Morgunblaðið - 18.12.1960, Síða 9

Morgunblaðið - 18.12.1960, Síða 9
Sunnudagur 18. des. 1960 MORGVHBLAÐIÐ 9 Það hefur aldrei verið vandaminna að velja jólagjafirnar — Þær eru í Unuhúsi. ísland í máli og myndum Fegursta bók sem gerð hefur verið um landið okkar. Tólf lofsöngvar um land og þjóð og sögu. Þrjátíu og fimm litmyndir af fegurstu stöðunum. „Lancl og stund í lifandi myndum“ Hversu mjög sem einhver maður ann landi sínu og fósturjörð, fer ekki hjá því að einn blettur sé honum kærastur og fegurstur að minnsta kosti í endurminningu. Sú minning er ævinlega óvefengj anleg og fegurð landsins alltaf að nokkru leyti einkaeign hvers manns. Líklega er þessi kjör- reitur, oftast bernskustöðvar manns, því að hin sanna ættjarð- arást byrjar heima, eins og ást á mannfólkinu byrjar á einstakl- ingnum, ef hún er ekki uppgerð eða hugarburður. Jafnv.el Island er stærra og fjölbreyttara en svo, að vér megnum að unna því öllu í sömu andrá nema skáldlega eins og ofurlítið fjarlægri hug- mynd. Dýpsta ást vor á landinu er bundin við ákveðna reiti, kannski Tinn og kannski marga. I hugum vorum eru þoesir staðir ekki tákn landsins eða ímynd, heldur landið sjálft, sjáanlegt, heyranlegt og áþreifanlegt. Sá sem ekki ann einum stað framar öðrum, ann ekki landinu. Sú bók, sem hér birtist, er meðal annars til þess gjörð að minna menn á þessa staðreynd, minna hvem og einn L sinn eftir- lætisblett. Hér birtast í rituðu máli og myndum fjórtán staðaiýs ingar víðs vegar að af landinu. Fjórtán ólíkir einstaklingar votta fegurð og lífi ólíkra staða ást sína Svo er til ætlazt að sniám saman komi út fleiri bækur með liku sniði, svo að þessi bókaflokkur megi að lókum gefa sem full- komnasta mynd landsins. Landafræðin sem oss er kerind, er furðu dauf námsgrein. Þurrar upptalningar örnefna, áttamiðan- ir, tölur og minnisdæmi gera einatt. lifandi náttúru að dauðum stofufróðleik. Opersónuleg þekk- ing skapar ekki ættjarðarást. Þessi bók og þær sem á eftir fara eiga að vera vísir að persónulegri landafræði. Um leið og þær minna á, að ættjarðarást manna er í innsta eðli sínu einkamál, kunna þær jafnframt að geta sannfært oss um í fjölbreytni sinni, að fegurð Islands er sam- eign ailra Islendinga. Bókina skrifa þessir þjóðkunnu menn, allt greinar um ástfólgna staði á landinu, æskustöðvar eða aðra uppá- haldsbletti landsins: Alexander Jóhannesson, prófessor: Skagaf jörður. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: 1 haustbiíöunni. Einar Ól. Sveinsson, prófessor: (Jr Mýrdal. Guðbrandur Magnússon, forstjóri: Landnám einstaklingsins. Gísli Guðmundsson, alþingismaður: Á norðurslóðum. Helgi Hjörvar, skrifstofustjóri: Grængresi. Jóhann Briem, listmálari: Þjórsárdalur. Jóhann Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti: Ef að staður finnst um frón Kristján Karlsson, rithöfundur: Mývacnssveit. Páll ísólfsson, tónskáld: Stokkseyri. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur: Moðan rauoa. Tómas Guðmundsson, skáld: Austiir við Sog. Litmyndir eru frá þessum stöðum: Landinannalaug- nm, Eyjafirði, Akureyri, Svartafossi í Öræfum, Vík í mýrdal, Kirkjufelli í Grundarfirði, Flugumýri í Skagafirði, Hraunbú og fossi í Eldgjá, frá Skógum, Vestmannaeyjum, Dettifossi, Herðubreið, Hvítárvatni, Brúarhlöðum, Iláifoss í Þjórsárdal, Þórsmörk, Þing- völlum, Hijóðabrekkum, Leirhverum við Mývatn, Isafirði, Hrauufljóti úr Heklu, frá Mývatni, gamla Soginu. Auk þess eru mannamyndir og atburðamyndir. Þe- ...j|xa bok kosiar aOeins Zia.00 í vönduðu bandi. Þefta eru nýju bœkurnar sem Helgafell býður yður til jólagjafa í ár. » / HELGAFELL, llnuhúsi, Veghúsastíg 7 (Sími 16837) Aðaljólabæknr Helgafells /960 Kvæðasafn Magnúsar Ásgeirssonar öll ljóð Magnúsar frumsamin og þýdd. Að eiga ekki verk Magnús- ar er að loka úti sól og loft. öll verkin í vönduðu bandi kr. 404.00. I dögun eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Nýjasta, stærsta og bezta Ijóða- bók þjóðskálds Islendinga. Kostar aðeins kr. 194.00 í fögru bandi. Paradísarheimt Skáldverk Nóbelsverðlauna- káldsins um leit mannsins að sannleikanum. Verð í vönduðu bandi kr. 2'55.00. Bókin um „Mugg“ Bók um einn fjölhæfasta lista- mann, sem Island hefir alið. Frá- bærilega vel skrifuð bók. Mál- verkin afburða vel prentuð og allur frágangur framúrskarandi. Muggsbókin í níðsterku striga- bandi kr. 575.00. Vefarinn mikli eftir Peter Hallberg. Þetta er ævisaga rithöfundarins og mannsins Halldórs Laxness, skrifuð af þekkingu og heiðar- leika. Verð tvö bindin í vönduðu bandi kr. 338.00. Stephan G. Stephansson Ævisaga mesta mannsins meðal íslenzkra skálda, skrifuð af gáf- aðasta og menntaðasta sagnfræð- ingi Norðurlanda, Sigurði Nor- dal. Bókin er prýdd ýmsum mynd um sem hvergi hafa áður birzt. Verð innb. kr. 205.00. S k á 1 h o 1 t eftir Guðmund Kamban. Eitt merkasta og andríkasta sögu lega skáldverk á Norðurlöndum. Ein ægifegursta ástarsaga sem til er í skáldskap. Verð öll fjörgur bindin í vönduðu bandi kr. 350.00. íslendingurinn Gunnar Gunnarsson Þessi ævisaga Gunnars Gunnars- sonar er skrifuð af sænska rit- höfundinum og meðlim Nóbeis- nefndarinnar, Stellan Arvidson. Bókin er nú einnig komin út i Svíþjóð og hefir fengið framúr- skarandi dóma og talin ein merk- asta ævisaga þar í landi. Verð innb. kr. 225.00. *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.