Alþýðublaðið - 25.11.1929, Page 3

Alþýðublaðið - 25.11.1929, Page 3
SífeÞÝÐUBlSAÐID 10! llillB Nýjar fyrsta flokks Virginia cigarettnr. Three Bells 20 stk. pakklnn kostar kr. 1.20 — Búnar tll h|á British American Tobaceo Co, London. Fást f heildsUln h|á: TóbaksverzL íslands h.f. Einkasalar á íslandi. ■mméhi ATHUGIÐ, að með Sehluter dieselvéiinni kostar olfa fyrir hverla framleidda kilowattstnnd aðeins 7—8 an. Rafmagn. Hafnarstræti 18. Sfmí1005 ■'vtn Til Vífllstaöa. Áætlunarferðir Æ þrisvar á dag g':; a 11 a d a g a. / Frð Steindöri. Má^verkasýning Finns Jónssonar. Sýning Finns er viðburður, hún er með beztu, ef ekki bezta sýn- ingin, sem hér hefir sést lengi. Það er einkenni íslenzkra mál- ara, og á f>ó sá mikli andagiftar- maður Kjarval í engu sammerkt við pá, að þeir mála ekkert nema landslög, og verður pað nokkuð tilbreytingarlítið þegar til lengd- ar lætur. Landslagsmyndir eru í raun réttri eftirLegukindur þeirr- ar tíðar, er samgöngur voru það lélegar að ekki var á margra færi að sækja á þá staði, er fegurstir voru að náttúru til, og urðu þeir, sem heima sátu, að hafa myndina heldur en ekkert. Nú eru sam- göngur svo hagkvæmar að þetta er úrelt, enda eru ljósmyndavél- arnar búnar að taka að sér það ómak. Því verður og ekki neitað að allmikill .iðnarkeimur er að landlagspentinu, — að sýna rétt með lögun og lit hlut, sem stend- ur um aldur og æfi til saman- burðar um hagleik þess, er mál- aði. Það er eins og íslenzkir mál- •arar þafi ekki svo fasttæka eft- irtektargáfu, að þeir geti gripið á Lofti og sett fram það, sem leift- urfijót tilviljunin bregður upp fyrir þéim, og ekki heldur það frjósamt hugarafl að þeir með því geti skapað og sett fram feg- urð, sem þeir hafa ekki litiÖ lík- amlegum augum — vanti skáld- skapargáfu. Eða er það svo að framsetningargáfa þeirra sé svo rýr, að þeir geti ekki komið þessu á léreftið? í>ví er ekki aúð- svarað. Undanteknir eru þó alt af KjarvaL og — Finnur Jónsson. Finnur tekur eftir, honum dett- lúr í hug og hann setur fram. Það er einkennilegt að sjá hvað Finn- ur er fastvígur og harðvígur á aLt og alls konar viðföng, og hvaö hann hefir þau fullkomlega á valdi sínu, og að því er til handbragðsins kemur hvað það er margvíslegt og alls staðar af leikni. Hann teiknar og málar jafn-vel. Auðséð er að hugur hans laðast að vinnunhi. í þrem- ur ágætum teikningum lýsir hann störfum beitarhúsamannsins og þær eru liver annari betri. Á einni vatnsiitamynd og tveim stórum oiíumyndum, öllum nokk- uð með sama keim, lýsir hann fiskiróðri, og iiefir hann áður gert mynd ekki ósvipaða. Það er bersýnilegt að hann er að ieita að beztu Lausn á þessu hugðar- efni sínu, og sé hann ekki búinn að finna hana í þessum myndum, er ekki óiíklegt að hann haldj áfram að gera siíkar myndir unz honum likar. Á þessu skal enginn furða sig. Það eru að minsta kosti til 3—4 myndir af Kristi í Emaus eftir Rembrandt og miili 20 og 30 Guðsmóður myndir eftir Rafael, allar með sama blæ. Þessar fiskimannamyndir Finns eru ágætar, og af öðrum sjávar- myndum er hin gustmikla teikn- ing „Sigling“ frábær, og er orð á því gerandi hvað henni er vef fyrir komið. Með nokkuð svipuð- um hætti er önnur teikning, „Nýi- bær í ,Rrýsivík“; skarar hún fram úr að föstum dráttum og góðu skipulagi. Finnur sér mennina víðar en á sjó, og við sveitaverk.- vatnslitamyndin „Sveitaball“ og oliumyndin „Ölvaðir sveitamenn“ bera vott um gerfágaða kýmni listamannsins; það er í myndun- um vingjarniegt bros, en ekkert háð. Mannamyndir Finns eru til- þrifamiklar og bráðhittnar, t. d. er myndin af Oddi Sigurgeirssynj ekkert óhræsi. Veigamestar eru tvær stórar myndir, „Madonna" og „Ólafur reið með björgum fram“, og stinga þær að gerfi nokkuð í stúf við aðrar myndir á sýningunni. Myndirnar eru báð- ar stílíseraðar, sem kallað er, — færðar í stílinn, aukið við og dregið úr eftir þörfum. Þetta er eðlilegt, því ekki er Ölafur venju- legur maður, álfamærin venjuleg kona, hesturinn venjulegur hestur eða björgin og Login venjulegt berg og bál; það er æfintýri, Eigi að segja æfintýr verður að gera það með sérstökum barns- legum blæ, ekki eins og fréttir af þingmálafundi, og eigi að segja það með línum og litum fer eins. Guðsmóðir var ekki stúlka rétt eins og gerist og gengur, hún var vera af öðrum heimi, og lín- ur og litir er henni verða lagðir þurfa að vera þaðan líka. Alt liefir þetta tekist listamanninum mætavel, og bera myndirnar vott um sterka og vissa skaparagáfu. Myndir þessar eru að því leyti einkennilegar, að í þeim eru að mestu ekki nema tvö víðerni (tví- „dimensionellar“) þ. e. a. s. að alt, sem á myndinni sést er svo að kalla í sama fleti. Þetta er al- kunnur hnykkuT í myndum, og fer hann hér staklega vel. Lita- valið sýnir, að listamaðurinn hef- ir verið með fresco-pent í huga er hann bjó til þessar myndir. Á sýningunni eru og tvær góðar landslagsmyndir, Halafoss og Hekia, vandaðar og sterkar, en þær eru þó, eins og fiestar slíkar myndir, helsti hentugar til silfur- brúðkaupsgjafa. Sýningin ber þess ljósan vott- imi að Finnur er einn albezti málari vor, sem þorandi er aðj setja á bekk með Kjarval. Ættu menn ekki að neita sér um að skoöa sýningu hans, og vafalaust mun mentamálaráðið koma þar við. G. J. Frá sjómönnunum. FB., 24. nóv. Liggjum á Önundarfirði. Ótíð, Vellíðan. Kveðjur til vina og vandamanna. Skipshöfnin á „Soida“. Sðrlemd simskeyfi* FB., 23. nóv. Sjónarvottur lýsir ást ndinu, er flóðbylgjan reið yfir Burin- skagann. Frá Saint Johns á Nýfundna- landi er símað: Sjónarvottar lýsa jarðskjálftunum og flóðbylgjunni síðastliðinn mánudag sem hér segir: Á Burinskaganum skalf alt og nötraði, er landskjálftinn reið yfir, og flýði fólk óttaslegið úr fflatar- og kafflstell úrRósenthalheimS" fræga postulíni nýkomið. K. Einarsson & Björnsson, Bankastræti 11. húsunum. Rúður brotnuðu f hverju húsi að kalla. Fólkið leit- aði hælis í kirkjunum, en ótti þess sefaðist þó fljótlega og héldu menn þá aftur til heimila sinna. Menn höfðu að eins verið skamma stund heimá er flóð- bylgjan skall á land og skolaðL burt húsunum, þar sem heilar fjöl- skyldur sátu að snæðingi, svo að sumir meiddust, en aðrir drukkn- uðu. Bátar á höfninni köstuðust á land og moluðust á hafnar- virkjunum. Alt lék á reiðiskjálfi, er flóðbylgjan skall á, og héldu margir, að eyjan myndi sökkva. Flóðið stóð yfir í fimm mínútur. Kunnugt er um, að 36 menn hafí farist. Símalínur slitnuðu. Storm- ar hindruðu sjóferðir og var ekk- ert samband við umheiminn fyrr en á fimtudag. Mikil neyð rikir á Burinskaganum. Stjórnin hefír sent þangað hjálparlið, m. a. lækna. Ráðstefna Frakka og Þjóðverja. Frá París er símað: Ráðstefna, sem fulltrúar Frakklands og Þýzkalands taka þátt í, er hafin hér. Rædd verður krafa Þjóð- verja um að fá þegar aftur Saar- héruðin. Ræningjar ráðast á járnbraut- arlest. Frá Vínarborg er símað: Búlg- arskur ræningjaflokkur réðist á Austurlandahraðlestina skamt frá landamæruúum. Höfðu þeir sett tvær sprengikúlur undir lestina og er þær sprimgu var lestin stöðvuð. Sprengikúlurnar gerðu lítið tjón. Ræningjarnir, sem höfðu safnast saman í skógi skamt þar frá, hófu nú skothríð á lestina og særðu marga far- . þeganna og tóku.til að ræna j

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.