Alþýðublaðið - 11.12.1929, Síða 2
e
AbÞÝÐUBiííAÐie
Kaupdeila yfirvofandi í
' Vestmannaeyjnm.
Alpýðublaöinu hefir borist eft-
irfarandi bréf frá Sjómannafélagi
Vestmannaeyja. Það talar sínu
máli til allrar alpýðu og parf
engra frekari skýringa við:
Félagar!
Hér með tilkynnist ykkur, að
kaupdeilan hér á milli sjómanna
og útvegsmanna mun ekki verða
útkljáð á friðsamlegan hátt. Út-
vegsmannafélagið hefir tjáð sig
fráhverft öllu samkomulagi við
sjómenn. Sjómannafélagið hefir
því stilt upp lágmarkstaxta sín-
um og mun standa alt sem einn
maður í kring um hann og hvergi
slaka til. Það vita og útvegs-
menn. En fyrir þeim vakir að
eins það að kúga aðkomumenn-
ina undir taxta sinn. Skorar þvi
sjómannafélagið á öll alþýðufé-
iög landsins að sjá svo um eftir
megni, hvert á sínum stað, að
sjómenn komi ekki eða ráði sig
til Eyja, nema peim sé fyrir
fram trygt, aö peir fái minst
greiddan lágmarkskauptaxta sjó-
mannafélagsins, pann er hér fylg-
ir.
í fullu trausti á samtök alpýð-
unnar,
með félagskveðju,
f. h. Sjómannafélags Vestmanha-
eyja:
Jón Rafnsson
formaður.
Giiom. Kristjánsson
ritari.
Lágmarkskauptaxtí
Sjómannafélags Vestmannaeyja
vetnrinn [1929]—1930.
Á vélbátum 20 tonn og þar
yfir: Hlutur formanns 1/17 part-
ur af afla, vélamanns 1/25 part-
ur af afla, háseta 1/34 partur
af afla. Fastakaup vélamanna
750,00 auk fæðis og húsnæðis,
premía kr. 11,00 af pús. hverri.
Fastakaup háseta kr. 475,00 auk
fæðis og húsnæðis. Premía 9,00
af þús. hverri. Sé um mánaðar-
kaup að ræða skal kaup véla-
manna vera kr. 300,00 um mán-
uðinn og kr. 11 af þús. hverri
frá 40 þús. ,og þar yfir. Kaup há-
seta kr. 200,00 um mán. og kr.
9 af þús. hverri yfir 40 þús.
fiskjar.
Á vélbátum 16—20 tonna: Hlut-
ur formanns 1/17 partur af afla,
vélamanns 1/23 partur af afla,
háseta 1/31 partur af afía. Fasta-
kaup vélam. kr. 750,00 auk fæðis
og húsnæðis. Premía kr. 12,50
af þús. hverri yfir 35000 fiskjar.
Mánaðarkaup háseta kr. 200,00
auk fæðis og húsnæðis. Premía
icr. 12,35 af þús. hverri yfir 35
þús. fiskjar.
Á vélbátum 12—16 tonna: Hlut-
»r formanns 1/15 partur af afla,
vélamanns 1/20 partur af afla,
háseta 1/28 partur af afla.
Fastakaup vélamanns kr. 750,00
auk fæðis og húsnæðis. Premía
kr. 15,00 af þús. hverri. Fastakaup
háseta kr. 475,00 auk fæðis og
húsnæðis. Premía kr. 12,25 af þús.
hverri. Mánaðarkaup vélam. kr.
300,00 auk fæðis og húsnæðis.
* Premía kr. 15,00 af þús. hverri
yfir 30,000 fiskjar. Mánaðarkaup
háseta kr. 200,00 auk fæðis og
húsnæðis. Premía kr. 12,25 af þús.
hverri yfir 30,000 fiskjar.
Á vélbátum 9—12 tonna: Hlut-
ur formanns 1/12 partur af afla.
vélamanns 1/16 partur af afla,
háseta 1/22 partur af afla.
Fastakaup vélamanns kr. 750,00
auk fæðis og húsnæðis, Premía
kr. 16,00 af þús. hverri. Fastakaup
háseta kr. 475,00 auk fæðis og
húsnæðis. Premía kr. 13,00 af þús.
hverri. Mánaðarkaup vélam. kr.
300,00 auk fæðis og húsnæðis.
Premía kr. 16,00 af þús. hverri
yfir 25,000 fiskjar. Mánaðarkaup
háseta kr. 200,00 auk fæðis og
húsnæðis. Premía kr. 13,00 af
þús. hverri yfir 25,000 fiskjar.
Á vélbátumO tonnaogþarund-
ir: Hlutur formanns 1/9 partur af
afla, vélamanns 1/13 partur af
afla, háseta 1/15 partur af afla.
Fastakaup vélamanns kr. 750,00
auk fæðis og húsnæðis. Premía
kr. 17,00 af þús. hverri. Fastakaup
háseta kr. 475,00 auk fæðis og
húsnæðis. Premía kr. 18,00 af þús.
hverri. Mánaðarkaup vélam. kr.
300,00 auk fæðis og húsnæðis.
Premía kr. 17,00 af þús, hverri
yfir 17,000 fiskjar. Mánaðarkaup
háseta kr. 200,00 auk fæðis og
húsnæðis. Premía kr. 18,00 af þús.
hverri yfir 17,000 fiskjar.
Samkvæmt ofanskráðu skulu
hlutamenn sjá sér fyrir fæði á-
samt þjónustu og húsnæði, út-
geröinni að kostnaðarlausu.
Séu fæðispeningar greiddir,
skulu þeir vera lægst kr. 3,00
á dag.
Stjórnin.
Upprelsfim i Eína.
FB. 10, dez.
Frá Shanghai er símað: Upp-
reistarmönnum gegn þjóðernis-
sinnastjórninni vex stöðugt fylgi,
einkanlega slðan Kínverjar urðu
að láta í miuni pokann fyrir Rúss-
um á landamærum Mansjúríu. At-
kvæðamiklir hershöfðingjar hafa
snúist á móti Chiang-kai-shek og
er aðstaða stjórnarinnar nú mjög
alvarleg. Uppreistarmenn hafa slit-
ið brautarsambandinu á milli
Shanghai og Nanking. Her upp-
reistarmanna nálgast Ichang og
Hankow. Nanking, sem er aðsetur
þjóðernissinnastjórnarinnar, er einn-
ig hætta búin.
Útlendingar flytja frá Ichang
Konur og böm enskra og amer-
iskra borgara þar og í Nanking
flytja á bro+t.
Bretar og Bandaríkjamenn hafa
sent herskip til Kína.
Íslenskur rithðfundur
erlendis.
Kristmann Gaðmundsson:
Livets morgen.
Kxistmann Gubmundsson er að
gerast afkastamikill rithöfundur.
Nýlega er út komin 5. bók hans,
„Livets morgen“. Er þar sögð
saga norðlenzkrar sjóhetju, Hall-
dórs Bgssasonar, sem vegna von
brigða í ástamáium flýr Norður-
Iand og sezt að í smáþorpi á
Suðurlandi. Halldóri Bessasyni er
meistaralega lýst frá höfundar-
ins hendi. Persónan er sterkleg
og skýr. Fyrir hugskotssjónum
lesandans stendur Halldór Bessa-
son karlmannlegur og festulegur.
Othafið dregur hann að sér. í
sálu hans er öldurót úthafsins
grunntónn. Oti á sjónum unir
hann sér bezt. Hann klæjar í
lófana, er hann heldur ekki um
stjórnvölinn. Augu hans gneista.
er boðaxnir brotna við báða
stokka og brimrótið lemur klett-
ana. Hann leikur sér við hætt-
urnar — og hann sigrar. Síð-
asta afrek hans er, að hann
bjargar enskri skipshöfn frá
drukknun. En að síðustu gengur
Halldór Bessason þó sár frá bar-
daganum við gaddbyl og for-
áttubrim. Hann kelur. Hann miss-
ir báða fætur rétt fyrir neðan hné
— og gengur síðan á stúfunum
og þeim blæðir. — En hann sigr-
aði samt.
En á einu sviði er Halldór
Bessason veikur fyrir. Hann er
kvennamaður og nokkuð laus á
kostunum. Sýnir höfundur þar
skoðun sína skýrt: Ef fyrsta
æskuástin er ekki endurgoldin
verða aðrar ástir falskar. — Hall-
dór Bessason giftist stúlku, sem
hefir franskt blóð í æðum sínum.
Hann elskar hana ekki. Salvör,
sem hann svíkur, hatar hann —
og annar þáttur sögunnar lýsir
því hatri.
Kristmanni er alt af að fara
fram. Þessi saga hans er vel
gerð. Hún er fremri „Brúðar-
kjólnum“ og „Ármanni og Vil-
dísi“, — Fengu þessar sögur þó
ágæta dóma fremstu ritdómara á
Norðurlöndum. Bezt tekst Krist-
manni, er hann lýsir karlmensku
og hugdirfsku, en þó er hann oft
snjall, er hann lýsir viðkvæmni
og fegurð. Þá er hann svo inni-
legur. Ég efast ekki um, að Krist-
mann hefir enn ekki sýnt hæfi-
ledka sína til fulls. Hann býr yfir
miklu og hann er nógu vitur ffi
þess að leggja ekki alt fram tíö
fyrsta leik.
Ég varð var við það í sumar,
að sögur Kristmanns eru mikið
lesnar í Noregi og það ekki ein-
ungis af „bókamönnum", heldur
og af allri aíþýðu. — Dómamir
um bækur hans eru allir á eina
lund: „Hér er á ferðinni mikill
hæfileikamaður, snjalt og gott
skáld.“ — Og Kristmann sækir
hærra og hærra.
„Brudekjolen“ hefir verið þýdd
á ensku, þýzku, hollenzku og
rússnesku. „Ármann og Vildís“
hefir einnig verið þýdd á sömu
mál. — Smásögur hans hafa birzt
í. frönskum, þýzkum og enskum
blöðum, auk þess sem hann skrif-
ar smásögur fyrir mörg blöð á
Norðurlöndum.
Eitt sinn flúði Kristmann úr
föðurgarði, — frá íslandi. Kuld-
inn var svo napur þar og van-
trúin á hæfileika hans særðí
hann. — Hann er íslenzkur land-
námsmaður í Noregi og þar unir
hann vel hag sínum. „Baráttan
var erfið í fyrstu," sagði hann
við mig í sumar, „málið, vina-
leysið, fátæktin, en erfiðleikarnir
herða — herzlan, reynslan hefii'
gert mig svo bjartsýnan. Heils-
aðu Islandi. Ég elska það — og
mér þykir vænt um Noreg.“
V. S. V..
Felbna-ofviðri
á Bretlandsey|nm*
Skiptapai* og drnkknanir.
FB„ 10. dez.
Frá Lundúnum er símað: Storm-
urinn hefir nú geysað á Bretlands-
eyjum í 5 sólarhringa og er alt
útlit á, að hann muni ekki lægja
bráðlega. Þetta er langmesti storm-
ur, sem sögur fara af í Englandi.
Skip hafa strandað tugum saman,
Stóru Allantshafs-linuskipin hafa
komið stórskemd til hafna i Bret-
landi. Rúmlega 30 skip hafa ieitað
sbjóls í höfnum inni. Talið er
nokkurn veginn víst, að eimskipið
»Radyr« hafi farist við Hartland
Point (á vesturströnd Englands) og
skipsmennirnir, 25 að tölu, hafi
drukknað. Tveimur skipsmönnum
af ensku herskipi skolaði útbyrðis
og drukknuðu þeir báðir.
ítalskt eimskip, »Chieri«, fórst í
Biscayflóanum [við Frakkland og
Spán]. 36 skipsmannanna drukkn-
uðu, en 5 var bjargað. HÖfðu þeir
bjargast á planka og hafst við á
þeim klukkustundum saman. Voru
mennirnir aðþrengdir mjög, er
þeim var bjargað.
Skipafréttir.
„Alexandrína drottning" fór í
gærkveldi í Akureyrarför. — Tvö
fisktökuskip, „Áslaug“ og „Brú“,
fóru héðan i morgim til fcrwi-
ingar á öðrum höfnum.