Morgunblaðið - 20.12.1960, Blaðsíða 20
20
Moncvnnr at>ið
Þriðjudagur 20. des. 1960
Sjáið þér til, ungfrú Durbin,
sagði ég. — Þetta er síðasta at-
riðið í myndinni og ég er að
endurtaka það, af þvi að það mis
tókst í fyrra skiptið. Vilduð þér
nú fara, af því að ég verð tauga
óstyrk ef horft er á mig.
Ungfrú Durbin leit til mín is
köldum augum, sneri sér á hseli
og fór. Sú saga barst út, að ég
— George, ef þú hefur það
svona gott hérna, hvers vegna
dveljum við hér þá ekki hér í
Lefði rekið hana út, og Holly-
wood Reporter flutti smáklausu
svo hljóðandi. — Hrokafull fram
koma Diönu Barrymore er eklti
likleg til að afla henni vinsælda.
Annars hafði þetta ekki verið
ætlun mín.
Bram varð hvað eftir annað
að taka mig til bæna. — Þú ert
óþarflega mikið eftirlætisbarn,
einn dag eða svo? . . . Þetta er í
rauninni yndælis staður!
— Markús, þér tókst það! . . .
sagði hann. — Þú heldur, af
því að þú ert svo fín dama, að
þú getir komizt upp með morð.
En það geturðu nú einu sinni
ekki, og því fyrr sem þú gerir
þér það ljóst, því betra.
Þá var ég vön að rísa önd-
verð og hella yfir hann allri reið
inni, sem ég var búin að safna
saman, og auðmýkja hann eftir
því sem ég gat. En svo sættumst
við með engu minni ofsa, og í
faðmi hans reyndi ég að útskýra
þetta fyrir honum. í New York
tóku vinir mínir öllu eins og
gamni — enginn tók sjálfan sig
eða aðra of alvarlega. Svo heims
vön sem Hollywood er, vantar
En hvernig gazt þú fengið Van
Winkles hjónin til að koma svona
fiiótt?
hana algjörlega kýmnigáfu.
Bram var vanur að reyna að
hugga mig. — Gott og vel, gott
og vel — reyndu að hjaðna nið-
ur, litli hvirfilbylurinn minn.
Það ergði mig enn meir, því að
þá hafði mín nýlega verið
minnzt í einhverju tímariti, og
klausan byrjaði þannig: — Hafið
þið nokkurntíma séð hvirfilbyl
í gangi . . . ?
En ég fékk lítið tóm til þess
að brjóta heilann um stöðu mína
á vinsældasviðinu. Prófraunirn-
ar fyrir Kosterleikritið gengu
mér í vil, og Koster varð yfir
sig hrifinn. Það var ekki einasta
að ég fengi hlutverkið, heldur
þaut kaupið mitt úr þúsund upi*
í fimmtán hundruð dali á viku.
Öllum bar saman um, að þetta
væri eitthvert gullnasta tæki-
færi, sem ungri leikkonu hefði
nokkurntíma boðizt, til þess að
sýna hvað hún gæti. Þetta leik
rit myndi annaðhvort gera mig
fræga eða verða mér til falls.
Mig langaði mest til að hringja
til pabba og láta hann fagna með
mér, en stoltið hélt aftur af mér.
Eg ætlaði að lofa honum að
hringja mig upp.
— Þau eru fiskimenn . . . Þau
eru tilbúin að fara hvert þang-
að sem vel veiðist, Eva . . . Og
flýta sér!
------ ■ - ■ ii ________
Þannig var málum háttað,
milli okkar pabba, þegar hann
dó.
XVII
Kvöldið sem það skeði, var ég
í kvikmyndahúsi í Hollywood að
horfa á tilraunasýningu á Arnar
deildinni. Ég hafði ekki viljað
fara heldur vera í sjúkrahúsinu,
þar sem pabbi lá fárveikur. En
Walter hafði sagt, að ég þyrfti
endilega að sjá myndina og lækn
arnir höfðu fullvissað mig um,
að öll.u yrði óhætt í nokkrar
klukkustundir.
%
Þeir höfðu komizt að því, að
sjúkdómur pabba væri lungna
bólga með fylgikvillum. Eg þaut
úr miðri upptöku í kvikmynda-
verinu, þegar mér bárust boðin.
Eg læddist á tánum að rúminu
hans og sá hann nú í fyrsta sinn,
síðan kvöldið góða þegar ég fór
með hann heim frá Decker. Hann
lá sofandi, undarlega hvítur.
Þegar ég svo heimsótti hann
seinna, þekkti hann mig alls
ekki. Einu sinni opnaði hann of
urlítið augun og sá mig horfa
niður á sig. — Pabbi . . . sagði
ég aumingjalega. Það var svo
margt, sem mig hefði langað að
segja við hann ... — Treepee,
sagði hann greinilega. Og svo
brosti hann . . . það var undur-
samlega yndilegt bros, og lok-
aði svo augunum aftur. Hjúkrun
arkonan bar fingur að vörum og
leiddi mig út úr stofunni.
Að kvöldi 29. mai 1942 kom
ég að heimsækja pabba, en þá
var hann sofandi, og það mátti
ekki koma inn til hans. Eg man
eftir, að ég stóð fyrir utan dyrn
ar hjá honum og hlustaði. Eg
ajtltvarpiö
Þriðjudagur 20. desember
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. -•
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir,
— 9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12,25 Fréttir
13.00 „Við vinnuna“: Tónleikar.
14.40 „Við, sem heima sitjum" (Svava
Jakobsdóttir B.A.).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00
Fréttir. — 16.00 Fréttir og veð«
urfregnir)
18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G.
Þórarinsson).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
18.40 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Ríkisútvarpið þrjátíu ára.
a) Ávörp og ræður flytja: Bene-
dikt Gröndal formaður útvarps
ráðs og Vilhjálmur Þ. Gíslason
útvarpsstjóri).
b) Þrjátíu ár —af þræði og plötu
(Björn Th. Björnsson listfræO*
ingur tekur saman).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög, þar á meðal leikur dans
hljómsveit Kristjáns Kristjánsson
ar. Söngkona: Díana Magnús*
dóttir.
24.00 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 21. desember
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir.
12 00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
13.00 „Við vinnuna": Tónleikar.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00
Fréttir. 16.00 Fréttir og veðurfr.)
18.00 Útvarpssaga barnanna: „Jólin
koma“ eftir Þórunni Elfu Magn-
úsdóttur; IV. (Höfundur les).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
18.40 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Framhaldsleikritið: „Anna Kar-
enina“ eftir Leo Tolstoj og Oldri
eld Box; VIII. kafli. Þýðandi As-
eld Box;. VII. kafli. Þýðandi As-
laug Arnadóttir. Leikstj.: Lárus
Pálsson. Leikendur: Ævar R,
Kvaran, Guðbjörg Þorbjarnar-
dóttir, Helga Valtýsdóttir, Þor-
steinn Ö. Stephensen, Rúrik Har-
aldsson, Jón Sigurbjörnsson,
Kristín Anna Þórarinsdóttir, Aru
dís Björnsdóttir, Haraldur Björns
son, Gestur Pálsson, Anna Guð-
- mundsdóttir, Jónas Jónasson,
Stefán Thors og Þóra Borg.
20.45 Vettvangur raunvísindanna: —
Fannamenn og furðudýr (Örn-
ólfur Thorlacius fil. kand.).
21.05 íslenzk tónlist: Verk eftir Björg-
vin Guðmundsson.
21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúk-
as“ eftir Taylor Caldwell XX;IV,
(Ragnheiður Hafstein).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 „Rétt við háa hóla“: Ur ævi-
sögu Jónasar Jónssonar bónda
Hrauni i Oxnadal .eftir Guðm.
L. Friðfinnsson; IX. (Höfundur
les).
22.30 Djassþáttur 1 umsjá Jóns Múla
Arnasonar.
23.00 Dagskrárlok.
H A L l Ó !
H A L L Ó !
Millipils 50 kr.
Náttkjólar 125,00 — Baby doll náttföt 100,00 — Kven-
buxur 20,00 — Barnabuxur 12,00 — Herrasokkar 16,00
— Alls konar leikföng á lága verðinu.
Komið og kaupið mikið fyrir litla peningr
Nærfataverksmiðjan Lilla h.f.
Smásalan — Víðimel 63.
Yfirlýsing
til þess að fyrirbyggja misskilning vil ég taka það
fram, að ég hef engum umsækjanda um hafnarvarð-
arstöðuna á Akranesi gefið meðmæli, hvorki munn-
lega né skriflega og mun ekki gera!
Reynistað Akranesi 18. des. 1960.
JÓN SIGURÐSSON, hafnarvörður.
irmpon
í aiian bakstur
Heildsölubirgðir
Heimdallur F.U.S.
heldur dansleik á annan í jólum í Sjálf-
stæðishúsinu kl. 9 e.h.
Aðgöngumiðar seldir á morgun, miðvikud. 21. des.
milli kl. 5 og 7 í skrifstofu Heimdallar, Valhöll.
Sími 17102.
FtíGllli ISIÍK -
GÓB OG GAGNLIG GJÖF
Bók með fögrum ljóðum og lögum fyrir börn. Ingólfur
Guðbrandsson, söngnámsstjóri, valdi efni bókarinnar,
Barbara Árnason myndskreytti. Ein fegursta bók
fyrir börn, hem hér hefur sézt, prentuð í 4 litum.
Fæst í bókaverzlunum og hljóðfæraverzlunum.
Aðalsöluumboðið: ,
HLJÓÐFÆRAVERZLUN
SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR,
Vesturveri — Sími 1-13-15.
a
r
L
á
á