör-
uga, ræðna konan starði nið-
ur í kjöltu sína, nerx hend
urnar undir borðinu og leið
sýnilega illa. Þegar gestirnir
hlógu að orðum mannsins,
gaut hún augunum á þá og
gerði vesældarlega tilraun til
að brosa líka.
Mýsla litla skildi ekki
neitt í neinu. Var eitthvað
að matnum? Það var áreið
anlega einhver pest að ganga
þarna uppi við borðið. Og
þegar álitlegur brauðmoli
hrökk niður til hennar, þorði
hún ekki einu sinni að snerta
hann.
♦ Salt hangikjöt
En svo við hættum að fanta
sera og tökum fyrir raun-
hæfari hluti. Húsmóðir ein í
bænum, kvartar undan hangi
ketinu. Segir hún að allt það
kjöt sem hún kaupir brim-
salt og hlakkar lítið til að
hafa það á jólum. Fleiri hef
ég heyrt hafa orð á því að
hangikjötið sé orðið saltara
en það var hér áður fyrr. Er
það nú ekki óþarfi? Má ekki
hafa kjötið hæfilega saltað
fyrir þá, sem minnst eru fyr-
ir saltið. Hinir geta svo bara
saltað í pottinn.