Morgunblaðið - 20.12.1960, Síða 1

Morgunblaðið - 20.12.1960, Síða 1
24 síður Þriöja stör- slysið á fjör- um dögum 30 manns farast i skipsbruna IVIörg hundruð hafa saerzt New York, 19. des. (NTB-Reuter-AFP). I DAG brann geysistórt flugvéla- skip — „Constellation", sem var í smíðum í skipasmiðastöð banda- ríska flotans í Brooklyn. Að minnsta kosti 30 manns hafa látið lífið og mörg hundruð særzt — sumir alvarlegum brunasárum. Enn er talið að minnst 60 verka- menn séu innikróaðir í skipinu, tn ekki er vitað um það með Vissu. Er eldurinn kom upp voru um 4 þúsund verkamenn og 5 þúsund sjóliðar að vinna í skipinu. Fjöldi þeirra bjargaðist við að varpa sér í Austurá. Talið er, að eidurinn hafi fyrst komið upp, er eldfimur vökvi, Að minnsta kosti 144 ldtnir New York, 19. desember, (Reuter/NTB). — SlFELLT finnast fleiri lik manna, er grafizt höfðu í húsarústunum i flugslysinu skelfilega á föstudag, er tvær flugvélar rákust á yfir Brook- lyn. Er tala látinna komin upp í 144 og óttast menn, að hún eigi enn eftir að hækka. Kairo, 19. des. (NTB-AFP) FORSETI þings Arabalýðvelds- ins iagði í dag til við ailar arab- iskar þjóðir að styðja uppreisn- nrstjórnina í Alsír gegn Frökkum 6líta öllu sambandi við Frakka, þjóðnýta allar franskar eignir í löndum sinum og segja upp samn ingum um herstöðvar Atlants- hafsbandalagsins. líklega benzín hafi runnið yfir glóandi málmi. Eldurinn magn- aðist mjög fljótt þrátt fyrir mik' inn fjölda brunaliðsbifreiða og báta, er þegar komu á vettvang. Var slökkvistarfið afar erfitt meðal annars sökum blindhríðar. Slökkviliðsmönnum tókst að komast að 38 mönnum er inni- króaðir voru. Notuðu þeir log- suðutæki til þess að ná í sund- ur skilrúmum. Mennirnir voru skaðbrenndir er til þeirra náðist. Sprengingar urðu nokkrar í skipinu og þeyttust logandi timb- urflekar umhverfis björgunar- menn. Hallaðist skipið mjög á hliðina er síðast fréttist og var talið að það myndi þá og þegar sökkva. „Constellation" var eitt stærsta flugvélaskip, sem smíðað hefur verið. Það var 300 metra langt, 60 þús. tonn og átti að bera 90 til 100 flugvélar. Ahöfn átti að vera 3.400 manns. Skipið var senn fullbúið og átti að tak- ast í notkun í marz n.k. í>að hafði kostað 150 millj. doilara. ÞJóðhöfðingjar 12 Afríkurikja: Furðu losfnir yfir afstöðu Rússa tíl Hiauritaníu BRAZZAVILLE, 19. des. (Reut- er/NTB). — Lokið er í Brazza- ville þriggja daga ráðstefnu þjóð höfðingja 12 Afríkuríkja er áð- Vel heppnaS ,,geimskot44 Cape Canaveral, 19. des. (NTB-Reuter). I DAG var skotið á loft frá Ganaveral-höfða eidflaug af j Redstone gerð, er flutti með sér geimhylki, eitt tonn að þyngd. Tilraun þessi heppnaðist prýði- lega og lenti geimhylkið í Atlants hafinu á tilætluðum stað — 375 km. frá höfðanum. í>ar voru skip og flugvélar til taks. Hylkið sveif til jarðar í fallhlíf 31 mín- útu eftir að því var skotið á loft. Helekoptervél náði hylkinu og flutti það um borð í skip. Hraði aldflaugarinnar var 6.500 km. á klst. og mesta fjarlægð frá jörðu, 210 km. Frásögn um flutning flotaliðs ekki rétt I GÆR barst Mbl. stutt skeyti frá NTB fréttastofunni, sem hún hafði aftur eftir Reuter, að til mála kæmi að flytja bandarískt flotalið frá Nýfundnalandi til tslands, til þess að koma á ná- fcvæmari leit og öflugri vörnum gegn rússneskum kafbátum á hafinu milli fslands og Græn- lands og Islands og Færeyja. Mbl. spurði Hörð Helgason ðeildarstjóra vamarmáladeildar, hvað hæft væri í þessari frétt. Hann sagði að hún hlyti að byggj ast á einhverjum misskilningi. Ekkert hefði verið rætt um slíkt og fréttin því úr lausu lofti grip- in. 1 NTB-fréttinni var taiað um það að rætt hefði verið um flutn- ing fiotaliðs frá Nýfundnalandi til Islands. Ekkert hefði þó enn verið afráðið um þetta, enda væri Frh. a bls. 2. I geimskipinu voru engin dýr, en margskonar tæki til rann- sókna, kvikmyndavélar o. fl. Redstone-eldflaugin er einmitt sú, er notuð verður til þess að senda mannað geimfar á loft og fylgdust hinir sjö væntanlegu bandarísku geimfarar með skot- inu írá byrjun til enda. í næstu tilraun er ætlunin að senda apa og önnur smádýr í slika eldflaug arferð og geimfarar verða sendir í slíkar ferðir áður en mannað geimfar verður sent á braut um- hverfis jörðu. ur lutu stjórn Frakka. f tilkynn- ingu sem birt var að lokinni ráð stefnunni er sagt, að þjóðhöfð- ingjar þessir séu furðu lostnir yfir þeirri afstöðu Sovétríkjanna að neita Mauritaníu um upptöku i Sameinuðu þjóðirnar. Þjóðhöfðingjarnir Ijúka lofs- orði á de Gaulle fyrir þá ákvörð un hans að veita Alsírbúum full- an sjálfsákvörðunarrétt. Þá telja þjóðhöfðingjarnir æski legt að Sameinuðu þjóðirnar haldi áfram að veita Kongó tæknilega aðstoð, en varar við að þær setji sig í spor ríkisstjórnar landsins. Telja þeir sérstaklega lofsvert hversu Hammarskjöld hefur unnið að því að koma í veg fyrir borgarastyrjöld í landinu, og segja að eina lausn Kongó- málsins verði fundin á ráðstefnu helztu stjórnmálaforingja lands- G^fnar upp sakir Addis Abeba, 19. desem.ber (Reuter/NTB). — EITT fyrsta verk Hailes Selassies keisara, er hann kom til Addis Abeba, var að leysa frá störfum sendiherra Eþíópiu í Svíþjóð, Te- feri Chareou, sem hafði tekið fregninni um stjórnarbyltinguna með ákaflegum fögnuði og vott- að byltingarmönnum hollustu sína opinberlega. Við embætti hans tekur nú Zson Beyene, prins, sonarsonur keisarans. — Hann var áður charge d’Affaires í Svíþjóð. Leita byltingarmanna Hermenn Selassies héldu í dag áfram leit að þeim byltingar- mönnum, er flúið höfðu til fjalla eða afskekktra sveita í Eþíópíu. Hefur keisarinn gefið fyrirskip- un um, að þeir verði fluttir lif- andi til Addis Abeba og leiddir fyrir herrétt. Jafnframt heíur hann tilkynnt, að þeim uppreisn armönnum, sem af frjálsum vilja gefi sig fram við hermenn og lög- regiu og játi gjörðir sínar, skuli gefnar upp sakir. í dag var gerð í Addis Abeba útför ráðherra þeirra, er bylting- armenn tóku af lífi áður en þeir gáfust upp fyrir hermönnum keisarans. Flugslysið í Munchen Eins og frá var sagt í sunnu- dagsblaðinu, varð mikið flug- slys í Múnehen í Þýzkalandi sl. laugardag, aðeins einum degi eftir hið ægilega flugslys í New York, þar sem yfir 140 manns týndu lífi. (Sjá 3. siðu) — Tuttugu manns voru í flug vélinni, sem fórst í Múnchen, farþegaflugvél frá Bandaríkja her af gerðinni Convair C-131, en 30—40 manns fórust á jörðu niðri, er brak úr flug- ■Vélinni og kirkjuturni, sem vélin rakst á, féllu ofan á strætiavagn, hlaðinn farþeg- um. Einnig biðu nokkrir bana, sem voru staddir á götunni við slysstaðinn, en fjöldi fólks var þar á ferli við jólainn- kaup.,FIugvélarflakið kom nið ur á Martin Greif Strasse, að- eins spölkorn frá aðaljárn- brautarstöð Múnchen-borgar. Meðfylgjandi mynd er sú fyrsta, sem borizt hefir af slysstaðnum í Múnchen. Allt umhverfið er hulið reyk, en eldur kom upp í strætisvagnin um — sem sést fremst til vinstri á myndinni — eftir að logandi brak úr flugvélinni og nokkur hluti turnsins á Pálskirkjunni féllu á hann og Iögðu hann saman að nokkru. ★ Þótt sjónarvottar væru margir að slysinu, gerðist það með svo snöggum og óvæntum hætti, að menn gerðu sér vart grcin fyrir atburðarásinni. Dimmt var í lofti og þoka yf- ir borginni, og flugvélin, sem var rétt búin að hefja sig til flugs, kom nær hljóðlaust út úr dimnvunni. Menn vissu ekki fyrri til en bál mikið blossaði upp í miðri götunni — og reykinn lagði yfir allt umhverfið. f einu vetfangi 4 týndu 50—60 manns lífi sinu / í hjarta stórborgarinar....

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.