Morgunblaðið - 18.12.1960, Page 10
10
MnncrnvnT aðið
Sunnudagur 18. des. 1960
5tiMi3l/333
AvALkl TiL leiGu:
Flutainqav'aqnaf
Dróttarbílar
Krav\abílar
'Velskéfluv
jjUN&AWNNUVOT^
SÍrti 3*1333
Jf
í geðrannsdkn eftir að
hafa stungið konu sína
Nýjar bækur eftir Enid Blyton, hinn
vinsæla höfund „Ævintýrabókanna“:
Fimm
á ferðalagi
Ný bók í hinum vinsæla og
einkar skemmtilega bóka-
flokki um félagana fimm,
systkinin þrjú, Georgínu
frænku þeirra og hundinn
Tomma, prýdd fjölda mynda.
Hver bók í þessum flokki er
algerlega sjálfstæð saga, og
þær eru jafnt við hæfi
drengja sem telpna. — Áður
eru komnar út þessar sögur.
Fimm á Fagurey, Fimm í æv-
intýraleit, Fimm á flótta og
Fimm á Smyglarahæð. —
Kr. 65,00.
Dularfulla
kattarhvarfið
Þetta er önnur bókin í flokki
leynilögreglusagna handa
böpnum og unglingum. —
Söguhetjurnar í þessum bók-
um taka sér fyrir hendur að
upplýsa ýmsa dularfulla at-
burði. Bækurnar eru prýdd-
ar myndum, og jafnt við hæfi
drengja sem telpna. — Áður
er komin út bókin Dularfulli
húsbruninn. — Kr. 65,00.
ANNE-CATH.
VESTLY
.mm
ÓliAlexander
/ <' i * ~ Ti ~
Baldiuláta
kemur aftur
Bækurnar um Baldintátu
verða þrjár talsins. Þær segja
frá ævintýralegri og skemmti
legri dvöl hennar í heimavist
arskólanum að Laufstöðum.
Fyrsta bókin, Baldintáta —
óþægasta telpan í skólanum,
kom út í fyrra. Nýja bókin,
Baldintáta kemur aftur, seg-
ir frá öðru ári hennar í skól-
anum, sem ekki reyndist sið-
ur viðburðaríkt en hið fyrsta.
Bækurnar eru prýddar fjölda
mynda og mjög skemmtilegar
— sannkallaðar úrvalsbækur
handa telpum. — Kr. 65,00.
Óli Alexander
Fílíbomm - bomm - bomm.
Bráðskemmtileg saga eftir
norskan höfund um kátan og
fjörugan snáða, sem rataði í
ýmis ævintýri. Bókin er prýdd
fjöjda mynda og er einkar
heppileg handa 7—10 ára börn
um. Saga eftir sama höfund,
„Pabbi, mamma, börn og bíll“
var lesin í barnatíma útvarps
ins hér, og öðlaðist hún mikl-
vinsældir. — Kr. 35,00.
ar
Ofantaldar bækur fást hjá bóksölum, svo og hjá útgef-
anda. Sendum gegn póstkröíu um land allt.
IÐLNN,
Skeggjagötu — Reykjavík — Sími 12923
NÓTT eina fyrir skömmu
var Adele, eiginkona banda-
ríska rithöfundarins Normans
Mailers, lögð inn í sjúkrahús
í New York. Hafði eiginmað-
ur hennar stungið hana með
vasahníf í kviðinn, bakið og
nálægt hjartanu, að lokinni
mikilli veizlu hjá þeim hjón-
um. — Var Norman Mailer
handtekinn og úrskurðaður í
geðrannsókn. Saga þessa 36
ára gamla rithöfundar, sem
varð frægur svo að segja á
einni nóttu í stríðslok, er
ákaflega ömurleg.
Upp á tindinn á einni nóttu
í ágústmánuði 1948 kom
stæltur ungur maður með
hrokkið hár og vingjarnlegt
bros heim til Bandaríkjanna
eftir að hafa dvalizt í eitt ár
við nám í Sorbonne í París
á hermannastyrk, og komst
að raun um að hann var á
svipstundu kominn í fremstu
röð rithöfunda í Bandaríkj-
unum. Þetta var Norman
Mailer og hin grófa, misk-
unnarlausa saga hans um
stríð á eyju í Kyrrahafinu,
„The Naked and the Dead“,
var búin að vera metsölubók
í Bandaríkjunum í 11 vikur
í röð og lofsöngur gagnrýn-
enda ekki þagnaður. Ein-
staka menn þóttust að vísu
finna áhrif frá Dos Pas.so»
og Melville í skáldsögunni og
ýmsum þóttu stuttorðu lýs-
ingarnar í bókinni of rotnað-
ar og hráar fyrir hinn al-
menna lesanda bókasafnanna,
en yfirleitt drukknuðu slíkar
raddir í lofinu. Mailer hafði
25 ára að aldri, tekizt að
skrifa hina stórkostlegustu
sögu annarrar heimsstyrjald-
arinnar. Jafnvel keppinautar
hans viðurkenndu að hún
tæki öllum öðrum styrjaldar-
sögum fram.
Þetta var markmiðið sem
Mailer hafði stefnt að frá því
hann var efnilegur nemandi
í Harvard-háskóla. — Þegar
hann var tekinn í herinn frá
náminu, hafði hann aðeins
áhuga á því hvert hann yrði
sendur. „Ég velti því fyrir
mér hvort hin mikla stríðs-
saga yrði skrifuð um Evrópu
eða Kyrrahafið“, sagði hann
síðar. Eftir að hafa unnið
ýms störf að baki víglínunn-
ar, varð hann fótgönguliði á
Leyte og Luzon. Er hann
sneri aftur til Bandaríkjanna,
skrifaði hann „The Naked
and the Dead“ á 15 mánuð-
um — alveg samkvæmt óætl-
un. —
Hallar undan fæti
Ævisaga þessa unga manns
sjálfs fór þó ekki samkvæmt
áætlun. Þó Mailer héldi
ófram að vera sérkennilegur
í skrifum sínum, náði hann
þó aldrei aftur að vekja
svipaða hrifningu eg í fyrstu
atrennu. Önnur bók hans,
„Barbary Shore“, missti alveg
marks. Þriðja bókin, „The
Deer Park“, varð metsölubók
að mestu af því það orð
komst á hana að hún væri
klámfengin (og það var hún),
en gagnrýnendur fussuðu við
henni. Það kom þó enn fyrir
Rithöfundurifin
IVJorman Maiier
að brygði fyrir gamla glæsi-
bragnum hjá Mailer í ein-
staka köflum eða ritgerðum.
En þegar „Advertisements
for Myself“, sem er lauslega
samantegndar gamlar og nýj-
ar fyrirætlanir skáldsins,
kryddaðar atvikum úr eigin
lífi, kom út í fyrra, var eng-
Adele Mailer
um blöðum um það að fletta
að Norman Mailer hafði
hrapað niður af tindinum, 36
ára gamall.
Síendurtekin mistök
Lífsferill rithöfundarins
hefur alveg eins og ritverk
hans verið síendurtekin mis-
tök. Fyrra hjónaband Mailers
endaði í skilnaði. í Mexicó
gerðist hann eiturlyfjaneit-
andi og hélt því áfram í New
York, en tókst seinna að
læknast af því. Hann gerðist
ákafur verjandi alls kyns
spillingar og vinstri stefnu og
sérfræðingur í „bebop“, Marx
isma, existentionalisma o. s.
frv. í kappinu við að eyði-
leggja sjálfan sig skrifaði
hann eitt sinn grein fyrir hið
ómerkilega rit „One“, þar
sem hann varði kynvillu,
Fyrir rithöfund sem þyrsti
í frægð og álit var þetta
hræðilegt niðurlag, og Nor-
man Mailer leið fyrir það.
„Sjálfsmeðaumkun er einn af
göllum mínum", segir hann.
Brátt fóru að sjást merki um
jafnvægisleysið í sál hans.
Hann reifst við útgefendur
sína og sakaði setjarana í
prentsmiðjunni um að snúa
Norman Mailer
viljandi við orðum hans. —
Hann var aftur kvæntur, fal-
legri leikkonu og listmálara
af spænskum ættum frá
Perú, Adelu Morales. Hjóna-
band þeirra rokkaði á milli
friðsamlegra morgunstunda
og æðisgenginna rifrilda og
slagsmála á kvöldin. Mailer
var í eðli sínu ljúfur maður,
en nú varð hann önuglyndur
og' uppstökkur. í fyrrasumar
var. honum stungið inn eftir
slagsmál við lögregluna, sem
byrjuðu með því að hann
reyndi að stöðva eftirlitsbíl
hennar í þeirri trú að það
væri leigubíll. Og fyrir
nokkrum vikum lenti hann
aftur í kasti við lögreglu,
eftir að hafa sett allt í upp-
nám í jazzklúbb á Manhatt-
an vegna reiknings upp á 7
dali og 60 cent.
Svo um síðustu mánaða-
mót endaði hann í geðrann-
sókn. Þau hjónin höfðu hald-
ið síðdegisveizlu fyrir um
200 gesti, sem voru úr hinum
blandaða kunningjahópi Mail
ers. Þar voru skáld, hnefa-
leikakappar, kynvillingar, rit-
höfundar og stór hópur af
sokkalausum auðnuleysingj-
um. Hjónin tóku á móti gest-
unum sitt í hvorri stofu. — '
Mailer drakk mikið og varð
fúll og uppstökkur þegar fór
að líða á kvöldið og þegar
þessari síðdegisveizlu lauk
um kl. 3.30 um nóttina var
hann tvisvar búinn að lenda
í slagsmálum og kominn með
glóðarauga. —■ Fimm tímum
seinna kom kona hans. illa til
reika í sjúkrahúsið, og kvaðst
hafa dottið á glerbrot.
Seinna viðurkenndi hún
svo að eiginmaður hennar
hefði komið að henni með
starandi augnaráði og stungið
hana með vasahníf, þegar
hún ætlaði að fara að sofa
eftir veizluna. Sólfræðingur
lögreglunnar vildi láta senda
Mailer í geðveikrahæli. En
sjálfur lagði hann mikið
kapp á að sleppa við þau ör-
lög, því þá mundu verk hans
seinna vera álitin gerð af
trufluðum manni, eins og
hann sagði. Fullyrti hann að
hann væri algerlega heill á
geðsmunum. Hann var samt
úrskurðaður í geðrannsókn í
sjúkrahúsi sem hættulegur
umhverfi sínu.
Markaðsbanda-
lag Afríkuríkja?
ELISABETHVILLE, 13. des.
(Reuter). — Moise Tshombe, for-
sætisráðherra Katanga, bar í dag
fram uppástungu um, að Afríku
ríki kæmu á með sér markaðs-
bandalagi.
Á blaðamannafundi í Brazza-
ville i Kongólýðveldinu (fyrrum
franska Kongó) sagði Tshombe
m. a„ að Afríka hlyti fyrr eða
síðar að verða algerlega óháð
átökum austurs og vesturs. Taldi
hann mikils virði — til þess að
flýta fyrir þeirri þróun -að Afríku
ríki byndust samtökum um að
koma á hjá sér eins konar sam-
eiginlegum markaði, a. m. k.
meðal ensku og frönskumæl-andl
þjóða álfunnar.
Mörg Afríkuríki gerast komm-
únisk, vegna þess, að þau v-antar
stuðning til -að standa á eigin
fótum, sagði Tshombe í þessu
sambandi — og taldi markaðs-
bandalag Afríkuþjóða mundu
verða þeim öllum mikill styrkur
til að verjast utanaðkomandi
áróðursáhrifum