Morgunblaðið - 18.12.1960, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.12.1960, Qupperneq 22
22 MORGVNBLAÐIti Sunnudagur 18. des. 1960 — Bókaþátfur Framh. af bls. 3 skiprúmi hjá báðum þessum skipstjórum, en fékk afsvar. Þá kemur á ísafjörð togarinn Vol- ante, 350 smálestir, frá Gríms- by. Jón kunni ekkert orð í ensku, en með aðstoð túlks fal- ast hann enn eftir skiprúmi, og nú verður honum að ósk sinni. fear með hefur teningunum ver- ið kastað: hálfrar aldar dvöl Jóns Oddssonar í Englandi er hafin, hann kom hingað ekki aftur til búsetu fyrr en 1955. Engin tök eru á því í stutt- um ritdómi að rekja hinn langa 'og stórmerka æviferil Jóns er- lendis. Skemmst er þó frá því að segja, að allt fram á árið 1940 rekur hver sigurinn ann- an í lífsbaráttunni. Hann kvæn ist ungri ágætri konu, Ethel Loftis, dóttur skipstjóra eins í Grímsby. Um svipað leyti er hann búinn að ná prófi í skip- stjórnarfræðum, verður fyrst stýrimaður, síðan skipstjóri. Honn gerðist hin mesta aflakló og þar eftir farsæll, bæði meðan hann stýrir annarra skipum og engu síður eftir að hann er orð inn skipstjóri á eigin knerri. Hann færist stöðugt meira og meira í fang, lætur smíða nýja og æ fullkomnari togara handa sér, eignast marga togara, setur upp skrifstofu, sem annast mik- il viðskipti fyrir útgerðarmenn. Hann sem að heiman fór 19 ára með tvær hendur tómar er orð- inn ríkur maður fyrir eigin dugnað og ráðdeild. Og svo gott orð hefur hann á sér, að í hafn- arbæjunum Hull og Grímsby gengur hann undir nafninu Ráð- vandi Jón. Síðar kom þó í ljós, að haann átti sér öfundar menn og harðsvíraða óvini, sem rægðu hann og komu honum á kné um tíma. Brezka stjórnin lét taka hann fastan sumarið 1940, á þeim forsendum að hann kynni að vera hættulegur öryggi ríkisins og hélt honum í fangabúðum um hart nær þriggja ára skeið, lengst af á eynni Mön í írlandshafi. Aldrei var hann þó kallaður fyrir rétt og enginn dómur kveðinn upp yfir honum. Rekja -má ræturn- ar að þessum hrakningum Jóns til skapgerðar hans og lífs- reynslu. Á styrjaldarárunum fyrri öðlaðist hann rótgróna sannfæringu um það, að á stríðs feril mannkynsins verði aldrei bundinn endi með nýrri styrj- öld. Hann gerðist friðarsinni og fór ekki dult með það, og þegar ný styrjöld brauzt út, þá gengu Bretar ekki að því gruflandi að Jón var andstæður henni. Þar að auki munu öfundarmenn Jóns hafa spýtt því í njósnara ríkisstjórnarinnar, að Jón væri þýzksinnaður og léti skip sin jafnvel hafa samband við kaf- báta Þjóðverja. Fyrir þessum getsökum var auðvitað ekki minnsti fótur. Flutningi Jóns fhilli hinna mörgu fangelsa á Englandi og að lokum fangabúðavistinni á Mön er víða lýst af mikilli nákvæmni og þó að þetta sé að sjálfsögðu mjög dapurlegt tímabil, þá er húmör í sögumanni og höfundi, olivetti Divisumma 24 Einkaumboðsmenn: G Helgason & Melsted hl. Hafnarstræti 19 — Sími 11644. Olivetti Divisumma 24 reiknivélin er lang fullkomnasta reiknivélin á heims- markaðnum. Þessar vélar hafa verið seldar hér á landi í tugatali og hafa reynzt með afbrigðum vel. Divisumma 24 er afar hraðvirk reiknivél, snýst 240 snúninga, er með 10 lykla leturborði og auk þess lykla með 00 og 000. Er afar fljótlegt að slá inn tölur, enda áslátturinn þægilegur. Olivetti Divisumma 24 hefir alsjálfvirka margföldun og deilingu, áframhald- andi margföldun og negativa margföldun, leggur saman og dregur frá og skilar öllum útreikningum á pappír og útkomur koma í rauðu. Þér sparið yður því að kaupa samlagningarvél sérstaklega. Divisumma 24 er sérlega hentug við kaupútreikninga, verðútreikninga, vörutalningu og margt fleira. Divisumma 24 hefir „minni“ sem hægt er að nota sem safnteljara, ef með þarf. Divisumma 24 er seld með árs ábyrgð og kostar aðeins 32.200.00 krónur þegar þeir rifja þetta upp fyrir sér löngu seinna, heima á Fróni. Snemma í júlí árið 1943 var Jóni Oddssyni sleppt úr fanga- búðunum á Mön, en þó var írelsi hans nokkurri takmörkun háð. Og nú er það, sem ótrú- legasti kafli ævisögunnar hefst, þátturinn, sem sýnir betúr en allt annað hvílíkur yfirburða- maður Jón er til líkama og sál- ar. Lífsstarf hans til þessa dags liggur í rúst austur í Húll, hann er kominn um sextugt, illa far- inn á heilsu eftir vonda aðbúð í fangelsunum, en nú ræðst hann þó í að kaupa tvö stórbýli á eyjunni, þar sem hann hefur verið fangi að undanförnu, — með ómetanlegri hjálp konu sinnar kemur hann þessum kaupum í kring áður en hann er laus úr haldi, og byrjar nú að leggja grunninn að stórbú- skap á enska vísu, fákunnandi um flest af því, sem að búvís- indum lýtur. Býlin eru meira að segja mjög illa farin og af sér gengin, en hvað um það, þau sk.ulu aftur verða höfuðból og prýði sinnar sveitar. Þetta tekst. Þarna búa þau hjón í tólf ár við sívaxandi hagsæld og virðingu, en að lokum er það aldurinn og gigtin — og heimþráin, sem binda enda á stórbúskap Manar- bóndans. Og þegar hann ráðgast um það við konu sína, hvar þau e:gi nú að taka sér bólfestu, þá svarar hún með orðum Rutar, formóður Davíðs konungs: Þitt le.nd er mitt land, og þinn guð er minn guð. Ég hef þessi orð ekki fleiri, er. tek ofan hattinn fyrir þeim báðum, Guðmundi Hagalín og Jóni Oddssyni. Guðmundur Daníelsson. Baðker nýkomin ásamt tilheyrandi fittings og bl. tækjum. Byggiitgavöruverzltm * Isleifs Jónssonar Höfðatúni 2 — Sími 14280. SPARIÐ og kainið E^GLISH ELECTRIC Sjálfvirku þvottavélarnar og þurrkar- arnir eru ENGLISH ELECTRIC sem byggð eru eftir amerískum sérleyfum. Berið saman verð á English Electric og öðrum gerðum og komist að raun um að þér sparið yður allt að kr. 8.500,00 per samstæðu. English Electric English Electric I.iberator Þvottavéi Liberator Tauþurrkari kr. 15.903,75. kr. 8.508,35. Gerið kaupin þar sem verðin eru hagstæðust! Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Éaugavegi 178, Reykjavík. Heimkeyrsla á vörum — Verzlunin Selás Kartöflur — Sími i 5 kg pokum 22050

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.