Morgunblaðið - 16.01.1962, Blaðsíða 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 16. jan. 1962
íslenzk börn
í fá verðlaun
í teiknisamkeppni
Hólmvíkingar heiðraSir.
Gullverðlaun hlaut Hlynur
Andrésson, 11 ára gamall son-
ur prestsins á Hólmavík, sr.
Andrésar Ólafssonar prófasts
og Arndísar Benediktsdóttur
konu hans. Hlynur býr að
sjálfsögðu Of langt í burtu til
að hann gæti sjálfur tekið
við verðlaunum sínum, gull-
peningi, heiðursskjali og sér-
stakri gjöf.
En það er athyglisvert að
annað barn frá þessum sama-
barnasKÓla norður í Stranda-
sýslu fékk einnig viðurkenn-
ingu fyrir teikningu. Dóm-
nefndin sendi líka teiknikenn-
aranum í Hólmavíkurskóla,
Vígþóri H. Jörundssyni gjöf í
viðurkenringarskyni fyrir
bezta teikinkennslu.
Japönsk börn sendu 6.956 myndir og fengu flest verðlaunin.
Hér er verðlaunamynd eftir japanskan dreng.
Gullverðlaunamynd Hlyns Andréssonar frá Hólinavík.
18 önnur fengu viðurkenningu
Þrjú íslenzk börn fengu
bronzverð'aun: Ingunn Stef-
ánsdóttir Kársnesskóla, Kópa
vogi, Þóra Hreinsdóttir Reykja
vík og Kristrún Haraldsdóttir,
Miðbæjarskólanum, Reykja-
vík. Auk þess hlutu 15 önnur
börn á aldrinum 9—13 ára
viðurkenningu og heiðurs-
Margrét Hauksdóttir með verðlaunin sín, ásamt foreldrum sín-
um, Hauki Bjarnasyni og Þórunni Lárusdóttur.
grein um þetta efni, er hefst
á þessum orðum: Athugun
barnalistar er einn af skemmti
þáttum aldarinnar, þrinnaður
þáttur uppeldisfræði, sálfræði,
og verkmenningar, en ívafið,
akters og myndstíls hjá heil-
brigðum börnum, þau kunni
ekki enn með tækni að dyljast
í teikmngum sínum — varla
orðin bráð blekkingarinnar á
því sviði svo ung.
ISLENZK börn stóðu sig mjög
vel í alþjóðlegri teiknisam-
keppni, sem pólska útvarpið
gekkst fyrir, þar sem börn frá
80 löndum sendu inn yfir 105
þús. teikningar. Viðfangsefnið
var „Föðurland mitt.“ Valdar
voru úr 887 myndir og haldin
á þeim sýning í Varsjá og síð-
an í aðalstöðvum UNESCO,
Menningar- og menntastofnun
ar Sameinuðu þjóðanna í Par-
ís, Og er ætlunin að senda
sýninguna víðar.
Frá ísiandi voru sendar 78
teikningar og hlutu íslenzk
börn fyrir þær ein gullverð-
laun, ein silfurverðlaun, þrenn
bronzverðlaun og 15 myndir
fengu auk þess viðurkenningu.
Sl. laugardag afhenti sendi-
fulltrúi Pólverja hér á landi,
Halina Kowalska, ungu lista-
mönnunum verðlaunin á heim-
ili sínu í Túngötu 12. Þar
voru mætt þau af börnunum
sem búa í Reykjavík og ná-
grenni, ásamt foreldrum sín-
um og nokkrum öðrum gest-
um.
Hlynur Andrésson.
Myndín er ekki alveg ný.
„Hallærisleg“ verðlaunamynd
Silfurverðlaunin hlaut Mar-
grét Hauksdóttir, 13 ára telpa
úr Miðbæjarskólanum. Hún
var mætt til að taka við verð-
laununum ásamt foreldrum
sínum, Hauki Bjarnasyni hjá
rannsóknarlögreglunni og Þór
unni Lárusdóttur. Þegar Mar-
grét var búin að taka við silf-
urpeningi sínum, heiðursskjali
og gjöf, náðum við tali af
henni þar sem hún stóð úti í
horni hjá vinkonu sinni, Fann
eyju Valgarðsdóttur, er einn-
ig hafði hiotið viðurkenningu
fyrir teikningu og voru þær
að gæða sér á veitingum, sem
fram voru bornar.
— Eg hefi engan áhuga á
teikningu, sagði Margrét. Eg
sendi heldur ekki mína teikn-
ingu. Kennarinn tók hana bara
úr möppunni minni.
— Á hverju hefurðu þá
áhuga?
— Hún hefur áhuga á að
læra, segir Fanney og kemur
til aðstoðar — Hún er svo
dugleg, bætir hún við.
— Og hvernig var listaverk-
ið?
— Æ, það var svo hallæris-
legt. Það var sko kind eða
átti að vera það. Og svo var
sveitabær. Þetta var bara
sullumynd!
Og þegar blaðamaðurinn er
svo ófróður um nýjustu túlk-
unaraðferðir að hann rekur
bara upp stór augu, þá bæta
þær stöllurnar við til skýr-
ingar: — Maður hefur lím-
klessu og svo er teiknað í
með puttunum. Svoleiðis eru
sullumyndir búnar til.
En Margrét getur gefið grein
argóða skýrmg'u á undir hvaða
áhrifum hún hafi gert mynd-
ina. Hún er á hverju sumrí í
sveit — uppi í Kjós.
skjöl.
Frú Kowalska sagði að teikn
ingar íslenzku barnanna hefðu
vakið mikla ánægju og at-
hygli í samkeppninni og væru
þau meðal hinna efstu á verð-
launalistanum.
Barnalist er nú mjög ofar-
lega á baugi víðsvegar um
heim. I nýútkomnu hefti af rit
inu Menntamál, skrifar Val-
gerður Briem, teiknikennari
viðurkenningin á listrænu
gildi barnuteikninga, var ekki
slegið fyrr en nú, að mynd-
listamenn skynja formleit
barnsins sem hina nýju ver-
öld listar.na og reyna sjálfir
að ná heim ratvísinni í átt-
leysi atómaldar með barna-
teikn að galdrastaf. Og seinna
í greininm talar Valgerður um
að skemmtilegt sé að glugga
lítið eitt í tengslin milli kar-
■ Þröng á þingi
Framhald af bls 3.
sem hafa með ferðafólkið að
gera, bólusett, starfsfólk
flugfélaganna, sjómenn, póst-
menn, tollverðir og starfsfólk
Bæjarspítalans, sem nú er
farsóttadeild bæjarins. Öll-
um þeim, sem ferðast til út-
landa er ráðlagt að láta bólu
setja sig til vonar og vara.
Þegar blaðamaður Mbl.
hringdi upp á Heilsuvernd-
arstöð um tvöleytið í gær,
svaraði símastúlkan. Nei, það
er því miður ómögulegt að
ná í hann, ég skal reyna, ef
þér bíðið, reynið að láta ekki
slitna, við ráðum bara ekkert
við símann....
Þegar leið á daginn hafði
fólk þó róazt, en þó var enn
ös út úr dyrum. Allar bólu-
setningar eru færðar inn í
spjaldskrá heilbrigðisyfirvald
anna, enda erum við íslend-
ingar óvenjulega vel settir
sem þjóð gagnvart bólunni.
Það er því enn rétt að árétta
það, að engin ástæða er til
þess að óttast, þótt öll varúð
og árvekni sé vitaskuld sjálf-
sögð í þessum efnum.
Sloppiff meff skelkinn
Það voru mörg hrædd lítil
andlit upp á Heilsuverndar-
stöð í gær. Og mikill var
sá léttir, þegar bólusetning-
unni var lokið. Gráturinn
c.naði um stofur og ganga
og mæðurnar reyndu ýmist
að hugga eða sussa í þvög-
unni.
Starfsmenn Loftleiða og
tollverðirnir báru sig þó
sýnu hressilegar, þó brá fyr-
ir örvæntingarglampa á
andlitum sumra. Allir voru
reknir út hjá Birni L. Jóns-
syni, lækni, þegar hann bólu-
setti flugfreyjurnar. Þær eru
nefnilega bólusettar í skut-
inn, enda þykir það ó-
fært, að þær þurfi að stripl-
ast um með bólusetningarör
á upphandleggnum, þegar
þær eru svo heppnar, að
veður hamlar flugsamgöng-
um og þær geta spókað sig á
baðströndum suðrænni landa.
Litlu stelpurnar voru líka
bólusettar á sama stað, enda
vissara, þótt jafnflegnir sam-
kvæmiskjólar og nú tíðkast,
verði ef til vill ekki móðins,
þegar þeim vex fiskur um
hrygg.
Nokkrir sáust falla í ómeg
in. Sumir af ilmi sótthreins-
unarlyfja, aðrir af skelknum
einum saman. Það vissu þó
margir, sem gengu út á Bar-
ónsstíginn í gær, að það er
ekkert sárt að láta bólusetja
sig. Frá því sleppa allir með
skelkinn, og ef til vill smá-
vægileg eftirköst, eins og
stundum fylgja ónæmisað-
gerðum, ef um fyrstu bólu-
setningu er að ræða.
1700 bólusettir í gær
Þegar síðast fréttir höfðu
rúmlega 1700 manns verið
bólusett í Heilsuverndarstöð*
inni í gær. Þá fór allt fram
með ró og spekt, þrátt fyrir
mannfjöldann. Sannleikur-
inn er nefnilega sá, að bólu-
setningin hafði ekki verið
auglýst fyrr en í dag, og að-
sóknin kom starfsfólki Heilsu
verndarstöðvarinnar mjög á
óvart. En þar var þó brugð-
ist skjótt við. Þessi „æfing á
bólufaraldri", sem átti sér
stað upp úr hádeginu í gær
í Heilsuvemdarstöðinni sýndi
ljóslega, að hér er menntað
og æft starfslið á ferðinni,
sem ekki kallar allt ömmu
sína. — J. R.